Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 6
52
TlMARIT V.F.l. 1951
ummynduðu móbergi, skornu basaltgöngum og inn-
skotum, en kvarteru myndanirnar eru eyddar ofan af.
Neðst kemur fram basalt, eins og áður er sagt. Neðsti
hluti þessa móbergs er sérstaklega mikið ummyndaður
og ljósgrænn að lit. Má ætla, að enda þótt hið gamla
móberg geti verið mjög ummyndað utan jarðhitasvæðis-
ins, eins og í Silfurbergi, eigi hinn tiltölulega ungi jarð-
hiti hér verulegan hlut að máli. Spildan, sem um ræðir,
liggur litlu lægra en Reykjafjallsspildan um Svaða, eftir
því sem basaltið bendir til.
Á Dalafjalli er þunn þekja úr fersku, ungu móbergi,
er við skörp mót í um 340 m hæð leggst ofan á mjög
ellilegt og ummyndað móberg. Tel ég þetta vera tertí-
era rofflötinn. Unga móbergið myndar og Dalaskarðs-
hnúk, þar sem vottur af grágrýti kemur einnig fyrir.
Austan Reykjadals er grágrýtið orðið allsherjarþekja á
Ástaðafjalli, og í mjög svipaðri hæð og á Dalskarðs-
hnúk. Misgengi er mjög óverulegt um Reykjadal og
þannig tiltölulega litlar mishæðir spildna á öllu bilinu
frá Reykjaf jall—Selfjalls-spildunni til meginhluta Ástaða-
fjalls.
Þess er að geta, að um 500 m breið ræma austan
af Ástaðafjalli, sú er myndar vesturbrún Reykjadals
utan við Hverakjálka, liggur um 50 neðar en megin-
hluti fjallsins. Á spildunni er kvarter grágrýtisþekja
með um 20 m þykkt, sem leggst ofan á tertíeran berg-
flöt í um 280 m hæð. Mótin milli eldra og yngra bergs
eru hér hárskörp og alltorfundin. Neðan til í hlíðum
er ummyndað móberg og lárétt, allummynduð og elli-
leg basaltlög á víxl, og er þetta óefað tertíert berg.
En ofan til eru svo fersk grágrýtislög, að ég verð að
álíta þau kvarter, en ekkert gat ég við fyrstu skoðun
séð, er gæfi til kynna ákveðin mót milli þessara mjög
misgömlu laga. Það var fyrst við ítrekaða leit, að ég
fann sjálf mótin um 20 m undir brún, og gat síðan
rakið þau á 30 m kafla (staðurinn er þar sem hamra-
veggurinn er næst dalsmynninu).
Það má heita, að engin setlög séu á þessum mót-
um, nema sumstaðar með 5—10 cm þykkt, heldur leggst
unga grágrýtið án gjallmillilags ofan á fágað yfirborð
gamals basaltlags. Laus steinn við mótin, úr gamla
basaltinu, var með sléttum ísrákuðum fleti, sem virtist
hljóta að hafa verið hluti af yfirborðsfletinum, en á
föstu bergi fann ég ekki með vissu ísrákir, enda þótt
sennilegt sé, að yfirborðsfágun basaltsins sé verk jökla.
Á kafla er 1—2 m lag úr móbergsbreksíu það sem fyrst
leggst á basaltflötinn.
Frá Ástaðafjalli má rekja sig til Hamarsins í Hvera-
gerði. Hann er grágrýtisspilda, sem í fyrstu er erfitt
að glöggva sig á vegna þess að ung hraun ofan af
Hellisheiði útiloka beina tengingu við Kambabrún eða
Ástaðafjall. En af athugun flugmynda sannfærðist ég
loks um, að Hamarinn er framhald af kvartera grá-
grýtinu á Ástaðaf jalli. Ungu hraunin eru þunn og mynd-
irnar sýna greinilega, að undir þeim er skörp brotbrún,
er liggur frá Hamrinum til efri brúnar Ástaðafjalls.
Hamarinn er þannig brotspilda, sem liggur um 250 m
neðar en spildan í vesturbrún Reykjadals, og önnur
samskonar grágrýtisspilda í svipaðri hæðarstöðu er í
mynni Reykjadalsins.
Tertíeri rofflöturinn ætti því að liggja skammt undir
yfirborði á láglendinu kringum Hveragerði, eða í svipaðri
hæð og á hinu óraskaða svæði austur og suður frá Kot-
strönd. Milli Hveragerðis og Reykjafjalls er þannig mis-
gengi, sem nemur um 250 m. Með hliðsjón af þessari
afstöðu og af samanburði við byggingu Reykjafjalls,
má búast við allt að 200 m móbergslagi undir Hamr-
inum og Hveragerði, áður komið væri niður í basalt-
grunn er tilsvaraði lögunum í Varmárgili og við Svaða.
Boranir hafa leitt í ljós mjög ummyndað móberg
undir Hveragerði og sunnan undir Hamrinum, niður
á allt að 200 m dýpi í samræmi við ofangreinda jarð-
fræðilega mynd. Til þess að fá frekari upplýsingar
um byggingu imdirgrunnsins hér, hef ég gert talsvert
af þyngdarmælingum á láglendinu kringum jarðhita-
svæðin og suður Ölfusið, og verður rætt nánar um þær
í lok þessarar greinar.
Allsherjarmyndin, sem nú blasir við, er sú, að láglendi
ölfuss er í aðalatriðum óraskað svæði (sjá þó um Fora-
spilduna síðar), sem liggur í svo til óbreyttri stellingu
frá því á tertíertíma, en Grafningsfjöllin og Hellishciði
eru raskaðar spildur, sem lyfzt hafa á kvartertímanum.
Mynd 2. Þverskurður af kambabrún. 1 þunn basaltlög. 2 setlög.
3 porfyritiskt grágrýti. 4 jökulruðningur. 5 þursaberg. 6 og 7
breksía og túff.
1 Núpafjalli suður frá Kömbum er að finna mjög
glöggan þverskurð. Lögin eru lárétt á þessu bili og
mótin milli tertíers og kvarters eru sumstaðar skýr.
Skammt sunnan við Kambabrún liggja þau í 150 m
hæð eða ámóta og í Ingólfsfjalli (sjá 2. mynd). Hér
er 1—2 m þykkt jökulruðningslag, sem liggur á vel
slípuðum grágrýtisfleti, — ísrákir stefna milli S og SA.
Ofan á jökulruðningnum er fyrst mjög gróft þursaberg
eða „kubbaberg", óporfyritískt, en fín- og þéttporöst,
og getur því vart verið runnið langt að. Síðan nokkur
samvaxin og heldur ógreinileg lög af óunnu gostúffi, og
loks mjög þykkt lag úr túffi og breksíu upp á brúnir.
Undir jökulruðningnum eru fyrst 2—3 þykk porfyrítísk
lög úr grágrýti, þá taka við 12—15 m af unnum og
að mestu leyti aðfluttum sedímentum.
Basaltið sem þau hvíla á hefur mjög óslétt yfirborð
og sýnilegt er, að neðstu sedímentin eru veðrunarlag ofan
á basaltinu. Sé farið upp eftir sedímentunum koma næst
molabergslög, væntanlega árflutt, siðan sand- og leirlög
með hnullungum, rúmlega hnefastórum, á víð og dreif.
Hér hagar því alveg eins til og við tertíera rofflötinn í
Reykjafjalli: sedímentatíon með eftirfylgjandi porfyrít-