Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Page 15
TlMARIT V.F.l. 1951
61
Mynd 2. Dreyfing sýnishorna á Hengilsvæðinu.
mikið af geislavirkum efnum. Að vísu hafa athuguð
sýnishorn eingöngu verið á eða skammt undir
yfirborði jarðar, en sum sýnishornin eru tekin úr
göngum, sem myndazt hafa við, að bráðið hraun úr
miklu dýpi þrýstist upp í gegnum sprungur í berginu.
Þar sem þessir gangar sýna yfirleitt ekki meira geisla-
magn en bergið í kring, þá má ætla að bergið innihaldi
lítið af geislavirkum efnum, einnig þegar niður dregur.
Auk þess virðist sú regla vera ríkjandi viðast hvar á
þessu svæði, þar sem hægt er að komast að mörgum
jarðlögum í fjallahlíðum og í borholum, að geislamagn
bergsins fari minnkandi eftir því sem neðar dregur.
Athugaðir voru möguleikar á að nota geislamagns-
mælingar til þess að aðgreina jarðlögin í borholunum
og bera þau saman við jarðlögin í fjöllunum i kring.
Bergið í borholunum er venjulega mjög ummyndað vegna
áhrifa heita vatnsins, og getur því verið erfitt að bera
saman við jarðlög, sem ekki hafa orðið fyrir þessum
áhrifum. Hugsanlegt er þó, að hægt væri að þekkja
jarðlögin á geislamagninu, en til þess þurfa þrjú skil-
yrði að vera uppfyllt: I einu og sama jarðlagi verða hin
geislavirku efni að vera tiltölulega jafnt dreifð; umbreyt-
ingar þær, sem heita vatnið veldur á berginu, mega
ekki hafa mikil áhrif á geislamagn þess; og loks þurfa að
vera til staðar einhver jarðlög, sem skera sig úr hvað
geislamagn snertir.
Hin tvö fyrstu skilyrði virðast hér vera uppfyllt.
Hvergi á þessu svæði þar sem á annað borð er um reglu-
leg jarðlög að ræða, verður vart mismunar i geislamagni
sama jarðlags út yfir það, sem búst má við vegna óná-
kvæmni mælingarinnar, en hún er 1—2 elektrónur á
mínútu. Ummyndanir bergsins koma fram við, að heita
vatnið sígur að nokkru leyti í gegnum sjálft bergið,
á leið sinni neðanjarðar, leysir upp sum af efnum þess og
flytur þau með sér upp á yfirborðið. Við það verður
bergið ljóst að lit og leirkennt. Það væri þvi hugsanlegt,
að hin geislavirku efni bærust burt með vatninu upp á
yfirborðið.
1 gili rétt við Sauðatinda er staður, þar sem þægilegt
er að komast að ummynduðu og óummynduðu bergi hlið
Við hlið. Nú er þarna enginn jarðhiti, en auðséð er að
beitt vatn hefur runnið þarna upp með basaltgangi,
sem er í móberginu. Næst ganginum er móbergið Ijóst
og leirkennt, en er fjær dregur eru engar breytingar af
völdum heita vatnsins sýnilegar. Gilið er þarna stöðugt
að grafa sig, svo að það sem er nú á yfirborðinu hefur
eflaust verið djúpt í jörðu, þegar rennsli heita vatns-
ins stöðvaðist. Mælingar á ummyndaða móberginu rétt
við ganginn og því óummyndaða lengra burtu sýna engan
mismun I geislamagni, ef um nokkurn mun er að ræða
þá er hann minni en 20%.
Einnig má gera sér hugmynd um mögulegar breytingar
á geislamagni bergsins með þvi að athuga vatnið, sem
upp kemur. Um 150 1 af hveravatni, sem tekið var í
Hveragerði, voru látnir gufa upp, en úr þeim fengust
um 100 g af föstu efni. Geislamagn þessa efnis var 22
elektrónur á mínútu. Þetta er töluvert meira geislamagn
en bergið hefur, sem vatnið hefur leikið um. Vatnið hef-
ur því leyst upp tiltölulega meira af geislavirku efnunum
heldur en af öðrum föstum efnum bergsins, en við það
ætti geislamagn bergsins að minnka. Ef við gerum ráð
fyrir, að geislamagn föstu efnanna i vatninu sé 10 sinnum
meira en bergsins, sem vatnið rennur í gegnum, og ef
við ennfremur reiknum með, að einn þúsundasti hluti af
berginu hafi skolazt burt með vatninu, þá ætti geisla-
magn bergsins að hafa minnkað um 9 af þúsundi, eða
ca. 1%. Af þessu sjáum við, að ólíklegt er að heita
vatnið breyti geislamagni bergsins það mikið, að þess
gæti við mælingarnar.
Þriðja skilyrðið virðist aftur á móti ekki vera upp-
fyllt. 1 borholunum hafa ekki fundizt nein lög, sem skera
sig úr hvað geislamagn snertir. öll sýnishornin, sem
tekin voru úr borholum, sýna mjög lítið geislamagn
(0—5 el á min.) og þetta gildir einnig fyrir öll sýnis-
hornin, sem tekin voru á láglendinu umhverfis Hvera-
gerði, austur að Kotströnd. 1 fjöllunum hafa heldur ekki
fundizt lög, sem fylgja mætti yfir stærra svæði, en yfir-
leitt er geislamagnið mest efst og fer minnkandi, þegar
neðar dregur. Enginn munur virðist vera á basalti og
móbergi, hvað geislamagni viðvikur, enda vafasamt,
hvort um mismunandi uppruna sé að ræða. Efri hluti
Kamba er úr móbergi, en i því eru margir basaltgangar
og má ætla, að móbergið hafi runnið upp um þá sem
basalt, en breytzt í móberg, þegar upp kom. Má jafn-
vel víða sjá þess merki, að svo hafi verið. Þessu til
stuðnings sýna mælingar geislamagnsins engan mun á
basaltgöngunum og móberginu í kring. Einnig er mó-
bergið mjög „homogent" hvað geislamagn snertir, hvert
svo sem útlit þess er.
Hér fer á eftir skýrsla yfir niðurstöður þeirra mælinga,
sem gerðar voru á sýnishornum úr Kömbum og Núpaf jalli,
sem er uppi á Kambabrún. Neðri hluti Kamba er bas-
alt, en á mótunum milli móbergs og basalts skiptast á
móbergs og basaltlög.
Kambar.
Geislamagn (el á mín)
Móberg úr Núpafjalli ............................. 9,0
— — — ................................. 8,0
— — — .......................... 8,7
Basaltgangur í Kambabrún ......................... 7,0
Gulgrátt móberg úr Kambabrún ..................... 8,3
Blágrátt móberg tekið nokkru fyrir neðan brún .. 7,2
Móbrúnt móberg tekið nokkru fyrir neðan brún .. 7,3
Basaltgangur í móberginu nokkru fyrir neðan brún 7,2
Móberg tekið rétt ofan við efsta basaltlagið..... 5,4
Basalt úr efsta basaltlaginu ..................... 1,3