Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1951, Blaðsíða 34
80
TlMARIT V.P.l. 1951
um miðað við hinar nýju aðstæður, og í marz 1950
fékk ríkisstjórnin 2 millj. dollara lán (32,6 millj. kr.)
frá efnahagssamvinnustofnuninni í Washington (ECA)
og voru 27,19 millj. kr. af því lánaðar til Sogsvirkjun-
arinnar til kaupa á vélum og rafbúnaði í Bandaríkjun-
um. Var þetta fé notað til fyrstu greiðslu upp í samn-
inga, er undirritaðir voru í júli 1950 um kaup frá firm-
unum Westinghouse Int. Electric Co. og Int. General
Electric Co. í New York á rafvélum og rafbúnaði.
1 maimánuði fékkst fyrirheit um framlag frá Efna-
hagssamvinnustofniminni, auk lánsins, að fjárhæð 2,327
millj. dollara, til síðari greiðslna á vélum og efni, er
kaupa þyrfti í Ameríku.
1 maí veitti Alþingi ríkisstjórninni heimild í lögum
til nokkurrar lántöku vegna virkjunarinnar og til á-
byrgðar á lánum fyrir hana.
1 júlí 1950 var einnig undirritaður samningur um
framkvæmd byggingarvinnunnar við sænsk-danska fé-
lagið Fosskraft, er gerði ráð fyrir að stöðvarhúsið yrði
tilbúið til vélauppsetningar 1. maí 1952 og öllu verki
lokið 1. des. 1952.
Ríkisstjórnin útvegaði jafnframt fyrir milligöngu
Landsbanka Islands 1 millj. kr. sænskar og 1 millj. kr.
danskar, sem bráðabirgðalán til kaupa á efnivörum í
Danmörku og Svíþjóð vegna framkvæmdanna. Hluti af
þessum lánum (um Vi) skyldi einnig nota við fram-
kvæmd Laxárvirkjunarinnar á Norðurlandi,
Þegar sænska lánið var fengið, var samið við sænska
túrbínufirmað KMW, Karlstad, um kaup á túrbínunum.
Á sama hátt útvegaði rikisstjómin bráðabirgðalán
hjá Landsbanka Islands, 2,5 millj. kr. fyrir innlendum
greiðslum vegna virkjunarframkvæmda á árinu.
Auk þeirra samninga, sem að ofan getur, var vorið
1950 haft útboð á húsbyggingum við Irafoss, og í júli
var samið við verksalana s.f. Iri, Reykjavík, er voru
lægstbjóðendur um byggingu húsanna, en það voru tvö
vélavarðahús með tveim íbúðum hvort og mötuneytis-
hús. Skyldu þau vera komin upp á vorinu 1951.
Ennfremur tók vegamálastjórnin að sér að framkvæma
vega- og brúagerðir, er koma þurfa, áður en bygginga-
framkvæmdir hefjast. Skyldi það verk unnið á tíma-
bilinu júli—nóv. 1950, og er nú að mestu lokið.
Af meiri háttar samningum, sem enn eru eftir, er að-
eins efni til háspennulínunnar, sem fyrirhugað er að lögð
verði sunnan Hengils frá hinni nýju virkjun til Reykja-
víkur. Er ætlunin að hafa útboð á efni til hennar á
næsta vetri.
Með þeim samningum, sem gerðir voru í júlí 1950
og bráðabirgðalánum, sem fengin eru, er virkjunin haf-
in og tryggð fjárhagslega út árið 1950. En jafnframt
er unnið áfram að lausn fjáröflunarinnar og gert ráð
fyrir, að með þeim undirbúningi, sem gerður hefur ver-
ið, muni þessi mál leysast fyrir árslokin, svo að fram-
hald framkvæmdanna verði tryggt. Þessi mál eru sem
stendur i höndum ríkisstjórnarinnar. Hefur henni verið
send ný kostnaðaráætlun, endurskoðuð í okt. 1950, er
hefur þessar niðurstöðutölur talið í 1000 kr.:
Irafossvirkjunin sjálf (31 MW) er áætluð á . . 103.440
Háspennulína 132 kV, 50 km...................... 13.407
Aðalspennistöð við Elliðaár .................... 18.264
Sogsvirkjunin samtals .......................... 135.111
Höfuðveitukerfi (30 kV) Rafm.v. Reykjavíkur 22.889
Alls ..... 158.000
Af þessu er innlendur kostnaður 67.550.000 kr. eða
43%, en erlendur kostnaður 90.450.000 eða 57%.
Af erlenda kostnaðinum er gert ráð fyrir að 61.690.000
kr. séu kaup á vélum og búnaði í Ameríku, en 28.760.000
kr. fyrir kaup á vörum i Norðurálfugjaldeyri, sem gert
er ráð fyrir að fengið verði sem lán frá Alþjóðabank-
anum (IBRD).
3. Rekstursafkoma.
Verk þau, sem samið var um á s.l. sumri, eru öll
enn of skammt á veg komin til þess að hægt sé að
dæma um, hvernig þeim muni af reiða. Hvort þannig
muni viðra um veturinn, að vetrarvinnu verði við kom-
ið, án verulegra tafa, eða hvort jarðsprengingar geti
farið þannig fram, að eigi verði mikið um vatnsaga
eða berghrun til baga. Þær itarlegu og löngu forrann-
sóknir, sem gerðar hafa verið um jarðlögin á virkjunar-
staðnum, benda allar á það, að eigi þurfi að standa
á óviðráðanlegum erfiðleikum í því efni.
En hinu má gera sér grein fyrir, hvernig reksturs-
afkoman muni verða, miðað við núverandi verðlag og
kostnaðaráætlanir.
Gert er ráð fyrir að stofnkostnaðurinn verði fenginn
þannig: Millj. kr.
1) Innlendi kostnaðurinn með láni úr mótvirðis-
sjóði, 6% til 25 ára......................... 67,55
2) Dollaraframlög, enda sé andvirði þeirra greitt
í mótvirðissjóð, með fé, sem fengið er með
innlendu skuldabréfaláni og framlögum
Reykjavíkurbæjar, 6% lán til 18 ára ...... 34,50
3) Dollaralán frá efnahagssamvinnustofnuninni,
2(4% til 28 ára ............................. 27,19
4) Norðurálfugjaldeyrir, fenginn sem erlent lán,
4V2% til 18 ára ............................. 28,76
Samtals 158,00
Til jafnaðar svara lánskjörin til 5% vaxta með um
það bil 20 ára greiðslutíma, er verður sem næst 8%
ársgreiðsla í vexti og afborganir.
Ofantalinn heildarkostnaður skiptist þannig, að 135
millj. koma á Soðsvirkjunina með aflstöð, háspennulínu
og aðalspennistöð, en 23 millj. er höfuðveitukerfi til-
heyrandi Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Árlegar stofn-
kostnaðargreiðslur skiptast þá þannig, að virkjunin á
að bera 10,8 millj. kr., en Rafmagnsveita Reykjavíkur
1,84 millj. kr.
Irafoss-stöðin.
Reksturskostnaður hinnar nýju virkjunar er áætlað-
ur þannig:
Stofnkostnaðargjöld . . 8% af 135 millj. kr. 10,8 millj.
Viðhald, gæzla o. a. kostn. 2%— — — — 2,6 —
Samtals 10% af 135 millj. kr. 13,4 millj.
Fullnotað afl frá virkjuninni, afhent úr aðalspennistöð
við Reykjavík, er 29,5 MW, þegar tekið er tillit til orku-
flutningstapa. Er þá einingarverð á raforkunni frá hinni
nýju virkjun út af fyrir sig 455 kr. á árskw. að meðal-
tali, afhent frá aflstöð og aðalspennistöð við Reykjavík,
miðað við fullnotaða virkjun.
Til þess að fá rétta mynd af kostnaði við orkuvinnsl-
una í heild, þarf að athuga nánar samstarf hinnar nýju
virkjunar við aðrar aflstöðvar, er hún þarf að vinna