Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 23
DV Sport FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 23 mannahópa sína fyrir komandi tímabil. rrverandi atvinnumenn og Fylkismenn, sem eina atlöguna að íslandmeistaratitlinum með færeyskir landsliðsmenn til liðsins, Fróði Benjaminsen og Hans Fróði Hansen. Framarar eru aukinheldur hársbreidd frá því að ganga frá samningum við Þorvald Makan, fyrirliða KA-manna. Framarar hafa misst Ágúst Gylfason, fyrirliða sinn og kjölfestu undanfarinna ára, og hann skilur eftir sig skarð. Þeir státa sig hins vegar af því að hafa lærðasta þjálfara Landsbankadeildarinnar innan sinna raða og ef hann er jafngóður og gráðurnar gefa til kynna þá ættu ungu mennirnir að blómstra hjá Fram næsta sumar. Stolið frá nágrönnunum Hafi sambandið á milli KA- manna og Þórsara verið stirt þá batnaði það væntanlega ekki þegar KA-menn gerðu samning við Jóhann Þórhallsson, helsta marka- skorara Þórsara. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Kristján Elí örnólfsson einnig frá Þór yfir í KA. Þeir hafa misst Þorvald Mákan og óvíst er hvort Danirnir Sören Byskov og Ronni Hartvig og Norðmaðurinn Steinar Tenden komi aftur að ári. KA-menn eru með lítinn hóp en það er oft erfitt fyrir félög úti á landi að fá leikmenn til sín. Það verður að teljast líklegt að þeir leiti út fyrir landsteinana að leikmönnum líkt og þeir gerðu í fyrra. Einn til Eyja Eyjamenn hafa stigið varlega til jarðar í leikmannamálum þennan veturinn. Þeir hafa aðeins fengið KR-inginn Jón Skaftason til liðs við sig en Jón eyddi seinni hluta síðasta tímabils í láni hjá Víkingum í 1. deildinni. Eyjamenn hyggjast styrkja Jóhann Þórhalls- son Jóhann fórfrá Þóryfir til erki- fíendanna i KA. DV-mynd Pjetur tengsl sín við enska 1. deildarliðið Crewe hvaðan þeir fengu tvo ieikmenn fyrir síðasta sumar. Birkir Kristinsson, markvörður liðsins, skrifaði undir nýjan samning en liðið hefur ekki misst neina leikmenn sem tekur að nefna. Víkingar öflugastir Nýliðar Víkinga hafa látið mest til sín taka á leikmannamarkaðnum það sem af er vetri. Fjórir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið síðan flautað var til leiksloka í 1. deildinni í haust. Sigurði tókst að krækja í Sigursteinn Gíslason ffá KR, beygðan og boginn af reynslu, varnar- manninn efnilega frá Selfossi, Jón Guðbrandsson og sóknarmanninn Þorvald Má Guðmundsson frá Aftureldingu, sem var markahæsti leikmaður 1. deildar árið 2002. Rétt fyrir áramót ákvað síðan U- 21 árs leikmaðurinn Viktor B. Amarsson að ganga til liðs við Víkinga en hann yflrgaf herbúðir félagsins árið 1999 til að gerast atvinnumaður í Hollandi. Sigurður er þó varla hættur og aldrei að vita nema hann Sigursteinn Gísla- son Sigursteinn tók við astoðarþjálfara- stöðu hjá Vlkingi eftir að hafa unnið fjóra titla með KR-ingum á fímm árum. hressi upp á samband sitt við Arsenal hvar hann spilaði í eina tíð og fái þaðan leikmenn. Sigurður Jónsson, þjálfari liðsins, reyndi að fá Gunnlaug Jónsson, fyrirliða Skagmanna, til liðsins en hcifði ekki erindi sem erfiði. Hann reyndi líka að halda Jóni Skaftasyni sem kaus ffekar að fara tfl Vestmannaeyja. Hvorki hósti né stuna Það hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá Keflvíkingum í vetur. Þeir hafa engan fengið en misst markvörð sinn, Ómar Jóhannsson, til Svíþjóðar. Þeir unnu 1. deildina með yfirburðum en munu væntanlega styrkja lið sitt þegar nær dregur sumri. oskar@dv.is LEIKMENN KOMNIR FH Ármann Smári Björnsson frá Val Fram Fródi Benjaminsen frá B68 Hans Fróði Hansen frá B68 Þorvaldur Makan fráKA Fylklr Ólafur Þór Júlíusson fráHK Ólafur Stígsson frá Molde BjörgólfurTakefusa frá Þrótti Grindavík Orri Freyr Óskarsson frá Þór Ak. (A Haraldur Ingólfsson frá Raufoss ÍBV Jón Skaftason fráKR KA Jóhann Þórhallsson frá Þór Ak. Kristján Elí Örnólfsson frá Þór Ak. Keflavik Enginn KR Ágúst Gylfason frá Fram Bjarni Þorsteinsson frá Molde Sigmundur Kristjánsson frá Utrecht Víkingur Jón Guðbrandsson frá Selfossi Sigursteinn Gíslason fráKR Viktor B. Arnarsson fráTop OSS Þorvaldur Guðmundss. frá Aftureld. Skynsamur VVenger Msene Wenger. knattspymh stjónArsenal, seght geto keypt íeikmenn m/ þega? k’ismannamorktiðurinn hetur opnnö en oð hann muni ekki kavpo bárq tii aö kaupa. m Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fær pening Leitar að rétta leikmanninum Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur fengið lítinn pening til leikmannakaupa undanfarna 18 mánuði vegna byggingar Arsenal á nýjum leilcvangi á Ashburton Grove. Hann hefur eytt mestum tíma í það að fá sína bestu leikmenn til að framlengja samninga sína við félagið og hingað til hefur hann reynst farsæll í því. Nú hafa forráðamenn félagsins hins vegar náð að fjármagna völlinn og því segist Wenger hafa peninga á rnilli handanna þegar leik- mannamarkaðurinn opnaði í gær. Kaupi ekki til að kaupa „Eg hef einhverja peninga til að kaupa leikmenn fyrir á meðan markaðurinn er opinn en það er ekki víst að ég geri það. Ég ætla mér ekki að kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn heldur verða þeir að passa inn í það sem við höfum hér fyrir hjá Arsenal. Ef við kaupum einhvem sem tekur sæti frá einhverjum sem er hér fyrir en er ekkert betri þá er það hrein og klár heimska," sagði Wenger. Einn á óskalistanum Hann sagðist vera með einn leikmann á óskalistanum en vildi þó ekki gefa upp hver það væri. Hann taldi þó ólíklegt að sá leikmaður yrði keyptur fyrr en næsta sumar. „Við hjá Arsenal erum svo heppnir að við eigum fullt af ungum og hæfileikaríkum leik- mönnum sem bíða eftir því að fá tækifæri. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við sendum Giovanni van Bronchorst til Barcelona þá vissi ég að ég hefði misst varamann fyrir Ashley Cole. Ég vissi hins vegar líka að ég hefði hæfileikaríkan átján ára strákling sem gæti leyst Cole af,“ sagði Wenger og vísaði til Frakkans Greg Clichy sem hefur leyst Cole af hólmi með glæsibrag og sá síðarnefndi hefur afplánað þriggja leikja bann. Helsta kappsmál Wengers þessa dagana er að sannfæra Sylvain Wiltord um að skrifa undir nýjan samning við félagið en samningur hans rennur út næsta vor. oskar@dv.is I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.