Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 29 Ríka og fræga fólkið á stundum erfitt með að finna hamingjuna. Nýliðið ár var samt ekki það versta hvað skilnaði varðar. Það voru auðvitað nokkrar stórstjörnur í Hollywood sem skildu en flestar í góðu. DV fór á stjá og tók saman lista yfir helstu pörin sem fengu nóg af hvert öðru 2003. Þau hættu sam Liza Minelli og David Gest Liza Minelli entist ekki lengi með nýja mannin- um, David Gest. Þau náðu rétt að tolla saman í tæpt ár þegar hann hafði fengið gjörsamlega nóg af henni. Þau skildu í sumar. Jack Nicholson og LaraFlynn Boyle f upphafi árs í fyrra lauk sam- bandi Nicholson og Boyle endan- lega. Þau eru að vísu bæði þannig týpur að sambönd virðast henta þeim illa og höfðu eiginlega verið sundur og saman til fjölda ára þeg- ar þessulauk loksins í fyrra. Jude Law og Sadie Frost Leikararaparið Jude Law og Sadie Frost skildu í október. Höfðu verið gift í sex ár og áttu þrjú börn saman. Salma Hayekog Edward Norton Mexíkanska prinsessan Salma Hayek og amen'ski úr- valsleikarinn Edward Norton hættu saman í fyrra eftir margra ára samband. Þau áttu eng- in börn og virðast hafa skilið í sæmilega góðu. Ronaldo er án efa einn besti knattspymu- maður heims. Og eflaust er það ekki fyrir hvaða konu sem er að þola að vera gift slíkum snillingi. Allavega fór kona hans, Milene Domingues, frá honum í október á sfð- asta ári. Halle Berry og EricBenet Það munu fáir nokkurn ma átta sig á Þ« g ánlistarmaðurinn Enc Benet ann það skyndUega upp hja jálfum sér að dömpa kon- nni sinni. Halle nokkum Berry, Bond-píu og ós^ars1[,er ■ Ehafa. An efa með faUegn tnnum veraldar. Þauhofðugift sie 2001 eftir að hafa verið sam_ an í mörg ár. Nú er þaö allt buift og Berry í ástarsorg. Colin Farrel og Kim Bordenouve Hinn írski Colin Farrell hefur varla verið við eina fjölina felldur og yfirlýsingar hans í viðtalsþáttum vestan- hafs stundum með ólfkind- um. Það er því varla furða að hann og Kim Bordenouve séu hætt saman. Þau eiga einn son saman. Jennifer Garner og Scott Foley Kvikmyndastjarnan Jennifer Garner og sjónvarpsstjarnanan Scott Foley voru af mörgum talin vera eitt hamingjusamasta par Hollywood. En slík sambönd enda yfirleitt með skilnaði. Allir mjög undrandi á því auðvitað. En þau höfðu verið gift í fimm ár þegar þau skildu. Sharon Stone og Phil Bronstein Sharon og Phil höfðu verið gift í fimm ár þeg- ar þau skildu. Höfðu ætdeidd einn strák og virtust tiltölulega ham- ingjusöm. Hún leikona, hann ritstjóri. Nú eru þau skilin. Nemo stolinn? Franski rithöfundurinn Franck Le CaJvez íhugar nú málshöfðun á hendur framleiðenda teiknimyndar- innar Find Nemo sem hefur notið grfðarlegra vinsælda á árinu. Le Cal- vez segir myndina vera byggða á barnabók sem hann gaf út á síð- asta ári og kallast Pier- rot the Clown Fish. Hann heldur því fram að Disney-fyrirtækið hafi stolið frá sér söguþræðinum auk nokkurra aðal- persóna og krefst bóta fyrir. Disney- fyrirtækið vísar ásökununum á bug og segir söguna ekki stolna. Það lítur því allt út fyrir að farið verði í hart til að fá niðurstöðu í deiluna. Beckham-fjöl- skyldan í Finn- landi um jólin David Beckham og fjöl- skylda hans eyddi Þorláks- messu og aðfangadegi jóla að þessu sinni í Finn- landi og líkaði vel að sögn þarlends gisti- húsaeigenda. Hjón- in Davið og Victoria mættu ásamt börn- um sínum til ferða- mannastaðarins Harriniva sem ligg- ur norðvestarlega í Finnlandi. Til- gangur ferðarinnar var að eyða hjuta jólanna í návist al- vöru jólasveins með hreindýrum og öllu tiiheyrandi. Það mun hafa vakið mikla lukku meðal drengjanna tveggja, þeirra Brooklyn og Romeo, en þegar búið var að heilsa upp á jóla- sveininn var haldið ásamt yngri systur Victoriu og fjöl- skyldu hennar í stutta ferð á hundasleða áður en haldið var aftur til Bretlands í einkaflugvél Beckham- hjónanna. Flugfarþegar fögnuðu kló- settkynlífi Skemmtilegt atvik átti sér stað í flugvél sem var á leið til London frá Tenerife skömmu fyrir jól og skemmtu far- þegar og áhöfn sér konunglega, þ.e. fyrir utan eitt par. Umrætt par hafði nefninlega eitthvað látið sér leiðast í þessu fjögurra stunda flugi og ákvað því að bregða sér inn á klósett til að athuga hvort eitthvað skemmtilegra væri þar að hafa fyrir stafni. Þegar áhöfnin tók eftir því að klósettdyrn- ar höfðu verið lokaðar í 15 mínútur var ein flugfreyjan send á vettvang til að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Þegar hún kannaði málið heyrði hún bara stunur. Hún ákvað því að opna hurðina utanfrá og kom þá í ljós ber karlmannsrass og fyrir aftan rassinn var nakin kvenmaður. Hálf flugvélin veitti þessu athygli og þegar parið hafði komið sér aftur í fötin og gekk út af klósettinu var þeim ákaft fang- að af farþegum. „Það lágu flestir í hláturskasti þegar greyin gengu aft- ur til sætanna sinna og meira að segja flugffeyjurnar veltust um af hlátri. Þeim hefur eflaust liðið öm- urlega restina af fluginu," sagði einn farþeganna sem upplifði skemmt- unina. Bruce og Stones þénuðu mest Árið 2003 reynd- ist gjöfult hjá Rolling Sto- nes en þeir eru tekju- hæstu tónlistar- menn árs- ins 2003 ef miðað er við tekjur af tónleikahaldi, Strák- arnir höluðu inn 115 milljónum dala á þeim 47 tónleikum sem þeir héldu víðsvegar um lieim- inn. Bruce Springsteen var annar tekjuhæsti en þar eftir koma Metallica, Cher og Kiss. Langt fyrir neðan kemur svo kanadíska söngdrusl- an Celine Dion sem hélt 145 Las Vegas á árinu en þén- aði samt ekki nema um 50 milljónir dollara. Robbie skráset- ursig sem vöru- merki Robbie Williams er löngu orðin þreyttur á að alls kyns fólk sé að nota nafnið hans til þess að fram- leiða vörur °g græða á án hans samþykk- is. Þess vegna hefur hann nú keypt víðtækan einkarétt á nafninu þannig að ef fólk fram- leiðir svo mikið sem klósett- pappír með nafninu á má það eiga von á málshöfðun. Hann fetar þar með í fótspor David Beckham og Madonnu sem hafa einnig skrásett sig sem vörumerki þannig að þau fái nú örugglega greitt fyrir notkun á nafninu sínu. Það kostar ekki nema 25 þúsund íslenkar krón- ur að skrásetja nafnið sitt á þennan hátt og þá á maður það í 10 ár en getur eftir þann tíma endurnýjað leyfið. Mel C sagt upp Fyrrum kryddstúlkan Mel C er um það bil að missa plötu- samning sinn við Virgin-útgáf- una eftir að hafa sent frá sér nokkur slök lög upp á síðkastið. segja að síðustu þrjár útgáfur hennar hafi ekki selst nærri nógu vel til að standa undir þeim kostnaði sem markaðs- settning á stúkunni hefur kost- að og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Uppsögn Mel C mun vera hluti af áramóta- hreinsun plölufyrirtækisins sem mun einnig losa sig við söngkonuna Samönthu Mumba og strákabandið Triple 8 sem hafa lfkt og kryddið ekki skilað hagnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.