Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess OV: Skaftahlíð 24, Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aórar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagna- bönkum án endurgjalds. Ókeypis bækur Bragi Kristjónsson í Bókavörðunni ætlar að gefa þúsund bækur um næstu helgi á bókamarkaði sem hann hef- ur verið með um skeið á Hlemmi. Eru það eftirhreytur þess sem þar var til sölu og hefur enn ekki selst. Hafa aldrei fyrr jafn margar bækur verið gefnar á jafn skömmum tíma. Bækurnar verða gefnar frá föstudegi og fram á sunnudag. Fleiri svítur Hótel Saga hefur sótt um leyfl til að fækka her- bergjum á flmmtu og sjöttu hæð hótelsins við Haga- torg. Með þessu mun ætlunin að auka rými, stækka herbergi og ijölga svítum á hótelinu. Til dýrðar íslenska kristskirkjan hefur farið þess að leit við yflrvöld að söfnuðinum .. Jfe ... verði heimilað að breyta atvinnu- * húsnæði í Fossa- leyni 14 í safnað- arheimili og sam- komusal. Sett verði milligólf í húsnæðið, I norðurs með gluggum og hurðum auk þess sem bflastæðum verði fjölg- að. Nýr sími Brynjólfur Bjamason, forstjóri Landsímans, hefur boðað til fundar í dag þar sem hann ætlar að kynna nýja ásýnd Símans. Breytingamar verða kynntar í SkautahöUinni í Laugardal! Málið Að koma til baka „Að koma til baka" er mikið tískuorðtak, baeði meðal almennings og (fjölmiðlum þessa dagana, ekki sfst meðal íþróttafréttamanna. Það er notað um alla þá sem eiga undirhögg að sækja,t.d.( kaþpletkjum, en rétta slðan úr kútnum.Vel má vera að það „að koma til baka" geti átt rétt á sér f einhverjum tilvikum en þó er fullmikill þýðingarkeimur af þv(. Einkum er þó ástæða til að brýna fyrir fólki að fjölbreytni er alltaftil bóta.lstað þessa orðalags má t.d.segja - auk þess „að rétta úr kútnum" að viðkomandi nái sér á strik eða bara taki sig á. (tj c c (TJ E *o jO *o O -Oi .c c o E 'O X WT <U c c (TJ X Ofreist hönnun egar verðtrygging Ólafslaga kom til sögunnar fyrir aldarfjórðungi, gerðu fáir sér grein fyrir, að hún mundi koma Sambandi íslenzkra samvinnufélaga fyrir kattarnef. Æ síðan hafa lög Ólafs Jóhannes- sonar framsóknarmanns verið skólabókar- dæmi um, að erfitt er að hanna þróun. Nú höfum við annað dæmi um stórfeUda skekkju í hönnun þróunar. Einkavinavæðing stjórnvalda byggðist á, að fjölskyldurnar fjdrtán eða Kolkrabbinn svokallaði hefði einn efni á að kaupa, þegar bankar og aðrar stór- eignir yrðu seldar hæstbjóðanda. Annars staðar væri ekki til fé. Þessi hönnun þróunar bilaði af ýmsum ástæðum og einkum vegna innflutnings á BretaguUi og Rússagulli. Ríkisbankarnir komust í hendur aðila utan Kolkrabbans, svo og Eimskip, Burðarás og hugsanlega Skelj- ungur. Allt í einu er Kolkrabbinn ekki lengur þungamiðja valds á íslandi. Miklar eigur eru enn í höndum fjöiskyldn- anna, sem sagðar voru mynda Kolkrabbann á velmektardögum hans. En þetta eru sundur- lausar eignir, sem ekki mynda samþjappaða valdastöðu, ef frá eru talin örfá stórfyrirtæki á borð við íslandsbanka og Sjóvá-Almennar, svo og ýmis hversdagsfyrirtæki. Sárastur var valdamissirinn, þegar út um þúfur fór tUraun Morgunblaðsins tU að kaupa þrotabú DV og tilraunir þess til að koma upp gildu sjónvarsfyrirtæki, sem mundi kaupa væntanlegt þrotabú Norðurljósa. Bretagullið hataða keypti bæði fyrirtækin og yfirtók skuldir Norðurljósa. DV hætti að fá prentað hjá Morgunblaðinu. Þannig ruglaðist hrikalegt fjármögnunar- dæmi nýbyggingar og risaprentvélar á frægu sprungusvæði við Rauðavam. Hættulegur haUarekstur blasir því við risaeðlu Kol- krabbans, sem fór á sama tíma endanlega hall- oka fyrir Fréttablaðinu í lestrarmælingum. Samanlagt hefur innflutningur fjármagns umturnað hefðbundnu valdakerfi stjórnmál- anna, sem byggðist á samfléttuðu afli ýmissa stærstu fyrirtækja landsins. Þetta hefur lagzt þungt á marga og einkum þá, sem stóðu póli- tísku vaktina, þegar veldissól Kolkrabbans ósigrandi hneig óvænt til viðar. Andlegt áfall vaktstjóra þjóðfélagsins af völdum hinnar ófyrirséðu þróunar hefur ein- kennt þjóðfélagið í auknum mæli á síðustu mánuðum og vikum. Það hefur farið hamför- um í áramótagreinum og öðrum virðulegum tækifærum til að líta yflr farinn veg og horfa inn í ótrygga framtíð þessa árs. Afleiðingar Ólafslaga fyrir aldarfjórðungi og afleiðingar einkavæðingar síðustu miss- era sýna, að oft rennur pólitískt hannað ferli aðrar hrossagötur en því er ætlað. Mann- kynssögunni hættir til að hlaupa út undan sér, þótt pólitískir snillingar reyni að girða fyrir undankomu hennar. Engum þarf að koma á óvart, að svona fari fyrir ofrisi í hönnun þróunar. Hins vegar er minnisstætt að fylgjast með, hversu hratt sagan ryður pólitískri hönnun úr vegi. Jónas Krístjánsson Stuldur eða stæling? Á erlendum tungum erþað sem Hannes er helst sakaður um sjaldnast kallað „þjófn- aður" því„plagíat" þýðir í raun ekki „þjófnaður"! venjulegum lagalegum skiln ingi þess orðs, eftirþvísem við fáum best séð. Merkingin ermiklu nær„stælingu". Fyrst og fremst Gautí Kristmannsson, aðjunkt f þýðingafræði við Háskóla íslands, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær um „stóra Hannesarmálið" og held- ur þar fast við orð sín í frægum rit- dómi um ævisögu Hannesar Hólm- steins um Halldór Laxness. Hann gefúr lítíð fyrir vöm Hannesar í mál- inu og bendir á að „aðferð" Hannes - ar við ævisöguritunina sé ekkert annað en „ritstuldur" sem litinn sé mjög alvarlegum augum í sérhverju fræðasamfélagi heims. Hannes hefur sem kunnugt er al- gerlega hafnað öllum ásökunum um ritstuld og haldið því fram að slíkar ásakanir séu beinlínis fárán- legar, þar sem hann bendi sjálfúr í tilvísunum sínum og eftírmála á þær heimildir sem hann er sagður hafa „stolið" upp úr. Deila megi um hvort fjöldi tilvísana sé nægilegur en um ritstuld sé að minnsta kostí engan veginn að ræða. Ýmsirhafa orðiö til að kinka kolli yfír þessari vörn Hannesar og má nefna sem dæmi að í Mogganum í gær var líka eftir Gunnlaugi Jóns- syni fjármálaráðgjafa þar sem hann segir: „[Hannes] gat heimilda. Hann sagði í eftirmála að hann felldi ýmis rit íeina heild - þau rit sem hann er sakaður um að hafa stolið úr. Málið er einfalt. Augljóslega er ekki hægt að saka mann um ritstuld sem slíkt gerir. Merkiiegt er að gagnrýnendur Hannesar skuli ekki hafa tekið fram að hann gerði þennan fyrirvara og þeir hafí þannig blekkt fjölmiðla- menn og þjóðina. “ Hér er Gunnlaugur að vísu á svo- lítið hálum ís, því eins og Gauti Kristmannsson sýnir fram á í sinni Moggagrein, þá hafði hann víst hliðsjón af eftirmála Hannesar í sinni gagnrýni og furðu harkalegt virðist því að komast svo að orði að gagnrýnendur hafí „blekkt" fjöl- miðlamenn og þjóðina. En Gunnlaugur heldur áfram: „Sýnt hefur verið fram á að Hannes var heiðarlegur í vinnu- brögðum. Eftir stendur því aðeins það álitamál hvort hann hefði mátt gera nákvæmari grein fyrir heim- ildanotkun í einstökum tilvikum, fyrir þá sem kæra sig um slíkt. Það er eingöngu smekksatriði. “ Gunnlaugur hvetur síðan til þess að vilji menn ráðast á Hannes fyrir að „notast við texta annarra", þá hljóti menn fyrst að ráðast á Halldór Laxness sjálfan því það hafi hann víða gert í skáldverkum sínum. Og ,,[þ]að hlýtur að teljast lengra geng- ið. Þegar menn semja skáldsögu hljóta þeir að hafa rflcari skyldu til þess að vera frumlegir en þegar þeir skrifa rit um sögulega atburði. Ævi- sagnaritun gengur beinlínis út á endursagnir ... Skáldsöguritun gengur aftur á mótí frekar út á fnun- leika f sköpun." Þessi sfðasta klausa þykir okkur reyndar prýðileg skýring þess hvers vegna Gunnlaugur hefúr afráðið að fást við fjármálaráðgjöf í lífinu en hvorki ævisagnaritun né skáldskap. Okkur þykir hún nefhilega ekki lýsa ýkja miídum skilningi á störfum skálda og rithöfúnda yfirleitt. En lát- um það liggja milli hluta. Hitt sjón- armið Guimlaugs er gott og gilt - að Hannes hafi engan veginn gerst sek- ur um „ritstuld" vegna þess að hann nefriir þær bækur sem hann á að hafa „stolið" upp úr, heldur sé af- staða manna til textans f bókinni eingöngu „smekksatriði". Og má nefria að Egill Helgason slær svip- aða tóna f grein sinni hér örlítið ofar og tíl hægri í þessari opnu. Megum við hins vegar varpa fram kenningu sem skýrtgæti hluta afþvíhversu hatrömm deila þessi er orðin? Hún snýst um fslenska þýð- ingu á erlendu hugtaki og er því reyndar á fræðasviði Gauta Krist- mannssonar. Orðið „ritstuldur" hljómar afar alvarlega, enda er „stuldur" alvar- legt mál, ekkert minna en þjófnað- ur. Og þjófnaður er framinn að nóttu eða minnsta kosti þegar eng- inn tekur eftír og felur í sér að ein- hver er rændiu verðmætum sínum. Að saka Hannes um „stuld" virðist því býsna harkalegt orðalag - eink- um, eins og áður er nefnt, vegna þess að hann nefriir sjálfur heimild- imar sem hann „stelur" upp úr. En á erlendum tungum er það sem Hannes er helst sakaður um sjaldn- ast kallað „þjófnaður". Gautí Kristmannsson vekur at- hygli á því - þótt hann stígi það skref ekki til fulls - þegar hann hefúr sem fyrirsögn greinar sinnar: „Plagíat sem aðferð og hefð við Háskóla ís- lands?" Og „plagíat" þýðir í raun ekki „þjófhaður" ívenjulegumlaga- legum skilningi þess orðs, eftír því sem við fáum best séð. Merkingin er miklu nær „stæl- ingu", að minnsta kostí í þeim tilfell- um þar sem málið snýst um að taka texta annaira og birta skýringarlaust í sínum eigin, lítíð breyttan. Þetta nær að okkar hyggju yfir það sem Hannes hefúr sannanlega gerst sekur um - sem sé að hafa víða endurritað texta annarra með algjörum minniháttar breytingum - án þess að geta skýrt um það hvaðan textinn er kominn. Hvort menn telja það „stuld" eða „smekksatriði" tökum við ekki af- stöðu til en „stæling" gætí það víða vel heitið í bók Hannesar. Hvort það er í þeim mæli að telj- ast brot á höfundaréttarlögum eða siðareglum einhveijum, til þess tök- um við heldur ekki afstöðu. Viö biöjum - nay, við grátbiöjum Steingrím Ólafsson, kynningarstjóra hjá sjö tímarítum Fróða, fyrirgefningar á þvf aö hafa fulíyrt aö hann heföi haldiö úti vefhum Pressan.com. Auövitaö áttum viö aö vita aö vefurinn hans hét Fréttir.com. Vonandi vill Steingrímur fyrirgefa okkur. Wfct.Ttó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.