Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fréttir DV unarbanns Lögreglan í Reykjavík hefur krafist nálgunar- banns yfir geðsjúkum manni sem gekk í skrokk á manni í síðustu viku. Fórn- arlambið kærði árásina til lögreglu en hann mun hafa slasast nokkuð við árásina. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að árás- armanninum hafi verið gert að flytja úr húsnæði sínu enda mun hann áður hafa ráðist á fólk og unnið skemmdarverk á eigum þess. Fféraðsdómur Reykja- víkur tekur afstöðu til kröf- unnar í næstu viku en með nálgunarbanni er átt við að viðkomandi megi ekki korna í 30 metra radíus frá þeim stað sem bannið tek- ur til. Skilorð fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Norður- lands dæmdi í gær tæplega þrítugan Akureyring í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var fundinn sek- ur um að hafa áreitt tvær ungar stúlkur með því að káfa á þeim innanklæða í þrjú skipti þegar stúlkurnar voru gestkomandi á heimili hans. Hann var hins vegar sýknaður fyrir að hafa haft í vörslu sinni að minnsta kosti fimmtíu myndir sem sýna börn á klámfenginn hátt. Myndirnar voru gerð- ar upptækar. Manninum er gert að greiða hvorri stúlku 150 þúsund krónur í miska- bætur. Dómurinn er skil- orðsbundinn til þriggja ára. 15 ára stúlka braust inn ívínbúð og apótek 15 ára stúlka á Selfossi braust inn í bæði Vínbúð ÁTVR á staðnum og Árnes- apótek í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi braut stúlkan fyrst rúðu á Vínbúð- inni og tókst að teygja sig eftir nokkrum bjórum. Síðan lá leið hennar að Árnesapó- teki þar sem hún braut einnig rúðu á húsinu og reyndi að komast þar inn. Lögreglan segir að við rúðubrotið í Árnesapóteki hafi þjófavarnarkerfi húss- ins farið í gang. Brá lögregl- an skjótt við og náði að handtaka stúlkuna á vett- vangi. Hún mun hafa verið undir einhverjum áfengis- áhrifum. Hún var vistuð á lögreglustöðinni um nótt- ina og við yfirheyrslur morguninn eftir játaði hún bæði brotin. Málið telst upplýst. f framhaldi af játning- unni ákvað stúlkan að fara í meðferð á meðferðarstöð fyrir unglinga þar sem hún dvelur nú. Flassari gengur laus í Fossvogi. Lögreglan rannsakar málið. íbúar óttaslegnir og presturinn, séra Pálmi, fundar og biður fólk að leyfa lögreglu að vinna sitt verk. Hann telur þó umræðu til bóta en flassarinn gengur undir viðurnefninu Flautukarlinn. „Það er mjög alvarlegur hlutur þegar saklaus börn eru hrelld með þessum hætti og aðeins sjúkt fólk sem lætur svona," segir Pálmi Matthí- asson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, en foreldr- ar í nágrenni Fossvogsins hafa miklar áhyggjur af flassara sem fyrir um tíu dögum hrelldi tólf ára gamla stúlku í Fossvoginum. Stúlkan hefur tvisvar gefið skýrslu hjá lögreglunni í Kópavogi en ekki hefur tekist að hafa uppi á manninum. Flautukarlinn Faðir stúlkunnar sem um ræðir vildi ekki koma fram undir nafni vegna öryggis dóttur sinnar. Hún hefur ítrekað lent í flassaranum og segir pabbi hennar að krakkamir í liverfmu kalli manninn Flautukarlinn. Lýsingar krakkanna eru á þann veg að hann komi sér fyrir í hæfilegri fjar- lægð og flauti svo hátt og skýrt. Þegar þau snúa sér við girðir hann niður um sig og þau hlaupa hrelld í burtu. Hanna S. Hjartardóttir, skólastjóri í Snæ- landsskóla, segir að á síðasta ári hafi foreldrar hringt í skólann og kvartað undan manni sem gengi laus í Fossvog- i og hrelldi börn. „Ég ímynda mér að trjágróður- inn og runnarnir skýli þessum mönnum svo þeir geti athafnað sig,“ segir Hanna og segir að á dög- unum hafi dularfullur maður maður gengið um skólalóðina og gefið sig á tal við börnin. „Við höf- um vakandi auga með slíku athæfi og höfum samband við lögreglu," segir Hanna. Ætla að ná kauða Á miðvikudaginn kl. 17:00 í næstu viku verður haldinn fundur samtaka um Betra líf í Bústaða- hverfi. Fundurinn er haldinn í kirkjunni og séra Pálmi Matthíasson staðfestir að þar verður Flautukarlinn til umræðu. Séra Pálmi Matthíasson „Tildæmis tóku foreldrar sig saman fyrir nokkrum árum og grisjuðu stórt svæði ídainum tilað auka öryggi barna sinna." „Þetta félag er einskonar grasrótarsamtök þeirra sem bera velferð barnanna í hverfmu fyrir brjósti," segir Pálmi. „Við höfum lengi átt í við- ræðum við borgina um að svæðin í Fossvoginum verði opnuð og gerð öruggari. Til dæmis tóku foreldrar sig saman fyrir nokkrum árurn og grisjuðu stórt svæði í dalnum til að auka öryggi bárna sinna." Pálmi segir að þótt foreldrar og aðrir ræði þessi mál megi ekki gleyma því að þetta er fyrst og fremst lögreglumál Friðrik Smári Björgvinsson, lögreglustjóri í Kópavogi, segir að verið sé að rannsaka þetta mál: „Við reynum náttúrulega að hafa uppi á kauða." simon@dv.is Doktor hefur hugsjónabaráttu Vá! Svarthöfði er fullur aðdáunar. Hann myndi taka ofan hatt sinn fyrir dr. Jóhanni M. Haukssyni stjórn- málafræðingi ef ekki fylgdi sá bögg- ull skammrifi að þá myndi gríman fylgja með, og grímuna lætur Svart- höfði aldrei falla nema rétt yfir blánóttina, þegar kona Svarthöfða, Svarthöfða, hnippir í hann. Og hvað hefur dr. Jóhann M. Hauksson afrekað sem vekur svo mikla aðdáun Svarthöfða? Jú, að því er sagði í Mogganum í gær hefur dr. Jóhann kært til siðanefndar Háskóla Islands „það prinsipp að körlum skuli mismunað vegna kynferðis síns við stofnunina". Sú mikla mismun- un sent dr. Jóhann hefur uppgötvað er „Kvennaslóðir", kynningarsíða á vef Háskólans þar sem, segir Mogg- inn, „er að finna upplýsingar um konur sem hafa stundað nám við HÍ og er ætlað að færa konur nær fjöl- miðlum og viðskiptalífinu þegar leit- að er að sérfræðingum". Nafn dr. Jóhanns M. Haukssonar bendir eindregið til þess að hann sé karlmaður og Mogginn hefur eftir honum að „sérstakur gagnagrunnur sem eingöngu þjóni konum" sé f mótsögn við siðareglur HI þar sem segi að ekki skuli mismuna fólki eftir kynferði. Nú veit Svarthöfði ekki hvort dr. Jóhann hefur gert tilraun til að fá nafnið sitt á „Kvennaslóðir" en feng- ið neitun, eða hvort eingöngu er um að ræða hugsjónastarf og mannrétt- indabaráttu doktorsins. En Svart- höfða þykir verulega aðdáunarvert þegar hámenntaðir stjórnmálafræð- ingar líta upp úr fræðiritunum og ganga óhikað á hólm við óréttlæti heimsins með þessum hætti. Ein- hver kynni kannski að segja að ef dr. Jóhann hefði leitað vel, þá gæti hann kannski hafa fundið einhvers staðar - jafnvel í okkar þjóðfélagi - meira óréttlæti og meiri mismunun (jafn- vel á grundvelli kynja) heldur en það að haldið sé úti vef með nöfnum nokkurra knárra kvenna, en mennt- un og skarpskyggni doktorsins hefur sem betur fer verið vel vakandi og sýnt honum frarn á að þessa ósvinnu yrði þegar í stað að leiðrétta. Húrra fyrir mannréttindafrömuð- inum dr. Jóhanni, segir Svarthöfði, og vonar að hinn hugdjarfi doktor ntuni ekki láta hugfallast þótt tals- rnenn ójafnréttis og mismununar muni ráðast að honum með hæðni og spotti fyrir þessa óeigingjörnu hugsjónabaráttu sem óefað mun gagnast öllu mannkyni. Og Svart- höfði þakkar sínum sæla að doktor- inn skuli ekki hafa látið önnur mál, sem við fyrstu sýn kynnu að virðast stærri og merkilegri, blinda sér sýn og hindra sig í að ráðast að rótum þessa rnikla misréttis. Kona Svarthöfða, Svarthöfða, er alveg sammála. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.