Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fréttir DV Tveirsukku- tveirflutu Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd stóð í stór- ræðum í höfninni þar í gær við að bjarga tveimur bát- um frá því að sökkva í óveðrinu. í fyrrinótt sukku tveir bátar í höfninni. Björgunarsveitin útveg- aði sér öflugar dælur og tókst að bjarga bátunum, sem eru um átta tonn að stærð, frá því að sökkva. Gífurlegt hvassviðri var all- an daginn, raunar svo hvasst að vindmælir bæjar- ins sló út. Er talið að vind- hraðinn hafi farið í 40 m/s í verstu hviðunum en það er meira en 12 vindstig. Brjálað veður „Það hefur verið alveg brjálað veður hér og allar að- stæður hinar erfiðustu," sagði Ari Þórsson björgunar- sveitarmaður um kvöldmat- arleytið í gær. „Fyrir utan björgunaraðgerðina í höfn- inni höfum við talsvert sinnt hjálparbeiðnum frá fólki sem óskað hefur eftir því að vera mokað út úr húsum sínum. Við reiknum með að vera allir á vaktinni hér fram eftirkvöldi." Kjósendur ekkifífl? „Þú færð mig nú ekki til að kalla kjósendur fífl. Þeir geta hins vegar oft verið ansi ístöðulausir og minni þeirra ákaflega slappt. En lýðræðið krefst þess nú kannski ekki að fólk framvísi vottorði um ákveðna greind." Heimir Már Pétursson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Flugmálastjórnar. Hann segir / Hún segir „Ég er gersamlega sammála Ólafi Þ. Harðarsyni þar um. Ég held að greindarvísitala kjós- enda sé í góðu lagi og ég er mjög hrifin af kjósendum sem hópi." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Hl, hélt því fram á mál- þingi Samfylkingarinnar á dögunum að kjósendur væru ekki fífl, raunar oft klókari en stjórnmálamenn. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins:. Daníel og vinkona hans segjast hafa vaknað upp af værum blundi á Kársnesbraut- inni í Kópavogi síðdegis í gær þegar þrír fílefldir menn stóðu yfir þeim með hafna- boltakylfur og sveðjur. Létu mennirnir höggin dynja á honum og vinkonu hans sem fékk taugaáfall, enda þvinguð út í hraðbanka að abrsmíðum loknum. Allt reyndist þetta þó uppspuni þegar lögreglan gekk á þau. Daníel og vin- kona hans fyrir utan lögreglu- stöðina í Kópa- vogi í gær. Sagði árásar- mennina fól og likti þeim við peð á taflborði. Allt var það þó lygi. Djöfulleg árás reyndist tám lygi Ein stærsta frétt gærdagsins var að þrír fflefldir menn hefðu ruðst inn á heimili í Kópavogi, vopnaðir sveðjum og hafnaboltakylfum. Mennirnir áttu að hafa gengið í skrokk á heimilisfólkinu, haft konu á brott með sér og þvingað hana til að taka peninga út úr hraðbanka. Síðan áttu þeir að hafa skilað konunni aftur. Þessi frétt sló þjóðina alla. Enn og aftur heyrðum við í fjölmiðlum fréttir af fólskulegu ofbeldi. En við nánari eftirgrennslan DV virðist sem um tóman uppspuna hafi verið að ræða. Varnarlaus saman í rúmi „Ég hef enga skýringu en hallast helst að því að þeir hafi farið mannavillt. Það hlýtur bara að vera,“ sagði Daníel, sem búsettur er á Kársnes- brautinni í Kópavogi, síðdegis í gær. Hann stóð fyrir utan lögreglustöðina í Kópavogi, ásamt vin- konu sinni, og sagði sínar farir ekki sléttar eftir árás handrukkara: „Ég hef verið edrú í þrjú ár og ekki staðið í neinum fíkniefnaviðskiptum þannig að varla geta þeir hafa verið að rukka fyrir þau.“ Daníel var nýbúinn að gefa lögreglu skýrslu og var mikið niðri fyrir: „Það er lítilmannlegt að ráðast svona að sof- andi fólki. Þessir menn væru ekki til frásagnar núna ef ég hefði komið að þeim í þessari stöðu. í mínum huga eru þeir eins og peð á taflborði," sagði Daníel sem er vel að manni, hávaxinn og spengilega vaxinn. Vinkona hans ber þess hins vegar merki að hafa orðið fyrir áfalli. „Enda fékk hún laugaáfall í gær,“ útskýrði Daníel og átti við þann framburð sinn að mennirnir hefðu - eftir að hafa gengið í skrokk á þeim tveimur varnarlausum í rúminu heima á Kársnesbraut - numið vinkonu hans á brott og farið með hana að hraðbanka í hverfinu. Þar hefðu þeir neytt hana til að tæma kortið sitt og skilað henni svo aftur heim til Daníels. Henni var að vonum brugðið. Eða svo sagði Daníel. Saklausir handteknir Um svipað leyti og Daníel og vinkona hans gáfu skýrslu hjá lögreglunni í Kópavogi í gær voru tveir meintra misyndismanna færðir til yfir- heyrslu í sama húsi. Daníel þvertók ekki fyrir að hafa þekkt mennina en neitaði því alfarið að hafa átt eitthvað sökótt við þá; hvað þá að hann hefði skuldað þeim fé: „Ég hef ekki einu sinni verið í bænum undanfarin þrjú ár þannig að ég veit ekki hvernig ég hefði átt að geta komið mér í þessi vandræði. En þetta var djöfullegt." Lygavefur Við yfirheyrslu hjá lögreglunni í gær kom hins vegar í ljós að ffásögn Daníels og vinkonu hans reyndist tóm lygi. Þau urðu tvísaga, þrísaga og jafnvel fjórsaga og ekkert gekk upp. Það sást ekki einu sinni á þeim annað en lítilsháttar mar á Daníel. Sannleikurinn mun líka vera sá að einn maður kom í heimsókn til þeirra skötuhjúa á Kársnes- brautina til að innheimta skuld. Vinkona Daníels fór með honum út í hraðbanka þar sem hún tók út 15 þúsund krónur, greiddi honum og kvaddi við svo búið. Eftir það virðist sem meint fórnar- lömb þessarar fólskulegu árásar hafi spunnið upp þann lygavef sem leiddi til handtöku tveggja manna og leitar að þeim þriðja. Var mönnunum sleppt strax og sannleikurinn kom í ljós. Nú er til athugunar hvernig brugðist verður við lygi Daníels og vinkonu hans en þau hafa bæði átt við margvísleg vandamál að stríða. Enda bauðst Daníel til að segja DV alla „söguna'1 fyrir 300 þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.