Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 9
UV Fréttir FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR2004 9 Réttarhöld yfir Mijailo Mijailovic hófust í Stokkhólmi í gær. Vonaði ai) Anna LM lifði áránina nf Mijailo Mijailovic, sem ákærður er fyrir morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hélt því fram fyrir rétti í gær að raddir í höfðinu hafi sagt sér að ráðast á ráðherrann. Réttarhöld í mál- inu hófust í gær. Mijailovic ruggaði sér fram og aft- ur í stólnum þegar hann lýsti því þegar hann sá Lindh koma inn í NK-verslunarmiðstöðina £ mið- borg Stokkhólms þann 10. september sl. Hann sagðist hafa verið „tilneyddur" að hlýða röddun- um. Lögmaður Mijaloivics, Peter Althin, segir skjól- stæðing sinn hafa játað að hafa stungið Lindh en hann neiti að hafa framið morð að yfirlögðu ráði. Anna Lindh hlaut nokkur stungusár um stundar- fjórðungi eftir að hún kom inn í verslunarmiðstöð- ina og var Mijaloivic þar að verki. Hún lést af sár- um sínum snemma næsta dag. Mijaloivic segist hafa orðið áhyggjufuUur eftir árásina og óttast um afdrif Lindh. „Ég vonaði að hún lifði árásina af,“ sagði hann. Hann kvaðst jafn- framt hafa verið í slæmu ásigkomulagi daginn ör- lagaríka; hann hafi ekki fest svefn dögum saman. Mijailovic þjáist af geðklofa og hafði verið í meðferð vegna sjúkdómsins nokkru áður en hann réðist á Lindh. Fram hefur komið að Mijailovic fór vopnaður að heiman umræddan dag og var einnig klæddur skotheldu vesti en hvort tveggja var að hans sögn til að verjast árásum annarra. Réttarhöldin vekja mikli athygli í Svíþjóð og komust færri að en vildu í réttarsalinn. Fjöldi fólks beið frá því í fyrrinótt við dómshúsið en sæti fyrir almenning í réttarsalnum eru aðeins níu. Útvarp- að var frá réttarhöldunum og var búist við að millj- ónir manna myndu leggja við hlustir í gær þegar Mijaloivic bar vitni. Ráðgert er að réttarhöldunum ljúki snemma í næstu viku. Mijailoivic á yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi verði hann sakfelldur fyrir morðið á Önnu Lindh. Áður en dómur fellur mun Mijailovic fara í ítarlega geðrannsókn. Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Vorönn 2004 - Fjölbreytt og gagnlegt nám • Tungumál. • Handverks- og listgreinar • (slenskunám fyrir útlendinga • Tölvunám. Bókhald og rekstur • Ýmis frístundanámskeið • Starfsnám og starfstengd námskeið Háskólann á Akureyri • Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir Innritun á vorönn 2004 fer fram 19.-23. jan. KI13-19 á skriftofu Námsflokkanna v/skólabraut (gamla Lækjarskólahúsið), þar sem allar nánari uppl. eru veittar. Sími 585 5860 Vefslóð: www.namsflokkar.hafnarfjordur.is • Námskeið fyrir nemendur í lO.bekk grunnskóla • Prófáfangar í samvinnu við Flensborgarskóla • Símenntunarnámskeið fyrir kennara • Fjarnám í samstarfi við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.