Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004
Fréttir 0V
Með eitt auga
Þessi kiðlingur kemst í
sögubækur enda ekki á
hverjum degi sem dýr fæð-
ast með aðeins eitt auga.
Rose Magubane, íbúi í
bænum Folweni í Suður-
Afríku, heldur á nýfæddu
dýrinu. Honum var gefið
nafnið Umlingo sem merk-
ir kraftaverk. Örlög Umlin-
gos voru hins vegar ekki
kraftaverki líkust því hann
var felldur af dýralækni
sem sagði hann ekki eiga
neina möguleika á að kom-
ast á legg.
Hvítir sokkar
bannaðir
Starfsmenn hollenska
ijármálaráðuneytisins geta
gleymt því að mæta
í vinnuna í hvít-
um sokkum.
Slíkur fatnaður
hefur nefnilega
verið bannaður
enda þykja
sokkar af þessu
tagi „óvirðuleg-
ir" eins og einn
embættismaður
ráðuneytisins
orðaði það. Karlmenn eru
jafnframt hvattir til að velja
jakkaföt við hæfi.
Grætti
skólabörn
Philip prins grætti fjölda
barna þegar hann skaut úr
frethólki sínum nærri
skólalóð í Sandringham.
Drottningarmaðurinn var á
fasanaveiðum og lét frímín-
útur í skólanum ekki
stoppa sig. Börnin horfðu
skelfingu lostin á aðfarir
prinsins og brustu mörg
þeirra í grát. Dauðir fasanar
féllu hver af öðrum og að
minnsta kosti einn féll til
jarðar á skólalóðinni.
Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítalans
Magnús þykir alþýðlegur í
framkomu, mannblendinn og
á auðvelt með að hrífa fólk
með sér, sem er ákaflega góð-
ur kostur stjórnanda. Hann er
orðheldinn og ákaflega vinnu-
samur og hlífir sér ekki. Fram-
úrskarandi sáttasemjari.
Kostir & Gallar
Leggur stundum ofhart að sér
og er þá sjálfum sér verstur.
Krefst hins sama afundir-
mönnum sínum og gerirþá
oft óraunhæfar kröfur um
vinnusemi og árangur. Treystir
öllum og stundum ofmikið -
þarfað læra að þekkja óvini
sína betur.
Þjóðskráin er aðgengileg öllum á netinu. Ekki er mögulegt að fá að leyna heimilis-
fangi sínu. Lögreglumenn hafa gert athugasemdir við þetta og telja bæði öryggi
sínu og fjölskyldu ógnað. Lög í hinum Norðurlöndunum gefa hættu á líkamlegu of-
beldi eða ofsóknum ástæðu til þess að heimilisfang sé ekki birt.
Hættulegt að birta
heimilisfang í þjoöskra
„Það er slæmt að eiga ekki möguleika á því að
geta leynt heimilisfangi sínu í þjóðskrá," segir Sig-
rún Jóhannesdótúr, forstjóri Persónuverndar. „Þú
getur sótt um leyninúmer eða einfaldlega sleppt
því að vera í símaskránni en þú ræður engu um
það að heimilisfang þitt birtist alþjóð á netinu."
Fjöldi fyrirspurna hafa borist til Persónuverndar í
gegnum árin varðandi þetta mál. „Þrátt fyrir að
ýmsir hafi gert athugasemdir hefur engu máli lokið
með bindandi úrskurði."
Lögreglumenn vilja aukið öryggi
Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri, segir að
ýmsir hafi fært í tal hvort ekki sé hægt að leyna
heimilsfangi þeirra í þjóðskránni. „Lögreglumenn
hafa oft áhyggjur af því að öryggi bæði þeirra og
fjölskyldu geti verið stefnt í
hættu með að birta
heimilisfang þeirra
alþjóð á netinu,“
segir Hallgrím-
ur en bendir á
að í lögum sé
þjóðskráin
opið gagn og
ekki sé litið á
heimilsföng
sem leyndar-
mál. „Það er
líka spurning
hvort laga-
ákvæði af
þessu tagi
kæmu að gagni í
svona litlu samfé
lagi."
Geir Jón
Þóris-
Hallgrímur Snorrason
„Lögreglumenn hafa oft
áhyggjur afþvi að öryggi
bædi þeirra og fjölskyldu
geti verið stefnt i hættu
með að birta heimilisfang
þeirra alþjóð á netinu."
son, lögreglustjóri,
segir að þessi umræða
sé vissulega mikilvæg.
„Það er til dæmis
mjög óeðlilegt að við
lögreglumenn þurf-
um að gefa upp nafn,
kennitölu og heimilis-
fang þegar við mæt-
um fyrir dóm,“ segir
Geir. „Birting heimil-
isfanga á netinu snýst
auðvitað um hið sama. Geir Jón Þórisson „Ef hægt
Ff hæpf er að levna erað leyna numerum i sima-
" , ® \ , skrá þá ætti að vera hægt að
numerum 1 simaskra /eyno heimilisföngum íþjóð-
þá ætti að vera hægt skrá.“
að leyna heimilisföng-
um í þjóðskrá."
Drífa Snædal hjá kvennaathvarfinu segir að þær
konur sem leiti til þeirra hafi þurft að þola ofsóknir
og ofbeldi. „Vissulega veit ég um konur sem
myndu taka það fegins hendi að geta leynt heimil-
isfangi sínu," segir Drífa. „Ein leiðin sem konur
geta farið er að búa ekki á sama stað og þær eru
með skráð lögheimili."
Heimilisfangið varð henni að falli
Sigrún Jóhannesdóttir segir að í lögum um
Persónuvernd sé heimilt að andmæla birtingu
persónuupplýnga ef eðlilegar og knýjandi ástæð-
ur eru til staðar. Ef þannig aðstæður komi upp
eigi því að vera tekið tillit til slíkra óska. „Ég man
til dæmis eftir máli sem kom upp í Svíþjóð fyrir
nokkrum árum," segir Sigrún. „Kona sótti um að
leyna heimilisfangi sínu vegna ofsókna fyrrver-
andi eiginmanns. Það var samþykkt að birta ekki
heimilisfang hennar en fyrir slysni gleymdist
að fjarlægja það úr þjóðskránni. Mað-
Það er hins vegar al-
varlegt mál að eiga
að minnsta kosti
ekki möguleika á
því að leyna heimil-
isfangi í þjóðskrá ef
alvarlegar og knýj-
andi ástæður búa að
baki."
Endurgreiðslur til þeirra sem greiddu fullu verði
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar „Hér
heima snýst þetta aðallega um netbirtinguna á þjóð-
skránni."
urinn fann hana, gekk í skrokk á henni, og skildi
hana svo eftir nær dauða en lífi."
Netið er áhrifavaldurinn
í Noregi er hætta á líkamlegu ofbeldi eða of-
sóknum talin gild ástæða úl að leyna heimilisfangi
sínu í þjóðskrá. „Hér heima snýst þetta aðallega
um netbirtinguna á þjóðskránni," segir Sigrún og
leggur áherslu á að ekki sé verið að tala um að leyna
upplýsingum fyrir þeim sem þurfa að hafa aðgang
að þeim. Þjóðskráin sé til dæmis bráðnauðsynleg
fyrir ýmsa opinbera starfsmenn. „Það er hins vegar
alvarlegt mál þegar öU þjóðin hefur aðgang að
þjóðskránni á netinu að ntaður eigi að minnsta
kosú ekld möguleika á því að leyna heimilisfangi ef
alvarlegar og knýjandi ástæður búa að baki."
Sorglegt ef ekki ríkir traust
íslenskt samfélag hefur breyst heUmikið á síð-
ustu árum. Bankarán eru tíð og aðferðir handrukk-
ara verða æ hrottafengnari. Þættir eins og „dóp-
stríðið“ sýna okkur að erlendur veruleiki er ekki
lengur jafn fjarlægur og áður. Hallgrímur Snorra-
son bendir því á að nauðsynlegt sé að horfa á hlut-
ina í stærra samhengi. „Þjóðfélagið í dag er opið og
ákveðið traust ríkir á miUi manna. AUar hugmynd-
ir um að einhver hluti samfélagsins hafi aðgang að
upplýsingum en aðrir ekki eru því að mínu mati út
í hött,“ segir HaUgrímur. „Það væri líka sorglegt ef
samfélagið væri að breytast á þann veg að við get-
um ekki lengur treyst hvoru öðru.“
simon@dv.is
Skýrist í dag hvort TR greiðir til baka
SérfræðilæknadeUan leystist í
fyrrakvöld þegar félagsfundur í
Læknafélagi Reykjavíkur samþykkti
samkomulag sem gert var síðdegis á
þriðjudag af hálfu samninganefndar
heilbrigðis-og tryggingamálaráð-
herra og samninganefndar LR. í
samkomulaginu felst meðal annars
að einingaverðið sem liggur til
grundvallar greiðslum til lækna
hækkar um 3% og verður 206 krón-
ur, afsláttarkerfi lækna verður breytt
og læknum verður heimilt að segja
sig af samningi við Tryggingastofn-
un ríkisins með styttri fyrirvara en
áður og starfa utan samnings í tvo
mánuði á ári. Heilbrigðismálaráð-
herra og formaður samninganefnd-
ar lækna hafa báðir lýst yfir ánægju
r allBBt'W
með að samkomulag skuli hafa ver-
ið gert. Ráðherra hefur ennfremur
lýst því yfir að hann muni gera það
sem í hans valdi stendur til að þeir
sjúklingar sem greiddu fullt verð fyr-
ir þjónustuna áður en samið var fái
endurgreitt frá Tryggingastofnun. f
því skyni hyggst hann fara með mál-
ið inn á ríkisstjórnarfund.
Karl Steinar Guðnason forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins er
ánægður með að deilan við sér-
greinalæknana skuli vera leyst.
Hann segir það vera til meðferðar í
ráðuneytinu hvort stofnunin greiði
þeim sjúklingum til baka sem
greiddu þjónustuna fullu verði frá
áramótum. Það verði ljóst í dag. „Við
förum aðeins að lögum í þeim efn-
um og ef það verður ákveðið af
stjórnvöldum að greiða þeim sjúk-
lingum til baka munum við gera
það,“ segir hann.
Karl Steinar segist vera þeirrar
skoðunar að betra sé að semja til
lengri tíma eins og tíðkist í atvinnu-
lífinu og vill beita sér fyrir því að
þannig verði það í framtíðinni.
Gunnar Ármannsson fram-
kvæmdastjóri Læknafélags Reykja-
víkur telur að hagsmunum allra sé
vel borgið með þessum samningum.
Karl Steinar Guðnason Hann vill stefna
að þvl að samningar við sérgreinalækna gildi
i lengri tima eins og tiðkast i atvinnulifinu.