Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Qupperneq 12
72 FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR2004 Fréttir DV Kærðurfyrir líkamsárás Knattspyrnumaðurinn Jón Þorgrímur Stefánsson, sem leikur með Landsbankadeildarliði FH, var fyrir dómi í gær þar sem honum var birt kæra um líkamsárás sem átti sér stað 9. febrúar á síðasta ári. Málinu var frestað fram í mars samkvæmt Daða Kristjánssyni fulltrúa hjá lögreglunni í Reykjavík en Jóni Þorgrími er gefið að sök að hafa ráðist á mann, nefbrotið hann og veitt aðra áverka. Daði sagði í samtali við DV í gær að brotið væri refsivert samkvæmt hegningar- lögum en liann bjóst samt ekki við öðru en að Jón Þorgrímur fengi sldlorðsbundin dóm. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Þorgímur sýnir ofbeldisfulla hegðun en skemmst er að minnast þess þegar hann réðst á ljómyndara DV í september 1999, þá leikmaður með Val. Þetta var í lokaleik mótsins það ár og urðu úrslitin þannig að Valsmenn féllu. Ljósmyndari DV ætlaði að taka myndir að leik loknum en Jón Þorgrímur fann sig knúinn til að ráðast á ljósmyndarann. Máflytja GSM númer Frá og með 1. október næstkomandi eiga notend- ur að geta skipt um símafyrirtæki án þess að þurfa að skipta um númer eins og verið hef- ur hingað til. Póst- ogfjar- skiptastofnun tel- ur það sam- keppnishindrun að þurfa að skipta um númer, auk þess sem því fylgir kostnaður. Þessu átti að hrinda í framkvæmd fyrir þó nokkru síðan, en síma- fyrirtækin báðu um frest vegna tæknilegra erfiðleika. Leoncie „Ég hefsett húsið mitt í Sand- gerði á sölu og efég get selt það þá fer ég aflandi brott hið fyrsta. Ég heffengið mig fullsadda á kynþáttafordóm- Landsíminn --------—————-----— iuiiui, sérstaklega í tónlistarbransan- um þar sem menn úthrópa mig fyrir að vera aföðrum kynþætti en þeim hvíta. Ég get sungið á mörgum tungumál- um og efast ekkert um það að ég geti orðið fræg úti í löndum eins og hér. Fyrstu niðurstöður bandarísku sérfræðisveitarinnar á leitarsvæðinu við Qurnah í írak liggja fyrir. Fullljóst þykir að stórfundur íslensku sprengjuleitarmannanna er ekki eins stór og í fyrstu var talið. Landhelgisgæslan er þrátt fyrir allt ánægð með árangurinn. Ekkert sinnepsgas í sögu- legum íundi Islendinga Fyrstu niðurstöður bandarísku sérfræðisveit- arinnar á leitarsvæðinu við borgina Qurnah í Irak liggja nú fyrir og óhætt að segja að þær koma verulega á óvart því sveitin segir að öllum líkind- um sé ekld um efnavopn eða sinnepsgas að ræða. Samkvæmt upplýsingum er DV fékk frá stjórnstöð dönsku sérsveitanna í Kaupmannahöfn um miðj- an dag í gær bentu rannsóknir á fyrstu flmm sprengjunum til að engin eiturefni væru í þeim. Gylfi Geirsson yfir- maður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar segir málið allt nokkuð undarlegt. „Það var að vísu alltaf fyrirvari á að um efnavopn væri að ræða þar til fullnaðar- rannsókn hefði farið fram,“ segir hann. „Hvað okkar menn varðar stendur hinsveg- ar uppúr að þeir hafa fengið mikið hrós bæði frá dönskum yfirmönn- um sínum svo og Bandaríkjamönnum fyr- ir fagleg og vel unnin störf.“ I máli Gylfa kemur einnig fram að það sé spurning um hvort Danirn- ir hefðu átt að tilkynna um fundinn á sprengjun- um sem efnavopnafund svo fljótt sem þeir gerðu. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku sérsveit- unum hefur bandaríska sérsveitin ekki fyrr rekist á sprengjur af þeirri gerð sem íslendingarnir Jónas Þorvaldsson og Adrian King fundu fyrstir Halldór Ásgrímsson Utanríkisráðherra lýsti sprengjufundinn sem heimsfrétt á sunnudag. Engin viðbrögð höfðu i gærkvöld borist frá ráðherra um þær upplýsingar að það hefðu ekki verið gereyðingarvopn i sprengjunum. „Hvað okkarmenn varðar stendur hinsvegar uppúr að þeir hafa fengið mikið hrós bæði frá dönskum yfirmönnum sín- um svo og Bandaríkja- mönnum fyrir fagieg og vel uinnin störf." manna. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að senda nokkrar af sprengjunum til rannsóknar- stofu í Idaho í Bandaríkjunum. Einnig verður kannað hvernig á því getur staðið að fjórar próf- anir með tiltölulega nýjum prófunartækjum gefa allar þær niðurstöður að um efnavopn eða sinn- epsgas er að ræða. Heimsatburðurinn horfinn Eins og fram kom um síðustu helgi vakti sprengjufundurinn mikla athygli víða um heim og Halldór Ás- grímsson utanríkis- ráðherra átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með að það skyldu vera ís- lend- manna fundu það sem fjöldi annarra hafði leitað lengi að. Það var einkum áætluð efnavopnaeign Iraka sem notuð var til að réttlæta innrásina í landið á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku sérsveit- unum hefur verið rætt við staðarbúa um málið og fram hefur komið í þeim viðtölum að margir þeirra flýðu frá svæðinu árið 1984 þegar stórorr- usta geisaði þar í írak-íran stríðinu. Er þeir komu til baka eftir orrustuna fundu þeir 20 látna sam- borgara sína, um 100 dauðar kýr og urn 1.000 dauðar ær. Á þeim dauðu voru engin merki um sár á líkamanum en hinsvegar blæddi úr munnvikum bæði manna og dýra. Slíkt bendi til að efnavopn hafi verið notuð á svæðinu í þessari orrustu. tngar sem fyrstir Öryggi fullnægjandi í Hvalfjarðargöngum „Auðvitað er aldrei neitt l'ull- komið en í Hvalfjarðargöngunum er öryggi vegfarenda vel tryggt," segir Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar. I frétt DV í gær kom fram að samkvæmt tilskip- unum ESB þarf að herða allt öryggi til muna í jarðgöngum þar sem um- ferð er meiri en fjögur þúsund bflar á dag. Meðalumferð um Hvalfjarð- argöngin á síðasta ári var tæplega 3.900 bflar á sólarhring. „Grettistaki hefur verið lyft síð- asta árið eða svo varðandi forvarnir og viðbrögð björgunarsveita og slökkviliðs ef upp kemur alvarlegt slys eða eldur í göngunum. Ýmsir vinnuhópar hafa starfað að sér- hæfðum verkefnum vegna öryggis- mála undanfarið og talsverður ár- angur hefur náðst. Auk þess hefur öll samvinna þeirra ólíku hópa sem að göngunum koma batnað til muna.“ Björn segir þó að vel sé fylgst með allri umferðaraukningu í göngunum og tillit tekið til slíkra atriða í öllum undirbúningi æfinga slökkviliðs. Ágreiningur er uppi á milli rekstraraðila ganganna, Spalar ehf, og Vegagerðarinnar um þann fjölda sem fór um göngin á síðasta ári. Hjá Speli vilja menn meina að hún hafi verið 3.500 bflar að meðaltali á dag sem er 400 bflum færra en sjálfvirk- ir mælar í botni ganganna gefa til kynna. Á háannatíma í júní og júlí fer meðalumferð þó hátt í sex þús- und bfla á dag. Þannig geta hund- ruð bifreiða verið í göngunum á ein- um og sama tíma og ekkert má koma upp á til að illa geti farið. Hvalfjarðargöngin Brunamálastjóri segir Hvalfjarðargöngin uppfylla þá norsku öryggis- staðla sem krafist er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.