Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fréttir DV Húsvíkingar fá hugbún- aðarhús Byggðastofnun kaupir hlutafé í hugbúnaðarfyrir- tækinu Doc hf. fyrir 15 milljónir króna gegn því að fyrirtækið flytji starfsemina til Húsavíkur. Hlutaíjárkaup Byggðastofnunar í Doc hf. er hluti af stærra verkefni sem lýtur að kaupum stofnunarinnar í 23 fyrirtækjum vítt og breitt um landsbyggðina. Samtals er keypt hlutafé fyrir tæpar 348 milljónir króna í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum. Að sögn Gunnars Hall, framkvæmdastjóra Doc hf., veitir samstarfið við Byggðastofnun fyrirtækinu tækifæri til að bjóða störf í hugbúnaðarhúsi á Húsavík. Doc hf. er alfarið í eigu Tölvumynda hf. Að sögn Gunnars starfa þegar um 30 manns á vegum Tölvu- mynda og dótturfyrirtækja þess á Akureyri. Mikil neyð í Súdan Sífelldar skærur og átök í Súdan hafa valdið því að 600 þúsund manns eru á vergangi víðs- vegar um landið. Tæplega 100 þúsund hafa sest að við landamæri Súdans og Chad og hyggjast flýja land ef hætta steðjar að. Hjálparstofnanir hafa óskað eftir meiri aðstoð en matvæli eru af mjög skorn- um skammti og hung- ursneyð er yftrvofandi. Flugslys í Rússlandi Allt að 37 létust þegar rússnesk Yak-40 flugvél fórst nálægt Tashkent í fyrradag. Or- sakir slyssins eru ókunnar en rannsókn stendur yftr. Meðal far- þeganna var háttsettur er- indreki Sameinuðu þjóð- anna. Flugslys eru tíð í Rússlandi og vilja rnargir kenna um úreltum flugvél- um en margar þeirra eru kornnar vel til ára sinna. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. „Ég hefþað fínt. Það er búið að vera brjálað að gera að undanförnu við undirbúning vegna EM í Sióveniu. Það hefur mikið gengið á við að velja mannskapinn og enn er óvissa um tvo leikmenn. Æfingaleikirytra um helgina munu sýna stöðu okkar gagn- vart þeim sterkustu. Þetta er spennandi og krefjandi verk- efni fyrir mig og landsliðið í heiid." Mosfellsbær brigslar Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála um óvönduð vinnubrögð. Nefndin segir bæinn hafa brotið á andmælarétti húseiganda þegar hann var skikkaður til að fjarlægja aukahús af lóð sinni. Ákvörðun bæjarins var því ógilt en bærinn hyggst taka nýja ákvörðun - að fengnum andmælum húseig- andans sem furðar sig á gangi mála. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eru vonsvikin vegna ógildingar Úrskurðarnefndar skipulags- og bygg- ingarmála á ákvörðun bæjarins um að eiganda ein- býlishúss í Skammadal verði gert að fjarlægja það. Úrskurðarnefndin segir húseigandann ekki hafa notið andmælaréttar. Bærinn segir vinnu- brögð óvönduð Skipulags- og bygging- anefnd lýsti í gær furðu sinni á vinnubrögðum úr- skurðarnefndarinnar í til- efni af kæru Guðmundar Lárussonar á hendur Mos- fellsbæ fyrir að kreíjast þess að hann fjarlægði óleyfis- byggingu við hús sitt Höfða Guðmundur íSkammadal: Lárussonm Telurfor- „Nefndin harmar þau sendur breyttar með nýju óvönduðu vinnubrögð sem aðalskipulagi og að Mos- viðhöfð voru. í úrskurði fellsbær hafi enga hags- nefndarinnar er ekki tekin ™mafþvi að rifa hús afstaða til ágreiningsmáls- ins, sem er hvort hús sem samþykkt var stöðuleyfl fyrir til eins árs og í tvígang framlengt skuli fá að standa til frambúðar," segir skipulagsnefnd Mos- fellsbæjar í harðorðri bókun. Fékk ekki að svara fyrir sig Guðmundur fékk árið 1999 tímabundið stöðu- leyfl til eins árs fyrir viðbótarbyggingunni. Hann sótti síðar um leyfl til frambúðar. Skipulagsnefndin hafnaði því og ákvað að byggingin skyldi hverfa af lóðinni. Úrskurðarnefndin segir í niðurstöðu sinni að þessi ákvörðun skipulagsnefndarinnar hafi verið „Tók nefndina rúmlega ár að komast að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að hún skuii kveða upp úrskurð innan þriggja mán- aða samkvæmt lögum og það eralgerlega óásættanlegt." Höfði Höfði var byggður 1937, ofan Reykjalundar. Húsið var um árabil félagsheimili Sambands islenskra samvinnufélaga. Guðmundur Lárusson tannlæknir keypti húsið og bætti, fyrir nokkrum árum, við það litlu húsi. íþyngjandi fyrir Guðmund og haft fjárhagslegar af- leiðingar í för með sér fyrir hann. í slíku tilviki hafi skipulagsnefndinni borið að láta Guðmund njóta andmælaréttar í samræmi við stjórnsýslulög. Það hafi ekki verið gert og því ógildi úrskurðarnefndin ákvörðunina um niðurrifið. Furðuleg niðurstaða segir bærinn „Niðurstaða (úrskurðar)nefndarinnar um að andmælaréttar hafi ekki verið gætt er furðuleg í ljósi þess að erindi frá Guðmundi um heimild til varanlegrar staðsetningar óleyfisbyggingar við Höfða hefur tvisvar verið tekið fyrir og hafnað eftir að tilkynnt hafði verið í samþykkt nefndarinnar að ekki yrði um frekari framlengingu á stöðuleyfi að ræða,“ segja Mosfellsbæingar. Þeir fullyrða að Guðmundur hafi einmitt getað andmælt með kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar. Sjónarmið Guðmundar er meðal annars það að frá því stöðuleyfið var veitt árið 1999 hafi skipulagi lóðarinnar verið breytt úr grænu svæði í almennt byggingarsvæði. Húsið hafi mikið gildi fyrir hann en bærinn hafi enga hagsmuni af því að húsið hverfi. Halda niðurrifinu til streitu „Það tók nefndina rúmlega ár að komast að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að hún skuli kveða upp úrskurð innan þriggja mánaða samkvæmt lög- um og er það algerlega óásættanlegt - sérstaklega í ljósi þess að nefndin tekur kæruna ekki til efnis- legrar umfjöllunar," segja skipulagsnefndarmenn sem boða að 10. febrúar muni þeir taka fyrir þá kröfu að mannvirkið umdeilda verði fjarlægt: „Guðmundi verði gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina andmælum sínum við að byggingin skuli fjarlægö." Eigandinn hissa á hörku bæjarins Auk þess sem deilt er um viðbótarbyggingu Guð- mundar er ágreiningur um það hvort hann njóti réttar til heilsársbúsetu í Höfða. Sjálfur telur hann sig hafa bréf frá bænum sjálfum sem sanni það en skipulagsnefndin segir réttinn „ekki til staðar". Eigandi Höfða er hissa á afstöðu skipulags- nefndarinnar. „Það kemur mér ákaflega á óvart ef sveitarstjórnin ætlar ekki að virða þennan úr- skurð,“ segir Guðmundur Lárusson. gar@dv.is Hafrannsóknastofnun telur veiðar geta skaðað stofninn Loðnuveiðar bannaðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur fyrirskipað veiðibann á loðnu í tvær vikur, eftir að Hafrannsóknastofnun lauk við úrvinnslu mælingar 10 loðnuskipa frá 3. til 5. janúar. Eftir mælinguna var rætt um að loðnan væri fundin og veiðar fóru á fullt. Því kemur veiðibannið á óvart. Sam- kvæmt niðurstöðum Hafró er loðn- an mjög dreifð, þrátt fyrir að hennar hafi orðið vart víða út af Norður- og Norðausturlandi. „Niðurstaða mæl- ingarinnar var því sú að stofninum gæti stafað hætta af veiðunum verði [þeim] nú fram haldið," segir í fréttatilkynningu stofnunarinnar. „Við vorum mjög hissa," segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávar- útvegsráðuneytisins. „Við héldum að það væri búið að staðreyna það magn sem búið var að gefa út. Það var sáralíti𣣠sem fannst, þetta reyndist svo þunnur peðringur, eins og sagt er á sjómannamáli. Menn voru komnir á fullt og þetta er bakslag fyrir marga." Hafrannsóknastofnun mun nú gera aðra tilraun til að finna loðn- una innan tveggja vikna. jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.