Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 23
DV Sport
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 23
í þungum þönkum Guðmundur
Gudmundsson, landsliðsþjálfari i
handknattleik, hefur um nóg aö
hugsa þessa dagana enda er hann
með meidda lykilmenn og stutt i
Evrópumeistaramótið ÍSIóveniu.
Staðreynd um strákana okkar ■ Staðreynd um strákana okkar
Snorri Steinn
blómstraði
Snorri Steinn Guðjónsson
blómstraði í stöðu leiksjórnanda
landsliðsins í fjarveru Dags
Sigurðssonar; skoraði 11 mörk, gaf 3
stoðsendingar, tapaði ekki bolta og
nýtti skotin sín 69%.
TÖLFRÆÐI SNORRA
Leikir 3
Mörk 11/1 víti
Skot 16/1 víti
Skotnýting 69%
Stoðsendingar 3
Stoðsendingar inn á línu 2
Tapaðir boitar 0
Snorri Steinn sterkur SnorriSteinn
Guðjónsson sannaði sig sem mikilvægur
hlekkur I islenska landsliðinu með frammi-
stöðu sinni i landsleikjunum gegn Sviss.
Mun færri tapaðir
boltar gegn Sviss
íslensku landsliðsmönnunum
hélst mun betur á boltanum í
leikjunum þremur gegn Sviss á
dögunum heldur en þegar Pólverjar
komu hingað í heimsókn um
mánaðamótin október-nóvember.
Gegn Pólverjum tapaði íslenska
landliðið boltanum 44 sinnum í
þessum þremur leikjum, þar af 16
sinnum í síðasta leiknum og 11
sinnum í seinni hálfleik á öðrum
leiknum. Gegn Sviss gerðu íslensku
strákarnir mun betur og töpuðu
nánast helmingi færri boltum,
aðeins 23 á móti 44 gegn Pólverjum.
íslenska liðið tapaði aldrei yfir 10
boltum gegn Sviss.
FÆRRI TAPAÐIR BOLTAR
Gegn Póllandi
l.leikur (31-28) 14
2. leikur (28-28) 14
3. leikur (33-32) 16
Samtals 44
Gegn Sviss
l.leikur (25-32) 8
2. leikur (26-22) 7
3. leikur (31-22) 8
Samtals 23
[ fyrri hálfleik
Gegn Póllandi 18
Gegn Sviss 12
Samtals 30
f seinni hálfleik
Gegn Póllandi 26
Gegn Sviss 11
Samtals 37
Heldur Njarðvík
taki sínu á KR?
13. umferð Intersport-
deildarinnar í körfubolta
hefst í kvöld með fjórum
leikjum en þar ber hæst leik
KR og Njarðvíkur í DHL-
Höllinni í Vesturbænum.
Njarðvíkingar virðast vera
komnir með fast tak á KR-
ingurn, hafa unnið aUa fjóra
leiki liðanna til þessa í vetur
og alls sjö leiki í röð gegn
KR í deild (2), bikarkeppni
(1), fyrirtækjabikar (2) og
úrslitakeppni (2). KR-ingar
unnu Njarðvík síðast í
deildinni í Njarðvík 13.
desember 2002.
KR-ingar teíla nú fram
tveimur bandarískum
leikmönnum í stað eins
áður og það verður gaman
að sjá hvernig þeir finna sig
gegn Hópbflabikarmeist-
urum Njarðvíkur sem lok-
uðu alveg á Chris Woods,
sem skoraði rúmlega 10
stigum minna að meðaltali
gegn Njarðvík en gegn
öðrum liðum.
Meiðsl á meiðsl
ofan í LA
Þrjár af fjórum
súperstjörnum NBA-
körfuboltaliðsins Los
Angeles Lakers glíma þessa
dagana við meiðsl og gengi
liðsins hefur í kjölfarið
verið hálf dapurt
Síðastur til að meiðast
var Kobe Bryant en meiðsl
á öxl þýða líklega þriggja
vikna fjarveru. Karl Malone
hefur ekkert leikið á þessu
ári vegna sinna hné-
meiðsla, auk þess sem
Shaquille O'Neal hefur ekki
leikið síðustu fimm leiki
vegna meiðsla á kálfa.
„Við þurfum að leika
fullkominn leik til að halda
okkur inni í næstu
leikjum," lét Gary Payton
hafa eftir sér en hann er
eina súperstjarna liðsins
sem er klár í slaginn. Lakers
vann 20 af 25 leikjum
síðum áður en Malone
meiddist en síðan þá hefur
liðið tapað sex af síðustu
níu leikjum.
Þjálfarinn Phil Jackson
er að sjálfsögðu ekki
ánægður með þróun mála.
„Það er aldrei hægt að
búast við stöðu sem þessari
en þetta er líklega ástæðan
fyrir því að leikmanna-
hópurinn telur 12 manns,"
sagði Jackson sem vonast
eftir að Shaq fari fljótlega
að spila á ný.