Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR2004
Sport DV
UV Sport
FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR2004 25
Stroud ekki til
Grindavíkur
Bandaríski körfuknatt-
leiksmaðurinn Derrick
Stroud, sem var búinn að
semja við Grindvíkinga um
að koma og spila með þeim
það sem eftir lifði Inter-
sport-deildarinnar í körfu-
knattleik, kemur ekki eftir
allt saman. Friðrik Ingi
Rúnarsson, þjálfari Grinda-
víkur, staðfesti þetta í
samtali við DV Sport í gær.
Friðrik Ingi sagði að Stroud
hefði einfaldlega svikið
félagið. „Við vorum búnir
að komast að samkomulagi
við hann og það var búið að
leggja mikla vinnu í frágang
á öllum pappírum. Hann
talaði hins vegar við okkur
fyrir tveimur dögum og
sagðist vera hættur við að
koma þar sem hann hefði
fengið betra tilboð frá Ung-
verjalandi. Þetta setur stórt
strik í reikninginn hjá okkur
en við munum skoða málin
og reyna að finna nýjan
Bandaríkjamann hið snar-
asta."
Finnurog
Gunnar áfram
Fylkismennirnir Finnur
Kolbeinsson og Gunnar Þór
Pétursson munu spila með
liðinu í Landsbankadeild-
inni í sumar. Þeir voru
báðir með lausan samning
en gáfu stjórn Fylkis svar í
fyrradag um að þeir yrðu
með eitt ár í viðbót.
Theódór Óskarsson hefur
hins vegar ákveðið að taka
sér frí frá knattspyrnuiðkun
á þessu tímabili.
Sigurður lengst
ílandsliðinu
Stórskyttan Sigurður
Sveinsson á að baki lengst-
an feril með íslenska lands-
liðinu í handknattleik frá
upphafi. Sigurður spilaði
með landsliðinu í tuttugu
ár, frá árinu 1976 til 1995 en
næstur honum kemur
markvörðurinn Guðmund-
ur Hrafnkelsson sem hefur
nú hafið nítjánda ár sitt
með landsliðinu og hefur
spilað flesta landsleiki allra,
alls 376.
Enski markvörðurinn David Seaman, sem er fertugur, hefur ákveðið að leggja skóna og han skana á hilluna. Seaman, sem leikur með
Manchester City, meiddist á öxl í leik gegn Portsmouth á laugardaginn og sá sér þann kost vænstan að hætta leik þá hæst stæði.
„Það er öruggt að
hans verður minnst
sem goðsagnar í
enskri knattspyrnu. Ég
held að allir Englend-
ingar séu sammála
mér og þakki honum
fyrir allt sem hann
hefur gert á ferlinum."
V*. tui'
Einn virtasti og daðasti markvörður enskrar knattspyrnu, David Sea-
man, ákvað að leggja skóna og hanskana á hilluna á þriðjudaginn. Sea-
man, sem gekk til liðs við Manchester City í fyrrasumar, meiddist á öxl á
laugardaginn í leik gegn Portsmouth og þrátt fyrir að meiðslin væru ekki
jafn alvarleg og fyrst var talið tók Seaman þessa ákvörðun. Þessi geðþekki
markvörður nýtur mikillar virðingar eins og orð knattspyrnustjóranna
þriggja, Kevins Keegans, Arsene Wengers og Svens Görans ErikssonsE, bera
með sér.
Seaman, sem lék 75 landsleiki
fyrir England, á að baki 955 leiki með
enskum liðum á ferlinum en hann
átti sinn besta tíma með Arsenal frá
1990 til 2003. Þar lék hann 564 leiki
og vann enska meistaratitilinn
þrisvar sinnum, bikarinn fjórum
sinnum og Evrópukeppni bikarhafa.
Hann vann tvívegis tvöfalt, árið 1998
og 2002. Hann tilkynnti ákvörðun
sína um að hætta á þriðjudaginn og
sagði að það hefði ekki verið auð-
veld ákvörðun.
Rétti tíminn
„Ég tók þessa erfiðu ákvörðun
eftir að hafa ráðfært mig við fjöl-
skyldu mína og aðila innan knatt-
spyrnunnar sem ég ber virðingu fyr-
ir. Það var ljóst að það myndi taka
mig langan tíma að jafna mig eftir
þessi axlarmeiðsl og ekki einu sinni
víst að ég yrði nokkurn tíma jafn-
góður og áður. Mér fannst þetta vera
rétti tíminn til að leggja skóna á hill-
una frekar en eftir tímabilið eins og
ráð var gert fyrir í upphafi. Mér
finnst ég hafa átt frábæran feril og
get litið mjög sáttur til baka. Ég vil
nota tækifærið til að þakka öllu því
fólki sem hefur staðið við bakið á
mér og stutt mig á ferlinum, sérstak-
lega á erfiðum tímum, leikmönnum
sem ég hef spilað með sem ég mun
sakna fyrir fagmennsku þeirra og
vináttu og áhorfenda sem hafa
„David Seaman hefur
verið frábær atvinnu-
maður allan sinn feril,
sem spannar meira en
tvo áratugi. Hann er
þekktur og virtur um
allan heim og ég er
þakklátur fyrir að
hafa fengið tækifæri
til að vinna með hon-
um."
kveikt ástríðu mína fyrir knattspyrn-
unni," sagði Seaman.
David James, markvörður enska
landsliðsins, mun taka við af David
Seaman hjá Manchester City og
Seaman hefur trú á því að James eigi
eftir að reynast liðinu vel. „Eftir að
ég ákvað að leggja skóna á hilluna
var mér það sönn ánægja að mæla
með David James því að ég veit að
markvarðarstaðan er í góðum hönd-
um hjá honum. Ég óska honum alls
hins besta. Hann gengur til liðs við
frábært félag sem hefur fyrsta flokks
knattspyrnustjóra og mjög góðan
leikmannahóp."
Virði ákvörðunina
Kevin Keegan, knattspyrnustjóri
Manchester City, sagði, eftir að
Seaman hafði tilkynnt að hann væri
hættur, að það væri mikill missir að
Seaman en að hann skildi ákvörðun
hans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun
fyrir hann en ég virði hana. Seaman
er heiðursmaður og það segir margt
um manninn að hann hjálpaði okk-
ur gífurlega við að finna eftirmann
sinn. Hann mælti með David James
við okkur, talaði við hann og það átti
sinn þátt í því að James ákvað að
ganga til liðs við okkur. Ferill hans er
glæsilegur og hann hefur unnið
mörg afrek en það sem mestu máli
skiptir er að ég mun muna eftir hon-
um sem hinum fullkomna atvinnu-
manni sem lét sér annt um aðra,"
sagði Keegan.
Goðsögn í enskri knattspyrnu
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, hafði Seaman á milli
stanganna hjá sér allt þar til síðasta
sumar og hann var ekki að spara
stóru orðin um þennan farsæla
markvörð. „Það er öruggt að hans
verður minnst sem goðsagnar í
enskri knattspyrnu. Ég held að allir
Englendingar séu sammála mér og
þakki honum fyrir allt sem hann
hefur gert á ferlinum. Ég vil í það
minnsta þakka honum fyrir allt sem
hann gerði fyrir Arsenal," sagði
Wenger. Hann bætti við að það
hefði komið sér á óvart að Seaman
skyldi hætta núna en það sýndi að
meiðslin sem hann varð fyrir væru
alvarleg. „Þetta er mikið tap fyrir
enska knattspyrnu því að hann er
stórkostlegur markvörður. Fyrir
utan það hefur hann frábært hugar-
far og er einstakur persónuleiki. Ég
held samt að þetta hafi verið rétt
ákvörðun hjá honum þvf að þegar
menn eru komnir á þennan aldur
geta meiðsl sem þessi haft áhrif það
sem eftir er ævinnar.“
Þekktur og virtur
Sven Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands, vottaði Seaman
einnig virðingu sína en hann lék
sinn síðasta landsleik gegn
Makedóníu í október 2002 undir
stjórn Erikssons. „David Seaman
hefur verið frábær atvinnumaður
allan sinn feril, sem spannar meira
en tvo áratugi. Hann er þekktur og
virtur um allan heim og ég er þakk-
látur fyrir að hafa fengið tækifæri til
að vinna með honum. Ég veit að
hann hefur öðlast sess í knatt-
spyrnusögu Englands og vona að
hann sé ekki hættur afskiptum af
knattspyrnu því að hann hefur
margt fram að færa þó að hann sé
ekki að spila."
Rostunginn með taglið hefur rek-
ið á land og hann fer ekki út aftur.
oskar@dv.is
FERILL DAVIDS SEAMAN
Ferill Davids Seaman í ensku
deildakeppninni spannar 23 ár en
hann hefur leikið með sex liðum.
Alls hefur Seaman leikið 955 leiki
með liðunum í öllum keppnum og
75 landsleiki fyrir England.
Leeds United 1981-1982
0 leikir
Peterborough 1982-1984
106 leikir
Birmingham 1984-1986
84 leikir
Queens Park Rangers 1986-1990
175 leikir
Arsenal 1990-2003
564 leikir
Manchester City 2003-2004
26 leikir
England 1995-2002
75 leikir
Seaman vann þrjá meistaratitla,
fjórum sinnum enska bikarinn og
einu sinni Evrópukeppni bikarhafa.
Kona að skapi Blatters Bandaríska stúlkan Brandi Chastain fagnar hér að hætti hússins á haldaranum einum saman. Nokkuð sem Sepp
Blatter, ötull talsmaður meiri kynþokka I kvennaknattspyrnunni, hefur örugglega verið ánægður með. Reuters
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins
Meiri kynþokka í
kvennaknattspyrnu
Sepp Blatter, forseti Alþjóða
knattspyrnusambandsins, er um-
deildur maður sem hefur gaman af
að hneyksla fólk. Honum tókst það
í gær þegar hann auglýsti eftir því
að kvennaknattspyrnan yrði kyn-
þokkafyllri til að laða að fleiri
styrktaraðila og áhorfendur. Blatter
sagði, í viðtali við svissneska blaðið
Blick, að hann vildi meiri peninga
inn í kvennaknattspyrnuna og sæi
fyrir sér að lausnin gæti legið í kyn-
þokkafyllri klæðnaði knattspyrnu-
kvenna.
„Ég vil sjá kvenfólkið spila í öðru-
vísi búningum en karlmenn. Það er
til dæmis raunin í blaki," sagði Blatt-
er og nefndi sem dæmi að stuttbux-
ur knattspyrnukvennanna mættu
vera þrengri en þær eru í dag.
Hrefna ósammála
Blatter fær þó ekki stuðning frá
Hrefnu Jóhannesdóttur, fyrirliða ís-
landsmeistara KR, en hún telur að
þetta myndi ekki hjálpa. „Ég hefði
bara farið í blakið ef ég hefði viljað
spila í bikiní. Ég kýs nú frekar stutt-
buxurnar eins og þær eru í dag. Ég
held að það væri heimskulegt að
reyna að fá fólk á völlinn til að horfa
á konurnar í stað þess að njóta
„Ég vilsjá kvenfólkið
spila í öðruvísi bún-
ingum en karlmenn.
Það er til dæmis raun-
in í blaki."
knattspyrnunnar. Þá væru áhorf-
endurnir á vellinum á röngum for-
sendum. Ég held líka að margar
stelpur myndu hætta fyrr ef búning-
arnir yrðu þrengri," sagði Hrefna við
DV Sport.
Landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason um komu
Davids James til Manchester City
Breytir engu fyrir mig
Landsliðsmarkvörðurinn Árni
Gautur Arason sagði í samtali við DV
Sport í gær að koma Davids James,
landsliðsmarkvarðar Englands, til
Manchester City breytti engu um það
hvort hann fengi samning hjá félag-
inu eða ekki.
„Þeir æduðu sér alltaf að kaupa
tvo markverði og ég hef ekkert heyrt
um að þeir séu hættir við það. For-
sendur mfnar hafa hins vegar breyst
til mikilla muna því að það er svolítið
annað að vera varamarkvörður fyrir
David Seaman, sem er orðinn gamall
og lúinn, en David James, sem er
landsliðsmarkvörður Englendinga.
Möguleikar mínir á því að spila
minnka stórlega með komu James en
það er svo sem ekki enn komið í ljós
hvort mér býðst samningur eða
ekki,“ sagðiÁrni Gautur Arason.
Hann sagði jafnframt að sér litist
mjög vel á aðstæður hjá félaginu og
það væri spennandi að liðið væri úr-
valsdeildinni.
„Ég ætla bara að bíða og sjá til og
reyna að standa mig. Ef mér býðst
samningur þá skoða ég hann vel og
athuga hvaða
aðrir mögu-
leikar eru
hugsanlega
boði.“
Manchester City gekk frá kaupum á David James í gær
Kostaði tvær milljónir punda
Manchester City gekk í gær
endanlega frá kaupum á enska
landsliðsmarkverðinum David
James frá West Ham. James kostaði
félagið tvær milljónir punda en
hann skrifaði undir tveggja og hálfs
árs samning og á að koma í stað
Davids Seaman.
James sagðist vera gífurlega
sáttur við að vera kominn aftur í
ensku úrvalsdeildina en að það
hefði verið erfitt að yfirgefa jafngott
félag og West Ham. Hann sagðist
ekki reikna með að lenda í
vandræðum með að aðlagast liðinu.
„Ég hef áður unnið undir stjórn
Kevins Keegans hjá enska
landsliðinu og þekki marga
leikmenn liðsins frá tíma mínum
með Liverpool og Tottenham.
Manchester City er frábært félag
með mjög góða aðstöðu,
stórkostlega stuðningsmenn og
mikinn metnað,“ sagði James en
bætti við að hann hefði ekki búist
við því að hlutirnir myndu ganga
svona hratt.
Kevin Keegan, knattspyrnustjóri
Manchester City, var afskaplega
ánægður með að hafa nælt í James
og sagði að það væru frábærar fréttir
fyrir félagið að hafa krækt í enska
landsliðsmarkvörðinn.