Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚ^R 2004
mm DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aörar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Drelfing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Spítalakaffi
Fjórðungssjúkrahiisið á
AkureyriÝ heldur áfram
aðÝ fagna tvö-
földu afmæli
sínu og á
sunnudag
verður sjiikra-
húsið sjálft,
svo og Krist-
nesspítali, opið almenn-
ingi. Gestir eru velkomn-
ir á sjúkarhtisið fráÝkl.
14- 16 en á Kristnesi frá
15- 17. Boðið verður upp
á afmælistertu og kaffi
fyrir gesti og starfsfólk.
Kennari fæðir
Vegna fæðingarorlofs
vantar kenn-
ara til starfa
við Grunnskól-
ann á Eskifirði
frá 1. mars til
loka skólaárs-
ins. Aðal-
kennslugrein-
ar eru stærðfræði og
náttúrufræði eldri nem
enda.
Stolið frá Kana
í fyrrinótt var tilkynnt
um þjófnað fyrir utan
veitingastaðinn Paddys
við Ilafnargötu í Reykja-
nesbæ. Þar hafði hátal-
ara verið stolið úr bifreið
varnarliðsmanns. Kom í
Ijós að tveir aðrir varnar-
liðsmenn sem voru að
skemmta sér á Paddys
höfðu tekið hátalarann. f
Reykjanesbæ er sjald-
gæft að bandarískir her-
menn steli frá starfsfé-
lögum sínum.
Blindir í sjónvarp
Meðal þeirra sem óskað
hafa eftir aðstoð Ríkis-
sjónvarps-
ins vegna
fjársöfnun-
ar er
Blindrafé-
lagið.VUl
félagið að
Sjónvarpið standi að
söfnunaráttaki til handa
blindum og verði það í
beinni útsendingu með
tilheyrandi skemmtiat-
riðum eins og venja er.
Máliö er í skoðun og var
lagt fyrir síðasta fund út-
varpsráðs.
Leyti oq leiti
Margir eiqa (erfiSleikum með
Málið
MargiFeiga (
stafsetningu á þessum orð-
um.Að miklu eða litlu leyti er
með ufsiloni og einnig að
þessu leyti
og að mörgu
leyti. Þegar
merkinguna má tengja við
landslag þá er einfalt i eins og
í Hvassaleiti. Einhver er þess
vegna á næsta leiti með
einföldu. Gott er að muna
eftir Gróu á Leiti í þessu
samhengi.
DoktorAtkins
Megrunarkóngurinn Robert Atkins var
117 kíló, þegar hann dó. Það sannar
ekki, að kúr hans sé óhollur, því að
hann dó af slysforum 72 ára gamall. Hann
hefði getað orðið 80 ára með sín 117 kíló. Hins
vegar sýnir þyngdin, að aðferðin virkaði ekki til
lengdar sém megrunarkúr fyrir hann sjálfan.
Atkins-kúrinn skiptir máli, því að hann er
með vinsælli kúrum megrunarsögunnar og
hefur öðlast áhrifamikla áhangendur hér á
landi. Miklu fleiri megrunaraðferðir eru not-
aðar, einkum í Bandaríkjunum, þar sem
menn hafa mest vit á megrun og næringar-
fræðum og eru feitastir allra manna.
I venjulegri bókabúð í Bandaríkjunum eru í
boði yfir hundrað mismunandi titlar megrun-
arbóka með yfir hundrað mismunandi kúrum.
Ef ein af þessum aðferðum virkaði, væru ekki
allar þessar hundrað bækur á boðstólum.
Þetta eitt segir raunar allt sem segja þarf um
árangur megrunarkúra yfirleitt.
Eitthvað er það, sem vantar í allar þessar
bækur. Og það er ekkert leyndarmál. Sumir
kúrar gefast sæmilega eða vel í fyrstu, en eng-
inn dugar til lengdar. Bækurnar megna ekki
að halda fólki í þyngdinni, sem það nær með
átaki. Bækurnar og kúrarnir í þeim hjálpa
notendum ekki í langtíma úthaldi.
Næringarfræðin er engu skárri. Hún þykist
vera fræðileg og telur hitaeiningar, þótt sýnt
hafi verið fram á, að hitaeining er ekki sama
og hitaeining. Og hún er að því leyti verri en
megrunarkúrarnir, að hún veitir engan and-
legan, sálrænan eða félagslegan stuðning í
þjáningunni.
Einfalt er að geta sér til um ástæðuna fyrir
vandræðum megrunarfólks. Hana er að finna
í biblíunni, þar sem segir: Ilið góða, sem ég
vil, geri ég ekki. Menn geta einfaldlega ekki
staðist allar freistingar. Sumir geta það leng-
ur, aðrir skemur, en fáir geta það ævinlega,
ekki einu sinni Atkins.
Eðlilegasta skýringin á ástandinu er, að
fíkniefni séu í fæðunni, alveg eins og fíkniefni
eru í áfengi, tóbaki og ýmsum efnum, sem
fást samkvæmt lyfseðli eða eru seld á svört-
um markaði. Fíkniefni í fæðunni þarf að skil-
greina, aðallega sykur og líklega nokkur fleiri,
og vara við þeim.
Sumir hafa líkamlegar, andlegar, sálrænar
eða félagslegar forsendur, sem kallaðar eru
áhættuþættir fíkna. Þetta hefur ekkert með
viljastyrk að gera. Sumir viljahundar drekka
sig í hel, meðan viljadaufir sleppa úr klóm
áfengis. Þetta er reynslan af þeim fíknum,
sem mest hafa verið kannaðar.
Gegn offitu gagnast hvorki hefðbundin nær-
ingarfræði né megrunarkúrar Atkins eða ann-
arra. Leita verður í þekkingarforða meðferðar
á sviði annarra fíkna. Enn fremur þarf að finna
fikniefnin í fæðunni og kippa þeim út.
Jónas Kristjánsson
Líkið í Seyðisfirði
Eins og fram kemur í grein á
blaðsíðu 18 í blaðinu í dag hefur það
áður gerst að líki af myrtum manni
hafi verið varpað í sjó á Austfjörð-
um. Þar var um að ræða vélstjóra af
togaranum M.A.Dodds fráAberdeen
sem myrtur var meðan skip hans lá á
Seyðisfirði og rétt eins og raunin er
um myrta manninn í Neskaupstað
var lík vélstjórans þyngt niður með
járnum til að sökkva honum, en
dugði ekki að heldur.
Myndin hér að ofan er af líki
þessa vélstjóra og þótt hún sé held-
ur óhugnanleg birtum við hana í
trausti þess að þar sem hún er
gömul og snjáð og langt um liðið
síðan sá voveiflegi atburður gerðist
sem hún er til marks um, þá muni
hún ekki særa viðkvæmar taugar í
brjóstum lesenda. Og það muni
heldur ekki verða túlkað sem van-
virðing við aðstandendur manns-
ins þótt svo ófögur mynd sé af
honum birt.
Myndina tók Eyjólfur Jónsson
ljósmyndari, eins og fram kemur í
Fyrst og fremst
greininni aftar í blaðinu. Hann var
allmikilvirtur ljósmyndari á Aust-
íjörðum á ofanverðri nítjándu öld og
fýrri hluta hinnar tuttugustu, en svo
illa vildi til að eftir að hann lést var
öllu filmusafni hans fargað. Þar fór
áreiðanlega forgörðum mörg merki-
leg heimild um fólk og tíðaranda á
Austfjörðum og Islandi almennt um
þær mundir sem Eyjólfur var að
störfum, og þessi mynd var til dæm-
is lengi talin glötuð.
Hún mun hins vegar hafa verið í
eigu Axels Tuliniusar sýslumanns,
sem rannsakaði morðmálið á Seyð-
isfirði, og hefur þannig varðveist. Og
þótt okkur hafi ekki borist þessi
mynd fyrr en eftir að búið var að
ganga frá greininni á blaðsíðu 18 til
prentunar síðdegis í gær, þá þykir
okkur ástæða til að halda henni til
haga og hér er því komið þetta nöt-
urlega en sterka verk Eyjólfs Jóns-
sonar.
x xx
h
Megum við einnig vekja athygli á
grein Hallgríms Helgasonar rithöf-
undar í Morgunblaðinu í gær þar
sem hann hæðist að auglýsingaher-
ferð Símans sem hefur reyndar þeg-
ar verið svolítið til umfjöllunar í
þessum dálki?
Grein Hallgríms er stutt og lag-
góð og svo hljóðandi:
.Auglýsingaherferð Símans hefur
vakið athygli fólks. Þar eru menn
hvattir til að fá hugmyndir sem fýrir-
tækið muni sfðan hjálpa þeim að
framkvæma. Hins vegar hefur orða-
lag auglýsinganna stungið í augu
margra:
„Þetta er þín hugmynd. Við
hjálpum þér að láta hana gerast."
Það er sannarlega leiðinlegt að
sjá slíka málleysu dynja á þjóðinni
oft á dag og er hér nánast gerð til-
raun til að breyta tungumálinu með
æmum tilkostnaði. Frasinn er
greinilega hráþýðing úr ensku:
„This is your idea. We help you
make it happen." Á íslensku gerast
hugmyndir ekki. Þær em fram-
kvæmdar, raungerðar eða gerðar að
veruleika.
í sjónvarpsviðtali mun forstjóri
Sfmans hafa sagt að ímyndarbreyt-
ing fýrirtækisins kosti 400 milljónir
króna og af þeim feri um 200 í aug-
lýsingaherferðina. Það em miklir
peningar fýrir málvillu."
Við tökum ofan fýrir Hallgrími;
aUtof sjaldgæft er að menn nenni
núorðið að benda á svona málviilur
og hugsanaviliur í auglýsingum, það
er næstum eins og öllum finnist að í
auglýsingum þurfi málið ekki að
vera vandað. Auglýsingaherferð
Símans er að því leyti skárri en aug-
lýsingaherferð Happdrætús Háskóla
íslands að hún gengur út á að menn
skuli framkvæma hugmyndir sínar,
en Háskólinn hvetur menn eindreg-
ið til að reyna ekki einu sinni að láta
drauma sína rætast eða hugmyndir
verða að veruleika.
Það afsakar þó ekki hina ensku
hugsun auglýsingaherferðarinnar.