Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004
Fókus IÍV
Hvundagshetjan Fjóla Björk Sigurðardóttir lætur ekki daufblindu hindra sig og sækir leikhúsin reglu-
lega. Fingramál er hennar samband við umheiminnog hún spilar á píanó.
■bMVviSiii
i.' A fundi leikarans
Fjóla Björk og Ágústa
V Eir hittu í vikunni
Nbnnu Kristinu Magn-
ðsdóttur, sem er einn
áðalleikaranna i Veg-
' urinn brennur. Með
snertingu og
'fingraletri gat Fjóla
komist ísamband við
leikkonuna. „Huggun
joð fara i leikhús þvi
tyað veitir mér mikla
—-
„Síðasta verkið sem ég sá
var Vegurinn brennur, sem
mér þótti afar tilfinninga-
mikið og stórbrotið verk.
Blind og heypnarlaus
Elskar aö fara í leikhús
„Það koma þær stundir þegar mér
finnst lífið óréttlátt og erfitt. Einmitt á
þeim stundum er mér mikil huggun í
því að fara í leikhús því það veitir mér
mikla ánægju. Fyrir sýningu hef ég
fengið að hitta leikara, en með snert-
ingu get ég fundið hvernig búningum
þeir klæðast og fengið einhverja til-
finningu fyrir hverjir þeir eru. Síðan
fæ ég að ganga um sviðið og átta mig
á sviðsmyndinni. Loks fylgist ég með
leiksýningunni af fremsta bekk þar
sem systir mín situr við hlið mér og
segir mér söguþráðinn jafnharðan
með fingrastafrófinu," segir Fjóla
Björk Sigurðardóttir, ung kona í
Reykjavík sem þrátt fyrir daufblindu
tekur þátt í þjóðfélaginu með virkum
hætti. Sýningar leikltúsanna sækir
hún reglulega, sem er þó aðeins eitt
af mörgu sem er hennar dægradvöl.
DV hitti þessa ungu baráttukonu og
hvundagshetju nú í vikunni.
Stafir slegnir í lófann
Fjóla Björk Sigurðardóttir er 43ja
ára að aldri og fæddist í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Hún er fædd með
hrörnunarsjúkdóm sem aðallega
leggst á sjón- og heyrnartaugar og
aðeins tveggja ára gömul var hún
komin með gleraugu. „Að mestu var
ég orðin blind átta ára en sá skímu í
einhver ár eftir það. Ég geri mér þó
ekki grein fyrir hve lengi. Heyrnar-
tæki fékk ég ellefu ára, enda var
heyrnin þá mjög farin að þverra og
ég var orðin heyrnarlaus 24 ára,“
segir Fjóla. Sem barn nam hún við
blindradeild Laugarnesskóla og síð-
an í Álftamýrarskólanum, þaðan
sem hún brautskráðist um tvítugt.
„Mér gekk vel að læra og oft náði
ég tíu á prófum. Skemmtilegastar
þóttu mér samfélagsgreinar, svo
sem heilsufræði, ljóð, félagsfræði og
fleiri slíkar. Einnig hafði ég alveg frá-
bæra kennara og nefni þar sérstak-
lega Ragnhildi Björnsdóttur blindra-
kennara, sem m.a. kenndi mér
fingrastafrófið þegar Ijóst var að
hverju dró," segir Fjóla við blaða-
mann. Við hittumst í fallegu her-
bergi hennar á sambýli blindra við
Stigahlíð 71, ásamtÁgústu Gunnars-
dóttur sem túlkaði samtalið með
fingrastafrófi.
Túlkurinn slær spurningarnar
staf fyrir staf í lófa Fjólu og þannig
móttekur hún skilaboðin. Aðeins
með þessum hætti og með tölvu-
pósti getur hún móttekið skilaboð úr
umhverfinu, en getur svo aftur gert
sig skiljanlega með orðum, enda
þótt talfærnin verði sífellt minni
með árunum.
„Fjóla er ótrúlega seig að skilja
allt í kringum sig þrátt fyrir sína
miklu fötlun og einnig að skilja
fingramálið, sem auðvitað hefur
sínn stíl og áherslur frá einum
manni til annars," segirÁgústa. Hún
segir að á milli fjörutíu og fimmtíu
manns geti með þessu móti verið í
sambandi við Fjólu, það er fjöl-
skylda hennar, starfsfólk á sambýl-
inu við Stigahlíð, túlkar og starfs-
fólkið á Blindravinnustofunni við
Hamrahlíð, en þar hefur Fjóla starf-
að hálfan daginn í rösklega tuttugu
ár. I annan tíma er hún heima í
Stigahlíð, þar sem hún sinnir meðal
annars handavinnu og er mikið í
tölvunni sinni. Það töfratæki opnar
henni í raun leið inn í samfélagið og
hefur að því leyti gjörbreytt öllu
hennar lífi.
„Ég fæ á hverjum degi í gegnum
Blindrabókasafn Islands yfirlit
helstu frétta úr Morgunblaðinu, sem
yfirfærist á upphleypt blindraletur
þegar það kemur til mín á tölvunni.
Með því að þreifa á letrinu get ég les-
ið mig áfram. Síðan finnst mér gam-
an að lesa alls konar reyfara og ým-
iss konar kristilegt efni. Til dæmis
Bænabókina, Nýja testamentið,
ýmsa sálma og nú bíð ég eftir því að
fá Gamla testamentið," segir Fjóla
og bætir við að trúin á góðan guð
hafi gefið sér mikið. Bænir sínar fyr-
ir jólin, um að allir mættu hafa það
sem allra best yfir hátíðarnar, telur
hún líka að hafi reynst áhrínsorð.
„Annað sem ég hef rnjög gaman
af er að setjast við píanóið hér niðri
og spila. Sem barn lærði ég að spila
og þekki þessar svörtu og hvítu nót-
ur. Og þótt ég heyri ekki veitir hljóð-
færið mér samt mikla ánægju, því
tónlistin bergmálar í sálinni og eitt-
hvað hljómar innra með mér.“
Grænt land og Gullið hlið
Mörg ár eru liðin síðan Fjóla fór
fyrst í leikhús, en það hefur um dag-
ana veitt henni mikla lífsfyllingu og
gleði. Leikarar og annað starfsfólk
leikhúsanna í Reykjavík þekkir raun-
ar orðið til Fjólu og hefur gaman af að
kynna verk sín fyrir henni og einnig
þegar hún kemur til þeirra fyrir sýn-
ingu eða í hléi og fær með fingrunum
að snerta þá og sviðsmyndina til að
öðlast tOfinningu fyrir því sem á svið-
inu er.
„Síðasta verkið sem ég sá var Veg-
urinn brennur, sem mér þótti afar til-
finningamikið og stórbrotið verk. Á
dögunum, þegar ég fór með systur
minni að sjá Græna landið, hitti ég
leikkonuna Kristbjörgu Kjeld, sem
mér fannst mjög gaman því ég hafði
heyrt svo oft talað um hana í gegnum
árin. En ædi eftirminnilegasta leikrit-
ið sem ég hef horft á sé ekki Gullna
hliðið eftir Davíð Stefánsson. Alveg
yndislegt verk, sem mér verður alltaf
eftirminnilegt," segir Fjóla. Aðspurð
kveðst hún hins vegar ekki mundu
hafa lagt fyrir sig leiklist þótt hún
hefði verið frjáls eins og fúglinn og
ekki bundin í fjötra daufblindunnar.
Þá hefði hún valið að verða snyrti-
fræðingur.
„Það hefur alltaf gefið mér mikið
að fara í leikhús. I því felst einhver
lífsfylling sem ég er þakklát fyrir að fá.
Kannski er þetta eins og að leika á
píanóið; þótt ég heyri ekki hljómana
gerist samt eitthvað. Ég heyri berg-
mál og óma innra með mér, sem eru
undrafallegir," segir Fjóla Björk Sig-
urðardóttir að síðusm.
sigbogi@dv.is