Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Kaffibrúsakarl- arnir undirbúa nú gerð sinnar fyrstu kvikmynd- ar í fullri lengd. í myndinni eru þeir leiksoppar, fórnarlömb að- stæðna, flækjast víða um heim og eru hafðir fyrir rangri sök. Til að fjármagna myndina fara þeir algerlega nýja leið og hika ekki við að skipa fólk í hlutverk sem gæti gagnast þeim efnahags- lega. Bíddu, bíddu," segir Gísli Rún- ar Jónsson Kaffibrúsakarl móðgaður þegar blaðamað- ur DV leggur upptöktækið á borðið. „Ég segi nú bara eins og Bó: Ætlarðu að taka mig upp á þetta? Blessaður fáðu þér digital! Þetta var þegar ég var að skrifa bókina um hann. Ég þorði ekki öðru en hlýða boðinu. Tveimur vikum seinna, en þá höfðum við hist upp á hvern einasta dag, kemur hann til mín og segir: Má ég sjá þinn! Þá var hann búinn að kaupa sér digital sjálfur og spurði: Hvað kostaði þetta sem þú keyptir? Fjórtán þúsund segi ég. Þá sagði Bó með svip sem ég gleymi aldrei: Huhhh, ellefu þúsund og tvö hund- ruð rninn!" Handrit vel á veg komið DV hafði mælt sér mót við Kaffi- brúsakarlana Gísla Rúnar og Júlíus Brjánsson á kaffihúsinu Gráa kettin- um við Hverfisgötu. Tilgangurinn var að grennslast fyrir um orðróm þess efnis að Kaffibrúsakarlarnir (eða The Cappuccino Brothers eins og þeir kalla sig nú til að gera sig nútíma- legri), væru að vinna að kvikmynd. Það reyndist rétt, hins vegar voru þeir afar leyndardómsfullir þegar kom að hinum praktísku úrlausnarefnum. En hvernigkom þetta til? „Þegar við Kaffibrúsakarlarnir átt- um þrjátíu ára afmæli íyrir skömmu vorum við með sýningu því tengdu. Þá komu tii okkar sitthvor aðilinn og lýsti því yfir að vilja gera bíómynd um Kaffibrúsakarlana. Okkur fannst það áhugavert og svo stuðlar þetta - Kvik- mynd um Kaffibrúsakarlana," segir Gísli Rúnar. Hins vegar grípur Júlíus inn í ræðu vinar síns og segir ekki vert né við hæfi á þessu stigi málsins að greina frá því hverjir þetta voru. „Enda skipt- ir það ekki máli því þessir aðilar urðu frekar til að að kveikja áhuga okkar á að gera þetta. Handritið er nú langt komið en við höfum nú um langt skeið verið að vinna í því með öðru.“ Glæpir í stað erótíkur Myndin fjallar um Kaffibrúsa- karlana sem eru leiksoppar að- stæðna sem þeir fá ekki við ráðið. „Já, og við sögu koma eins mörg Kaffibrúsakarlarnir Vinna nú hördum höndum vid ad fjár- magna sina fyrstu mynd:„Og vid erum nú eins og rófulausir hundar að skemmta á þorra- blótum og árshátiðum til að hafa uppi kostnað við hljódsvidid. Við köllum ekkert ömmu okkar i þeim efnum og erum algerlega siðlausir." kaffitengd mál og hægt er að hugsa sér, kaffibaunamál, kaffidrykkja og svo framvegis. Einnig blandast inn í þetta glæpamál. Það verður að vera í þessu dramatísk framvinda," segir Gísli Rúnar og Júlíus bætir við: „Við getum ekld mildð verið með erótík - við erum einfaldlega ekká þannig vaxnir við Kaffibrúsakarlarnir að við getum notað það. Við erum sexí svona prívat..." Hér stoppar Gísli Rúnar Júlíus og segir: „Jájá, ekki þú að vera með pönslínur í þessu viðtali ... Þú ætlar kannski að fara að tala um að við ætl- um að vera í okkar gömlu búningum líka?" „Já, það hefur gefið góða raun. Við erum að skemmta í þeim út um allar trissur. Stór sparnaður þar.“ „Og að við séum með sérstaka manneskju til að reima skóna okkar núna? Og að við þurfum við að leita reglulega til saumakonu og biðjum hana að hleypa úr saumunum aðeins, við átum svo mikið á þorrablótinu?" spyr Gísli. „Já, neeei," segir Júlíus. „Nei, góði minn. Sko, við vorum sexí í eina tíð en um mjög skamma hríð, milli átján og nítján ára. Mjög takmarkað tímabil - en var á meðan var. En ekki er hægt að nota það þannig að þarna verður umfangsmik- ið glæpamál í brennidepli." Glæpasagan er grunnur sögunnar í myndinni. Kaffibrúsakarlarnir eru hafðir fyrir rangri sök. Talið að þeir hafi framið ákveðið ódæði en svo kemur í ljós að þar voru þeir Halli og Laddi að verki. Það voru sem sagt tveir miðaldra grínistar sem frömdu glæpinn. Filmað víða um heim Kaffibrúsakarlarnir segja myndina sprottna upp úr íslenskum veruleika. í henni verður álcveðin útrás sem rímar við útrásina í viðskiptalífinu. „Og hver veit, ef þeir Björgólfsfeðgar koma til liðs við okkur eins og að er stefnt, þá förum við að sjálfsögðu til Búlgaríu í tengslum við ákveðinn símaskandal. Það kostar mikið að gera íslenskar bíómyndir, það kostar mikið að gera liljóðsvið og við áttum okkur á því," segir Júlíus. Leikurinn berst sem sagt svo til út- landa en það segja þeir Kaffibrúsak- arlar lykilatriði. „Já, Kaffibrúsakarl- arnir flækjast til Noregs, þar sem við eigum hauka í horni, en síðan reynd- ist það ekki bjóða uppá nógu mikið fjármagn, þannig að frá Noregi förum við til Svíþjóðar þar sem eru menn sem eru reiðubúnir að koma að fjár- mögnun myndarinnar. Nú þaðan berst leikurinn til Danmerkur og þá leggjum við lykkju á leið okkar til London og endum svo aftur á ís- landi." Aðspurðir hvort það sé virkilega forsenda íslenskrar kvikmyndargerð- ar að inn í handrit sé skrifað ferðalag til útlanda - segja þeir svo hildaust vera, það er í þeirri tegund kvik- myndagerðar sem þeir ætla sér að stunda. „Karlakórinn IJekla er til dæmis gerð meira og minna í ein- hverju krummaskuði í Prússlandi og annars staðar, Baveríu, til að fá pen- inga." Þeir segjast ekki ætla að leggja stein í götu þeirra sem stunda kvik- myndagerð á íslandi. „Til dæmis Hrafn Gunnlaugsson og slíkdr menn þurfa mikið fé til að gera stórar og flottar rnyndir eins og hans er von og vísa. Og við viljum ekki vera að taka peninga frá Hrafni og ætlum að láta Kvikmyndasjóð algerlega vera. Ætl- um okkur að komast hjá því f lengstu lög.“ Viggó Mortensen ekki nógu frægur „I myndinni verða íslenskir leikar- ar og konur okkar koma fram í mynd- inni...“ segirjúlíus. „Nei, stopp stopp, það kemur ekki nógu vel út fyrir bandið eins og mað- urinn sagði," segir Gísli Rúnar. „Já, það er aukaatriði, við skulum ekki tala mikið um það að svo komnu „ Við fengum áhugamann í kvik- myndatöku sér- staklega til liðs við okkur og tókum upp mistökin fyrir- fram. Aldrei víst þegar svona fag- fólk á í hlut að það verði mistök." Enskar stjörnur deyja frá verkefninu Gísli Rúnar segir svo frá að hann búi að ágætum samböndum „Við göngum miklu lengra í grímulausum t raunum við að tengja okkur og myndina fjár■ magninu í landinu en áður hefur þekkst." í London frá námsárum sínum þar. Þetta hafi þeir ætlað að nýta sér en allt haft gengið á afturfótum með þær fyrirætlanir. „Þannig er að skólafélögum mínum hefur vegnað fremur illa og eru nú flest- ir atvinnulausir miðaldra leikarar sem vinna aðallega við það að vera þjónar hjá gömlum homm- um um helgar. Hjá Sir Ian McKellen og fleirum í homma- veislum. Þeir eru kallaðir Riddarar drottningarinnar - The Queen máli. En það er dýrt að fá fræga leik- ara,“ segir Júlíus. „Já, þetta vita þeir sem til þekkja líkt og Hrafn og Baltasar Kormákur. En ég held að rétt sé að huga fyrst að hinum erlendu stjörnum sem að koma. Af því að við komum við í Dan- mörku þá stóð lengi til að fá danskan leikara sem heitir Villi Mogensen og Júlli hitti á hestamannamóti." „Já, Norðurlandamótinu. Þetta er ágætur leikari. Við hittumst í sam- kvæmi og töluðum digurbarkalega en ..en, já, þá kom á daginn að fs- lendingar þekkja ekki þennan leikara sem hefur leikið í fjölda bíómynda. Ég hélt reyndar fyrst að hann héti Mortensen. Þannig að við höfum eig- inlega fallið frá þeim fyrirætlunum - það er að ráða Viggó til myndarinn- ar." „Já, það gelck eiginlega ekki upp," segir Júlíus. „En vandræði oJckar, sem ríma kannski við innviði myndarinn- ar í sjálfu sér, við að fá fræga menn í hlutverk hófust fyrst í Englandi." Knights. í gegnum þá beindist at- hygli okkar að Forster." „Já, inni í myndinni hjá okkur var lengi Barry Forster sem var einn al- besti glæpamaður og geðsjúklingur í myndum Hichcocks íyrir utan Perk- ins. Svo tekur hann upp á því að deyja. Nú þá tekst okkur, í gegnum gamlan skólabróður Gísla, að ná sambandi við Alan Bates sem einnig deyr...,“ segir Júlíus og dæsir. „Já, við vorum við það að setja okkur í samband við Bates þegar hann fór yfir móðuna miklu," segir Gísli. Kaffibrúsakarlarnir lenda þannig í standandi vandræðum því hin bresku sambönd Gísla Rúnars enda öll hjá leikurum sem reynast á grafarbakkanum og það- an af verra. „Þessu svipar mjög til hlutskiptis eftirhermunnar, henti Jörund og á eftir að henda Jóhann- es, að það dóu allar raddirnar sem hann var bestur í. Og ekki hlæjandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.