Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Leita eigenda að lífssynum Rannsóknarlögreglan í Reykjavík leitar enn að tveimur mönnum sem rændu útibú SPRON við Hátún 9. janúar síðastlið- inn. Lífssýni fundust í nælonsokkum skammt frá bankanum, sem reyndust ekki vera úr tveimur grun- uðum mönnum. Þeir sátu, að því er virðist, saklausir í gæsluvarðhaldi í tíu daga og neituðu sekt. Lögreglan telur að lífssýnin sem fund- ust séu af þeim sem raun- verulega rændu SPRON og fylgir hún eftir vísbending- um sem borist hafa eftir að í ljós kom að hinir grunuðu voru saklausir. Fann eigin- konunaá klámsíðu Maður í Aþenu fann myndband með 25 ára gamalli konu sinni að hafa mök við annan mann þegar hann var að skoða klámsíð- ur á netinu. Hann hringdi samstundis í lögreglu, sem rannsakaði málið. Hún fann hundruð kynlífs- myndbanda sem höfðu verið tekin án samþykkis viðfangsefnanna á tölvu grunaðra. Hinn grunaði var handtekinn fyrir brot á lög- um um friðhelgi einkalífs- ins. Bílstjórinn íhaldi Bflstjóri Bin Ladens er í haldi bandaríska hersins í Guantanamoflóa á Kúbu. Rúmlega 600 manns eru í haldi í herstöðinni og mun bflstjórinn, Salim Ahmed Hamdan, vera sá fyrsti sem tengist hryðjuverkafor- ingjanum beint. Jón Jósep Snæbjörnsson Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar í Svörtum fötum, þykir óheflað- ur og frjáls andi. Hann er orku- bolti sem smitar lífsgleðina út frá sér. Maðurinn getur farið hamförum, en jafnframt er hann fær um að slaka á svo um munar. Hann er að því leytinu berserkur. Hann er duglegur og góð fyrirmynd í líferni og fasi. Kostir & Gallar Sumir kunna að líta á lífsgleði hans í verki sem trúðslæti og/eða athyglissýki. Þá þykir Jón nokkuð ruglingslegur á köflum. Undir öllum glansin- um skorti djúpstæðan grunn. Þannig sé hann á vissan hátt yfirborðskenndur. Hugsanlegt er þó að hann sé misskilinn. Seðlabankinn nefnir helst framhaldsskólanema þegar spurt er um hópa sem á kostnað bankans nutu veitinga fyrir 38 milljónir á aðeins fjórum árum. Bankinn segir hópana hafa verið um 70 en gefur ekki upp hverjir þeir voru, hvað þeim var boðið upp á og hvað það kostaði í hverju tilfelli. Tekið er á móti „klúbbum“. Forsíða DV FréttDVafveisluhöldumað- albankastjórans fyrirgamla félaga vakti athygli. Fréttin vakti þó fleiri spurningar en hún svaraði. Seðlabankinn er ekki reiðubú- inn að svara öllum þeim spurningum þó svörin liggi fyrir f bókum bankans. Birgir ísleifur Gunnarsson Adalbankcistjóri Sedla- bankans baud gömlum samstúdentum ipinnamat og vindrykkju i bankanum i upphafi Þorra. Kostnadur er sagdur vera tæpar 7 06 þus- und kronur. DV fær ekki umbeðnar upplysingar um adra hopa sem bankinn hefur greitt veitingar fyrir. Seðlabankinn verður ekki við beiðni ÐV um að upplýsa hvaða hópar hafa notið gestrisni bankans á undanförnum árum. Fram hefur komið í DV að Seðlabankinn hefur eytt að meðaltali nærri tíu milljónum króna á ári í gestamóttökur. Aðspurð hefur bankastjórnin sagt að á árunum 2000 til 2003 hafi bankinn tekið á móti um 70 hópum. Gestir væru „trúlega á annað þúsund." DV vill vita nánar um gestamóttökur Seðla- bankans og hefur sent ítrekaðar fyrirspurnir til bankans. Spurt var hvern- ig bankinn skráir gestamótturnar og hversu mörgum hópum tekið hefur verið á móti frá og með árinu 2000. Einnnig var spurt um hvaða hópar það voru sem tekið var á móti, hvenær þeir komu og hverjir buðu þeim. Síðast en ekki síst var spurt um hvers kon- kæmu tæpar 32 þúsund krónur í hlut hvers gests bankans. Það virðist blasa við að hóparnir 70 skýra ekki nema brot af eyðslu bankans í þennan lið enda nær hann einnig yflr risnukostnað. Fréttamönnum var líka boðið Svar barst frá Seðlabankanum á þriðjudag. Bankinn svarar ekki spurningum DV um það hvaða einstöku hópar það voru sem nutu gest- risni bankans. „í flestum tilvikum hefur verið um hópa náms- manna og stúdenta að ræða, aðallega úr fram- haldsskólum og háskólum en í stöku tilvikum einnig úr grunnskólum," segir bankastjórnin. Varðandi það hverjir geta notið heimboða í Seðlabankann segist bankastjórnin hafa fyrir ör- fáum árum tilkynnt framhaldsskólum að bankinn væri reiðubúninn að taka við námsmönnum í kynnisheimsóknir. „Einnig má nefna að fyrir nokkrum árum bauð bankinn fféttamönnum til kynningarfunda í bankanum. Sem dæmi um heimsóknir má nefna að í síðustu viku heimsótti einn hópur háskóla- stúdenta bankann og hlýddi á fyrirlestur og að í þessari viku verða líklega tvær slíkar heimsóknir," segir bankinn í svari sínu. Taka á móti klúbbfélögum Nánar segir Seðlbankinn að yfirleitt sé tekið á móti grunn- og framhaldsskólanemum á vinnu- tíma. Hið sama gildi oftast um háskólastúdenta. „Þá hefur bankinn tekið á móti fjölda erlendra hópa sem komið hafa hingað til lands í kynnis- ferðir auk innlendra hópa sem til dæmis tengjast klúbbum eða félögum. Veitingar í þessum heim- sóknum hafa stundum verið engar, í öðrum til- vikum gosdrykkir, kaffi og ef til vill meðlæti og í sumum tilvikum léttar veitingar, eft- tilefni hverju sinni. Kostnaður er mismikill en í flestum kynnis- heimsóknum mjög lítill,“ segir Seðlabankinn og hnykkir síðan á því að fúslega sé tekið á móti þeim sem áhuga hafi á að koma og hlýða á kynningu á starfsemi bankans. gar@dv.is Ár Milljónir 2003 9,6* 2002 9,2 2001 12,0 2000 7,5 1999 7,0 1998 10,7 1997 12,0 Samtals 1997-2003 58,4 Samtals 2000-2003 38,3 *Áætlað út frá meðaltali 2000-2002. ar veitingar voru boðnar hópunum, hvað þær kostuðu og hverjum standi til boða að fá heim- sókn í bankann með veitingum. Kostaði hver gestur 32 þúsund? Á árunum 2Ó00 til 2002 greiddi Seðlabankinn samtals 28,7 milljónir króna fyrir „gestamóttökur og fundahöld“. Að meðaltali eru þetta 9,6 milljón- ir ári. Reikningur síðasta árs liggur ekki fyrir en ef gert er ráð fyrir að niðurstöðutala þess árs sé með- altal næstu þriggja ára þar á undan, það er 9,6 milljónir, fæst úr að bankinn hefur eytt 38,3 milj- ónum________ Þess má geta að hefðu þessar 38,3 milljónir króna dreifst á til dæmis 1200 manns - Seðlabankinn nefnir sjálfur „á annað þús- und manns" - GESTAMÓTTAKA OG FUNDAHÖLD SEÐLABANKANS 1997-2003 ASÍ og verkalýðshreyfingin gera kröfu um úrbætur við Kárahnjúka Impregilo lét athugasemdir ASÍ og þeirra landsambanda sem aðild eiga að virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka sem vind um eyru þjóta þegar þeim var bent á að skálar sem unnið var að því að setja upp í ágúst síðast liðnum, hentuðu alls ekki ís- lenskum aðstæðum. Þetta segir í tilkynningu frá aðild- arfélögunum sem þau sendu frá sér í gær vegna frétta undanfannna daga af svæðinu um leka og hrun milli- lofta í svefnskálum starfsmanna við Kárahnjúka. í tilkynningunni er einnig vakin athygli á að fagfólk með þekkingu á íslenskum aðstæðum hafi ekki verið fengið til að setja upp húsin eða byggingafræðileg úttekt gerð á gæð- um eða öryggi þeirra. Afdráttarlaus krafa verkalýðs- hreyfingarinnar er að svefnskálar sem settir eru upp við þær erfiðu veðurfarslegu aðstæður sem þarna ríkja séu með þeim hætti að tryggt sé að heilsu manna og öryggi sé ekki stefnt í hættu. Bent er á að góður aðbúnaður í svefnskálum sér nauðsynlegur þátt- ur í því að starfsmenn fái notið sam- felldrar 11 klukkustunda lágmarks- hvfldar á hverjum sólarhring. Þá er gerð krafa til Landsvirkjunar og stjórnvalda að þau grípi nú þegar inn í og tafarlaus bragarbót verði gerð á núverandi regluverki um starfs- mannabúðir og lögum verði breytt. ASÍ gerir kröfu um að aðbúnaður starfsmanna við Kárahnjúka verði bættur Starfsmenn vöknuðu blautirog hrímaðir i óveðrinu um síðustu helgi enda skálarnir tyrkneskir og ekki gerðir fyrir ís- lenskar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.