Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fókus DV GL-útgáfan hefur nú lokið gerð vandaðrar náttúrulífsmyndar um íslenska hesta undir leikstjórn Þor- finns Guðnasonar eftir handriti Jóns Proppé og Þorfinns. Myndin heitir Hestasaga en hefur verið kynnt erlendis undir nafninu Running with the Herd. Hestasaga segir frá fyrsta árinu í lífi folalds í stóði í ís- lenskri náttúru og móður þess, merarinnar Kolku. Myndin er byggð upp sem dramatísk frásögn þar sem hestarnir sjálfir eru aðalpersónur og við kynnumst eiginleikum og skapi hvers og eins. Áformað er að frumsýna myndina hérlendis þann 19. febrúar n.k. Hestasaga Eins og hirðingjar nti í náttúrunni Þorfinnur Guðnason segir að það hafi verið gaman að vinna að þessu verkefni þótt það hafi oft verið erfitt á stundum. „Við bjuggum eiginlega eins og hirðingjar vikum saman úti í náttúrunni við að gera þessa mynd," segir Þor- finnur. „Við lentum í allskonar veðurfari, með- al annars miklum vatnsveðrum og því var maður oft blautur í lappirnar. En mynd af þessum toga krefst þess að menn liggi lengi við til að ná sem bestum árangri." Lífsbarátta hesta Atburðarásin er látin um það að fanga huga og athygli áhorfandans líkt og í bíómyndum. í gegnum augu og eyru hestanna fylgjumst við með lífsbaráttu þeirra þar sem þeir ferðast milli beitarhaga sinna eftir árstíðum. Markmið myndarinnar er að sýna hinn stórbrotna ís- lenska hest en jafnframt að fræða áhorfendur um eðli og hegðun hjarðdýra. Við sjáum með því hvernig folöldin læra smátt og smátl á stóðið og hver staður þeirra er í virðingarstig- anum. íslensk náttúra Islensk náttúra og íslenski hesturinn eru meðal þess sem við Islendingar státum okkur helst af þegar útlendingar koma í heimsókn. Þó hafa fæstar íslenskar náttúrulífsmyndir fyr- ir sjónvarp sést erlendis að neinu marki. Und- antekningin er myndin sem Þorfmnur Guðna- son gerði um íslensku hagamýsnar fyrir nokkrum árum en hún hefur verið sýnd í um eitt hundrað löndum af sjónvarpsstöðvum á borð við National Geographic Television. I þeirri mynd var farin sú leið að segja skýra sögu þar sem persónurnar, sjálfar mýsnar, lifna við á skjánum og draga áhorfandann inn í atburðarásina. Sömu nálgun hefur verið beitt við gerð myndarinnar um hestana. Vekur athygli Efnistök Þorfinns hafa vakið mikla athygli frá því fyrsta náttúrulífsmynd hans, Húsey, birtist og vann sú mynd strax Menningarverð- laun DV. Síðasta mynd hans, mannlífsmyndin um Lalla Johns, vann líka Menningarverð- launin og auk þess tvenn Edduverðlaun ís- lensku kvikmyndaakademíunnar.Myndin um hestana mun fara jafnvíða og hagamúsa- myndin. Myndin hefur verið kynnt á erlend- um hátíðum og sjónvarpsmessum og var alls staðar vel tekið. Myndin var til dæmis valin til kynningar á heimildarmyndamessunni í Amsterdam en þar er stærsta heimildar- myndahátíð Evrópu haldin ár hvert. Skemmst er frá því að segja að hestarnir slógu í gegn. Myndbúturinn sem Þorfinnur hafði klippt og Hilmar Örn Hilmarsson samið tónlist við vakti mikla athygli. Sýnd víða Sjónvarpsstöðvar frá nfu löndum vilja sýna myndina og er þar í flestum tilfellum um að ræða stærstu og fjársterkustu stöðvarnar í hverju landi. í sumum tilfellum sóttust fleiri en ein stöð í sama landi eftir myndinni, til dæmis í Þýskalandi og Frakklandi. Myndin verður sýnd á öllum Norðurlöndunum, í Kanada og á Ítalíu, auk Frakklands og Þýskalands. Þá standa nú yfir viðræður við fjölmargar aðrar stöðvar, til dæm- is í Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan. Greiðslutrygging - bætur í allt að 12 mánuði Viðskiptavinum SPRON gefst nú kostur á að kaupa sér Greiðslutryggingu í tengslum við Greiðsluþjónustu SPRON sem tryggir þeim greiðslu reikninga í allt að 12 mánuði verði þeir fyrir missi starfsorku vegna slyss eða sjúkdóms.* Kynntu þér málið í næsta útibúi SPRON, í síma 550 1200 eða í þjónustuveri í síma 550 1400. ^spron *Sjá nánar skilmála Alþjóða líftryggingarfélagsins hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.