Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Side 25
24 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004
Fókus DV
DV Fókus
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 25
Hvert ár reyna tugir ungmenna að komast inn í Leiklistarskólann á íslandi. Aðeins átta
fá inngöngu og eftir útskrift eru kannski ekki nema tveir sem fá vinnu. Þeir sem mennta
sig erlendis eiga aftur á móti litla von um atvinnu þegar þeir snúa aftur heim og heyrir
það til undantekninga þegar slíkt gerist. Öðru hvoru skjóta hins vegar sannar stjörnur
upp kollinum. DV setti sig ísamband við fagfólk í greininni og bað það um að nefna
helstu vonarstjörnur íslenskrar leiklistar. Niðurstaðan var sú að margir afokkar leikur-
um hefðu auðveldlega getað farið með mörg af eftirminnilegustu hlutverkum kvik-
myndasögunnar og jafnvel gert það betur en stjörnurnar í Hollywood.
Ólafur Darri Ólafsson
Margir kannast við Ólaf Darra enda hefur hann verið áberandi allt frá
því að hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1998. Hann er rétt
skriðinn yfir þrítugt en þrátt fyrir það hefur hann verið einn virkasti leik-
ari íslands síðustu árin. Ólafur Darri hefur meðal annars leikið í kvik-
myndunum Perlur og svín, 101 Reykjavík, Fíaskó og Islenska draumnum. Þá
hefur hann leikið bæði í Borgarieikhúsinu og Þjóðleikhúsinu auk þess að starfa með öðrum
leikhópum s.s. Vesturporti en hann er einn stofnenda þess. Meðal verka sem hann hefur
tekið þátt í má nefna Abigail heldur partý, Kristnihaldi undir Jökli, Fjandmaður fólksins,
Kvetch, Glanni glæpur í Latabæ, Vegurinn brennur, Með fullri reisn og Gullna hliðið svo fátt
eitt sé nefnt.
Ólafur Darri hefur þegar verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína hér á landi. Gríman,
íslensku leiklistarverðlaunin, féllu honum í skaut á síðasta ári þegar hann var valinn besti
leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Kvetch og Rómeó og Júlíu. Koliegar Ólafs segja hann
alltaf skila sínu 110%, hann hefur þegar náð að skapa sér gott orð og ef áfram heldur sem
horfir verður hann orðinn einn af okkar fremstu leikurum áður en langt um líður.
IH0LLYW00D
Sjarmatröll er líklega rétta orðið til að
lýsa þeim koilegum Ólafi Darra og Mich-
ael Clarke Duncan. Ólafur Darri hefði
sómt sig vel í Green Mile og gert þessa
ágætu mynd enn betri. Liturinn á Ólafi
Darra hefði kannski valdið vandræðum
en miðað við tæknibrellur nútímans er
lítið mál að gera Ólaf svartan.
Michael Clarke Duncan
íGreenMile
í H0LLYW00D
Sally hefði verið betri í höndum Nínu
Daggar enda. hefur hún þetta fallega og
sakleysislega útlit eins og Meg Ryan - án
þess þó að verða leiðinleg. Eini gallinn
hefði hins vegar orðið sá að Nína hefði
þurft að eiga samskipti við Billy Chrystal
og getur því jafnvel þakkað fyrir að hafa
ekki fengið hlutverkið. Óneitanlega hefði
myndin samt orðið skemmtilegri með
Nínu Dögg innanborðs.
MegRyaní
When Harry Met Sally
Nína Dögg Filippusdóttir
Nína Dögg er fædd árið 1974 og hefur farið mjög víða á stuttum tíma.
Ferill hennar fór hratt af stað eftir að hún útskrifaðist úr Leiklistarskól-
anumárið2001. Húnfór með eittafstærrihlutverkunumíkvikmyndinni
Hafið þar sem hún þótti standa sig með prýði, iék aðalhlutverkið í Engla-
börnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu og fór með hlutverk Títu í Kryddlegnum
hjörtum í Borgarleikhúsinu. Áður hafði hún leikið í kvilcmyndinni Villiljós og síðar lék hún
Júlíu í uppsetningu Vesturports á verkinu um Romeó og Júlíu. Nína er reyndar einn 14
stofnenda Vesturports ásamt eiginmanni sínum Gísla Erni.
Nínu Dögg er lýst sem mjög áhugasamri og hæfileikaríkri leikkonu sem getur tekið að sér
nánast hvaða hlutverk sem er. Greinilegt er af samtölum DV við leikstjóra og aðra sérfræð-
inga innan leiklistarinnar að talsverðar vonir eru bundnar við hana í framtíðinni. Einhverj-
ir gengu meira að segja það langt að spá henni velgengni erlendis og í fyrra var hún fulltrúi
fslands í „Shooting Star“ dagskránni sem haldin er af European Film Promotion. Nína Dögg
mun því að öllum lfkindum láta mikið að sér kveða á komandi árum.
Ólafur Egill Egilsson
Ólafur er svo gott sem fæddur og uppalinn í leikhúsi en foreldrar ^
hans eru þau Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Ólafur er fæddur
árið 1976 og hefur frá unga aldri verið á sviði. Hann tók þátt í noklcrum
uppfærslum sem barn og tóku glöggir eftir því að þær færi mikið efni. Ólaf-
ur Egill útskrifaðist svo frá Leiklistarskólanum hér á landi árið 2002 en það mark-
ar á engan hátt upphafið að ferli hans innan leiklistarinnar. Fyrir utan að hafa alltaf verið að
leika, bæði í menntaskóla og sem barn, hefur Ólafur Egill prófað flest allt annað sem snýr að
leiklistinni. Hann hannaði og saumaði búninga fyrir myndina Myrkrahöfðingjann, hefur
leikstýrt nokkrum verkum m.a. hjá Herranótt fyrir utan auðvitað að leika. Hann hefur
einnig fengist við skrif og meðal annars verið að skrifa handrit að kvikmynd upp úr Njálu í
samstarfi við Baltasar Kormák.
Þeir sem til þekkja segja Ólaf Egil eiga eftir að vera áberandi í leikhúslífinu í framtíðinni,
hvort sem hann verður í hlutverki leikarans, framleiðandans, leikstjórans eða höfundarins.
í H0LLYW00D
Ólafur Egill hefur hæftleikanna til að
túlka rnikla og brjálaða einstakiinga líkt
og Mozart á sannfærandi hátt. Hann
hefði í það minnsta ekki verið síðri en
Tom Hulce í hlutverki tónskáldsins.
Munurinn er hins vegar sá að ef Ólafur
hefði farið með hlutverk Mozarts hefði
hann ekki gufað upp að lokinni frumsýn-
ingu líkt og virðist hafa gerst með Tom.
Tom Hulce
íAmadeus
Gísli Orn
Garðarsson
Gísli er fæddur árið 1973 og er talinn
vera einn af efnilegri leikurum þjóðar-
innar ef ekki sá efnilegasti eins og einn
ráðgjafl DV orðaði það. Hann útskrifað-
ist frá Leiklistarskólanum hér á landi
árið 2001 og fékk strax um haustið stórt
hlutverk í uppfærslu Borgarleikhússins á
Kristnihaldi undir Jökli. Hann fékk góða
gagnrýni fyrir leik sinn í Kristnihaldinu
þar sém hann fór með hlutverk Umba og
síðan hefur Gísli komið víða við.
Gísla Er líst sem miklum athafna-
manni sem er duglegur við að koma
hlutum í framkvæmd. Sem dæmi hafði
hann sett upp leiksýningu í Noregi þar
sem hann bjó á yngri árum og setti upp
Bítlasýningu hér heima í tilefni af 30 ára
afmæli plötunnar Sgt. Pepper’s Lonely
Heart Club Band. Þá er hann einn af
stofnendum Vesturports sem m.a. setti
upp Rómeó og Júlíu sem síðan var sýnt
við góðar undirtektir hér á landi og síðar
í London. Gísli lék þar aðalhlutverk á
móti eiginkonu sinni, Nínu Dögg Filipp-
usdóttur, auk þess sem hann var annar
leikstjóra sýningarinnar. Gísli er því ekki
bara einn efniiegasti leikari þjóðarinnar
heldur vonarstjarna íslenskrar leik-
stjórnar, framleiðslu og almennrar fram-
takssemi á sviði leiklistarinnar.
Gísli er kvennagull sem hefur samt sem
áður mikla leikhæfileika, rétt eins og
Johnny Depp. Hann er alvarlegur leikari
og unt leið vinsæll þannig að hann getur
valið sér hlutverk eftir hentisemi og bæði
túlkað grín og alvöru án þess að vera til-
gerðarlegur. Gísli Örn hefði án efa hlotið
Óskarstiinefningu iíkt og Depp ef hann
hefði fengið hlutverkið - hann hefði líka
tekið styttuna með sér heim. _______
JohnnyDeppí
Pirates ofthe
Caribbean
Álfrún Örnólfsdóttir
f H0LLYW00D
Álfrun er fædd árið 1981 og hefur verið við leiklistarnám í skóla sem
heitir Webber Douglas Academy í London. Álfrún hefur lengi verið við-
loðin leiklistina. Móðir hennar er Helga Jónsdóttir leikkona, systir Arnars
Jónssonar, og því má segja að hún hafi verið fædd inn í fagið. Hún vakti líka
snemma á sér athygli fyrir vasklega framgöngu á leiksviðinu. Álfrún lék m.a. í
Fiðlaranum á þakinu, Rent og Bugsy Malone og í kvikmyndunum Cold Fever og Villiljós.
Margir muna svo eftir eftirminnilegu hlutverki sem hún fór með í Svo á jörðu sem á himni.
Hún var þá mjög ung að árum en leikur hennar þótti framúrskarandi. Álfrún Hefur svo alla
tíð verið að taka að sér smáhlutverk og t.d. leikið f Áramótaskaupum og öðru slíku.
Lftið hefur reynt á Álfrunu hér heima síðustu ár þar sem hún hefur verið við nám í
London. Þar hefur hún að vísu tekið þátt í uppfærslum á vegum leiklistarskólans sem hún
er í en lítið hefur sést til hennar hérna heima. Þrátt fyrir það erÁlfrún talin vera einhver efni-
iegasta leikkona okkar og fagfólk innan leikhúsgeirans býst við miklu af henni í framtíðinni.
Álfrún er ekki ókunn hlutverkum Jodie en
hún lék Tallúlhu í Bugsy Malone á sínum
tíma. Það er því ekki spurning um að
túlkun á lögreglukonunni Clarice Sterling
hefði verið betur framkvæmd af Álfrúnu
heldur en Foster. Fleiri hlutverk Jodie
Foster hefðu svo eflaust líka verið betri í
höndum Álfrúnar - hefði hún t.d. leikið í
Contact hefði myndin kannski ekki verið
algert sjálfsmorð.
JodieFosterí
Silence ofthe Lambs
IH0LLYW00D
Björn Thors
Látið manninn hafa geislasverð og þetta
er komið. Björn hefur þetta Jedi-yflr-
bragð og hefði farið mun betur með hlut-
verk Obi-Wan Kenobi heldur en Skotinn
McGregor sem hefur aldrei náð af sér
heróínútlitinu síðan úr Trainspotting.
Jedi-ismi og heróín fara ekki vel saman
en Jedi-ismi og Björn Thors er pottþétt
blanda - sannkallað gin ogtónik.
Ewan McGregor
íStarWars
Björn er fæddur árið 1978 og útskrifaðist með gráðu í leiklist frá Lista-
háskóla fslands vorið 2003. Honum er líst sem upprennandi og efnileg-
um leikara auk þess sem hann þykir framtakssamur og hugmyndaríkur.
Hann var t.d. framleiðandi, einn handritshöfunda og annar tveggja leik-
stjóra kvikmyndarinnar Reykjavík Guesthouse. Þá hefur Björn einnig fengist
við myndbanda- og stuttmyndagerð og hlotíð hrós fyrir.
Björn hefur því alltaf verið iðinn við að skapa sér atvinnu sjálfur auk þess sem hann hef-
ur verið heppinn með hlutverk síðan að hann útskrifaðist. Síðasta vor lék hann í dansleik-
húsverkinu Háreysti bönnuð í dansleikhúskeppni Borgarleikhússins og íslenska dans-
flokksins og þá hefur hann farið með hlutverk Komma í Grease sem Islenska leikhúsgrúpp-
an sýnir í Borgarleikhúsinu. Bjöm er nú á mála hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann leikur í
Ríkarði þriðja og í Græna landinu. Við megum því eiga von á að sjá meira af Birni á sviðinu
í framtíðinni auk þess sem hann á án nokkurs vafa eftir að láta meira að sér kveða í fram-
leiðslu og gerð kvikmynda.
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
í H0LLYWO0D
Arnbjörg er fædd árið 1976 og hóf snemma dans- og tónlistarnám.
Hún tók þátt í nokkrum uppfærslum, bæði í höfuðborginni og á Akureyri,
áður en hún hélt í leiklistarnám. Hún steig sín fyrstu skref á því sviði hjá
Leikfélagi Akureyrar í Pilti og stúlku og síðar í Fiðlaranum á þakinu en hún
er fædd og uppalin í höfuðstað Norðurlands. Eftir útskrift frá leiklistardeild
Listaháskólans vorið 2002 tók Arnbjörg þátt uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Hamlet þar
sem hún fór með hlutverk Ófelíu. Arnbjörg vakti síðan athygli fyrir framgöngu sína í söng-
leiknum Sól og Máni sem gerður var af Sálinni og var sýndur í Borgarleikhúsinu og síðan lék
hún í Púntila og Matta. Síðasta vor hlaut hún svo fastráðningu við Þjóðleikhúsið þar sem
hún fór með hlutverk Elísabetar yngri í Ríkarði þriðja, hagamúsarinnar í Dýrunum í Hálsa-
skógi auk hlutverks Ingu í leikritinu Vegurinn brennur. Leikhúsgestir mega því eiga von á að
sjá Arnbjörgu Hlíf oftar á sviði Þjóðleikhússins og víðar þegar fram líður enda mál manna
að hún sé meðal efnilegustu leikkvenna landsins.
Arnbjörg Hlíf er að norðan og hefur ein-
hverja álfaútgeislun sem fáir búa yftr.
Hlutverk Galadríelar drottningar hefði
átt að vera eign Arnbjargar og þá hefði
myndin kannski verið tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna fyrir eitthvað annað en
tæknibrellur.
Cate Blanchett
íLordoftheRings
(H0LLYW00D
Elma Lísa er bæði sæt og fyndin líkt og
kollegi hennar Diaz. Ekki verður fullyrt
um hvort Elma Lísa væri í sambandi við
Justin Timberlake ef hún hefði fengið
hlutverkið en Ifkurnar væru alla vega
betri. Þrátt fyrir að vera sætar og fyndnar
geta þær báðar leikið ljótar og leiðinlegar
stelpur líka. Fólk getur þess vegna tekið
þær alvarlega og hlegið að þeim eins og
alvöru leikarar eiga að vera. WQ&jbj0Pl
Cameron Diaz
íSomething
AboutMarry
Elma Lísa Gunnarsdóttir
is^
Elma Lísa er fædd árið 1973 og útskrifaðist hún frá leiklistardeild Lista-
háskóla Islands árið 2001. Á ferli sínum hefur hún víða komið við og
margir kannast við hana úr sjónvarpinu þar sem hún stjórnaði og kynnti
tónlistarmyndbönd áður en hún hélt í nám. Frá útskrift hefur Elma Lísa sést
í nokkrum verkum. Hún hefur verið viðriðin Hafnarfjarðarleikhúsið og fjölda
annarra leikhópa, hún var t.d. ein af driflcröftunum í uppsetningu á verkinu Beyglur með
öllu sem sýnt var við talsverðar vinsældir fyrir ekki svo löngu síðan. Elma Lísa hefur einnig
komið fram í nokkrum sjónvarpsmyndum og kvikmyndum. Hún mun vera einn aðalleikara
myndarinnar The Third Name sem Einar Þór Gunnlaugsson skrifar og leikstýrir.
Kollegar Elmu Lísu segja hana vera duglega og kraftmikla leikkonu sem sé dugleg við að
koma hugmyndum sínum á framfæri. Þannig hefur hún verið óhrædd við að taka af skarið
og koma fram með hluti Iíkt og áðurnefndar Beyglur þegar lítið hefur verið að gerast á öðr-
um vígstöðvum. Ekki er ólíklegt að við munum koma til með að sjá Eimu Lísu víða í fram-
tíðinni, annað hvort sem leikara eða í einhverju örðu sem við kemur leiklistinni.