Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2004, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Lyle Montgomery vílaöi ekki fyrir sér að skilja þriggja ára son eiginkonu sinnar eftir í stórmarkaði. Hann sagðist hafa valið á milli þess að myrða drenginn og vonast til að barngóðir mormónar tækju hann að sér. Móðir drengsins var horfin og var eins og jörðin hefði gleypt hana. Skjótur endir á storma somu „Við fundum hann liggjandi á gólf- inu með byssu sér við hlið. Það am- aði ekkert að honum og hann féllst á að koma á lögreglustöðina skipta sér af öðrum. „Hann er mjög góður viðræðu," sagði nágrannakona og bætti við: „Það var hins vegar ekki hægt að skilja hana eftir með eigin- manninum." Nágrannakonan átti við að Jeanette hefði verið daðurgjörn með eindæmum. Hún hafði svo sem átt vingott við marga menn og geng- ið þrisvar í hjónaband. Jeanette hafði kynnst Lyle árið 2001. Þau felldu hugi saman en sam- bandið varð fljótt mjög stormasamt. Lyle beitti konu sína hvað eftir annað líkamlegu ofbeldi. Svo harðar voru barsmfðamar að hún þurfti oftar en einu sinni að leggjast inn á sjúkrahús. Eitt versta tilfellið var þegar hann kjálkabraut hana illa. Hann var settur í varðhald vegna málsins en ekkert varð úr málaferlum þar sem Jeanette vildi ekki kæra. Hún kom svífandi út af sjúkrahúsinu eftir langa sjúkralegu og giftist honum skömmu síðar. Vin- ir og ættingjar höfðu lengi vonast til að sambandið myndi eldd endast en þeim varð ekki að ósk sinni. Sjálfur hélt Lyle því gjarna fram að hann væri friðsemdarmaður og það væri Jeanette sem væri ofbeld- ishneigð. Á þessu stigi skipti það hins vegar litlu máli - Jeanette var horfin og lögregla var engu nær um hvað um hana hafði orðið. Húsleit- arheimild var veitt og leituðu lög- reglumenn hátt og lágt á heimili hjónanna. Þeir fundu blóðslettur í hjónaherberginu og einnig mátti sjá að hjónarúmið hafði verið helmingað - annar helmingur þess var horfinn. Lyle sagðist hafa losað sig við rúrnið þegar Jeanette fór en iögregla trúði skýringu hans mátu- !ega. Slapp við fangelsi Auk þess fannst á heimilinu mik- ið vopnabúr í eigu Lyle, auk ýmissa efna til að búa til sprengjur. Sak- sóknari taldi sig hafa nægar sannan- ir þar sem blóðblettirnir voru og var ákveðið að ákæra Lyle fyrir morðið á Jeanette. Hann neitaði sök en þvf fleiri sem yfirheyrslurnar urðu því fleiri urðu sögurnar. Varðandi drenginn viðurkenndi Lyle að hafa farið með hann í verslunina til þess að skilja hann eftir. „Mormónar eru góðir við börn og þess vegna fannst mér þetta tilvalið. Ég hefði svo sem getað farið með hann út í eyðimörk- ina og kálað honum,“ sagði Lyle við lögreglumennina. Saksóknari var sannfærður um að hann fengi Lyle dæmdan fyrir morðið þótt ekkert væri líkið. Fyrr- um unnustur Lyles féllust á að bera vitni og var frásögn þeirra á þá lund að maðurinn væri ofbeldishneigður með meiru og einnig byssuglaður. Það kom þó ekki til þess að Lyle yrði leiddur fyrir kviðdóm því dag- inn fyrir réttarhöldin fannst hann Játinn í herbergi sínu á sjúkrahús- inu. Hann hafði svipt sig lífi. Jonathan litli flutti til föður síns og býr að sögn við besta atlæti. Ör- lög Jeanette Montgomery eru hins vegar enn í dag óleyst ráðgáta. Jeanette Þótti daðurgjörn með afbriðgum. Hún gekk að eiga Lyle Montgomery þótt hann hefði barið hana sundur og saman. Lyle Honum virtist standa á sama um hvarfkonu sinnar og viðurkenndi fúsiega að hafa losað sig við þriggja ára son hennar. Heimilið Blóðslettur i hjónaherberginu komu lögreglu á sporið. Það er gömul saga og ný innan lögreglunnar að ef hundrað vitni eru spurð sömu spurningar þá fást hundrað mismunandi svör. Þannig var það að minnsta kosti þegar lítill drengur fannst einn og yfirgefinn í ShopKo-versluninni í Salt Lake City þann 13. janúar 2002. Fimm vitni sögðust hafa séð karlmann rétta litl- um dreng leikfang og ganga síðan á brott. Einn sagði manninn hávaxinn og grannan, sá næsti sagði hann feitlaginn og þar fram eftir götun- um. Lögreglan var engu nær og pilt- urinn gat litlar upplýsingar gefið þar sem hann var bara þriggja ára. Auglýst var eftir aðstandendum drengsins í sjónvarpi og bárust lög- reglu mörg hundruð símtöl og tölvu- póstar en þrátt fyrir það voru þeir litlu nær. Upptaka úr öryggis- myndavél verslunarinnar sýndi, svo ekki varð um villst, að karlmaður átti tal við drenginn og gekk síðan burt. Um viku síðar var loks hægt að stað- festa nafn drengsins. Hann heitir Jonathan Jacob Cortuz og var það nágranni hans sem upplýsti það. „Við vitum ekki mikið enn sem kom- ið er. Hann segist eiga fjórar systur sem búa hjá afa sínurn," sagði Dick Gammick ríkissaksóknari. Smám saman tók myndin að skýrast og kom í ljós að Jonathan litli var sonur konu að nafni Jeanette Montgomery. Hún átti fjórar dætur frá fyrri hjónaböndum og bjuggu þær annars staðar. Vandinn var hins vegar sá að Jeanette var horfin og það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Áhugalaus með öllu Haft var uppi á föður drengsins í kjölfarið. Joel Corpuz taldi þau enn vera gift. Þau byggju hins vegar elcki saman og hann hafði aldrei heyrt minnst á nýjan kærasta. Lög- reglan hafði nefnilega grafið upp heimilisfang Jeanette og kom þá í ljós að hún var einnig gift manni að nafni Montgomery. Corpuz sagðist hafa talað við Jeanette í síma 21. janúar og hún hefði tjáð sér að drengurinn byggi hjá vinafólki og svo yrði eitthvað áfram. Lyle Skilinn eftir Jonathan litli varþriggja ára þegar stjúpi hans skildi hann eftirístórmarkaði. Montgomery var sá sent lögreglan vildi hafa tal af. Lögreglumenn fóru að heimili Jeanette og þegar enginn svaraði ruddust þeir inn. „Við fundum hann liggjandi á gólfinu með byssu sér við hlið. Það amaði ekkert að honurn og hann féllst á að koma á lögreglustöð- ina,“ sagði einn lögreglumannanna. Hafi lögreglumennirnir átt von á því að Lyle yrði samvinnuþýður við rannsóknina og að hann sýndi ein- hver merki þess að hann hefði áhyggjur af afdrifum konu sinnar, þá urðu þeir fyrir vonbrigðum. „Hann hefur einu sinni reynt að aðstoða okkur. Þegar við spurðum hvað hefði orðið af konu hans, svaraði hann því til að hún hefði yfirgefið heimilið," sagði lögreglumaðurinn. Ákveðið var að vista Lyle tíma- bundið á geðsjúkrahúsi og láta hann um leið gangast undir geð- rannsókn. Góður granni Nágrannarnir báru Lyle vel sög- una. Þeir sögðu hann vera alþýðleg- an mann sem lítið færi fyrir. Hann hugsaði vel um sitt og væri ekki að Sérstæð sakamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.