Akranes - 10.09.1943, Page 2

Akranes - 10.09.1943, Page 2
70 AKRANES Heima Viðhald hafnarinnar. Frá því hafnargarðurinn var fyrst byggður mun aldrei hafa verið gert við hann fyrr en nú í sumar, en nú hefur verið gert rækilega við dekk garðsins. Þá hefur allmikil viðgerð farið fram á trébryggjunni í Lambhúsasundi, en þar voru tVeir kláfar rifnir og aðrir byggð- ir í þeirra stað. Nýju kláfarnir voru steyptir, og er hugmyndin sú, að steypa alla kláfana jafnóðum og þeir ganga úr sér, svo að með tíð og tíma verður þarná byggð steinbryggja í stað trébryggju, en síðan er hugsanlegt að dekkið verði steypt á eftir. Loks hefur verið gert við steinbryggjuna í Lambhúsasundi, en hún var mjög úr sér gengin. Fangahús byggt nú í haust. Fangahússmálið mun eiga langa sögu að baki sér, því langt er síðan að talin var þörf fyrir stofnun þessa. Ekki hef- ur sú þörf minnkað á síðustu árum. Nú hefur verið hafizt handa um bygging- una og er hún vel á veg komin, og verð- ur væntanlegEi lokið nú í haust. í hinu nýja fangahúsi eru fimm klefar, auk lítils herbergis, sem ætlað er lögreglu- þjónunum og fyrir yfirheyrslur. í ráði er að hita fjóra klefana upp með raf- magni, enda ekki búist við því að þeir verði notaðir að staðaldri. Mun þetta fyrsta húsið, sem byggt er hér í bæ, sem hitað er upp með rafmagni að nokkru leyti. Teikningu af fangahúsinu gerði skrifstofa húsameistara, en kostn- að af byggingunni greiðir bæjarsjóður að hálfu, en ríkissjóður að hálfu. Enn um götunöfnin. Frá því Benedikt Elíasson fyrstur manna skrifaði um breytingar á götu- nöfnum í bænum, hafa ýmsir menn rætt þetta mál hér í blaðinu og allir verið Benedikt sammála um það, að rétt sé að breyta nöfnunum og kenna göturn- ar við örnefni eða merka menn, sem hér hafa starfað. Hér á eftir fara tillög- ur þeírra Benedikts Tómássonar og Ól. B. Björnssonar um þetta efni: Benedikt- skrifar á þessa leið: Blaðið Akranes ber það með sér í hvert sinn, sem það kemur út, að geng- ið er með mikilli atorku og dugnaði að því að fræða almenning um og færa í letur ýmislegt um Akranes að fornu og nýju, málefni, mannvirki og mannanöfn. Það er allt saman mjög þakkarvert. Eg er einn af þeim, sem vil tengja ýmislegt í nútímanum við gömul nöfn manna og staða eftir því, sem hægt er og skynsamlegt þykir. Vil ég í því sam- bandi og að þessu/ sinni sérstaklega minnast á götuheitin. Hér koma nokkrar tillögur: Baldursgata — Merkjastígur Bragagata — Traðarstígur Nönnugata — Akrastígur og heiman Freyjugata — Bjargsstígur, Bjargstún Bjarkarstígur — Nýlendustígur Fjölnisvegur — Króks- eða Sandabraut Fáfnisvegur — Grenjabraut Njarðargata — Bakkastígur Unnarstígur — Teigastígur Ránargata — Bjarnastígur Ægisgata — Lambhúsabraut Mímisvegur — Vitastígur Vegur, sem kemur hjá Reynistað — Grundarstígur, og vegur, sem kemur frá Gylfastíg að Háteig — Túngata. Um aðalgöturnar: Vestur- og Suður- götu er lítið að segja. Mér þætti við- kunnanlegra að Skírinsgata væri köll- uð Kirkjuvegur og Óðinsgata Vega- mótastígur eða Akbraut. Baugastígur Kinglubraut eða ívarsbraut. Merkjagata er á merkjum Skagalóð- ar og kirkjulóðar Traðarstígur skal bera nafn af hinum gamla Traðarbakka. Akrastígur fer allur yfir kartöfluakra, og endar við Akurprýði og Akurgerði. Bjargsstígur eða Bjargstún fer yfir Bjargstún, og með hinu gamla og merka Bjargi, er hin góðkunna Kristrún. bjó. Nýlendugata fer yfir Nýlendutún. Krókabraut stefnir tii Krókalóns. Grenjabraut stefnir til Grenja. Grund- arstígur fer yfir Grundarlóð með hinu forna Grundarhúsi. Njarðargata sjálf- nefndur Bakkastígur. Túngata fer yfir Háteigstún. Teigastígur fer eftir hinum fögru teigum. Bjarnastígur, hann á að bera nafn »þess merka manns, Bjarna Ólafssonar, sem fyrstur allra lagði skipi sínu að bryggjunni og endaði sitt hetju- starf ekki langt frá þessum stað. Nafni hans ber öllum Akurnesingum að halda uppi og heiðra það. Lambhúsabraut liggur eftir Lambhúsalóð, að Lambhús- sundi. Vitastígur stefnir frá Vesturgötu að fyrsta vitastæði Akraness. Eg vil að síðustu óska, að sem flestir hugsi um þetta mál, það er ekki svo lítilfjörlegt, sem menn ef til vill halda. Komið sem flestir með tillögur. Þá fer ekki hjá því, að á þessu fáist sæmileg lausn. B. T. Tillögur Ólafs eru sem hér greinir: Rétt er að láta Breiðargötunafnið haldast, sem er tengt við neðsta býli Skagans, Breið. Bárugata, er ágætt nafn og fékk nafnið frekast af hinu fyrsta stóra samkomuhúsi, er hér var reist af sjómönnum 1906. Þ. e. hinu gamla Báru- félagi. Annars var þessi vegur í önd- verðu nefndur Hvalvegur, og mætti vit- anlega vel heita því nafni. Þetta var hinn fyrsti vegarspotti, sem hér var byggður í „nýjum stíl“, eftir þeim regl- um, sem mótað hafa vegagerð vora í seinni tíð. En Hvalvegarnafnið er þann veg tilkomið: 1894 eða 5, var dreginn hér að landi hvalur, sem fannst á floti, og hafði í sér skutul frá hvalveiðaskipi Ellefsen á Önundarfirði. Skutullinn helgaði honum hvalinn og átti hann því skutulshlut í honum, en Ellefsen gaf hlut sinn til vegagerðar í þorpinu, og var þetta „undirlag" þessa nýja vegar, sem þá líka fékk í sumra munni nafnið Nýistígur. — Það virðist ekki rétt að breyta um nöfn á tveim aðalgötum bæj- arins Suðurgötu og Vesturgötu. — Unnarstígur — Auðarstígur. Á þessu svæði eða nálægt því, voru hin mörgu Teiganöfn. Litliteigur, Háteigur, Mið- teigur, Efri- og Neðri-Teigur og Teiga- kot. Háteigur og Miðteigur voru við þessa götu og er hvort tveggja með stærstu og elztu jörðum Skagans. Virð- ist því vel við eiga áð nefna Unnarstíg Miðteig og Auðarstíg Háteig. Upp frá hafnargarðinum liggur nú Ránargata, sem að sjálfsögðu væri eins rétt að nefna Hafnargötu, ef ekki fyndist betra nafn. Það er nokkuð erfitt að finna gott heiti á Gylfastíg. Kæmi frekast til greina Vitastígur, því hinn fyrsti viti á Akranesi var um langt skeið nálægt suðurenda þess vegar. Þ. e. rétt hjá Teigakoti, þar sem teigurinn er hæstur. Njarðargötu væri sjálfsagt að nefna Bakkastíg og Fáfnisveg Grundarstíg. Vestur túnið hjá Reynistað er hugsuð ný gata, sem nefna mætti Hoffmanns- stíg, Bakarastíg eða Grenjaveg. Vestur hjá Króki liggur Fjölnisvegur. Hann mætti nefna Krókaveg, Krókastíg eða Sandastíg. Skírnisgata ætti sennilegast að heita Kirkjuvegur. Þar tróðst upp- haflegahinn fyrsti kirkjuvegur vestur- skaga manna að Görðum. Við þá götu hefur enn í dag staðið hin fyrsta kirkja, sem reist var á Akranesi. Ef kirkjan yrði hinsvegar færð niður á Akursteig, mætti vel nefna Mímisveg Kirkjuteig, sbr. Háteig og Miðteig. Freyjugötu væri rétt að nefna* Bjargstún. Bragagötu mætti alveg nefna fullu nafni Tarðar- bakka. Baldursgötu Merkjastíg, þar sem hún er gerð á hinum æfa gömlu merkjum milli Skagans og Garða. Óð- insgötu færi bezt á að nefna Akbraut. Sleipnisveg Þjóðbraut, því það er sá vegur, sem liggur út úr bænum, og hef- ur um langt skeið tengt saman bæinn og upplandið, og Baugastíg Bogastíg. Það hefði gjarnan mátt nefna hér eina götu Stephensensstíg -veg eða -braut, þar sem Ólafur Stephensen átti um langt skeið allan Skagann og Hannes Stephensen lifði hér og starfaði og var mikill héraðs- og „landshöfðingi". En ekki fara Jjessi nöfn vel í munni og er það því vart mögulegt. Sr. Hannes var fyrsti þingmaður Borgfirðinga eftir að Alþingi var endurreist og var það með- an hann lifði. Mætti ef til vill nefna Hringbraut Hannesarbraut í staðinn. Lokastíg sem nú er mætti nefna Garða- veg. Bjarkarstíg Nýlendugötu. Þórs- götu mætti nefna Stekkjarholt, því tal- ið er, að þar nálægt, á Hól, hafi stekkj- arstæði verið. Að þessu sinni verða ekki fleiri nöfn nefnd, en gott að heyra álit manna um þessi og tillögur um önnur betri.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.