Akranes - 10.09.1943, Page 6

Akranes - 10.09.1943, Page 6
74 AKRANES vinur sæll, langar þig nokkuð til að fara?“ „Fjárinn hafi það, ég hef ætlað^ mér að hjálpa til að vinna stríðið, en ekki undir stjórn þess manns. Eg hafði ekki nóg að gera og þess vegna var ég að slæpast.“ Traber leit í skyndi í gegnum skjala- búnka. „Það er nóg verkefni hér fyrir duglega menn, viltu ekki mála fyrir okkur? Ekki það? Hvað segir þú um að vinna að raflögnum?11 „Já, mér mundi falla það vel, ég var stundum að dútla við það heima.“ Síðan talaði Traber nokkur orð í síma. „Eg hef útvegar þér starf við raflagnir, þú ferð þá þangað á morgun.“ Síðasti maðurinn er kom inn að kvarta þann dag, var stór og myndar- legur Texasbúi. Hann lét heldur ófrið- lega. „Eg er farinn héðan,“ sagði hann. Traber lofaði honum að vaða elginn. „Eg kom hingað með konu og börn. Við settumst að í litlu tjaldi. Nú hef ég 75.00 krónur á dag, tjaldið ónýtt. Get hvergi fengið keypt annað, og ég veit ekki, hvernig ég fer að, þegar rigning- arnár byrja.“ Traber tók þessu öllu of- ur rólega, og byrjaði að lýsa því fyrir honum, hvernig félagið hygðist að gera verkamönnunum veruna bærilega, og mælti síðan: „Þú hlýtur að skilja það, kunningi, að það tekur okkur nokkurn tíma að koma þessu í lag fyrir ykkur. Vertu hjá okkur í nokkrar vikur enn, og sjáðu hvernig fer. Við verðum að byggja skip, og þess vegna getum við ekki misst annan eins mann og þig.“ Það er einnig starf sérfræðinganna að komast eftir, hvernig verkstjórarnir koma fram við menn sína. Einn yfirumsjónarmannanna skýrði frá því, hvernig þetta kæmi félaginu að ómetanlegu gagni. „Verkamennirnir eru ævinlega á móti verkstjórunum,“ sagði hann. „En við verðum að treysta verk- stjórunum, svo fyrirskipanirnar séu framkvæmdar á réttan hátt. En ég hef ekki tíma til að hlusta á kvartanirnar frá verkamönnunum. En á hverjum degi geng ég við á sérfræðingaskrifstofunni, lít á kvörtunarskjölin, síðan segi ég þeim verkstjórum, sem missa flesta menn, að líta inn hjá sérfræðingunum og' fá upplýsingar hjá þeim.“ Að endingu spurði ég Charley Foly: „En hvað líður svo langur tími þar til þessir sömu menn eru komnir til ann- arra sérfræðinga með nýjar umkvartan- ir?“ Hann rétti mér lista með nöfnum 745 manna, sem ætluðu að segja upp á stöð nr. 1. Allir nema aðeins 26 menn voru ennþá að byggja skip fyrir afkasta- mesta skipasmið heimsins, Henry J. Kaiser. Lauslega þýtt aj V. P. Hreinar léreftstuskur kaupir hæsta veröi PRENTVERK AKRANESS H.F. Sjálfstæðismálið Það ber oft við um afstöðu vora til stór- mála, að um þau er annaðhvort alger þögn og sinnuleysi — eða því sem næst — eða þá gífuryrði og háa rifrildi. Nær- tækasta dæmið og nýjasta er „mál mál- anna“, sjálfstæðismálið. Um það hefur lítið verið ritað og rætt fyrr en komið var íeindaga, og þá er vitanlega rifist. Ef nokkuð má marka, virðist það ekki valda hér ágreiningi, hvort skilja beri við Dani eða ekki. Heldur hvort sá skilnaður verði nú vegna ríkjandi á- stands, án þess að geta samið við Dani. Eða biðið verði stríðsloka til þess að geta þá samið um þessa hluti. Ef ekki hefur áður verið sagt allt annað við Dani bak við tjöldin en opinberlega, þá máttu þeir vita, að um fullkominn skiln- að yrði að ræða að samningstímanum loknum. Hinsvegar er þá um tvennt að ræða frá sjónarmiði íslendinga. Hvort ein- hliða skilnaður geti farið fram. Þ. e. með tilkynningu annars aðila, þegar um samning tveggja jafn rétthárra aðila er að ræða. Hinsvegar hvort það sé sóma- samlegt og — þörf á því — að skilja þann veg. Sennilegt er, að meginþorri þjóðarinnar vilji að samningstímanum loknum fullan skilnað. Þó mörgum finn- ist ef til vill eigin ráðsmennska vor und- anfarin mörg ár, vera vafasöm meðmæli í augum þeirra þjóða, sem geta og vilja vera sjálfstæðar. Því hefur verið haldið fram, að skiln- aður verði að fara fram á þennan veg, vegna þess að oss sé nú meinað að geta haft um þetta viðræður við Dani eftir eðlilegum leiðum. En þetta er aðeins fyrirsláttur að langmestu leyti. Það er einmitt ýmislegt á síðustu tímum, sem sannar, að þetta hefur verið hægt. A. m. k. áður en síðustu atburðir gerðust í Danmörku. Það var hægt að koma boð- úm til þeirra, og senda menn til samn- inga við þá, ef það hefði verið gert í tíma en ekki ótíma. En það eitt er vfst og það var mergurinn málsins og aðal- atriði: að ef þetta hefði verið gert — hvern veg sem árangurinn hefði orðið — var afstaða vor til skilnaðar við Dani undir núverandi kringumstæðum allt önnur, eftir að hafa gert þessa tilraun til samninga. Þá hefur lítið eða ekki verið rætt um það að hér er að semja við tvo aðila en ekki einn — um tvö ólík efni —. Sem sé konunginn annars vegar í eigin per- sónu, en hina dönsku þjóð hins vegar. Það kann vel að vera, að nú séu allar leiðir lokaðar til viðtals eða orðsendinga milli réttra aðila, en þar er aðeins um að kenna undandrætti eða trassaskap. Til þess var nægur tími og það hefði verið hægt. Þá hefði ekki þurft að deila um þessa hluti — bæði til skaða og skamm- ar —. Og þá.hefði skilnaður verið fram- kvæmanlegur og viðurkenndur, þegar Stánda íslendingar öðrum þjóðum jafnfætis? • Menntaður útlendingur, sem hér hef- ur dvalið um.mörg ár, feldi nýlega þenn- an dóm yfir íslendingum: „Þeir eru yf- irleitt betur gefnir en annara þjóða menn er ég hef kynnst, að meðtalinni eigin þjóð. En það er eins og þeim komi þetta ekki að því gagni sem ætla mætti, eða að sama skapi sem annara þjóða mönnum. Það eru t. d. mjög margir sem vilja fá tilsögn í músik. Þeir grípa í þetta í nokkrar vikur eða mánuði. Þeir halda að þetta sé fljót- og auðlært. Þeir virðast ekki skilja, að það þarf að lcggja á sig mikla vinnu og leggja alla sál sína í starf, sem á að ná leikni í, eða virkilegum árangri af, eða því marki, semh keppt er að. Mér virðist þeir yf- irleitt vera of staðfestulausir og vilji of lítið leggja á sig.“ Þannig var dómur þess útlendins,, er talar af reynslu og þekkingu. Vafalaust er þessi dómur líka nærri réttu lagi. Það má sennilega til sanns vegar færa, að íslendingar séu sízt ver gefnir yfir- leitt en menn af öðrum þjóðum, og eru sjálfsagt jafnbetur menntir. Má færa að þessu gömul og ný rök. En í allri kunn- áttu, tækniþróun og vísindum eru þeir eðlilega á eftir öðrum, því íslendingar hafa svo skamman tíma — og á mörg- um sviðum alls ekki — haft tækifæri til lærdómsiðkana á ýmsum sviðum. Þar, sem þeir hafa hinsvegar haft tækifæri til að fylgjast með í þessum efnum, hafa þeir vízt fullkomlega sannað, að þeir eru þar hlutgengir. Má í því sambandi minnast Vestur-íslendinga. „Fljót — og auðlært — staðfestulaus- ir — of lítið leggja á sig.“ Er ekki eitt- hvað til í þessu? Þá dettur einhverjum í hug. Er nokkur von til þess, að sú kyn- slóð vilji nokkuð leggja á sig, sem aldr- ei hefur dyfið hendi í kalt vatn. Sem ekkert veit um illt árferði eða erfið- leika. Sem allt hefur verið rétt upp í hendurnar, og spurt, hvað það vildi helzt læra. Hafa ekki erfiðleikarnir oft rekið menn áfram og hert þá í því að gefast ekki upp, bæði hér heima, í Höfn og Vesturheimi? Örbirgð og erfiðleikar hefur sjálfsagt líka „drepið“ marga menn. Líka^ hafa foreldrar gert börn sín „óvirk“ til lífsins þjónustu fyrir ofmik- ið dálæti, of mikla peninga og allskonar agaleysi. Fyrir að þau fengu aldrei að reyna á sig, hugsa eða vinna sjálfstætt. samningstíminn var útrunninn, jafnvel þó Danir hefðu reynst óliðlegir í þeim sainningum, — hvað engin ástæða er til að ætla, að þeir hefðu verið —. Ó. B. B.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.