Akranes - 10.09.1943, Qupperneq 7
AKRANES
75
Vér skulum horfa fram
Nú eru óvenjulegir tímar í margvís-
legum skilningi talað. Ógurlegir í'lest-
um þjóðum heims, og a. m. k. alvarlegir
vorri litlu þjóð, svo ekki sé meira sagt.
Þó má segja að fátt bendi til að þjóð
vor telji þá alvarlega, hvað þá ógur-
lega, að því er henni við kemur. Má
víst í því sambandi fyllilega skírskota
til fjölda af ráðamönnum hennar engu
síður en ráðleysingja, þó undantekning-
ar séu þar frá, og eitthvað beri út af
þar á milli.
Það lítur út fyrir að fólk haldi, að
vér losnum við ógnirpar meir en orðið
er, en það sem „ljúfara* sé í sambandi
við yfirstandandi tíma, fylgi oss óraleið
inn í framtíðina, eða muni helzt aldrei
skilja við oss. Þetta er hættulegur mis-
skilningur.
Kæruleysið í þessum efnum, eða
kraftur trúarinnar á þessar hyllingar
annars vegar, virðist svo rótgróinn með
þjóð vorri, að rödd, sem hljómar á ann-
an veg, er talin hjáróma, miðalda aftur-
hald og svartsýni. Feyskinn hugsunar-
háttur sem „forakta“ beri á öllum tím-
um.
(í höfuðdráttum á þetta vitanlega við
yngri kynslóðina).
Það er lífsspursmál að þjóðin þurfi
ekki að lifa aftur upp hungur og harð-
rétti fyrri alda. Eða að hún þurfi ekki
að láta börn sín oftar sitja í skugga
menntunarleysisins. En þess má þá líka
minnast, að mestu dásemdir mannsins
og menningarinnar má gera að hrein-
ustu hefndargjöf og hinu skaðlegasta
vopni.
Uppeldinu — í víðustu merkingu —
verður því að haga þann veg, að það
þroski menn og opni augu þeirra fyrir
skyldum sínum við lífið, land sitt og
þjóð. Menn eiga ekki að fara á skóla
til þess að fá „nasasjón“ af menntun,
heldur til að fá fullkomna þekkingu.
Ríkið á ekki að styrkja menn til hins
sama, heldur á það að skuldbinda menn,
og styrkja til að fara þangað — hvar
sem er í heiminum — sem sú grein hef-
ur náð mestum þroska og þannig mest
árangurs von. Að viðkomandi hætti ekki
fyrr en hann hefur sigrað.
Ef þjóð vor getur þannig um ókomin
ár og aldir forðað börnum hennar frá
hungri og harðrétti, en látið hana lifa
við harðan aga um vinnu og lærdóm,
þannig að leiða n egi til fullkominnar
þekkingar og þroska einstaklinganna,
þá getur hún án alls efa borið höfuðið
hátt og staðið hverri annarri þjóð á
sporði. Og því aðeins kemur henni það
að fullum notum, að hún sé vel gefin.
Þá hefur hún bæði sem þjóð og einstakl-
ingur gert tilraun til að fullnægja
skyldum sínum við lífið.
Ó. B. B.
Sú þjóð, sem ekki horfir og hugsar
fram, ætlar sér ekki að lifa. Og hún lif-
ir ekki undir merki batans, ef hún ekki
með tilliti til framtíðarinnar hefur hlið-
sjón af hinu liðna sem og líðandi stund.
Það þarf ekki mikla sögulega þekk-
ingu né sálfræðilegan skilning á eðli og
þörfum mannanna til þess að vita svo
örugglega sem verða má, að jafnvel það
„ljúfasta“ við þennan „Lokaleik“ menn-
ingarinnar á vorum tímum, má ekki
verða og getur ekki orðið leiðarljós
vort inn í framtíðina; og heldur ekki al-
gilt viðvörunarmerki um hvernig þjóð-
irnar eigi að lifa á friðar- eða ófriðar-
tímum. Alveg eins og hinn minnsti mað-
ur í einu þorpi á sinn rétt og hefur sín-
ar skyldur, og gagnkvæmt er því farið
með vora litlu þjóð gagnvart heimi öll-
um. Til þess að öðlast rétt, verða menn
að uppfylla skyldur, og það er hin
rhesta nauðsyn, ekki einasta gagnvart
líðandi stund, heldur miklu fremur sök-
um þess er koma skal, að þjóð vor skilji
þetta viðhorf gagnvart öðrum þjóðum,
ekki sízt nú, þegar vér þá og þegar tök-
umst á hendur „allan vandann“.
Eftir þetta stríð verður heimurinn
sjálfsagt „skapaður“ að nýju, þó vafa-
laust með hliðsjón af því gamla, og sjálf-
sagt ekki þurrkað út að „gjalda gamalla
eða nýrra synda“ á einn eða annan veg.
Eitt er oss íslendingum sífelld nauð-
syn — að minnast þess rækilega og lifa
þar eftir — að vér getum ekki lifað án
mikilla samskipta við aðrar þjóðir.
Þeirra samskipta, að aðrir kaupi af oss
mun meira en vér af þeim. Og það er
ekki sízt vegna þessa „eilífa“ lífsskilyrð-
is vors, sem vér verðum að hugsa um
framtíðina. Að vera búnir til sóknar og
varnar á sviði tækni og þróunar at-
vinnuveganna, þegar þessum hildarleik
líkur. Og sem þjóð og einstaklingur með
hreinan skjöld gagnvart þessum „stríð-
adi lýð“ á þeirra þrengingatímum, sem
vér ætlum eða þurfum að háfa skipti
við í framtíðinni. Annað verður þjóðin
líka að muna. Það sem landsmenn virð-
ast stundum gleyma um of. Að framtíð
vor, líf og öryggi byggist fyrst og fremst
á sjávarútvegi vorum, engu síður hér
eftir en hingað til, nema síður sé. Vér
þurfum og að minnast þess, að sam-
keppnin um framleiðsluhætti og mark-
aði verður enn hörð, sem oft áður og
nú ef til vill hvað hörðust. Því þörfin
fyrir lífsins viðréttingu verður víða mik-
il. Þarfirnar miklar, en kaupgetan tak-
mörkuð, a. m. k. í bili. í þeim „hildar-
leik“ er bezt að treysta sem minnst á
góð orð og velvilja annarra, allt slíkt er
gott í bakhönd sem varasjóður eða auka-
forði.
Vér verðum að minnast þess, að þrátt
fyrir heimsins beztu fiskimið, er aðstaða
vor til framleiðslu úr þeirri gullnámu á
margan veg örðugri en keppinauta
vorra. Auk þess, sem vér verðum ein-
mitt að biðja þá að éta með sem beztri
1-yst og kaupa hæsta verði iramleiðslu
vora.
Togaraflotinn hefur verið langbezta
haldreipið og hjálparhellan (án viður-
kenningar). Þeir, sem að honum standa
og á honum vinna hafa fengið að heyra
margt óþvegið. Skipin hafa verið nefnd
fúakláfar, en þeim þó lítt verið gefið
tækifæri til að kaupa nýtt. Allt tal um
nauðsyn þess og aðstoð því innantóm
orð. Ef eKki vaknar skilningur og rík
samúð í þessa átt, hlýtur að fara mjög
illa fyrir þessum atvinnuvegi vorum,
sem vafalaust verður enn um langa
stund að byggja mikið á um lífsafkomu
þjóðarinnar.
Síldarútvegurinn var ekki á sínum
tíma hátt upp skrifaður hjá bönkum og
þjóðarleiðtogum yfirleitt, þó nú sé við-
horfið nokkuð breytt, enda er sú fram-
leiðsla orðin mikilvægur þáttur í heild-
arútflutningi landsins. Síldarútvegurinn
er nú sá atvinnuvegur vor, sem lengst
er kominn um að svara kröfum tímans
og keppinauta vorra, hvar sem er, að
því einu undanskildu að vanta herzlu-
stöð.
En hvert er viðhorf Akurnesinga og
framtíð í þessum efnum?
Landið hér upp af er „fagurt og frítt“.
En þó er ekki vafamál, að vér verðum
fyrst og fremst að horfa út á hafið. Það
má þó ekki og á ekki að tákna það
sama og vér sjáum ekkert annað en
sjóinn. En oss er varnað að horfa út á
sjóinn, varnað að afla oss brauðs og
skapa þjóðinni útflutningsverðmæti, ef
vér fáum ekki nauðsynlegan og réttmæt-
an stuðning Alþingis til verulegra hafn-
arbóta.
Að stríðinu loknu er útvegur Akur-
nesinga mikils til of lítill. En vaxtar-
möguleikar hans og öryggi er fyrst og
síðast bundið við aukin og bætt hafnar-
skilyrði.
Það er vafalaust rétt leið að bæta
verulega beinar samgöngur á landi við
Norðurland. Skynsamlegasta og eðlileg-
asta leiðin í því efni er líka vafalaust
bíla- og f ólksf lutningaf er j a milli
Reykjavíkur og Akraness. Þegar nú svo
er, og hinsvegar þörf vor og landsihs
sjálfs krefur hér verulegra hafnarbóta
vegna framleiðslunnar út á við og inn
á við, sýnist liggja í augum uppi, að
þetta tvennt beri að sameina og sam-
rýma. Með því er annarsvegar sparað
fé til hafnarbóta og hinsvegar auknir
framleiðslumöguleikar fjölmenns bæj-
arfélags og þjóðarheildar.
Frh.
___________________________ÓB. B.
VIL SELJA
sem nýjan peningaskáp, ef semst um
verð. — Upplýsingar í síma 11.
ÓÐINN GEIRDAL