Akranes - 10.09.1943, Side 10
78
AKRANES
ár. Vorið 1943 seldi Sigurður félaga sín-
um Þorkeli m.b. Harald, sem hann á nú
einn. Aftur á móti á Sigurður enn ög
einn m.b. Hermóð.
Árni Sigurðsson o. fl.
Arni Sigurðsson í Sóleyjartungu er
fæddur hér og uppalinn, tók próf frá
Stýrimannaskólanum 1913, og hefur
verið hér formaður á mörgum bátum.
Haustið 1928 kaupir hann m.b. „Frigg“,
28 smál. í félagi við þessa menn: Bræð-
urna Stefán, Ásgrím og Guðbjörn Sig-
urðssyni, sem allir eiga hér heima, og
hafa stundað hér sjó alla tíð. Árni var
formaður á bátnum en Guðbjörn véla-
maður. Þeir félagar byggðu stórt fisk-
hús rétt fyrir ofan Hofteig, þar sem áð-
ur stóð verzlunarhús Snæbjarnar Þor-
valdssonar og Thors Jensen. Árið 1934
kaupir Árni part þeirra bræðra allra í
bátnum, en haustið 1938 selur Árni bát-
inn Birni Ágústssyni, en hann aftur
Oddi Hallbjarnarsyni 1942.
Valdimar Eyjólfsson.
Hann er fæddur hér og uppalinn. Fór
14 ára gamall á skútur og var þar um
hríð. Þar eftir var hann tvö ár formað-
ur fyrir Þorstein Jónsson á Skálum,
sem þar hafði um skeið allmikla útgerð.
Valdimar var einn þeirra er lét byggja
m.b. Egil Skallagrímsson 1914 og var
formaður á honum það vor, sumar og
haust, en seldi þá hinum sinn part. 1915
og ’16 var hann formaður á m.b. Baldur
og átti hlut í honum. Þá var hann og
um nokkurra ára skeið formaður á m.b.
Elding, Freyr og Óðinn.
1923 kaupir hann svo m.b. Álftin frá
ísafirði, ca. 17 smál. að stærð. Meira
stundaði hann á bátnum flutninga en
fiskveiðar. Harm átti bátinn til 1938,
en þá var hann seldur suður í Njarð-
víkur. Síðan hefur Valdimar verið í
landi og stundað búskap og vegavinnu.
Magnús Guðmundsson o. fl.
Magnús Axel Sveinbjörnsson og Ólaf-
ur Gunnlaugsson gerðust félagar og
keyptu m.b. Sjöfn frá ísafirði árið 1928.
Báturinn er rúml. 31 smál. Var Magnús
fyrst formaður á bátnum en Ólafur véla-
maður. Eftir nokkur ár seldi Ólafur
þeim Magnúsi og Axel sinn part. Árið
1930 keyptu þeir Axel og Mangús að
vestan annan bát, m.b. Sæfari, 27 smál.
að stærð. Var Axel formaður á bátun-
um nokkuð á víxl þar til 1936, er hann
seldi Magnúsi sinn hlut. 1932 byggðu
þeir stórt fiskhús við Lambhússund og
nokkru seinna 'fiskhús við Stillholtsveg í
Presthúsalandi, þar sem þeir líka gerðu
nokkurn fiskreit. Sæfara seldi Magnús
1940 til Keflavíkur, en á Sjöfn enn.
Brynjólfur Nikulásson o. fl.
Árið 1924 kaupir Brynjólfur 1/4
hluta í m.b. „Hrefna“, og eftir 2 ár er
hann orðinn eigandi að 1/3 hluta á
móti Þórði Ásmundssyni, sem á 2/3 og
er útgerðarmaður bátsins, en Brynjólf-
ur formaður þar til 1931, er hann selur
Þórði sinn part. Það sama ár lætur
Brynjólfur byggja í Danmörku m.b.
Aldan í félagi við Sigurð Hallbjarnar-
son og Ellert Jósefsson. Sigurður selur
þeim á sama árinu sinn part og eiga þeir
Ellert eftir það sinn helminginn hvór.
Eftir lát Ellerts 1935, kaupir Brynjólfur
hans part en selur Jóni Halldórssyni
bátinn 1936.
Þeir Brynjólfur og Ellert byggðu _
1933 stórt fiskhús á Bræðrapartslóð,
sambyggt við hús m.b. Hafþórs. Ellerts
mun síðar verða getið í þáttinum um
iðnaðarmenn.
Ragnar Friðriksson o. fl.
Þeir Þorbergur Sveinsson á Setbergi,
Ragnar og Hjalti Benónýsson létu árið
1930 byggja fyrir sig mótorbát í Dan-
mörku, nefndu þeir hann Hafþór og var
25 smál. að stærð. Strax eftir vertíðina
1931 seldi Hjalti þeim félögum sinn
hlut. Árið 1933 byggðu þeir fiskhús við
Bræðrapartsvör í félagi við m.b. Aldan.
Eiga þeir það hús enn, en seldu bátinn
til Keflavíkur 1939. Þeir hafa stundum
síðan verið að hugsa um bátakaup, hvað
þó hefur ekkert orðið af.
Oddur Hallbjarnarson.
Hann flytur hingað frá Súgandafirði
ásamt fjölskyldu sinni árið 1929. Verð-
ur þá þegar formaður á Hrafni Svein-
bjarnarsyni. Árið 1931 lætur hann í fé-
lagi við Nikulás Oddgeirsson, byggja í
Noregi m.b. Óskar, 19 smál. að stærð.
1936 kaupir Oddur hluta Nikulásar, sem
fram að því hafði verið vélamaður á
bátnum. En árið 1937 selur Oddur bát-
inn til Vestmannaeyja. Á árunum
1937—’41 er Oddur formaður fyrst á
m.b. Aldan og síðar á m.b. Hermóður.
En árið 1941 kaupír hann frá Vestfjörð-
um m.b. Bolli, 16 smál., en selur hann
sama ár Björgvin Stefánssyni, sem að-
eins átti hann fáa mánuði, en seldi hann
aftur til Reykjavíkur. í aprílmánuði
1942 kaupir Oddur enn m.b. Frigg af
Birni Ágústssyni og á hann nú.
Sigurður Vigfússon o. fl.
Sigurður Vigfússon, Dan-íel bróðir
hans og Kristófer Eggertsson frá Hafn-
arfirði (sem átti hér heima í nokkur ár)
byrjuðu útgerð með því að kaupa línu-
veiðaskipið „Andey“ 69 smál. árið 1931.
Kölluðu þeir félagið „Sameignarfélagið
Andey“. Árið 1932 kaupa þeir og frá
Noregi gufubátinn „Golan“, 70 smál.
Svo sem getið hefur verið, gekk út-
gerð mjög illa á þessum árum, urðu
þeir að hætta rekstri skipanna og selja
þau. Hreinn Pálsson útgerðarm. í Hrís-
ey keypti „Andeyna“. Er hún enn í hans
eigu og hefur verið sett í hana Diesel-
vél. Um hinn bátinn.var stofnað hluta-
félag hér, sem keypti hann og verður
annars staðar sagt nánar frá því.
Verzlunar þeirra bræðra verður ann-
ars staðar getið.
S.f. Sólmundur.
í október 1933 er stofnað hér Sam-
vinnufélagið Sólmundur. Voru félagar
um 20, en fyrsta stjórn þess Ásmundur
Jónsson, Sigurður Björnsson, Þorkell
Guðmundsson, Sigurður Símonarson og
Svbj. Oddsson. Félag þetta tekur þá
þegar land á leigu á Sólmundarhöfða og
byggir þar fiskhús og fiskreit. Hið upp-
haílega markmið félagsins með stofnvm
þess^ var að verka hlutarafla félags-
manna sinna, þannig að þeir og þeirra
nánustu hefðu atvinnu við það á
sumrum.
Á árinu 1934 kaupir félagið línuveið-
arann „Huginn“, 208 smál. Gerði það
skipið út á vetrarvertíð 1935 og á síld-
veiðar sama ár. Þennan litla tíma tap-
aði félagið miklu fé á skipinu; enda
voru báðar vertíðirnar afar lélegar, og
margvíslega erfiðleika við að etja. Af
þeim sökum varð félagið að láta skip og
eignir af hendi haustið 1935. Tóku marg-
ir félagsmenn þá á sínar herðar allmikla
fúlgu af tapinu, og munu sumir þessara
manna ekki enn vera lausir við greiðsl-
ur þeirra skulda.
Júlíus og Helgi Einarssynir.
Þeir eru synir Einars Ingjaldssonar
á Bakka, svo sem frá hefur verið sagt
hér á undan. Þeir eiga nú Valinn ásamt
Halldóru ekkju Einars. Júlíus var um
mörg ár formaður á bátnum meðan Ein-
ar lifði og vélamaður eftir að Helgi varð
formaður á honum. Báturinn hefur á-
valt verið í viðlegu hjá Haraldi Böðv-
arssyni.
Jón og Lárus Árnasynir.
Þeir eru báðir ungir menn, fæddir
hér og uppaldir, en hafa ekki stundað
sjó. Haustið 1935 keyptu þeir m.b. Úða-
foss, 19 smál. að stærð. Þeir áttu bátinn
til vors 1940, en seldu hann þá til Bíldu-
dals og þar mun hann enn vera. For-
menn á bátnum voru: Njá'l Þórðarson,
Tómas Jóhannesson og Björn Ágústs-
son.
Júlíus Everl o. fl.
Júlíus Evert kom hingað 1928 og flutti
aftur til Reykjavíkur 1935. Árið 1930
keypti hann m.b. Heimaey frá Vest-
mannaeyjum, 29 smál., ásamt þeim
Kjartani Helgasyni, sem var formaður
og Gísla Einarssyni, sem var vélamað-
ur. En þeir Kjartan og Gísli hættu fljót-
lega og var þá Evert einn eigandi. Hann
átti bátinn ekki nema í 4 ár, en seldi
hann þá Haraldi Böðvarssyni. Haraldur
skírði hann upp og fékk hann þá nafnið
Víkingur.
ftergþór Guðjónsson
°8 Sigurður Þorvaldsson.
Báðir eru þeir ungir menn og þó bún-
ir að stunda sjó í mörg ár. Bergþór for-