Akranes - 10.09.1943, Page 11

Akranes - 10.09.1943, Page 11
AKRANES 79 Skrúðgarðar bæianna skart Glöggt er gestsaugað, segir gamalt málíæki, og er það margsannað. Ef þú kemur á sveitabæ eða hús í kaupstað, rekur þú furðu fljótt augun í ýmislegt það, sem þú jafnvel tekur ekki eftir á þínu eigin heimili. Ef þú ert gjörhugull, myndar þú þér fljótt skoðun um þetta heimili og þá, sem þar s,ráða ríkjum“. Heimili til sjós og sveita eru vitanlega mjög misjöfn um allan þrifnað og heimilisháttu. Sum- ir sjá aldrei sóðaskapinn, en sumum finnst alltaf allt vera óhreint — hvað hreint sem það er — og sumir hafa tak- markaðan tíma og vinnukraft til þess að „snurfussa“ til hjá sér. Einhver mun nú ef til vill segja — og vantar til þess fé — en það er ekki rétt. Eg gæti bent maður og Sigurður vélamaður. Árið 1939 lét hreppsnefndin byggja hér í Dráttarbrautinni 61 smálesta mótorbát, sem að smíði lokinni eða litlu fyr, var seldur þessum tveim ungu mönnum sem hér um ræðir. Þeir gáfu bátnum nafnið „Sigurfari“ og hafa gert hann hér út síðan. Var hann aflahæsti bátur- inn á vetrarvertíðinni 1943. Bergþór er formaður á bátnum en Sigurður véla- maður. tíjörn Ágústsson. Hann kaupir mb. Frigg af Árna Sig- urðssyni 1938 og gerir hann út þar til hann selur Oddi Hallbjarnarsyni í apr. 1942. Á því sama ári ræðst Björn í að láta byggja sér nýjan bát á ísafirði. Hann kom hingað 11. júlí síðastl. og er 51,53 smál. að stærð og hinn vand- aðasti. Honum hefur verið gefið nafnið Ásbjörn. Halldór og Jónmundur Guðmundssynir. Svo sem áður er sagt, kaupa þeir bræður Ölduna af Jóni Halldórssyni á árinu 1940, en selja hana aftur 1. maí 1942. Porv. Ellert Asmundsson. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskól- anum 1932, og var síðan form. á ýmsum bátum hér. Kaupir Ölduna af Halldóri og Jónmundi 1. maí 1942, á hana nú og hefur gert hana út síðan. Þorkell Guðmundsson o. fl. Þorkell er fæddur og uppalinn í Brynjudal. Haustið árið 1935 keypti hann í félagi við Magnús Gíslason og Jörgen Hansson m.b. Rán 16 tonn að stærð. Var Magnús formaður en Jörgen vélamaður. Eftir 2 ár eða svo keypti Þorkell af þeim bátinn og átti hann og gerði út einn í önnur 2 ár, en seldi hann þá til Keflavíkur. á mörg bláfátæk heimili og sárfátæk, þar sem ekki getur meiri þrifnað. Fyrr og síðar, og ekki síður nú, er vaknaður nokkur áhugi fyrir meiri þrifnaði og snyrtimennsku utan húss og innan en áður var. Er það gleðilegur vottúr, sem ýta ber undir og styrkja af fremsta megni, og það geta blöðin ekki sízt. Það er unun að koma á sveitaheim- ili, þar sem myndarbragur og snyrti- mennska helzt í hendur utan húss og innan. í þéttbýlinu (bæjunum) skapast mörg vanamdál, og þess fleiri sem fólkinu fjölgar. Þar er raunverulega um nýtt landnám að ræða með margvíslegum og ólíkum kröfum, sem kosta mikið fé og fyrirhöfn að leysa. Ef skynsamleg íhug- un og samtök geta komist að þeim til lausnar, á þetta að vera vel framkvæm- anlegt, og í sumum tilfellum hægara að levsa sameiginlega heldur en þar, sem hver verður að leysa sinn hnút út af fyrir sig. Þegar gengið er um þessa bæi og sjó- þorp sést því fljótt sem á einkaheimil- um, hvort þar búa sóðar eða snyrti- menn. Forráðamenn bæjanna verða að sjá um, að öll umgengni og umhirða bæjarins sé meira en sæmileg, og verða að láta íbúa bæjanna hafa hitann í hald- inu um þá sjálfsögðu skyldu að gera hreint fyrir sínum dyrum. Allskonar gróður er augnayndi fyrir utan það gagn, sem hann færir þeim, sem yrkja. Allir ættu þess vegna, hvar sem er, af fremsta megni að gera til- raun til þess að láta tvö strá vaxa, þar sem eitt óx áður. Þeir, sem komið hafa til útlánda minnast lengi trjálundanna fögru í borgum og bæjum. Hér á landi er nú í- nokkrum bæjum farið að leggja allmikla rækt við trjágarða og blóma- rækt. Er það vel og fer vonandi ört vaxandi. Það eykur yndi og ánægju og skapar trausta og haldgóða menningu, þeim, er við það fást og eiga þess kost að búa við slíkt umhverfi. Akureyri var fyrsti fyrirmyndarbær á þessu sviði. Smátt og smátt komu aðr- ir á eftir. Eitt hið snilldarlegasta og eft- irbreytnisverðasta fordæmi á þessu sviði hefur verið framkvæmt af fá- mennu félagi í Hafnarfirði með stuðn- ipgi og velvilja bæjarbúa, sem sjá og meta að verðleikum þá fórnfýsi og elju þeirra ágætu manna, sem hafa skapað og viðhaldið hinu yndislega Hellisgerði. Hvers virði er ekki bæjum að eiga slík- an „gimstein“?, Því miður er hér erfitt um trjá- og blómarækt, en mikið má ef vill, og við skulum aldrei segja aldrei. Af margfaldri reynslu er þetta erfitt hér niður á Skaga — þó ef til vill ekki ómögulegt —. En hér í nágrenninu ætti að vera mögulegt að rækta sameigin- legan skrúðgarð allra bæjarbúa. Það má ekki dragast og verður að gera í því meira átak hér eftir en hingað til. Sig- ursælasta og þroskavænlegasta leiðin í þessu máli er að félagssamtök með stuðningi bæjarbúa leysi það. Starfandi menningarfélög í hverri sveit og bæ eiga að leysa af 'hendi því lík verkefni. Það eykur þeim félagslega ásmegin, félagsmönnum þroska, yndi og ánægju, þar sem þeir finna, að þeir eru að sá, ekki einasta fyrir sig, heldur bæ sinn og börn, þar sem þau í þessum efn- um vísa veginn í langri framtíð. Hér er nú til skógræktarfélag, nýlega stofnað. Eg vil að endingu eindregið benda öðrum félögum hér og góðum mönnum, að taka saman höndum við skógræktarfélagið um að hefja varan- lega sókn í þessu máli, ná þar fótfestu og láta engan her eða mannlegan kraft hrekja sig þaðan á brott. Ó. B. B. - ÚR BÓKUM OG BLÖÐUM - Nýju kafbátarnir.. Svo er sagt, að Þjóðverjar hafi það í hyggju að halda því, sem þeir hafa, en það er mestur hluti Norðurálfunnar, láta sér hægt með árásir á landi, en efla kafbátahernaðinn allt hvað af tek- ur. Búast þeir við, að Bandamönnum verði erfið sóknin er til lengdar lætur. Nýju kafbátarnir eru nú orðnir all- stór skip og ferðmikil. Skipsvélarnar eru af nýrri gerð (Dieselvélar), aflmeiri en nokkru sinni fyrr, og eru þó miklu fyrirferðarminni. Svo sterkur er skips- skrokkurinn, að skipið getur kafað 600 fet, en á því dýpi ná djúpsprengjur ekki til þess. Fallbyssunum á þilfarinu má skjóta inn í skipið, meðan kafað er, en óðar en báturinn kemur upp úr sjó eru þær þó til taks. Nú herja kafbátarnir alla jafna í hóp- um og oft eru 12 eða fleiri saman, svo að það er ekki að undra, þótt ofansjáv- arskip eigi erfitt undankomu, er slíkir vargar elta þau sólarhringum saman. Enginn veit með vissu, hve marga kaf- báta Þjóðverjar smíða á ári, en eftir á- ætlun Jodls, herforingja, eiga þeir ekki að vera færri en 250. Er þá viðbúið, að lokið verði við einn bát á dag áður lang- ir tímar líða. Froðugler. í Bandaríkjunum búa menn nú til svo nefnt „froðugler“. Það er lauflétt en þó sterkt, smáholótt eins og svampur, flýt- ur eins og kork og einangrar ágætlega gegn kulda. Það má saga það og bora með venjulegum tólum. Úr gleri þessu er m. a. gerðir veggjasteinar, og má vel vera, að hér sé nýtt byggingarefni á íerðinni. Um verð er ekki kunnugt. Gler þetta er gert á þann hátt, að hreinsuðu koladuftj er blandað saman við glerið. Þegar glerið er að bráðna, breytast kolaagnirnar í loft og fyllist þá glerið af smábólum. /

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.