Akranes - 01.03.1945, Síða 4
28
AKRANES
HOLLUSTUHÆTTIR
í 9. tbl. f. á. var í kaflanum ,.Heiina og heiman“ lítillega
minnst á blaðadeilur hinna lærðu manna um hollan eða
óhollan mat. Skrif þeirra og skoðanir margra um þetta
efni fer nú að nálgast moldviðri. Af þessu tilefni bað ég
dr. Árna Árnason héraðslækni að skrifa hér í blaðið við
og við stuttorða kafla um almenna hollustuhætti, sérstak-
lega mataræði. Það er hin mesta nauðsyn að slík mál séu
skýrð öfgalaust frá báðum hliðum, eftir því sem vísindi
og löng reynzla gefur tilefni til, en ekki bornar á borð ein-
strengingslegar öfgar. Þarf ekki að efa að þessar greinar
verða öfgalausar leiðbeiningar um það sem fólki er nauð-
syn að vita skil á í þessum efnum.
Ritstj.
Því verður ekki neitað, að vér lifum á hinni mestu fram-
faraöld, sem sögur fara af. Að vísu hafa framfarirnar ekki
verið jafn stórstígar á öllum sviðum, og á sumum sviðum
mannlífsins hafa þær orðið æði litlar. En það er annað mál
og verður ekki rakið hér. Framfarirnar hafa orðið undraverð-
ar á mörgum sviðum. Þekkingunni fleygir fram á efnisheim-
inum og kunnáttu og tækni, svo að furðu sætir. Meðal þeirr-
ar þekkingar, sem stórum hefur aukizt á síðustu áratugum,
er þekking á eðli og starfsemi mannlegs líkama, og menn
hafa þá líka fundið ýms ráð til þess að vernda heilsuna, lækna
sjúkdóma og bæta líðan manna í heild sinni. Það hafa nú
fundizt dýrmæt lyf gegn ýmsum þeim sjúkdómum, sem áður
voru óviðráðanlegir, og kannast nú flestallir við sulfa-lyfin
og hafa heyrt Penicillin nefnt. En í þessu sambandi er rétt að
skjóta inn einu atriði, til umhugsunar. Almenningur þekkir
nú orðið nýju lyfin, t. d. sulfa-lyfin. Þau fást í lyfjabúðinni.
Það þarf ekki annað en biðja um þau, þá eru þau til reiðu.
Þetta verður brátt hversdagslegur hlutur. Mönnum finnst
þá ekki meira til um það, en að fá kjöt og smjör og aðrar al-
a. m. k. ekkert um það dæmt. Þeim mönnum, sem þá mennt-
un hafa, að geta lesið enska tungu, er það vorkunnarlaust að
afla sér nokkurrar þekkingar á heimspólitík og alþjóðlegri
samtíðarsögu, því gnægð bóka er úr að velja og flestar eru
þær ódýrar. Svo er t. d. um eina hina beztu bók, sem rituð
hefur verið um Versalasamninginn, The Treaty of Versailles,
eftir próf. T. E. Jessop, að hún kostar einar 9 krónur. Önnur
stórmerk bók, en talsvert dýrari, er Europe and the German
Question, eftir próf. F. W. Foerster. Höfundurinn er nafntog-
aður þýzkur lærdómsmaður, og eðlilega sér hann hlutina af
sjónarhól þýzks ættjarðarvinar, en bókin er engu miður at-
hyglisverð fyrir það. Kirkjan hans Gríms er með þeim hætti,
að „engum er þaðan útskúfað elski hann sannleikann.11 Um
þjóðernið skiftir þá ekki máli. Það er vafalaust einkum okk-
ar fyrirlitlegu íslenzku blaðamensku að kenna að íslenzka
þjóðin virðist farin að trúa því, að sá einn geti sagt rétt frá
deilumálum, sem stendur utan við þau. Svo er þó vitaskuld
ekki. Á hverju sem gekk, gat Jón Sigurðsson fellt óhaggan-
lega dóma um deilumál íslendinga og Dana, enda þótt sjálf-
ur væri hann í broddi fylkingar. Svo var einnig um marga
fleiri þeirra er deildu. Þá er það og hinn herfilegasti mis-
skilningur að borgurum og blöðum í hlutlausu landi sæmi
ekki að taka hreina afstöðu í hinni miklu deilu, sem nú er
verið að láta vopnin útkljá. Það er þvert á móti engum dug-
andi manni sæmandi að vera þar hlutlaus, og það getur meira
að segja enginn dugandi maður verið. Hér eigast við tvær
gerólíkar lífsstefnur, og það er ósegjanlegur andlegur og sið-
ferðislegur vesaldómur, sem ekki getur gert, eða ekki vill
gera, upp á milli þeirra. Einarður maður gerir það og dregur
enga dul á skoðun sína, samúð og andúð.
gengar nauðsynjar, og margir-spyrja sjálfa sig, hvers vegna
þessi lyf hafi ekki verið til og fengizt fyrir löngu. En það er
vert að gjöra sér ljóst, að lungnabólgutöflurnar, til dæmis,
eru engir hversdagslegir hlutir. Þær eru dýrgripir, ekki síð-
ur en gull og gimsteinar og eru dýru verði keyptar. Þær hafa
kostað fyrirhöfn og þrotlaust starf, ekki tuga, heldur hundr-
aða vísindamanna, og það árum saman. Og sama, eða líku
máli gegnir um allar framfarir vorra ára. Þær eru ekki happ-
drætti né fundið fé, heldur hafa þær kostað vinnu, áreynslu
og baráttu hundraða og þúsunda ósérhlífinna áhugamanna,
dag eftir dag og ár eftir ár. Það er ekki ástæðulaust að minna
á þetta, þegar litið er á hið fávíslega skraf, og enda skrif, um
þessi efni. Vér getum að líta greinar í blöðum, þar sem ís-
lenzkum vísindamönnum er legið á hálsi fyrir að finna ekki
í skjótri svipan lyf við búfjársjúkdómum, sem upp koma, þar
sem þeir þó hafi rannsóknarstofu. Fátt lýsir betur en þetta
ókunnugleik og skilningsleysi þorra manna á vísindalegri
starfsemi og afrekum.
Þetta var um lyfin. En þau eru ekki aðalatriði í þessu sam-
bandi, heldur hitt, að menn hafa nú aukið mjög þekkingu
sína á mörgum og margvíslegum hollustuháttum. Það hafa
fundizt ráð til þess að bæta lifnaðarhættina og halda heils-
unni, minnka ungbarnadauða og ala upp hrausta og heil-
brigða kynslóð. Þessi þekking nær inn á mörg svið daglegs
lífs. Hún miðar að umbótum í húsakynnum og klæðnaði,
mataræði, hreinlæti utan húss og innan, hollustuháttum við
iðnað, á vinnustöðvum og í skólum, alls konar þjálfun lík-
amans, varnir gegn sóttum og útrýming snýkjudýra og ann-
ara skaðsemdardýra. Þessi þekking öll er fólgin í þeirri
fræðigrein, sem einu nafni er nefnd heilsufræði. En þrátt fyr-
ir allar framfarir er það þó svo, að þekking á þessum hlutum
er alls ekki fullkomin í öllum greinum. Það er ýmislegt, sem
ekki er fullrannsakað og ekki fengnar óyggjandi niðurstöður.
Mannslíkaminn er flóknari en vélarnar og starfsemi hans að
mörgu leyti ókunn ennþá. Einnig er þess að gæta, að í mörg-
um greinum á hvað við á sínum stað. Svo að nefnt sé dæmi,
þá er það alls ekki enn rannsakað til hlítar, hvaða bygging-
arefni hentar bezt hér á landi, hvernig gjöra skal húsin sem
traustust og hlýjust, en jafnframt sem ódýrust.
Þessi óvissa og ágreiningur á þó enn frekar við um matar-
æðið. Það mun flestum kunnugt, því að hér á landi hafa ekki
aðeins verið skiptar skoðanir um þau efni, eins og annars
staðar, heldur hafa jafnvel orðið harðvítugar deilur um mat-
aræðið, á opinberum vettvangi. En slíkar deilur eru til þess
fallnar, að auka á óvissu fólksins, veikja trú þess á gildi
þeirrar þekkingar, sem þegar er fengin og rugla menn í rím-
inu. í þessu þjóðmáli, sem öðrum fremur mætti nefna matar-
pólitík, eru tvær stefnur. Fylgjendur annarar stefnunnar
leggja alla aðaláherzluna á jurtafæðu og mjólk, en vilja
draga sem mest úr dýrafæðunni og helzt nema kjöt og fisk
burt úr mataræðinu, ef þess væri kostur. Náttúrulækninga-
félag íslands er helzti fulltrúi þessarar stefnu hér á landi.
Þessir menn vilja einnig mjög ákveðið koma í veg fyrir
neyzlu hvítasykurs, hvíta hveitisins og póleraðra eða hýddra
hrísgrjóna, þar sem þessar matartegundir séu bætiefnalausar
og skaðlegar. Hins vegar eru svo þeir, sem ekki vilja ganga
svo langt í breytingum á mataræðinu. Þeir vita það, sem
rannsóknir hafa leitt í ljós, að hvítasykur, hvítt hveiti og
hýdd hrísgrjón eru bætiefnasnauð, en þeir vilja ekki kann-
ast við, að þau séu skaðleg eða hættuleg að öðru leyti. Þeir
vita einnig og viðurkenna, að jurtafæða er holl og góð, og að
vér íslendingar ættum að nota hana meir en almennt gerist.
En þeir vilja ekki meta dýrafæðuna lítils, ekki fordæma hana
né ganga fram hjá henni. Þeim þykir andstæðingarnir ganga
of langt í áróðrinum, og að þar gæti ofstæki og enda blekk-
Sn. J.