Akranes - 01.03.1945, Síða 16
40
AKRANES
ur maður tók nú við Fanny, L. Svendsen að nafni.1) Sig-
urður Símonarson taldist stýrimaður eins og áður, en mun
raunar hafa stjórnað öllu er að veiðunum sjálfum laut.
Árið 1872 voru hinir sömu yfirmenn á Fanny og árið áð-
ur, Svendsen skipstjóri og Sigurður stýrimaður. Virðist
Fanny hafa gengið mjög vel á hákarlaveiðunum. Skýrir
Þjóðólfur frá því hinn 20. apríl um vorið, að Fanny sé „þeg-
ar búin að fá vel 103 tunnur lifrar. Aftur hafði Dyreborg
gengið ólíkt miður. Þetta var hennar fyrsta lega, og hafði
eigi nema 5 tunnur lifrar.“
Það má ætla, að Geir og félagar hans hafi verið ánægðir
með reikninga skips síns haustið 1872. Nú höfðu þeir hlotið
sönnun þess, að þilskipaútgerð frá Reykjavík gat borgað
sig. Þeim hafði ekki glapizt sýn, er þeir lögðu út í þetta
ævintýri. Skúturnar voru án efa skip framtíðarinnar, og
opnu kænurnar hlutu að þoka að meira eða minna leyti-
fyrir þeim. Tóku nú eigendur Fannyjar þá ákvörðun, að
bæta við öðru skipi fyrir næstu vertíð. Kærðu þeir sig
ekkert um aflóga hró, en vildu helzt spónnýja skútu. Fyr-
ir atbeina W. Fischers kaupmanns, tókst þeim að klófesta
nýsmíðað skip í Danmörku, og var stærð þess mæld 27,38
lestir. Skipi þessu sigldi til landsins L. Svendsen, hinn
sami og stjórnað hafði Fanny tvö næstu árin á undan. Var
það hinn 25. marz 1873, sem skútan kom til Reykjavíkur.2 3)
Þetta var tvísiglt skip með skonnortulagi. Hlaut það nafn-
ið Reykjavíkin.
Svo er frá skýrt í blöðum, sem geta um skipkomu þessa,
að Reykjavíkin hafi „kostað 2900 ríkisdali, en ýmislegt
vantaði til seglbúnaðar og annarra áhalda og útgerðar, er
kaupa varð að auki.“
Þá var nú svo komið, að Fanny hafði fætt af sér annað
skip, miklum mun stærra. Ennfremur mun fordæmi henn-
ar hafa átt þátt í því, að nú tóku fleiri að hyggja til þil-
skipaútgerðar frá Reykjavík. Gengu fjórar skútur til há-
karlaveiða þaðan sumarið 1873, Fanny, Reykjavíkin, Dyre-
borg og ein til, sem ekki hefur fundizt nafngreind. Þá tók
og að vaxa mjög áhugi Suðurnesjamanna á þilskipaútgerð,
þótt erfið hafnarskilyrði væru þar þrándur í götu. Þetta
ár munu hafa verið smíðaðir þrír þiljubátar suður með sjó.
Næstu árin fjölgaði skútum við Faxaflóa nokkuð, þótt ekki
væri aukningin ör. Margvíslegir fordómar áttu þátt í því
að tefja þróunina. Hefur Markús Bjarnason lýst glögglega
tregðu manna og tómlæti gagnvart þilskipunum, fyrst er
þau komu til Reykjavikur. Kemst hann þannig að orði, er
hann lítur til baka og minnist fyrstu ára Fannyjar og
Reykjavíkinnar.3) „Það var þá og álit almennings, að það
1) Þjóðólfur, 23. árg. 25. maí J871.
2) Þjóðólfur 25. árg. bls. 85.
3) Dagskrá I. árg. bls. 205—206.
Doktorshúsið og til hægri fyrsti
Sjómannaskólinn. Fólkið á mynd-
inni er Markús skólastjóri Bjarna-
son, fjölskylda hans o. fl.
gerði ekkert til hve miklir amlóðar væru á þilskipum, og
það var líka seilst eftir því að koma þeim á þilskip, sem
varla þóttu hlutgengir á bátum. Var það almennt viðkvæði,
að þeir væru „rækalli góðir skútumenn“, sem voru liðlétt-
astir.
Menn horfðu, yfir höfuð að tala, ákaflega langt niður
fyrir sig á þilskipin í þá daga. Það var nærri frágangssök
að fá íermdan ungling fyrir matsvein. Það þótti hin mesta
hneisa að vera kailaður „kokkur á fiskijakt“. Þeir urðu þó
auðvitað beztu sjómennirnir sem lærðu ungir; þeir ólust
upp við aga og lærðu undirstöðuatriðin fyrir sjómennsku,
en þeir, sem voru uppkomnir þegar þeir byrjuðu, þoldu
engar skipanir, þekktu ekkert til aga og voru þrjózkir, og
ef það kom fyrir, að skipstjóri ávítaði þá fyrir einhverja
yfirsjón, urðu þeir reiðir og þutu í land frá skipinu við
fyrsta tækifæri.“
Þótt við svo ramman reip væri að draga, sem nú var
lýst, skaðaði það ekki útgerð Geirs Zoega og félaga hans
í svo ríkum mæli, að stórtjón hlytist af. Mun þar hafa
miklu ráðið forsjálni þeirra eigendanna, og lagni við að
afla nýtra manna til skipstjórnar. Fyrstu vertíð Reykja-
víkurinnar stýrði henni sá hinn danski maður, sem hafði
komið með hana til landsins. Hann var ekki með öllu ó-
vanur veiðum hér, hafði stjórnað Fanny tvö árin næstu á
undan, eins og fyrr getur. Stýrimaðurinn þetta sumar mun
einnig hafa verið danskur.
Ekki var það þó nema ráðstöfun til bráðabyrgða, að láta
útlenda menn stýra skútunni. Það var þeim Geir ljóst orð-
ið, að vel menntir, íslenzkir skipstjórnarmenn, voru fyrir
allra hluta sakir bezt til þess fallnir að stjórna fiskiskipum
hér við land. Með þetta í huga hafði Geir komið að máli
við ungan og efnilegan sjómann, Markús Fr. Bjarnason að
nafni, og hvatt hann til náms í stýrimannafræði. Markús
var bróðursour Sigurðar Símonarsonar og hafði verið há-
seti á Fanny. Hann var bráðvel gefinn og mjög námfús.
Æskti hann því einskis frekar en að auka þekkingu sína.
Gerðist nú það, sem fyrir löngu er landfrægt orðið, að Geir
Zoega fór til guðfræðingsins Eiríks Briem, er þá var skrif-
ari biskups, og bað hann að kenna Markúsi stýrmanna-
fræði. Mun þetta hafa verið í ársbyrjun 1872. Ekki getur
þess, hvort Eiríkur var fús eða tregur til að verða við
beiðninni, en hitt er víst, að hann lét til leiðast. Hóf Markús
námið þegar í janúarmánuði 1872, en hafði ekki tök á að
sækja það nema um tveggja mánaða skeið að því sinni.
Næsta haust tók hann til óspilltra málanna og sóttist nám-
ið bæði fljótt og vel, enda fór saman skörp greind og mik-
il kappgirni nemandans, og hæfni kennarans. í marzmán-
uði 1873 hvarf Markús til annarra starfa. Skyldi hann vera
stýrimaður hjá Sigurði frænda sínum á Fanny, er nú tók
að fullu við stjórn skipsins.