Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 26
að fara að drekka kaffi, kom frúin og bað mig að fara inn til
Wallace, því að hann væri að gráta. Ég fór inn til hans og fékk
að vita, að hann væri að gráta af því að ég hefði ekki skírt hann
líka. Ég reyndi að útskíra fyrir honum, að ekki mætti skíra upp
aftur. En hann sagði: „Nú átt þú meira í bræðrunum en mér.“
Svo sannfærði ég hann um að ég ætti enn meira í honum, þar eð
við hefðum orðið vinir áður en ég hefði séð bræður hans, og
þannig skyldi hann líta á mig. Þetta huggaði hann og við héldum
svo áfram að vera beztu vinir.
Það var mér líka til mikillar gleði að heimsækja þar í borg
mjög góðan vin frá Akranesi. Það var um aldamótin að við
kynntumst niður á bryggju eina fagra vornótt, er hann var að
bíða eftir bát að komast út í skútuna sína. hann var sjómaður,
ungur og glæsilegur. Eftir það varð góð vinátta okkar á milli.
Hann var fyrsti vinur min frá Akranesi. Nokkrum árum seina
fór hann til Ameríku. Eg hitti hann svo aftur í Minneapolis og
var hann búsettur þar og kvæntur. Þetta var Einar Ólafsson
og er nú kaupmaður á Akranesi. Ég á ágætar minningar frá
mörgum ánægjulegum stundum á heimili þeirra lijóna. —
Þá er mér næsta hugarljúf minning frá vetrinum 1916. Ég
hafði ferðast til höfuðborgarinnai og dvaldi þar vikutíma á Föst-
unni. Það vakti athygli mína að þar höfðu nær allar kirkjurnar
sameinað sig um kirkjulegt starf á föstutímanum. Það voru á
hverjum degi haldnar stuttar iöstuguðsþjónustur í öllum leik-
húsum og samkomusölum bæjarins. Það var lesinn upp fram-
haldandi kaflar úr píningarsögu Jesú Krists og lagt út af þeim.
Þessar Guðsþjónustustundir tóku ekki lengri tíma en 30—40
mínútur. Leikhús og salir höfðu verið lánuð endurgjaldslaust.
Menn af götunni í miðdegisfríi sínu fóru þar inn og mér var
sagt, að samkomurnar væru afar vel sóttar. Ég fór svo eitt sinn
inn í stærstu Bíóhöllina þar, til þess að vera við eina slíka sam-
komu. Það var fullskipað af fólki. Margt af karlmönnunum
voru þar í vinnufötum sínum. Biskup úr Biskupakirkjunni talaði
þar. Ég sá þar marga presta sem auðþekktir voru af presta-
frakkanum. Það var sunginn stuttur sálmur og predikaði
biskupinn skörulega út frá „Jesú fyrir hinu mikla ráði.“ Meðan
fólk var að fara út, var ég ávarpaður af einum prestanna. Ég var
í prestafrakka. Er hann fékk að vita að ég væri íslenzkur prestur
frá Islandi, bað hann mig að koma og heilsa biskupnum. Hann
tók mér mjög ljúfmannlega og bauð mér að koma með sér og
prestinum sínum til hádegissnæðings (Lunch). Það voru eitt-
hvað 12 prestar í förinni. Það var mér mikil ánægja að vera
með þeim og þeir voru mér svo ljúfir og ég varð að segja
þeim frá Islandi. Þetta voru mín einu kynni af Biskupakirkjunni,
og urðu mér að góðri endurminningu. Annars komst ég ekki í
kynni við aðrar kirkjudeilir, nema hvað ég fór einn sunnudags-
morgun í hina veglegu kaþólsku dómkirkju í St. Paul. Það var
hámessa og þar predikaði erkibiskup Ireland, sem ég hef áður
getið um. Það var nú maður, sem vert var að hlusta á. Hann
talaði stutt, en það var þrungið af krafti og mildi. — Þegar
hann hélt fyrirlesturinn í Minneota, sem fyrr er um getið, hafði
hann boðið mér að heimsækja sig ef ég kæmi til Minneapolis.
Ég hafði ekki gjört það, en svo gjörði ég alvöru úr því og heim-
sótti hann síðasta sinnið, sem ég kom til borgarinnar. Hann bjó
yfir í St. Paul. Hann tók mér afar ljúfmannlega, spurði mig um
margt frá Islandi og um kaþólsku kirkjuna þar. Eftir alllangt
samtal kvaddi hann mig með blessun sinni. Ég hef lesið eina
fallega bók, sem hann skrifað.
Það er merkilegt eftir öll þessi ár, að það koma alltaf fleiri og
fleiri minningar fram meðan ég er að skrifa þetta, en því miður
verð ég að hlaupa yfir svo margar, af því að þetta yrði svo langt
mál. Ég má þó til að geta eins heimilis, þar sem mér fannst svo
gott að vera. Það var hjá verksmiðjueiganda Eirík Thorsteinsson,
göfugum manni og vel að sér. Það var hið ágætasta heimili og
dvaldi ég þar stundum dögum saman. Son áttu þau einn, sem
mér varð mjög hjartfólginn. Hann hét Erland. Ég held að ég
stafi nafnið rétt. Hann var gáfaður piltur og skýr. Mig minnir
að það væri i þessari síðustu dvöl minni í Minneapolis sem við
fórum í eitt af stærstu Bíóhöllum þar í bæ. Þar var sýnd mynd
sem ég aldrei gleymi. Hún var alveg stórkostleg. Hún hét
„Civilisation," og var leikin um öll Bandaríkin. Hún átti að sýna
ógnir striðsins og átti að vera til þess að vinna á móti því, að
Bandaríkin sögðust út i heimsstyrjöldina. Fyrst var sýnt blessun
og sæld friðarins í átakanlega fögrum sýningum og er stríðið
skall á voru sýndar ógnir styrjaldarinnar og vansæld þá, sem
hún leiddi yfir land og þjóð, þar sem valdafíkn og herfrægð
ginntu konunginn út í stríðið. Hún var öll stíluð auðsjáanlega
gegn Vilhjálmi keisara Þýzkalands. Hún endaði með þvi hvernig
hinn herskái konungur um siðir varð svo þreyttur að hann varð
að semja frið, og gjörði það fyrst eftir að hann á sýn hafði verið
leiddur um alla vígvellina og fengið að sjá þær skelfingar, er
hann hafði leitt yfir hinn kröftuga æskulýð þjóðar sinnar, og
eymdina, er það hafði leitt af sér fyrir heimili fjærveranda og
fallinna eiginmanna og sona. Honum var einnig í sýninni sett
fyrir sjónir örlög hans sjálfs, þar sem hann ætti í hættu að nafn
hans yrði afmáð úr lífsins bók á himni. Og við hverja ógn sem
hann sá hljómuðu orðin í sálu hans: „Hefur þú hugleitt þetta?"
og svo fór að hann undirskrifaði friðarskilmálana.
Mér þótti myndin átakanleg en samt sem áður kveikti hún í
mér löngun eftir að fara til vígstöðvanna og vera með i ógnum
og ævintýrum styrjaldarinnar. Það greip mig löngun að hætta
við að fara heim og koma mér inn í tölu þeirra mörgu fram-
kvæmdarstjóra, sem KFUM í Kanada sendu til vígvallanna til
þess að reka andlegt starf meðal hermannanna. Ég vissi að það
væri tækifæri fyrir skandinaviskan prest að fara og vinna að heill-
um hermannanna á vígstöðvunum í Frakklandi. Þar voru tjöld og
hraðbyrgi bak við herlinuna. Þar voru haldnar samkomur, þar
voru skrifstofur og lestrarstofur, þar sem hermenn i frítimum
gátu komið, lesið bækur og skrifað sín bréf og fengið leiðbein-
ingar í mörgu. Þessi starfsemi varð fræg fyrir hjálp þá og bless-
un, sem þeir veittu hermönnunum.
Ég brann af löngun eftir þessu starfi, en gunguskapur og aðrar
orsakir urðu til þess að ekkert varð úr því.
Timi minn í Minneapolis leið nú fljótt. Ég hélt eina messu
fyrir Islendinga í Prebyterakirkjunni, kvaddi svo vini mína og
lagði af stað til Chigago. Ég hlakkaði mjög til að dvelja þar svo
sem viku tíma. Ég var á ferðalagi alla nóttina og kom kl. 7 um
morguninn, þriðjudag þ. 21. september Ég skildi dót mitt eftir á
járnbrautarstöðinni og gekk svo út í bæinn. Ég gekk lengi án þess
að gæta að götunöfnum, eða stefnu, bara til þess að villast, það
er svo óstjórnlega gaman að villast í stórborg. Ég gekk til hægri
eða vinstri og vissi ekkert hvert ég fór. Ég virti fyrir mér mann-
mergðina og umferðina á gangstéttum, á ökubrautum og loft-
sporvagninum. Það var glaða sólskin og mjög heitt. Svo rakst ég
á feiknastórt svæði og á þvi miðju sá ég stóra byggingu, kross-
lagaða með turni og stórum hjálmi þar sem fjórar álmumar
mættust. Ég gekk í kringum þetta stórkostlega hús og komst að
því að þetta var pósthúsið. Ut frá hinu stóra svæði gengu götur í
allar áttimar fjórar. Ég hugsaði með mér að hér væri gott að
búa, því þá yrði maður aldrei í vandræðum að finna staðinn
eftir leiðbeiningu pósthússturnsins. Ég ráðfærði mig við lögreglu-
þjón, hvort ekki væru góð og ekki mjög dýr hótel þar í nánd.
Hann vísaði mér á eitt og mælti fram með því. Það stóð gegnt
suðurálmun pósthússins. Ég fór svo þangað og leizt mjög vel á
það og fékk mér þar ágætt herbergi, sem kostaði 2 dollara um
sólarhringinn. Svo fékk ég þar vagn og sótti farangur minn í
geymsluna á járnbrautarstöðinni. Svo ræsti ég mig eftir nætur-
ferðalagið og át þar hádegisverð. Fólkið var mjög kurteist og við-
kunnanlegt. Ég fékk mér símaskrá og með hjálp eins þjónsins
fann ég í hvaða götu verksmiðjur Hjartar Thordarsonar voru.
Ég hafði meðmæli til hans frá Þórði lækni í Minneota, bróður
hans. Er ég svo hafði borðað gekk ég út að leita hann uppi. Ég
134
AKRANES