Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 23
tíð allra. — Alltaf varð borðaður sami
maturinn á aðfangadagskvöldið; steiktar
rjúpur og hrisgrjónagrautur með rúsínum.
Svo var drukkið súkkulaði seinna um
kvöldið, en á jóladaginn var maturinn
kalt hangikjöt og rauðgrautur. — 1 þann
rauðgraut var hvorki notaður ávaxtalitur,
essensar eða annað „gums“ eins og nú
tíðkast. Hann var búinn til úr virkilegum
kirsuberjum, sem þá fengust þurkuð í
búðunum. Berin voru stautuð í mortéli og
síðan soðin, en hratið sigtað frá og úr seið-
inu var grauturinn búinn til. 1 hann voru
látnar heitar möndlur og út á hann hafður
rjómi. —- Þetta var ósvikinn matur, enda
fólkið ekki þá orðið eins menntað og nú
og kunnu því ekki matarsvik. Ég var oft
látinn stauta kirsuber í eldhúsinu heima
þegar ég var drengur, og þvi get ég lýst
þessari grautargerð svona vel. — Rauð-
grauturinn hjá okkur í Hólminum var
annar varningur en sykurleðjan rauða,
sem kölluð er ýmist grautur eða súpa og
nú er borin fram á opinberum veitinga-
húsum hér á landi, að ég ekki tali um ís-
gumsið, sem flestum þykir svo gaman að
sulla í sig til hátiðarbrigða!
Þegar búið var að borða, var kveikt á
jólatrénu, sem ávallt var haft í stóru gesta-
bergi við hliðina á borðstofunni og komu
þá mörg nágrannabörn til þess að taka
þátt í gleði okkar og gjöra okkur hana enn
meiri. — Jólatréð var heimatilbúið. Það
var úr tré með álmum, og hafði hagleiks-
maðurinn, Sveinn Jónsson snikkari, bróðir
Björns ráðherra, smíðað það. — Það var
notað ár eftir ár, og var meir en mann-
hæð. — Á hverju ári var það klætt skrúð-
grænum einihríslum og sortulyngi. —
Bræðurnir á Svelgsá, Guðbrandur hrepp-
stjóri, sem þar býr enn, og Sigurður hús-
gagnasali vestur í Klettafjöllum, rifu fyrir
okkur einihríslur á jólatréð fyrir jólin. —
Tréð var skreytt kertum og skrauti úr
pappír, annað var ekki til þá nema loga-
gilt stjrna úr pappa, sem var í toppi trés-
ins. — Hún táknaði stjörnuna í austri,
sem lýsir mönnunum enn í dag.
Jólin voru hátíð ljósanna, og það eru
þau enn. — Okkur þótti dýrðleg sjón, þeg-
ar dyrnar á gestaherberginu í gamla kaup-
naannshúsinu opnuðust á aðfangadags-
kvöldið, og við augum okkar blasti jóla-
tréð, alsett ljósum og skrauti. Við döns-
uðum kringum það og lékum okkur, og
tóku þeir fullorðnu þátt í þeirri gleði,
einkum faðir okkar, sem naut sín svo vel
nieðal barnanna. — Hann átti svo hægt
með að hlæja með þeim, en lika gat hann
tekið þátt í sorg þeirra og grátið með þeim,
ef svo bar undir. — Hann var svo næmur
fyrir áhrifum frá saklausum barnssálum.
Hann var alltaf barn í aðra röndina, en
hins vegar karlmannlegastur allra karl-
manna.
Allir fengu sömu jólagjöfina af trénu,
akranes
en hún var ekki verðmikil. Það var aðeins
smáriðin karfa úr tvilitum pappír, fyllt
með brjóstsykri, piparkökum og rúsínum.
— Það var enginn rauður hundraðkróna
seðill í botninum á þessum körfum, eins
og nú er farið að tiðkast, en þeim fylgdi
einlægvu- hlýhugur góðra manna og hann
var reiknaður til verðmætis í gamla daga.
— Og nýlega hitti ég einn gamlan vin
minn, af tilviljun, í strætisvagni í Reykja-
vík; sem enn átti óútkulnaðar glæður
endurminninganna um ánægjulegar
stundir á aðfangadagskvöld jóla, fyrir 50
árum, á gamla kaupmannsheimilinu í
Stykkishólmi. — Svona getur þetta enzt
lengi. —
Á aðfangadagskvöldið komu fáir eða
engir gestir til okkar, nema börnin. Það
var farið snemma að hátta, en á Jóladag-
inn fóru allir í kirkju. Þá hafði maturinn
verið tilbúinn áður, og þess vegna gátu
stúlkurnar okkar farið lika. — Jóladagana
alla var mikið um boð hjá foreldrum mín-
um og vinum þeirra. —- Það var spilað
mikið og borðað mikið af góðum mat, og
höfð góð vin með, en alt i mesta hófi. —
Húsið okkar var stórt og heimilið rík-
mannlegt á þeirra tíma mælikvarða, þó
að heimili ríkra manna nú, „slái það út“.
— Teppin og stólarnir voru ekkert dýrir,
og eiginlega var það ekki mikið af verð-
mætum munum, en einhvern veginn var
nú blærinn á stofunum og andrúmsloft-
ið, sem var yfir heimilinu, þannig, að
öllum leið þar vel og litu svo á, að það
væri eitthvert öryggi í því, að eiga þar at-
hvarf. Þar var eindrægni og samúð meðal
allra, húsbónda og hjúa, fullorðinna og
barna, og kom þetta ekki sízt fram á hátíð
kærleikans, — jólunum sjálfum. Ég hefi
oft á lífsleiðinni verið forsjóninni þakklát-
ur fyrir það, að hafa lofað mér að alast upp
fyrir það, að hafa lofað mér að alast upp
í þessu umhverfi. —
í húsinu voru tvær aðalstofur, sem þá
voru kallaðir salir. Það var stássstofan
og borðstofan. Þær voru sitt á hvorri hæð,
sú fyrri niðri, þvert yfir húsið að sunnan-
verðu, og borðstofan uppi og var kölluð
norðursalur. — Gestunum var alltaf boðið
inn í stóru stofuna niðri, en uppi var mat-
ast og veittar góðgerðir. — Kaffið eftir
máltíðirnar, var ávallt drukkið niðri; Þar
voru sætin þægilegri og umhverfið vist-
legra. — Það var ekkert hátt til loftsins
í stofunum og í loftunum voru bitar, en
þetta setti vissan blæ á umhverfið og hús-
gögnin, sem var í einkennilegu samræmi
hvað við annað, þó að allt væri í rauninni
ósamstætt og týnt saman úr mörgum bú-
um og sitt úr hvorri áttinni. — Skattholið
úr búi afa míns í Höfn, ásamt könnunum
með silfurlokunum, sem á þvi stóðu. —
Dragkistan úr búi Árna gamla Thorla-
cius. Hornskápurinn með kúftu hurðinni,
var fluttur utan úr Ólafsvík o. s. frv.
Mér er minnisstæður blærinn, sem
var yfir öllu þegar búið var að búa heim-
ilið undir móttöku gesta til kvöldboðs i
jólavikunni. — Allt var fágað og hreint,
hlítt og bjart, Allir voru komnir í beztu
fötin. Maturinn tilbúinn; búið að setja
vínið í gömlu kristallflöskurnar og ilja
það lítið eitt. — Á borðið var búið að
leggja drifhvítan damaskdúk. „Serviett-
urnar“ stóðu eins og biskupshúfur á disk-
unum. — Hátiðastellið, — matarstellið
gamla með norræna drekamunstrinu var
notað og allt gamla borðsilfrið. — Á miðju
borðinu var stóra krystalskálin á silfur-
fætinum, full af ávöxtum, og ljósastjak-
arnir fimmálmuðu, sem henni fylgdu, en
þetta þrennt var gjöf Islendinga i Kaup-
mannahöfn til af míns og ömmu þegar
þau höfðu verið 60 ár í hjónabandi. — Yfir
borðinu hékk glæsilegur lampi, en honum
fylgdu þrennar tveggja kerta ljósastikur,
sem voru skrúfaðar á hann þegar mest var
haft við, en niður úr þeim héngu margar
slípaðar glerstangir, sem juku mikið á
ljósadýrðina og birtuna.
Gestirnir komu stundvíslega. — Þeir
höguðu sér eins og siðaðir menn, enda
voru þeir það. — Húsbændurnir urðu eitt
gleðibros þegar vinirnir þeirra voru að
koma, og tóku þeim af einlægri alúð, enda
var þarna um innilega vináttu að ræða
milli þessa góða fólks, sem enntist þangað
til dauðinn flutti það til betri tilveru. —
Þegar allir voru komnir, var gengið upp
stigann og setzt að borðum uppi á norður-
salnum. — Maturinn var venjulega fá-
breyttur en góður; súpa, steik (venjulega
rjúpur, stundum innbakaðar) og ábætir,
sem venjulega var gamaldags búðingur,
sem kallaður var „Trifli“ og mun vera
enskur að uppruna. Þessi búðingur þótti
mér beztur af öllum mat.
Þegar búið var að borða, var kaffið
drukkið niðri. Þá var búið að slá þar upp
spilaborðum og láta á þau kertastikur og
spilapeninga. — Spilaborðin voru póleruð,
úr mahgni, á fjórum bognum fótum. —
Síðan var spilað fram yfir miðnætti. Karl-
mennirnir við annað borðið, en frúrnar
við hitt. Spiðað var „Lhombré“ og
„Whist.“ — Hvildir voru teknar til að
rabba saman og te var drukkið áður en
farið var heim. — Vinir foreldra minna,
sem tíðast voru gestir þeirra, voru þessir:
Sigurður Jónsson sýslumaður, fóstur- og
systursonur Jóns forseta, giftur frænku
sinni, Guðlaugu dóttur Jens rektors. Þau
voru glæsilegustu hjón og göfug eftir því,
en dóu bæði ung. — Hjörtur lónsson
læknir var einkavinur föður míns. Hann
var giftur Ingibjörgu Jensdóttur, systur
sýslumannsfrúarinnar, en hún var
tryggðatröll og mikil vinkona móður
minnar. — Hjörtur var gáfaður maður og
göfugur, karlmenni mikið, en dó ungur.
— Möller lyfsali og frú hans voru einkar
131