Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 17

Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 17
Íam6/>ús3uniy( /rró/a /on . © í-í: , , ■'» - m óAarfa.k'oK @ Á'S'oss v/A. Hér kemur enn kort af Skaganum. Eru bœir og býli sem byggst. hafa á tímab i þessa kafla, merkt inn á kortið í þeirri röð sem þau hafa byggst, og greint er í þessari grein. Mei*king þessi ber og með sér hvar þau hafa sta&ið. Fyrsta kort þessa þáttar er í 4. tbl. 19461 má þar sjá hvar fyrstu jarftirnar stóðu. . . . 35- Hjallasandur. Þessi bær er byggður 1840, af Ólafi nokkrum Ólafssyni, sem í manntalinu þetta ár, er talinn 40 ára. Bústýra hans er þá Herdís Guðmundsdóttir, 45. ára. — Árið 1844 er þarna húsbóndi Þorvaldur Gíslason, 35 ára, og hin sama Herdís, sem þá er talin kona hans. Hjá þeim er Sig- ríður dóttir hans, 7 ára. Ennfremur Katrín Ásmundsdóttir, móðir hans. Ekki veit ég nákvæmlega hvar Hjalla- sandur stóð. Liklega nokkru vestar en Grund er nú, og ofar en Böðvarshús. Árið 1843 er þarna Hákon Gíslasbn húsm., með son sinn Árna, þá 7 ára gamlan. Þar er þá og Jón Jónsson lausamaður, 37 ára. 1845 er þerna sama fólk, úr þvi er þetta býli ekki til. Árið 1848 eru Þorvaldur og Her- dis í ívarshúsum. I fyrsta kafla þessa þáttar, var gerð grein fyrir fyrstu jörðum Skagans, og ör- lítið minnst á verbúðir sem þeim fylgdu. í þessum kafla hefur nú verið getið þeirra bæja eða býla, sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið í byggð frá 1706—1840. Þessir bæir eða býli eru: !3- Hannesarhús. (Skamman tíma byggt) M- Sæmundarbúð(Skamman tíma byggt) t5- Norðurbúð. (Skamman tíma byggt). 16. Þilbúð. (Skamman tíma byggt). Árnabúð. (I>ar er búið svo vitað sé frá 1785—1903). A K R A N E S 18. Hestbúð. (Þar er ekki lengi búið). 19. Leirárbúð. (Þar er ekki lengi búið). 20. Nýjibær. (Þar er búið svo vitað sé frá 1785—1941)- 21. Skarðsbúð. (Þar enn búið). 22. Búðin. (Þar var ekki lengi búið). 23. Krosshús. (Byggt fyrir 1700 og þar búið til 1914). 24. Óssbúð. (Þar var ekki lengi búið). 25. Melshús. (Byggt fyrir 1700 og er uppistandandi enn). 26. Nýlenda. (Byggt fyrir 1800, og þar búið enn). 27. Bakki. (Byggt um 1800, og þar búið enn). 28. Brekkubær. (Byggt um 1800, og þar búið enn). 29. Göluhús. (Byggt eftir 1800, og þar búið enn). 30. Geirmundarbær. (Byggður 1813, og þar búið enn). 31. Gata. (Fyrst getið 1826, og ekki lengi í byggð). 32. Litlibær. (Fyrst getið 1826. J>ar búið til 1911). 33. Bjarnabúð. (Fyrst getið 1829. Þar búið fram undir 1870). 34. Grund. (Byggð 1835, og þar búið enn). 35. Hjallasandur. (Þar er skamma stund búið). öll þessi býli eru merkt inn á meðfylgj- andi kort af Skaganum, og má af því gera sér ljósa grein fyrir hvar þau hafa staðið Af öllum þessum bæjum og býlum eru aðeins þessi enn við lýði: Skarðsbúð. Melshús. Nýlenda. Bakki. Brekkubær. Götuhús. Geirmundarbær. Grund. Auk þess má segja að enn séu i byggð þessi býli af hinum upphaflegu jörðum Skagans, samkvæmt 1. kafla þessa þáttar, sjá 4. tbl. 1946: fvarshús. Teigakot (Akur). Neðri-Sýrupartur. Bræðrapartur. Lambhús. Háteigur. Miðteigur. Línan þvert yfir Skagann er merkja- lína. Þar liggur nú gatan Akurgerði. Hér lýkur þá 2. kafla þessa þáttar. 3. kafli: „ByggSin eykst og færist ofar,“ nær yfir tímabilið frá 1840—1870, og mun hefjast i næstu blöðum. 125

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.