Akranes - 01.03.1949, Blaðsíða 3
*
r •
Málning og málaraiðn á íslandi
I. GREIN
Að vonum er framleiðsla málningar
ekki gömul iðn hér á landi fremur en
annar verksmiðjurekstur. Hér er málara-
iðnin heldur ekki gömul, veldur þar um
aldagömul örhirgð, samhliða hinu, að langt
er liðið á síðustu öld, þegar verulegar eða
varanlegar byggingar hefjast að nokkru
tnarki. Um svipað leyti fer að rofa fyrir
degi frelsis og framtaks á atvinnusviðinu.
Samhliða fer þjóðin smátt og smátt að
gera meiri kröfur um húsakost og híbýla-
prýði og til fergrunar. umhverfisins. Einnig
að hyggja betur að endingu hlutanna.
Þrátt fyrir hið ömurlega ástand, kúgun
°g kvaðir erlends valds á öllum sviðum,
naa snemma á öldum minnast lærðra ís-
lenzkra listamanna, búna óvenjulegum
hæfileikum á sviði dráttlistar, myndskurð-
°g málunar. Kemur kirkjan þa"r svo
rækilega við sögu, að nefna mætti mörg
dæmi frá fyrstu öldum kristninnar hér.
t’að skal þó ekki rakið, heldur aðeins
tninnst á.
Biskupinn með málningar-
burstann.
Kirkjan tekur snemma í sina þjónustu
>ðn og hvers konar listir. Fara hæfileika-
menn ekki fram hjá henni. Hún þarf á
þeim að halda. Hún magnar þá i flugi
andans, formi og festu í órjúfanlegri sam-
ræmdri lieild. Undir vernd kirkjunnar og
íyrir atbeina hennar, unnu mestu snill-
nigar allra alda að byggingum kirkna,
skreytingu þeirra og hvers konar búnaði.
Hafa þeir þannig með aðstoð kirkjunnar
akranes
og fyrir bein áhrif hennar, látið eftir sig
ódauðleg listaverk, sem um liðnar aldir
og ókomnar, munu teljast með undrum
og stórmerkjum.
Jafnvel hin islenzka kirkja á hér
snemma á öldum listamenn sem nema við
erlenda menntabrunna og miðla af list-
auðgi sinni heima og heiman. Er hand-
bragð ýmsra þessara manna enn talandi
vottur um þessa listmenningu þjóðar
vorrar utan lands og innan, þótt nöfn
ýmsra þeirra séu grafin og gleymd.
Enda þótt fram á síðari áratugi, hafi hér
ekki verið byggð kirkjuhús úr neinu varan-
legu efni, koma þó æði snemma á öldum
fram islenzkir listamenn sem fengizt hafa
við skreytingu kirkna og kirkjugripa. Hér
skal þetta ekki miltið rakið, en aðeins
minnst á einn mann. Martein Einarsson,
síðar biskup, (sjá Menn og menntir II, bls.
456—57-)
Það er fullvíst að Marteinn hefur numið
málaralist í Englandi, og líklega verið vel
fær í þessari list, enda hagur og listfengur.
Það eru til skjallegar heimildir fyrir því
að hann hafi verið fenginn til Hóla og
Skálholts að mála þar sali og kirkjur. Það
má telja víst, að hér hafi verið að ræða um
skrauUnálningu einstakra örfárra húsa,
eða hluta af þeim, t. d. kóra á höfuðkirkj-
um og einstakan sal eða stofur á Hól-
um.
Þá er og sagt að Marteinn biskup hafi
málað kirkjuna á Staðastað. Einnig kirkj-
una á Álftanesi á Mýrum, e'Ur að hann
var orðinn gamall maður. Hefur það senni-
lega ekki verið í hólf og gólf, heldur t. d.
VIII. úrg. - marz—apríl 1949 - 3.—4. tbl.
Útpefundi. ritstjóri og ábyrgSr.nnaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
'IfgreiSsla: M'Steig 2, A/.ranesi.
PRENTAÐ I PRENTVEP.KI AKRANESS II.F.
kóra, eða eitthvað sérstakt, eins og að var
vikið áður.
Það er langt síðan þetta var, eins og
þar stendur. Því sennilega er það um 1530
sem Marteinn biskup málar á Hólum eftir
beiðni Jóns biskups Arasonar. Það má vel
vera, að til séu t. d. altaristöflur eða máluð
listaverk eftir Martein biskup þótt ekki
sé það kunnugt. Hitt má svo telja víst, að
hann hafi verið listmálari en ekki húsa-
málari á nútiðarvísu. Harma ég því að
íslenzkir húsamálarar skuli ekki getað
tileinkað sinni iðn þennan nafnfræga lista-
mann, sem búinn er að liggja í gröf sinni
um 380 ár.
Hvenær er farið að nota máln-
ingu hér á landi?
Það er vitað að hagleikur og listfengi
hefur fvlgt þjóðinni alla tíð, þótt litið
tækifæri hafi fólk haft til að þroska þessa
hæfileika sina. Það er vitað, að menn
hafa við og við leitað til náms erlendis í
ýmsum listgreinum. Meira að segja þótt
vitað væri að hér gæti ekki iðn eða list
orðið lífvænleg. Þetta sýnir ljóslega ódrep-
andi þrá manna að nema og fást við það
sem hug og hjarta stóð næst hverju
sinni.
Eins og lítillega var minnst á hér að
framan, var ekki von til að mikill skiln-
ingur væri hér fyrir málaraiðn eða málara-
list. Allar byggingar höfðu verið litlar og
og lágreistar sem skamma stund stóðu og
ávallt var verið að endurbyggja. Langt
fram á síðustu öld hafa því hvorki kirkjur
né hibýli manna verið máluð, nema þá á
biskupssetrum, og á síðkastið á einstöku
liöfðingjasetrum og kaupmanna- eða em-
bættismannahúsum í höfuðstaðnum. Lík-
lega þó ekki. fyn’ en á síðustu öld eða litlu
fyrr.
tJtlendir ferðamenn láta mikið af rausn
og höfðingsskap Magnúsar Stephensen. er
þeir heimsóttu hann á Innra-Hólmi, þótt
nú sjáist ekki urmull af þeirri reisn. Eins
og Magnús er langt á undan sinni samtíð
í ölliun framförum og nákunnugur þeim
i nálægum löndum, má fullvíst telja að
mörg herbergi og stofur í hinum stóra bæ,
hafi verið málaðar,
27