Akranes - 01.03.1949, Síða 7

Akranes - 01.03.1949, Síða 7
Núverandi stiórn F.lliheimilisins. Standandi: Jón G unnlaugsson, Hróbjartur Árnason, Frimann Ölafs- son. Sitjandi til vinstri Flosi Sigurðsson. til hægri sr. Sigurbjörn Á. Gislason. formaður. Allir vinna stjórnarnefndarmennirnir þarna mikið og gott starf af einlægni og áhuga. En yfir sérstökum þætti eins stjórnarnefndarmannsins get ég engan veg- in þagað, þótt ég viti, að hann kann mér engar þakkir fyrir lausmælgina. Það er Jón Gunnlaugsson, skrifstofustjóri í sjúkra- deild Stjórnarráðsins. Hann hefur um nokkurra ára skeið, oftar en einu sinni á viku, — að loknu starfi i stjórnarráð- inu — farið vestur á Elliheimili, til þess <>ð lesa fyrir blinda vistmenn. í þessu felst fagurt fordæmi, sem margir ættu og mættu taka sér til fyrirmyndar á einu eða öðru sviði. Ef við sæjum viða slík þroskamerki °g þegnskapar, mundi margt vera öðru vísi hér, og í heiminum yfirleitt. Þetta starf, og hina glæsilegu fulltrúa þess, þarf að efla og styrkja til athafna. I vegi fyrir svona dáðrökkum mönnum má ekki standa, heldur eigum við að Ijá okkur sem verkfæri þeim til hjálpar, hver á þann hátt, sem hann má þvi við koma, með beinni eða óbeinni aðstoð, i orði eða at- höfn. Rekstur Elliheimilisins gengur nú ágæt- lega, eins og sjá má af því, sem hér hefir sagt verið. Það telur forstjórinn ekki sízt. að þakka ágætu starfsfólki og góðu sam- starfi við stjórn heimilisins. Þá þykir hon- um sérstaklega ástæða til að þakka nú- verandi yfirhjúkrunarkonu, frk. Jakobínu Magnúsdóttur, og Guðríði Jósefsdóttur, ráðskonu þvottahússins, sem og lækni heimilisins Karli Sig. Jónassyni, ágætt samstarf um langt árabil. Núverandi stjórn Elliheimilisins skipa eftirtaldir menn: Sr. Sigurbjörn Á. Gísla son, formaSur, Flosi SigurÖsson, Frímann Ólafsson, Hróbjartur Árnason og Jón Gunnlaugsson. Þeir tveir fyrst töldu hafa verið í stjórn heimilisins frá upphafi. Hér hefur nú verið rakin nokkuð ræki- lega saga fyrsta elliheimilisins á fslandi, sem nokkuð kveður að, Grundar í Reykja- vík, allt frá fyrsta vísi til hinna stórfelldu bygginga og umfangsmikla reksturs. Þó tók elliheimilið á Isafirði meir en ári fyrr til starfa, að vísu undir umsjón Hjólp- ræðishersins og i húsnæði hans. Á þetta hefur aðeins verið minnzt áður í þessari greiii og mun brátt verða gert betur. Vegna þessa mikla fordæmis frá Reykja- vík, og einnig vegna hinna gjörbreyttu aðstæðna alstaðar annars staðar á landinu, — frá þvi sem var, -— til að sjá á heimil- unum sómasamlega fyrir þörfum gamla fólksins, hafa aðrir bæir og bvggðarlög reynt að sigla í kjölfar hinna djörfu fram- sæknu manna, sem staðið hafa í Rejrkja- vík frá upphafi fyrir þeirri stórmerkilegu framkvæmd. Þótt það sé ekki með slíkum glæsibrag annars staðar, hefur verið reynt að feta í þeirra fótspor, og það starf þeg- ar viða borið mikinn árangur og giftu- drjúgan. Verður nú hér á eftir reynt að greina frá þessari þróun á öðrum stöðum I landinu, i réttri tímaröð, og svo sem föng standa til, að því er upplýsingar snertir. Önnur íslenzk elliheimili. I upphafi greinar minnar um þetta mál minntist ég með fáum orðum umliðinna alda, þar til Samverjinn var stofnaður i Reykjavik. Þar gat ég ekki um það, sem mretti vel geta um, og meira að segja rannsaka og rekja nánar, eftir þvi sem föng standa'til, aðbúð gamalmenna á landi hér fram til vorra daga. 1 gömlum skjölum og máldögum mó sjá, að ýmsir hafa látið af hendi jarðir, mjólk ofl. til að hygla gamalmennum og þurfandi fólki. Má einnig til sanns vegar færa, að beinlinis hafi verið sett á fót elliheimili, t. d. i Ólafsfirði. En út i þettn skal ekki frekar farið hér. Elliheimili Isaf jarðar. 1 7.—8. tbl. f. á. er þess getið, að Elli- heimilið Grund sé næst elzta elliheimili á landinu. Það er rétt, að hér á landi var Isafjarðarbær fyrstur til að reka elliheim- ili i nýjum stíl, hinn 1. janúar 1921 i kjallara Herkastalans. Rak herinn þetta, samkv. samningi milli hersins og bæjar- ins. Á þenna hátt var það ekki rekið nema í 4. ár, þvi að árið 1925 fluttist heimilið í „gamla sjúkrahúsið" við Mánagötu, og þar hefur það síðan verið rekið algerlega á vegum fsafjarðarkaupstaðar. Upphaflega var hægt að taka 15 vist- rnenn, en 1947 voru þar 8 karlar og 12 konur. Upphaflega voru daggjöld vist- manna 2 kr., en voru 1947 kr. 8.50 (án visitölu). Lengst af hefur það haft 1000 kr. árlegan styrk frá Ríkissjóði, en tvö síðustu árin fyrir 1947 kr. 3000.00. fsa- fjarðarkaupstaður hefur í hyggju að reisa nýtt elliheimili, og hefur þegar lagt til hliðar i þessu skyni 100 þúsund krónur. Ennfremur er annað fé fyrir hendi til þessa um 25 þúsund krónur. Elliheimilið ,,IIöfu“ á Seyðisfirði. Þar koma konurnar við sögu til góðs eins og víðar. Á 20 ára afmæli kvenfélags- ins ,,Kvik“ á Seiðisfirði, 27. október 1920, skutu félagskonur saman nokkurri fjár- hæð, sem verða skyldi vísir að sjóði til stofrmnar elliheimilisins á Seyðisfirði. Á næsta fundi félagsins samþ. félagið að leggja fram til þessa tooo kr. úr félags- sjóði, og ,einnig að hrinda þessu máli í framkvæmd eftir því sem ástæður leyfðu. Síðan fengu konurnar leyfi til að selja minningarspjöld til ágóða fyrir elliheim- ilissjóðinn, og hefur þetta orðið sjóðnum nokkur tekjulind. Á næstu árum reyndi félagið á ýmsan hátt að auka sjóðinn. Einnig bárust honum nokkrar gjafir aðrar og áheit. Um áramótin 1927—1928 var sjóðurinn orðinn um 10,500 kr. I ágúst- mánuði 1928 bauðst félaginu hentug hús- eign til kaups, og með aðgengilegum kjör- um, og réðst félagið í kaup á henni fyrir 16,500 kr. Skyldi þegar greiða 10 þús. kr., en afganginn mátti greiða á næstu 15 árum með 6*4% vöxtum. Húsið stendur á góðum stað i bænum og fylgir þvi allstórt tún, matjurta- og blómagarður, ‘einnig fjós og heygeymsla. Síðan heimilið tók til starfa, hefur fé- lagið látið gera miklar umbætur á eign- inni, auk þess að kaupa ýmsa innanstokks- A K R A N E S 31

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.