Akranes - 01.03.1949, Síða 9

Akranes - 01.03.1949, Síða 9
Undirbúnmgur annars staðar. Það er kunnugt, að í Skagafirði og í Árnessýslu rikir mikill áhugi fyrir virkum aðgerðum um stofnun elliheimila í þess- um sýslum. Hafa Skagfirðingar þegar handbærar yfir ígo þúsundir króna til þessa. Forgöngumenn að þessu i Skaga- firði munu upphaflega hafa verið læknis- hjónin Jónas Kristjánsson og kona hans Hansína Benediktsdóttir. Núverandi stjórn Elliheimilissjóðsins skipa: Guðbrandur Björnsson prófastur, formaður, síra Helgi Konráðsson, ritari, Jón Sigurðsson alþm. a Reynistað, Ásmundur Árnason bóndi Ásbúðmn á Skaga og Gunnar Gislason prestur i Glaumbæ. Á sýslufundi Ámessýslu 1946 ákvað sýslunefndin að beita sér fyrir byggingu alliheimilis í sýslunni, og hafði í mai 1947 þegar lagt í byggingarsjóðinn 50 þús. kr. Jafnframt þessu hefur sýslunefndin skor- að á allar sveitarstjórnir í sýslunni að Hggja í sjóðinn eigi minna en sem svaraði 30 krónur á hvem íbúa. Ef þetta fram- lag sveitarfélaganna greiddist, — sem frekar eru taldar líkur fyrir — yrði fram- lag þeirra til byggingarinnar um 160 þús. Er. f maí 1947, höfðu sjóðnum áskotnast frá einstaklingum rúml. 20 þús. kr. Lík- Hgast er talið, að slíkt heimili fyrir Árnes- sýslu verði annað hvort byggt að Selfossi eða í Hveragerði. Nefnd er starfandi í aiálinu, en ókunnugt er mér um nöfn nefndarmannanna. Hér hefur nú verið stiklað á stóru um aðdraganda að byggingu elliheimila hér á landi. Einnig nokkuð sögu hvers fyrir sig, stærð þeirra og annað það, sem verulegu máli skiptir í þessu sambandi. Hefur að vonum verið gerzt sagt frá hinu stærsta heimili, sem ber höfuð og herðar yfir þau öll, og er mest fyrirmynd að stærð, bún- aði öllum og rekstri. Hygg ég, að eigi sé það ofsagt, að það sé einna bezt rekna fyrirtækið á þessu landi, ekki aðeins á þessu sviði, heldur þó út fyrir þennan hring væri skyggnzt. Vonandi fjölgar þeim enn — og það fljótlega — þessum nauðsynlegu stofn- unum í þessu landi, sem með prýði bera umhyggju fyrir hinu gamla fólki. Bylt- ing tímans miðar öll í þá átt að torvelda nógu góða aðbúð fyrir það í heimahúsum, rn. a. vegna fólksleysis við þjónustubrögð þar. Hin nýja tryggingarlöggjöf gerir ráð fyrir stuðningi við héruðin í þessu mikla nauðsynjamáli. Ættu þau að minnast þess, og nota sér þá aðstoð eftir föngum. Ekki þykir mér rétt að skiljast svo við þetta merkilega mál, að ekki sé að lokum getið um hið merkilega starf bræðra vorra °g systi'a í Vesturheimi. Þeirra, sem langt á undan heimaþjóðinni stofnuðu elliheim- ilið Betil á Gimli með mikilli sæmd og prýði. Það mun nú hafa starfað í 34 ár. akranes Enda þótt ég hafi nokkurt hrafl af göngn- um til að segja eitthvað frá þessu, þykir mér þó réttara að fá einhvern Vestur- Islending til að rita þann þátt þessarar ritgerðar. Vonandi tekst það, þótt einhver bið verði á m. a. vegna fjarlægðarinnar. Lokaorð. Hér hefur nú verið rakin allrækilega saga Elliheimilanna á voru landi, og lítil- lega minnst á ævi ellimóðra á landi hér. Er og ætlunin að gera þessu svipuð skil með frændum vorum vestan hafs. Að öllu þessu athuguðu virðist þetta vera heildar mynd i samanþjöppuðu máli: 1. Að fyrr og seinna hefur gamalt fólk hér á landi sætt misjafnri meðferð. Tíð- um með það farið eins og skepnur eða verr en það, en heldur ekki óvíða, eins og væri það í fjölskyldutengslum. 2. Að breyttir tímar, annir og fólks- leysi á heimilum hefur nú mjög torveld- að þar vist gamalmenna, sérstaklega er þau fara að þarfnast verulegrar aðhlynn- ingar. 3. Að hér á landi hefur hin síðari ár, verið unnið stórkostlegt og þakkarvert átak i rétta átt á þessu sviði. Er Elliheim- ilið Grund í Reykjavík, þar til sérstakrar fyrirmyndar um húsakost, aðbúð og rekst- ur allan. Þar hefur nú verið náð svo mikl- um alhliða árangri, sem að breyttu breyt- anda má víða leggja til grundvallar fyrir sams konar starfsemi úti um byggðir landsins. 4. Að með núverandi tryggingarlög- gjöf, er auðvelt fyrir hæfilega stóra bæi og byggðarlög landsins að koma sér upp heimilum, til að annast með prýði við- komandi gamalmenni, þar sem riki, bæir °g byggðir greiða án umtals og togstreitu, það sem ávantar að viðkomandi geti greitt af eigin ramleik. 5. Að skyldan við gamla fólkið er nú orðin ríkari en nokkru sinni fyrr og almennari. Þ. e. ekki eins bundin við heimili, ættir og óðul. 6. Að tækni-þróun, vísindi og rikari skilningur á mannlegu eðli og þörfum, hefur líka að því er snertir gamla fólkið, opnað nýjan heim fyrir möguleika því til handa i hinum margvíslegustu og merkilegustu myndum. Til að læknast, menntast, jafnvel taka upp að nýju vinnu — við hvers manns hæfi. — Og að njóta lífsins á ný í glaðri elli „undir silf- urhærum". 7. Að hér sannar sagan ehn sem oftar, að hér eru fyrst og fremst að verki af- burða einstaklingar, að dugnaði, góðleik og göfgi, sem markað hafa brautina og fengið fjölda af góðu fólki til að fylgja á Avarp FLUTT 1 BlÖHÖLLINNI Á AKRANESI 18. JUNÍ 1944. Frelsissól frá himni heiÖurn, hœstum Drottins eftir leiSum, lýsir vorum orðurn, eiðum, ylgeislana sendir þjóS. Nú er sigur fenginn fagur, fullveldisins runnin dagur. Nú má þjóSar hækka hagur, hennar framtiS verSa góS. ForSum landsins frelsisveldi fargaS var meS blóSi og eldi. ÞjóSin frá sér forráS seldi, fékk í staSinn kúgun, böl. Munum vorra áa eymdir, engir tímar hverfi gleymdir, ei svo verSum aftur teymdir út í sömu neyS og kvöl. Munum þaS, aS brœSraböndin binda hlýtur dygga höndin, eigi aS verSa lýSfrjáls löndin, lýSveldiS því byggist á. Oft er reynslan þung aS þola, því, sem rotnar fljót aS skola. Af því fer svo margt í mola aS menn ei höndum saman ná. Stígum þvi á stokk rneS heitum, stálvilja og viti beitum, til aS grasSa sár í sveitum, sœld aS búa dal og strönd. Allar lindir auSsins nýtum, ei um völdin framar kítum, frarn á miSin fleyjum ýtum, félagsmála treystum bönd. Okkar býSur blessuS móSir. BrautrySjendur reynumst góSir. Hraustir, þolnir, hyggnir, fróSir, hagsæld falli þjóS í skaut. Hennar ávallt heilla biSjum, hennar allra tíma niSjum. Henni unnum, haria stySjum, hún sé vor í sæld og þraut. HALLBJÖRN E. ODDSSON. Kvæðið er endurprentað, vogna mistaka á prentun í siðasta blaði. eftir svo takmarkinu verði náð: Að út- vega hverju því gamalmenni, sem þess þgrf með, vist á því heimili, þar sem allt verði gert, sem unnt er til að það geti lokið lífinu i sátt við Guð og menn. Og að hver kynslóð þurfi ekki að hafa sam- vizku af því, hvernig hún í þessum efn- um breytti við hina öldruðu sveit. 33

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.