Akranes - 01.03.1949, Síða 13

Akranes - 01.03.1949, Síða 13
KONA HANS Lista skrifari, en lítiS lœrt. Jón átti níu systkini, og voru flest þeirra eldri en hann. Lærði Jón að stafa hjá Herdísi systur sinni. (Herdís þessi var um áratugi húsfreyja á Varmalæk, og er fyrir skömmu dáin þar í hárri elli). Á heimilinu var til reikningsbók Eiríks Briem, og var að sjálfsögðu til afnota fyrir þá, er vildu notfæra sér þekkingu, er hún gat veitt. I sambandi við þetta var og til reikningsspjald og griffill til afnota á sama hátt. Bók þessi var reikningskennari Jóns. Mun hann ekki hafa verið ver að sér í reikningi en margur, sem tilsögn fékk á skólum i þessari grein. Kverið var Jóni skipað að læra úti í fjósi. Það gerði hann og slapp vel við yfirheyrslur í heima- húsum í sambandi við það. Ég hefi oft undrast hina fíngerðu og fallegu rithönd Jóns á Vindhæli. Fyrst og fremst á hún rót sína að rekja til hagleiks hans og list- fenga eðlis, samanber hve drátthagur hann er. IJve lærdómsaðstaðan var erfið í þess- um efnum í ungdæmi Jóns má marka af því, að pappír til þeirra hluta var aðal- lega það, sem óskrifað var af sendibréfum, sem barst á heimilið, eða þess háttar óvæntur fengur. Jón var fermdur af sr. Eiríki Gíslasyni á Lundi i Lundareykjadal. Er auðheyrt, að hann hefur haft miklar mætur á ferm- ingarföður sínum. Enda segir Jón, að hann hafi verið fyrinnyndar maður og klerkur. k egursla sveinstykki, sem ég hefi séð. . . Til langdvalar fór Jón ekkert að heim- an, fyrr en hann var tvítugur. Þá sagði hann land undir fót, til systur sinnar Sigurbjargar, sem þá var gift Oddgeiri bónda og kaupmanni Ottesen á Ytra- Hólmi. Þá hafði Jón ekki enn lært smíðar. Má þó nærri geta um svo náttúruhagan mann, hvort ekki hafi hann verið búinn að telgja marga spýtu tvítugur. Meðan hann var enn heima og ólærður, hafði hann t. d. þiljað alla baðstofuna í Efsta- bæ úr gömlu rusli, sem til var á bænum. Þá hafði hann og oft leyft sér að ganga í smiðju, sem þar var til; er það ekki óskiljanlegt kunnugum, því að jafnvigur hefur hann jafnan þótt á tré og málma. Þegar að Hólmi kom, fékkst hann og nokkuð við smíðar og var t. d. önnur hönd Jóns smiðs og skálds Mýrdal, er hann byggði Innra-Hólmskirkju. Það er engum undrunarefni þó Jón gerði smíðarnar að sínu lífsstarfi. Náttúr- lega þurfti hann ekkert að læra í þeim efnum, heldur aðeins að smíða sveins- stykki og fá með því viðurkennd réttindi. Hann ræður sig þvi til smíðanáms hjá hinum landkunna smið og ágætismanni Jakob Sveinssyni í Reykjavík. Hafði Jakob lært í Kaupmannahöfn og dvalið þar við smíðar, — jafnvel líka í París. — Þá var nu ekki um neinar flokkunarreglur í faginu að ræða. Sami maðurinn gat verið húsasmiður, steinsmiður, járnsmiður, skipasmiður og málari, enda var Jakob Sveinsson allt þetta. Fékkst hann mikið við skipasmíðar, sérstaklega viðgerðir á frönskum skútum, er þær voru að fiska hér við land. Hann málaði líka flest það, er hann smíðaði og mála þurfti, enda var þá enn lítið um sérstaka málara hér. Jakob var áreiðanlega vel menntaður, ágætur iðnaðarmaður. Hann var góður sínum lærlingum, og mun oft hafa rétt hjálpar- hönd þeim, er þurftu. Á þessum tímum munu lærlingar yfir- leitt hafa dvalið við nám í 3—4 ár. Þessari venju mim þó ekki hafa verið fylgt um óvenjulega haga menn. (Þá, sem segja má um, að séu fæddir smiðir). Þegar séð fíennibekkur Jóns SigurSssonar smiSaSur af honum sjálfum fyrir meir en 50 árum. Fjölda annarra smærri verkfæra hefur Jón smiSaS og notaS lengi, Jjó hann sé hœttur aS nota sum þeirra siSan hann fékk sínar raf- knúnu trésmíSavélar meS ýmsum tœkjum. Hér í greininni er minnst á fyrstu verk- fœri Jóns er hann pant- aSi sér frá Danmörku. paS er gaman aS skoSa þessi verkfœri hans, sem flest eru enn í notkun eftir hart nær 55 ár og í sífelldri notkun. — Sporjárnin hafa flest stytzt um meira en helming og sagirnar mjókkáS um Vi—Vi- varð óvenjulegt handbragð þeirra og hæfileika, fengu þeir mjög fljótt að smíða sveinsstykki og fá sveinsbréf, án hins venjulega langa lærdómstíma. Þannig var þessu farið með Jón Sigurðsson. Hann var aðeins við nám samtals í sex mánuði og hafði innan þess tíma gert sveinsstykki sitt og hlotið fyrir það þann dóm, sem ber yfirskrift þessa kafla. Að það hafi verið fegursta sveinsstykki, er prófdóm- arinn hefði séð. Sveinsstykki Jóns Sigurðs- sonar var klukkukassi. Draglóða-klukku- kassi, af svo nefndri Borgundarhólmsgerð, og stóð á gólfi. Klukkuna, eða verkið sjálft hafði smíðað hinn landskunni hagleiks- maður Magnús Benjamínsson, úrsmiður. Prófdómendur voru þeir Erlendur Árna- son trésmíðameistari, (faðir Einars arki- tekts Erlendssonar,) og Friðrik Bjamason, (bróðir Niculaj Bjarnasonar). Friðrik þessi var síðar, lengi glerskurðarmaður hjá Jez Zimsen). Það var Erlendur Árnason, er lét þessi viðurkenningarorð falla um sveinsstykki Jóns. Enginn, sem síðan þekkir handbragð Jóns, þarf að efast um sanngildi orða Erlendar Árnasonar, enda var hann góður smiður og sæmdarmaður í hvívetna. Þetta sagði mér sá, sem á hlýddi, hinn margfróði minnugi Sigurður Halldórsson húsasmíðameistari i Reykja- vík. En sveinsstykki þetta ætlar að verða gamalt og allfrægt, þar sem því hefur nú þegar verið komið fyrir á Þjóðminjasafn- inu. Var klukkan lengi í eigu Péturs úr- smíðameistara Fljaltested á Sunnuhvoli, sem fyrir nokkru hefur gefið Fornminja- safninu gripinn. Hugkvœmni og handbragð. Á síðasta tug aldarinnar sem leið, var verkfærakostur hér enn lítill í öllum greinum iðnaðarins. Þá voru lítilfjörlegar umbætur taldai- miklar framfarir. Þegar Jón útskrifaðist átti lærfaðir hans lítinn (tré) -rennibekk, sem mikið þótti taka fram eldri gerð slíkra bekkja. Sá, sem vann í bekknum, gat sem sagt setið við hann og stigið hann með báðum fótum. Hin eldri gerð var þannig, að sá sem not- aði, stóð við vinnuna og sté samhliða með öðrum fæti. Slikan bekk sá Jón t. d. hér hjá Jörundi smið. Þegar Jón kom aftur heim að Hólmi, lét hann ekki dragast að smiða sér slíkan rennibekk, sem hann hafði komizt i kynni við hjá Jakob Sveinssyni. Hann smiðaði ekki aðeins tréverk bekksins, heldur og líka járnsmíðina, og að auki flest verk- færin til að renna með. Þessi rennibekkur er enn við líði á vinnustofu Jóns. Eru ekki nema nokkrar vikur síðan ég sá Jón renna „pílára" í þessum — meira en fimmtugan rennibekk — og var það lista- smíð. Þegar Jón hafði lokið námi, var hann orðinn kunnugur Morten Hansen skóla- ÁKRANES 37

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.