Akranes - 01.03.1949, Qupperneq 15

Akranes - 01.03.1949, Qupperneq 15
= HOLLUSTUHÆTTIR = IX. Meðferð ungbarna. Ég get búizt við því, að einhverjum, sem les þessa fyrirsögn, muni verða að hugsa sem svo. að þetta efni sé engin nýjung og tæplega ástæða til að skrifa um það sér- staklega. En ég vil samt ráða lesendunum til að lesa greinina með athygli og breyta eftir henni. Það hefur margt verið ritað um meðferð ungbarna og margar reglur og leiðbeiningar verið gefnar. Einhverjar hinar beztu eru leiðbeiningar þær og reglur, sem landlæknir hefur gefið út og eru samdar með aðstoð og i samráði við barnalækna þá, sem starfa við ungbarna- vernd Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. Leiðbeiningum þessum er útbýtt ókeypis til maiðra, sem eiga barn í fyrsta sinn og vitanlega til þess ætlazt, að þær geymi ritið. 1 leiðbeiningum þessum eru reglur um næringu ungbarna, skýrt frá yfirburð- um og hollustu brjóstamjólkur, reglur inn I jölda máltíðanna og blöndun pelamjólkur, þegar ekki verður hjá líenni komizt, o. s. Ifv.. Þar eru reglur um rúm og rúmfatnað barnanna, klæðnað, þrif þeirra, svefn, úti- veru og stælingu, og vernd gegn sýkingu. Sá, sem fer vel og samvizkusamlega eftir öllum þessum reglum, sér vel fyrir líkam- legum þörfum og hollustu ungbarnsins. Þetta er líkamleg heilsuvernd barnsins. En það er einnig til annað, sem heitir andleg heilsuvernd, bæði bama og fullorðinna. Það er ekki eingöngu siðgæðilegt og upp- eldislegt atriði, heldur lireinlega lieilsu- fræðilegt. Á þetta er drepið í reglum þeim, sem nefndar voru hér að ofan, en þó stuttlega. Ég vil nú í eftirfarandi línum reyna að skýra nokkru nánar frá þessu efni. Allar góðar mæður taka fegins hendi reglum og leiðbeiningum, sem miða að því að auka og viðhalda hkamlegri heilsu og hreysti harna' þeirra, og þær reyna af fremsta megni, að fara eftir reglunum. En það er ekki ætíð, að svo nefndar upp- eldisreglur séu jafn vel þegnar. En þó eru þær ekki síður nauðsynlegar. Það hefur vérið sagt, að það sé erfitt að greina sundur sál og líkama fyrstu ár ævinnar, og það er án efa réttast, að meta allar hollar lífs- reglur jafn mikils fyrir ungbarnið. Þær eru undirstaða likamlegrar og andlegrar heilljrigði og velliðunar framvegis. Það er ekki heldur svo að skilja, að góð móðir taki leiðbeiningunum misjafnlega vegna skorts á umhyggju fyrir barninu, heldur er ástæðan sú, að það gengur yfirleitt ver að skilja þau ráðin og móðurástinni finnst erfiðara að framkvæma þau, af því að þau eru andlegs eðlis og miða að tamningu og AKRANES stjóm á uppáhaldi hennar, barninu. Hér er móðirin ein nefnd í þessu sambandi, þvi að í frumbernskunni er hún venjulega eini uppalandinn eða á að minnsta kosti að hafa þar stjórnina. Rarnið fæðist ekki með neinum venjum, en það temur sér þær ótrúlega fljótt, og þær venjur verða lífseigar. Ungbörnin halda mjög fast í þær venjur, sem þau taka upp; þau eru þá ihaldssamari en nokkum tíma síðar á ævinni. Sérhver slæm venja, sem það þá festi tök á, verð- ur þrándur í götu betri venja síðar. Þess- vegna er það svo mjög mikilvægt, að venj- ur barnsins verði góðar þegar í stað, og þess vegna er uppeldi barnsins á fyrsta ár- inu mikilvægast af öllum aldursskeiðum. Annars mun það talið, að siðgæðisuppeldi barna eigi að vera lokið uni 6 ára aldur. En góðar venjur barnsins eru hollar, bæði fyrir likamlega heilsu og sálarlíf þess. Reglubundnar máltíðir eru börnum nauðsyn vegna líkamlegrar heilsu, svo sem kunnugt er og viðurkennt, en þær eru líka nauðsynlegar vegna andlegrar heil- brigði barnsins og vellíðunar, en því er oft ekki eins mikill gaumur gefinn. Öll regla er ungbörnum nauðsyn. Það á að sýna þeim nauðsynlega umhyggju, en ekki meira. Þau þurfa að fá næga og heppilega næringu, næga hlýju og góð þrif og lireinlæti. Grátur barnsins er sum- part sprottinn af vanlíðan og sársauka, en sumpart í því skyni að afla sér þæginda. [ upphafi er hann sprottinn af vanlíðan. En þar sem ávallt er leitazt við að bæta úr vanlíðan og sársauka barnsins, þá fer svo, að barnið tekur að gráta, þegar það vill leita þæginda, án þess að það finni til sársauka. Ungbörn eru miklu kænni en fullorðnir halda, segja uppeldisfræðingar. Ef þau komast að raun um, að gráturinn beri þægilegan árangur, þá gráta þau. Þetta gengur mörgum mæðrum illa að skilja og leggja trúnað á, en þó er það almenn reynsla, að ungbörn erU fljót að láta sér þykja dekrið gott og heimta meira dekur. Það er fullyrt, að móðureyrað geti aðgreint þann grát, sem stafar af sársauka og reglulegii vanlíðan frá sársaukalausum gráti. Hún á ekki að sinna sársaukalausa grátnum, ekki taka það upp, hossa því og gera gælur við það og ekki að vagga þvi. Ef barninu er ekki illt, hættir það að gráta, en raunar því seinna, sem þvi hefur verið meira spillt með dekri. Barn, sem þannig er látið í ró og afskiptalaust, sefur meira og værar en ella myndi. Það er auðvelt, að gera barni til gamans, með þvi að vagga því, halda á því og syngja við það, og það þykir mörgum foreldrum skemmtilegt, en það verður jafnan að hafa i huga, að börn eru ekki leikföng. Merkur uppeldisfræðingur hefur kom- izt þannig að orði: ,,Ef hinum réttu að- ferðum er ekki beitt í frumbernskunni, verður barnið annað hvort fullt óánægju eða heimtufrekt, eftir því hvað það má sín mikils. Það verður því að byrja að siða barnið þegar við fæðinguna, því að með því eina móti er hægt að firra það von- brigðum. Ef það er dregið þar til síðar að siða bamið, verður uppalandinn að striða við slæmar venjur, sem þegar hafa skap- azt, og mætir stöðugt reiði blandinni and- úð þess. Það verður að rata hið vandfarna meðalhóf milli dekurs og afskiptaleysis í meðferð ungbarna. Þegar það orgar, án þess að nokkur líkamleg ástæða sé til, þá verður að lofa því að orga. Sé það ekki gert, verður það brátt óbilgjarn harðstjóri. Þegar því er sinnt, ætti að gera allt, sem nauðsyn krefur, án mikils kjass eða fleðu- láta.-----Það verður frá upphafi að gæta ábyrgðar og alvöru, því að barnið er verð- andi maður.“ Það er mikið komið undir því, að gætt sé reglusemi og rólegrar fram- komu í meðferð ungbarna, en forðast sé of mikið umstang, afskiptasemi og fum. Ró og regla veitir barninu öryggistilfinn- ingu, sem er mikils verð, og hún stuðlar að góðum og nægum svefni, sem einnig er nauðsynlegur. Það er og fleira, sem verður að varast, af því að það er barninu óhollt og skaðlegt. Ef foreldrarnir hafa áhyggjur út af líðan barnsins, verður að forðast að láta það verða þess vart. Það skynjar slíkt betur en menn grunar og það hefur áhrif. Einnig verður að forðast, að hræða ung- börn. Það er talið, að einkum tvennt veki ótta og skelfingu hjá þeim, óvæntur hó- vaði og hljóð og þegar undirstaða þeirra er skyndilega látin síga. Það er vitanlega margt, sem þarf að varast, er gétur orðið ungböiæum að tjóni. Það þarf að verja þau smitun, svo sem auðið er. Það er ó- siður að kyssa ungbörn og foreldrar eiga ekki að leyfa neinum að gera það. Fátitt mun það, að barn fai tóbakseitrun af því, að móðirin svældi við rúm þess, en þó eru þess dæmi. Hreyfmgar- og athafnaþrá kemur fljótt fram, og það á ekki að hindra hana. Barnið á að hafa frjálsræði til að hreyfa fæturna og sparka. Þegar frá líður, er gott, að láta barnið liggja á grúfu með köflum; það æfir hryggvöðvana. Það eru mörg fleiri atriði en hér eru nefnd, sem gæta þarf í meðferð ungbarna, en þau teljast frekar til fræðslu í uppeldi beinlínis en til hollustuliátta i þrengri merkingu, og verða ekki talin hér til at- hugunar. En þess ber að minnast, að með- ferð og uppeldi ungbarna er vandaverk, og framtíð þeirra getur oltið á því, hver ti- ig hún tekst. Árni Árnason. 39

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.