Akranes - 01.03.1949, Qupperneq 17
Hjónin á Söndum meS 10 af börnum sínum. Þau eru þessi: Ásta, sitjandi hjá Magnúsi. ASal-
heiSur situr hjá GuSrúnu. / miSiS (frá vinstri) Margrét. Þá Hallgrímur, Eggert og RagnheiSur. Aft-
ast (frá vinstri) GúSbjörg, Helga Margrét, Magnús og Ragnhildur SigríSur, sem er dáin. Hér er
ekki nrynd af einu barni þeirra hjóna, ASalheiSi, sem líka er dáin. Myndin til hœgri er af tveimur
sonum þeirra hjóna, þeim SigurSi og Ragnari Simoni, er ekki voru á hópmyndinni
sem veikindi hafa þar oft borið að garði.
En hér sannast sem oftar, að góð heimili
eru hefðartindar þjóðfélagsins. Alveg án
tillits til halla eða heiðursmerkja. Hinn
rétti andi og umhverfi gerir þar allt mögu-
legt og skapar grunn undir framtíðarheill.
Fyrir nokkrum órum fékk Magnús að-
kenningu af slagi og lamaðist verulega,
°g af þeim afleiðingum andaðist hann
hinn 14 april s.l., eftir langa vanheilsu,
sem hann bar með spaks manns stillingu.
Þegar Magnús Jörgensson keypti Sands-
lóð af Hallgrími Jónssyni, var hún talin
að vera um 1000 ferfaðmar og var verðið
200 krónur. 1 því kaupi fylgdi ekki fjaran,
en þessi fjöruréttindi:
1. Malar- og sandtekja til eigin afnota.
2. Uppsátur og vergögn.
3- Timbur, sem á land rak og var yfir
3 álnir á lengt átti Hallgrímur.
Sandur er nú við Krókatún 4.
54- SrniSjuvellir.
Þar byggir fyrst Jörundur smiður Þor-
steinsson 1868. Er það ofanvert við Kirkju-
vallalóð og annað býlið,. sem reist er í
því hverfi á kirkjulandinu. Er ekki að efa,
nð með nafngiftinni hefur Jörundur smiðju
sma i huga. Var Jörundur og Bjarni Bryn-
jólfsson frá Kjaransstöðum aðal-smiðirnir
hér, en Bjarni byggir einmitt þetta sama
ar J átlateig, og býr þar síðan meðan hann
lifir. Jörundar smiðs verður síðar nánar
getið í öðrum þætti. Kona hans var Ingi-
hjörg Bjarnadóttir frá Melum í Melasveit.
ÞeiiTa börn voru: Bjarni, (smiður sem
faðir hans) og Ragnheiður, (saumakona).
Ekki munu þau systkini haf gifst.
Árið 1888 kaupir Jón Guðmundsson,
skósmiður Smiðjuvelli og er þar þangað
hl hann byggir Laufás 1901 og flytur
þangað. Jóns hefur verið getið i 5. tbl. I.
arg., og verður nánar getið siðar.
Guðjón Hinriksson kaupir Smiðjuvelli
igoi og hýr þar mjög lengi ásamt konu
smni, Lilju Guðmundsdóttur. Þeirra dóttir
er Guðný, kona Jóns Jónssonar frá Jaðri.
Guðjón og Lilja ólu upp Helgu, dóttur
Jóns og Guðnýjar. Hún tók við búi af
gömlu hjónunum, ásamt manni sínum,
Pétri Sigurbjörnssyni frá Blómsturvöll-
Urn. Lilja deyr 22. apríl 1931. Hún var
fædd á Svarfhóli í Svínadal, 5. júni 1848.
Guðjón andaðist 15. april 1938, og er
íæddur að Galtarvík 7. des. 1851.
Lilju á Smiðjuvöllum kynntist ég vel,
þvi að hún kom oft að Litlateig. Hún var
síkát og fjörug með spaugsyrði á vörum.
hlinnist ég aldrei að hafa hitt hana, nema
broshýra og káta.
Pétur mun hafa selt 1935, Finnboga
Sigurðssyni. Hann var fæddur að Litlu-
Seilu í Skagafirði 21. júní 1873. Hann bjó
áður í Tanga og kom þangað frá Reykja-
vík, en þar var liann um nokkur ár timbur-
akranes
afgreiðslumaður hjá Timbur- og kola-
verzluninni við Kalkofnsveg.
Kona Finnboga var Þuríður Guðjóns-
dóttir frá Seljateigi í Reyðarfirði. Börn
þeirra:
1. María, gift Sigurði Sigurbjörnssyni
og búa í Reykjavík. þau eiga 2 börn.
2. Sigurður, dáinn 24. febr. 1946.
3. Guðrún, gift Eiríki Þorvaldssyni,
Vesturgötu 90, þau eiga eina dóttur.
4. Guðjón, verzlunarmaður.
5. Pálmi, báðir hjá móðursinni á Vesl-
urgötu 73.
Sigurður sonur þeirra hjóna andaðist
1946, eins og áður var sagt. Hann var
harðduglegur ungur maður, vandaður og
vinnusamur, sem áreiðanlega hafði hugs-
að sér að verða móður sinni og systkinum
að liði í hinni liörðu lífsbaráttu. 1 því efni
varð lionum og mikið ágengt, þó að heils-
an bilaði ofsnemma, og þau yrðu af hon-
um að sjá. Hann hafði áreiðanlega erft í
ríkum mæli beztu kosti foreldranna.
I>uríður er liin mesta myndar kona,
þrifin, dugleg, dul en drenglynd. Finnbogi
andaðist 4. marz 1936. Hann var vel
greindur, óvenjulega nákvæmur og sam-
vizkusamur, húsbóndahollur, orðvar og
ágætur í alla staði.
Næst kaupir Daníel Friðriksson Smiðju-
velli, en er þar ekki lengi. Hans verður
nánar getið síðar í þessum þáttum. Þá
kaupir Hjörtur L. Sigurðsson, skósmiðs
Halldórssonar. Kona hans var ÁstaSigur-
björg Sigfúsdóttir, frá Brekkukoti. Þau
hafa skilið samvistir, en eiga tvær dætur,
Ölöfu Líndal og Sigríði Geirlaugu.
Áriði 94.6 eru Smiðjuvellir keyptir af
Ástu Sigfúsd. til þess að leggja til lóðar
hins nýja sjúkrahúss í samræmi við hið
nýja skipulag. En húsið selur sjúkrahús-
stjórnin aftur f’orsteini Magnússyni, með
loforði um að það megi standa, þar til
sjúkrahúsið þurfi sjálft að nota lóðina.
Lengi nokkuð var bærinn nefndur
Smiðjuvöllur, en breyttist síðar í Smiðju-
vellir.
1 10.—12. tbl. VI. árg., þar sem 2. kafla
líkur, eru að síðustu talin öll þau býli,
sem getið var í þeim kafla. Þar er enn-
fremur kort af Skaganum, þar sem sýnt
er hvar þessu umræddu býli hafa staðið.
T þessu sama blaði — í niðurlagi þessa
kafla stendur svo: „Línan þvert yfir Skag-
ann er merkjalína. Þar liggur nú gatan
Akurgerði.“ Þessi skekkja leiðréttist hér,
og á að vera MerkigerSi.
I þeim kafla sem hér er að ljúka
(1840—1870) hafa eftirtalin býli bygst:
36. Sandabær (Byggður 1841, fór í eyði
1908).
37. Vegamót (Byggt 1843, þau eru enn
til).
38. Garðhús (Byggð 1845, á sama stað
var byggt steinhús 1947, og er við
Suðurgötu 36).
39. Teigabúð (Byggð 1843, fór í evði
1900).
40. Hreppsbúð (Byggð 1850, fór íeyði
1868).
41. Bjarg I. (Byggt 1852, er enn til).
Bjarg II. (Byggt 1883, og er enn til).
42. Sandgerði (Byggt 1855, er enn til,
og er við Suðurgötu 60, en á að
hverfa eftir hinu nýja skipulági).
43. Hlið (Byggt 1855, er við Suðurgötu
og er enn til).
44. Traðarbakki (Byggður 1856, er við
Akurgerði 5, og er enn til).
45. Halakot (Byggt 1857, fór í eyði
1936).
46. Efstibær, I. og II. (Byggðir 1860,
og eru enn til).
41