Akranes - 01.03.1949, Page 18

Akranes - 01.03.1949, Page 18
Siómannastofan á Akranesi tók til starfa 6. marz 1949 I. Vígsla heimilisins hófst með hátíð- legri athöfn fyrir almenning kl. 14.00, sunnudaginn 6. marzs. Ólafur B. Björnsson, forseti bæjarstjórn- ar hélt ræðu og afhenti húsið af hendi bæjarins til þessa starfs. Hann rakti að- draganda og gang byggingarmálsins og gat um ýmsa erfiðleika, sem við hefði verið að etja um efnisútvegun og áhalda, sem mikið hefði seinkað þeirri starfrækslu, sem hér átti að hefja. Næstur talaði af hendi sjómanna Svein- bjöm Oddsson, stjóraarmaður í Verka- lýðsfélagi Akraness. Þakkaði hann þessa framkvæmd, og gat um nauðsyn og gagn- semi slíkrar stofnunar fyrir sjómenn, heima og heiman. Hann gat um þá mann- bót og menningarbrag, sem þetta heimili ætti og þyrfti að geta orðið þeim, sem þangað þyrftu að sækja. Þá hélt sr. Jón Guðjónsson sóknar- prestur fallega vígsluræðu og lýsti og bað blessunar yfir hús og það starf, sem væri nú verið að hefja. Nokkrir menn úr karlakórnum Svanir sungu þessi lög undir sjóra Geirlaugs Ámasonar: Mikli Drottins dýrð sé þér. Akranes, kvæði eftir Bagnar Jóhannes- son skólastjóra. ísland Hrafnistu menn (lag Inga T. Lárussonar). Heyrið morgun söng á sæniun. Faðir andanna, og Joks Island ögrrnn skorið. II. Kl. 5 þennan sama dag bauð stjórn Sjómannastofunnar, bæjarstjóm og stjóra- um ýmsra félagssamtaka í bænum, sem næst standa þessu starfi til kaffidrykkju í tilefni dagsins. Eftirtaldir menn og kon- ur héldu ræður í hófinu, þar sem þeir í eigin nafni og félaga sinna færðu heim- ilinu kveðjur og árnaðaróskir og gjafir: 1. ÍJtvegsmannafélag Akraness gaf vandað útvarpsviðtæki. 2. Friðrik Hjartar skólastjóri flutti kveðjur Rótaryklúbhs Akraness, sem gaf heimilinu útskorna vegghillu. 3. Hálfdán Sveinsson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, flutti kveðjur félags- ins, sem gaf vandað skrifborð. 47. Melur (Byggður 1864, er enn til). 48. Krókur (Byggður 1864, er enn til og yerður við Krókatún). 49. Hákot (Byggt 1863 eða '64, er enn til, og er nú við Kirkjubraut 28). 50. Litlabrekka (Byggð 1865, er enn til, og er við Heiðarbraut 33). 51. Kirkjuvellir (Byggðir 1867. Eru enn til, eri eiga að hverfa samkv. hinu nýja skipulagi. Þar hefur nýja sjúkrahúsið verið reist). 4. Vilborg Þjóðbjörnsdóttir, formaður Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins flutti kveðjur síns félags, sem gaf heimilinu tvo þríarma kertastjaka. 5. Ragnar Jóhannesson skólastjóri flutti kveðjur og árnaðaróskir Gagnfra'ðaskól- ans og Stúdentafélagsins, og afhenti frá félaginu gjöf til heimilisins, 2 skáktöfl. 6. Sr. Jón Guðjónsson afhenti heimil- inu að gjöf frá sér og frú sinni bibiíur r, þremur túngumálum (íslenzku, dönsku og ensku), ásamt fallegri hillu. Voru jiær áritaðar af honum og viinað í tvo ritn- ingarstaði, er hann las en allir viðstaddir risu úr sætum sínum á með-\n. 7. Sr. Jón Guðjónsson flutti og kveðju Slysavarnadeildarinnar Hjá’.pin og af- henti frá deildinni tvær fánastengur og likan af Björgunarskútunni Sæbjörgu. 8. Friðjón Runólfsson talaði lyrir hiind Stúkunnan Akurblóm og fa^rði heimiLinu gjöf frá henni, fánastöng með I.O.G.T. fána á. Auk þessara gjafa og ávarpa fluttu eftirtaldir ávörp og árnaðaróskir heimil- inu til handa: Guðmundur Guðjónsson, f. h. Skipstjórafélagsins Hafþór. Griðlaug- ur Einarsson bæjarstjóri af hendi Akra- nesbæjar. Jóhann S. Jóhannsson af hendi Sjómannadeildar Verkalýðsfélagsins. Jó- hann B. Guðnason af hendi Sóknarnefnd- ar Akraneskirkju. Niels Kristmannsson af hendi Ungmennadeildar Slysavarnadeild- arinnar Litla höndin. Þá flutti hinn há- æruverði preláti séra Friðrik Friðriksson kveðjur sinar og árnaðaróskir til handa þessari stofnun. En hann var fyrsti maður (fyrir aldamót), sem hér á landi vakti athygli á nauðsyn og gagnsemi þessa starfs og stofnaði og starfrækti í sambandi við K.F.U.M. í Reykjavík hinn fyrsta vísir til þessa starfs þar. Að lokum þakkaði Ölafur B. Björnsson fyrir hönd Sjómannaheimilisins allar hinar ágætu gjafir, velvilja og árnaðar- óskir, sem hér hefðu verið fram bornar, svo og annan stuðning og velvilja, sem starfseminni hefði þegar verið sýndur. 52. Litliteigur (Byggður 1868. Er enn til, en á að byggjast upp á sömu lóð, við sanmnefnda götu). 53. Sandur I. (Byggður 1868, er enn til, og er nú við Krókatún 4). 54. Smiðjuvellir (Byggðir 1868, stendur enn sbr. það sem hér að framan segir). Næsti kafli — sem vonandi hefstr i næsta blaði — er 4. kafli, 1870—1900, og heitir: Byggingar batna. Hann bað viðkomandi að flytja kveðjur stofnunarinnar og þakklætj fyrir allar gjafirnar og margvíslega sýndan velvilja. Forstöðukona heimilisins hefur verið ráðin ungfrú Svanlaug Jónsdóttir og með henni hefur og verið ráðin ungfrú Sigur- laug Sigurðardóttir. Að lokum bað Háldán Sveinsson, sem var veizlustjóri, alla að rísa úr sætum og hylla sjómannastétt Akraness og Akranes- bæ með ferföldu húrra. I samsætinu, sem fór hið bezta fram, var mjög mikið sungið; Undirleik annaðist Geirlaugur Árnason. Ólafur Hvanndal sextugur Hugsjónamenn og brautryðjendur faræ tiðum svo geyst, að samtíðin fylgist ekki með þeim og viðurkennir ekki „frum- hlaup“ þeirra fyrr en seint og síðar meir. Hún togar stundum svo verklega í þá, að framkvæmdum seinkar, eða þær komast jafnvel aldrei í framkvæmd. Ólafur Hvanndal er listrænn hugsjónamaður og mikilsverður brautryðjandi í prentmynda- gerð hér á landi. Á vegi hans urðu margir erfiðleikar og hann varð — eins og hans líkar — að glíma við skilningssljóa sam- tíð. Þegar hann var að nema prentmynda- gerð í útlöndum og brjótast í að flytja þessa mikilsverðu nýung heim, þá svalt hann, eins og margir íslenzkir námsmenn hafa orðið að gera, — þar til þá síðustu áratugina.' — Ólafur Hvanndal var svo langt á undan tímanum, að þegar hann kemur heim með nýtízku prentmyndatæki, vantaði enn raf- Ijósatæknina til þess að þetta gæti tekizt. Fyrst í stað var því ekki hægt að framleiða myndamótin nema þegar til sólar sást. Skammdegið var því eyðilegt fyrir blaða- og bókaútgefendur. Rafmagnið kom til- tölulega fljótt, svo nú var hægt að vinna nótt sem dag, einnig í mesta skammdeginu. Atorka Ólafs og umbrot öll til þess ao koma þessari hugsjón sinni í framkvæmd — utanlands og innan — kostaði liann heilsuna. Þannig hefur þetta ávallt verið, að menn urðu að láta lífið eða eitthvað af heilsunni til þess að koma hugsjónum sínum að meiru eða minna leyti í fram- kvæmd. Á þann veg hefur svo að segja hver kynslóð fjölda „morða“ á sinni sam- vizku. Frá sjónarmiði hugsjóna- og lista- manna er ekkert of dýru verði keypt til þess að verkefni þeirra geti orðið að veru- leika, samtíð og framtið til gagns og gleði. Ólafur Hvanndal átti sjötugs afmæli 14. marz s. 1., og í haust verður prentmynda- gerð hans 30 ára. Ég óska honum til ham- ingju og blessunar með hvort tveggja. Ó.B.B. 42 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.