Akranes - 01.03.1949, Side 21
ANNÁLL AKRANESS
Gjafir og greiðslur til blaðsins,
sem það þakkar innilega.
Sigurður Magnússon skipstjóri Reykjavík, go
kr.. Fró Bergþóri Þoi-i'aldssyni stórkm., umfram-
grcúðsla 20 kr., fró gömlum Akurnesing, sem
ekki vill láta nafns sins getið, 60 kr.. Gisli Eggerts-
son skipstjóri Krókvelli, 100 kr.. Sveinn Tryggva-
son mjólkurfræðingur, umframgreiðsla 60 kr., Jón
Ölafsson Bræðraborgarstíg 24 Rvk., 100 kr..
Stefán Bachmann Hafnarfirði, 25 kr.. Frá Guð-
mundi Gunnarssyni Steinstöðum, f. 1949, 100 kr.
brá kaupm. Magnúsi Magnússyni Hellusundi
Rvk., 50 kr. Ólafur Guðmundsson lögregluþjónn
Rvk., umframgreiðsla 40 kr.. Sr. Jón N. Jóhannes-
en, f. 1949, go kr.. Jónas Þorvaldsson skólastjóri
Ólafsvík, greitt til og með 1950. Ólafur H. Matt-
hiasson endurskoðandi, greitt 100 kr.. Stefán Stef-
ansson Siglufirði 50 kr.. Jón Sigurðsson hafnar-
vörður 100 kr.. Ólafur A. Guðmundsson kaupm.
Reykjavík, 50 kr.. Sigurður Sumarliðason skip-
stjóri Akureyri, go kr.. Frá frú Emeliu Þorsteins-
dóttur f. 1949, 50 kr..
Afli Akranesbáta
á vertíðinni 1949:
sjóf. kg- lifur ltr.
1 • Sigurfari ... 66 537,350 35,930
2. Böðvar ÖO 497,88.5 34,100
3- Farsæll 62 475,703 31,890
4- Keilir 6l 472P95 32,755
5- Sveinn Guðm.s. ■ ■ • 57 408,680 29,745
6. Aðalbjörg 6l 401,700 25,805
7- Sigrún • ■ • 59 401,785 26,640
8- Valur ... g6 379,345 25,740
9- Fram 6l 374,805 25,320
10. Fyjkir • ■ • 53 349,655 22,895
11. Ólafur Magnúss. ■ • ■ 59 342,130 23,835
12. Bjarni Jóhanness. ■ • 59 335,390 23,765
1 3- Ásmundur .... ... gi 334,175 23,020
14. Svanur • ■ ■ 55 303,035 21,435
ig. Hrofna ... 46 284,435 18,510
16. Xoorsteinn ... 49 260,315 18,025
17- Ásbjörn ... 47 257,685 17,980
18. Haraldur 40 180,310 11,395
Aðkomub., tryllur og stubbar . 90,260 3,805
6,686,540 452,590
1002 sjóferðir. Aflinn er miðaður við slægðan
fisk, með haus.
Til samanburðar 1948, voru bátarnir ig, en
aflamagnið 5,657,620 kg. En vegna Hvalfjarðar-
síldveiða Jiá, byijuðu sumir þeirra ekki fyrr en
seint í marz. Þá var lifrarmagnið 412,231 litir.
Fiskimjölsframleiðslan var nú í ór rúm goo tonn.
Hjónabönd:
9. apríl Ungfrú Sólrún Ingadóttir, Reykjavik og
Ásmundur Guðmundsson málari, Laugar-
braut 2g.
16. — Ungfrú Maria Jakobsdóttir, Suðurgötu 78
og Magnús Þorsteinsson bílstjóri Reyk-
hólum.
Dánardægur:
IJinn 14. april s.l. andaðist Magnús Magnússon,
smiður á Söndum eftir langa vanlteilsu.
Hinn 16. apríl andaðist é Elliheimilinu liér
Þórunn Sigurðardóttir, lengi búanda í Melaleiti,
kona Guðmundar Ásgeirssonar. Hún var háöklruð
kona, f. 20. júli 1864, ó Hurðarbaki i Svinadal.
Hún hefur verið sjúk um fjölda ára.
Skátar og skóli biðja um messu.
Á sumardaginn fyrsta óskuðu skátar þess við
sóknarprestinn sr. Jón M. Guðjónsson, að hann
héldi skátamessu fyrir þá i kirkjunni.
Fyrir alllöngu siðan óskaði skólastjóri Gagn-
fræðaskólans þess að nemendur skólans gengju
allir til kirkju og hlýddu messu. Af ýmsum or-
sökum gat ekki orðið af þessu fyrr en sunnudag
24. april. Komu allir nemendur skólans i skrúð-
göngu til kirkjunnar.
I allri upplausninni og agaleysinu, er það þakkar
vert — og hin mesta nauðsyn — að skólarnir sinni
meir en verið hefur hinum andlegu málum, og
taki virkan þótt í kirkjulegu og kristilegu starfi.
öllum þeim ber heiður og þökk.
Eyvindur Valdimarsson.
Hann mun vera fyrsti Akurnesingurinn, sem
lokið hefur verkfræðinámi. Hefur hann um mörg
undanfarin ór stundað þetta nám við háskólann i
Stokkhólmi og tekið )>ar próf með heiðri. Hann
er fyrir skömmu kominn heim ásamt konu sinni,
en þau munu til að byrja með setjast að i Reykja-
vik, ]>ar mun Evvindur ]>egar liafa fengið eitthvað
starf.
Þorláltur þreytti.
Leikfélag Akraness hefur starfað af miklum ó-
huga og dugnaði í vetur. Er þetta annað stór
leikritið, sem það sýnir í vetur. Hefur aðsókn
verið sæmileg, og talið að meðferð leikenda sé
i stöðugri framför.
Skríll.
Það yrði mörgum Islendingi sársaukaefni, ef
heimfæra mætti þessa yfirskrift upp á fleiri eða
færri landsmenn. Ef skrilslæti færu að verða hér
tiðir viðburðir. Þvi miður verður því ekki neitað,
að yfirskriftin ætti við villimennsku þá, sem átti
sér stað á Austurvelli og fyrir framan Alþingis
húsið, miðvikudaginn 30. marz s. 1. þroskað fólk
eða siðmenntað hagar sér ekki Jiannig. Vonandi
veiðui' þetta einstætt fyrirbrigði með vorri þjóð.
Það voru vist einu mistökin af hendi lögreglunnar
við þetta tækifæri, að örfáir af hinum mikla mann-
fjölda, sem þarna var, gátu heyrt eða vitað um
óskii eða skipanir hennar, svo lélegt var taltæki
það, er hún notaði til tilkynninga. Hitt þótti mér
vænt um, hve góðan vitnisburð lögreglan fékk af
munni eins þeirra, er hún handtók þennan dag,
og sat i haldi hjó henni um nóttina. Hann sagðist
verða að viðurkenna og sér væri það ljúft, að
hann hefði ekki séð lögregluna beita bareflum eða
neins konar valdi við aðra en þá, sem höfðu sig
þarna i frammi. Hélt ég ])ó. að erfitt hefði verið
að fyrirbyggja i þessum þrengslum, að ekki gildu
óverðugir.
Þetta var nú utan dyra ]nnghússins. En hvað
gerðist svo innan dyra? Fyrr um daginn og einnig
um það leyti, sem bardaginn geisaði úti, hvað
nokkuð liafa skort á virðulegan flutning og glæsi-
brag sumia þingmanna, og þeim sjálfum, þingi og
þjóð til litils sæmdarauka. Vonandi verður langt
að bíða þess, að slikir atburðir endurtaki sig þar
úti eða inni. En hvað sem því liður, fer nú mælir-
inn sjálfsagt að verða fullur um takmarkalausa
eyðslu, agaleysi og oflátungshátt allt of margra
þjóðfélagsþegna, til þess að vér getum verið ör-
uggir og óttalausir um frelsi og framtið þjóðar-
innar. Ekki utan fró, heldur að innan, frá oss
sjálfum.
Myndin af Borg á Mýruni
á forsiðu seinasta blaðs, var tekin af þáverandi
sóknarpresti þar, sr. Bimi Magnússyni, núverandi
dósent.
Haf nf irðingar!
Vinsamlegast greiðið blaðið sem allra fyrst til
hr. Stefóns Bachmanns afgreiðslumanns, Gunnars-
sundi 3.
Prentvillur í síðasta blaði:
Á bls. 12 í síðasta blaði, 1. dálk í upphafi 5.
línu, á að vera 770 ár o. s. frv., en ekki 700 ár.
Á bls. 13 hefur orðið mikið linubrengl í sam-
bandi við prestatal í Reykholti og á Borg á Mýrum.
Á eftir Vernharði I’orkelssyni, neðst í fyrra
dálki, á að koma næst, nafn Jóns Þorvarðssonar,
1862, og áfram, til og með Einar Guðnason 1930.
l^ar é eftir átti svo að koma Prestatal á Borg. Á
eftir Þorsteini Þórarinssyni 1680, á svo að koma
efsta nafnið, Jón Eyjólfsson eldri 1681 og áfram.
Smáletursklausan ótti svo vitanlega að vera lokaorð
i sambandi við prestatalið á báðum stöðum, eins
og hún líka ber með sér.
1 sambandi við annál, þar sem getið er um
hjónaefni, á að vera Stefán Teitsson, en ekki Teitur
Stefánsson. _______
I greininni uin „Vestfirzkan framburð,“ ó bls.
2, á að lesa: „framan af langa tanga,“ og „sjóinn
(ekki sjórinn) skefur." 1 erindunum á bls. 18
(„Um palladóma“ á fyrsta lína að vera: „Þó að
kólni, þó að kveldi"; upphaf fjórða erindis:
„Hljómi hún vitt og hljómi lengi“; en fyrri helm-
ingur síðasta erindis: „Tóna svanur, þakkir þjóðar
þér eru sendar nú, i dag.“ Komma á eftir „nú“ má
ekki missast, þvi að „í dag“ er þarna blétt áfram til
áherzlu.
1 9.—12. tbl. 1948, er litil prentvilla í greininni:
Kveðja skáldsins til þjóðarinnar. Á bls. 112 i
Ijóðlinunni: Hvers manns starf er vald í meðferð
þjóðar. Á að vera svo: Hvers manns starf er vald
í velferS þjóðar.
Prýðum bæinn.
Hreinsið lóðir og lendur og lagfærið girð-
ingar. Styðjið viðleitni þeirra, sem eru með
trjá- og blómrækt. Kennið börnunum að
bera virðingu fyrir fegrun bæjarins og
háttprýði í hvívetna.
Hendið ekki rusli eða óþverra ofan fyrir
bakkana, nema að sjórinn nái þvi.
Þeir, sem skulda blaðið eru vinsamlegast beðnir
að senda greiðslu sem fyrst.
Vinnuskólinn.
Aðsókn að skólanum hvað vera mjög inikil.
Skurðgröftur.
Vel gengur að grafa hinn mikla skurð liér
innan við bæinn. Eru hin miklu rör, sem í hann
eiga að fara fullgerð. En í þann skurð á að veita
skolpi og yfirborðsvatni af öllum uppskaganum.
AKRANES
45