Akranes - 01.11.1949, Page 2
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóöum og lausu máli
Grnntvig og fsland
Árið 1906 voru íslenzkir alþingismenn á ferð
í Danmörku og komu þá í heimsókn á hinn
fræga Askov-Lýðháskóla, en það var hinn 24.
júlí þetta ár. Við það tækifæri hélt próf. L.
Schröders alllanga ræðu. Þar sem ræða þessi er
all merkileg, verður til gamans teknar úr henni
og birtar hér örfáar glepsur. Að upphafi segir
Schröder: „Gruntvig kennir sig svo í einu riti
sinu frá árinu 1838, þar sem hann er að bera
sig saman við höfuðskáldin dönsku sem þá voru
uppi, að hann sé „Bragi hinn íslenzki." Sú hugsun
kemur hvað eftir annað fram hjá homun, (þ. e.
Gruntvig) að margt væri likt með honrnn og
hinum fomu Islendingum." Þegar hann var 18
ára gamall, var það félagi hans N. P. Skovgaard,
sem vakti eftirtekt hans á íslenzku bókmenntunum
fomu. Lærði hann að skilja málið og sökkti sér
því næst niður í Heimskringlu og Eddumar. Það
er ljóst, að Eddumar hafa gagntekið hann. „Gmnt-
vig kemst svo að orði á einum stað: „Framan af
leit ég á allt mannlífið í sjónargleri goðsagnanna,
allt sem ég talaði og ritaði snerist um þann ásinn.“
Síðar kveður hann svo upp þennan dóm tun
Heimskringlu: „að eigi hafi enn þá birzt lýsing
á mannlifinu í heiminum jafn auðveld, jafn
skemmtileg, jafn grandvör og jafn sannsöguleg."
Enn tekur Schröder upp eftir Gruntvig: „Á Is-
landi hófst „norrænt lýðveldi" þótt fámennt væri,
og er oss skylt að veita því hina mestu eftirtekt
og allur heimurinn á að festa sjónir á því, því
að þar endurfæddist „æskulífið" í eldgömlum
búningi, og þetta „æskulíf," sem svo óvænt skaut
upp úr íshafinu, hafði hin stórvægilegustu áhrif
á öll Norðurlönd, þó að auðvitað Noregur yrði
hvað mest fyrir þeim, og það um fullar þrjár
aldir. Um það aldaskeið átti það sér stað, að ís-
lenzku óðalsbændumir veittu sonum sinum svo
afburða gott uppeldi, að þeir stóðu stómm ofar
frændum sinum í konungsríkjum Norðurlanda í
hvers konar „menning" sálar og líkama.“
Áminnst ræða birtist í heild í 15. tlb. Nýs
Kirkjublaðs, 1906.
Prédikanir í veraidlegu blaði
„Nýung hefur það þótt vestra hjá löndum,
er Heimskringla fór að flytja prédikanir eftir
séra Friðrik Bergmann. Prédikanimar verða 12
að tölu. Prentaðar eftir að fluttar eru, í vetur
sem leið. Vonandi verður bók úr þvi.
Það er mjög gleðilegt tímanna tákn, fari verald-
leg blöð, meir en áður, að sinna kristindóms-
málum. Og það lánast þegar flytjendur kristin-
dómsins ná hugsun og skilningi nútiðarmanna.
Og þá væm ekki kirkjuraar lengur tómar hjá
oss, að minnsta kosti ekki í fjölmenninu.“
(Þessi klausa er tekin úr Nýju-Kirkjublaði, 11.
tlb. 1910.)
„Sleppið öllum röngum metnaðia
(tfr alþingissetningarræðu, er sr. Friðrik Frið-
riksson flutti í dómkirkjunni 1907, og birt er í
Nýju-Kirkjublaði, 13. tlb. 1907.)
.... „Sleppið ölltun röngum metnaði, úlfúð og
tortryggni, minnist þess, að augu Guðs vaka yfir
þingsölimum og horfa inn i hjörtu yðar og vega
með réttlæti allt, sem þér hugsið og segið. Segið
þá ekkert, né gjörið og hugsið, sem er á móti
Guðs heilaga kærleiksvilja. Því að það er inn
leið á móti sannri hagsæld, frelsi og blessun
þjóðar vorrar. Setjið allt yðar traust til hins eilifa
konungs á himnum.“ ....
Hörður Ágústsson málari
Ég kom á málverkasýningu Harðar Ágústssonar,
sem haldin var í Reykjavík í septembermánuði
s. 1. Þar inni var maður, sem sagði: „Undarlegt
er að kalla þetta málverk11. Af frekara samtali
við mann þenna, var auðheyrt að honum fannst
þessi setning eiga við marga aðra af okkar yngri
málurum. Því miður er þetta ekkert óeðlilegur
dómur og sjaldan hvatskeytslegur, því oftast em
þessi málverk — ef hægt er að kalla þau því
nafni — hrein vitleysa, ljót eða lítilfjörleg. —
Á sýningu Harðar er fjöldi mynda af þessu tagi.
Hins vegar er því ekki að neita, að t. d. á mig
verkar hún á allt annan veg en ýmsar aðrar
sýningar þessara „abstrakt" málara, og þar liggur
þetta til gmndvallar: Að innra með honum búi
þó einhver listrænn smekkur og þroski, sem sér-
staklega má marka af þessu tvennu: Hve létt
honum virðist um að teikna. Og hve öfgalaus hann
er í meðferð lita. Því þegar staðið er í miðjum
sal, og maður virðir fyrir sér sýninguna í heild,
þá virðist manni, miðað við litaval og meðferð
þeirra, að hér gæti verið tun málverkasýningu
að ræða.
Gagnvart þessum unga manni vildi ég því mega
vona að með honum búi listrænir hæfileikar, sem
eigi eftir að vaxa frá allri „abstrakt“-vitleysu, til
fullkominnar æðri málaralistar, sem verði honum
sjálfum og þjóð hans til vegs og sæmdarauka.
★
Enn kasta margir fram stökum.
Einar Þórðarson frá Innri-Skeljabrekku í Anda-
kil, hefur nú um meira en 20 ára skeið verið
búsettur í Reykjavik. Einar er greindur maður
og grandvar, reglusamur og ráðdeildarsamur. —
Lengst af veru sinni í Reykjavík hefur hann
verið starfsmaður hjá Olíuverzlun Islands h.f., um
margra ára skeið innheimtumaður.
Einar er hógvær maður og hefur sig lítt í
frammi. Hann er ágætur hagyrðingur, þótt eigi
haldi hann sliku á lofti. Minnugur er hann og
margfróður og hefur sérstakt yndi af laglegum
ljóðum. Hann hefur um tugi ára safnað ljóðum
og lausavisum, prentuðum og óprentuðum. Á
Einar nú þegar svo mikið safn, að það fyllir
50 stærri og minni skrifaðar bækur. Hann er
nú að ganga frá höfundaskré. Hún er ekki nærri
fullgerð, en þó em þar þegar skrásett um 600
höfundar. Þeir em hvaðanæva aflandinu; kvæðin
og visumar um hin margvíslegustu efni og at-
burði, menn og málefni. Hér er því áreiðanlega
um merkilegt safn að ræða, sem Einar hefur
varið til öllum frístundum um tugi ára, sem
einnig hefur kostað hann allmikið fé. Því auk
þess sem hann hefur ferðast til fjarlægra héraða
í þessu skyni, hefur hann keypt lista skrifara til
að hreinrita þetta og færa inn í fyrrgreindar
hækur. •
Eins og að var vikið, er Einar sjálfur ágætur
hagyrðingur. Til sannindamerkis um það hafði
ég út úr honum nokkrar lausavísur, sem hér
fara á eftir.
Veturinn 1928-29 var framúrskarandi bliður og
góður. Þá orti Einar þessar vísur:
Ársins geymast minning má
manns í fersku lyndi.
Geisla brosin blika á
björtum fjallatindi.
Vetrartíðin var einstök,
vellir þýðir gróa.
ömuðu lýði engin hrök
eða hríðar snjóa.
' : 1' ,1 ?§
Foldar gróa fögur strá
fágætt þó á vetri.
Kemur Góa engin á
eyju snjóa betri.
Flestra manna er fyrir spá
frekt það sanna lýkur.
Okkar fanna fróni á
fæst ei annar slikur.
Minning varla máist því
mín, við hjalla grænum.
Liljur allar laugast i
ljúfum fjallablænmn.
Gaman og alvara
Þau voru á dansleik saman og dönsuðu skottis
af miklum móði. Hún var gildvaxin og sterkleg
en hann mjósleginn og visinn. Allt í einu heyrðist
lágur brestur og hún hvislaði að honum:
„Nú braut ég víst vindil í vasa þínum, vinur.“
„Nei,“ svaraði hann, „það var bara rif, sem
hrökk.“
★
Hann gekk hálfboginn á götunni i rökkrinu
og leitaði í ákafa. Sneri við annað veifið og leitaði
sömu leið til baka. Fólkið þyrptist að, og tók þátt
í leit mannsins. „Týndirðu einhverju?“ spurði
fólkið. „J,“ svaraði maðurinn vesaldarlega. —
Nokkrir tóku upp eldspýtur og reyndu að lýsa
upp leiðina. Þá var hann loks spurður, hverju
hann hefði týnt. „Við skulum hætta þessu,“ sagði
hann, því að við finnum hana aldrei.“ „Hana
hverja?“ spurðu hinir hjálpsömu samborgarar.
„Eldspýtuna, sem ég missti niður,“ svaraði maður-
inn, og gekk leiðar sinnar dapur í bragði.
★
Hugrakkari í svefni.
Hann: „Mig dreymdi í nótt, ungfrú
Rósa, að ég kyssti yður. Hvað haldið þér
að það tákni?“
Hún: „O-ekki annað en það, að þér séuð
hukrakkari í svefni en vöku.
★
ÞaS gengur og gengur ekki.
„Hvemig likar dóttur þinni hér í Am-
eríku?“ sagði vinkona konu einnar, sem
hafði komið landflótta frá Evrópu, við hana.
„Prýðilega", sagði konan hrifin. „Hún
giftist ameriskum manni, sem lijálpar henni
við húsverkin. Hann þvær upp, lítur eftir
barninu, þegar hún þarf að fara út og
gerir allt mögulegt fyrir hana.“
„En hvemig gengur það fyrir syni þín-
um?“ spurði vinkonan.
„Æ, veslings drengurinn hann á ekki
gott,“ stundi konan. „Hann kvæntist am-
erískri stúlku og verður að gera húsverkin
fyrir hana. Hann verður að þvo upp, líta
eftir baminu, þegar hún þarf út og gera
allt mögulegt fyrir hana.“
122
AKRANES