Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 3
jólan na
V-_____________________:___
Engill
Ræða ílutt i Akraneskirkju aðfangadag
jóla 1926, af sr. Þorsteini Brieni
prófasti.
Engill jólanna liður ylir landið. Á þeim
tima, sem faestir vilja vera á ferð svífur
hann á ósýnilegum vængjum yfir fjöll
og fjörðu, frá byggð lil byggðar. Vetrar-
stormarnir stöðva hann eigi á flugi sinu,
og hret og hreggviðri hefta eigi för hans.
Hann kemur þegar sumarskrautið er
horfið, þegar fuglakliðurinn er Jtagnaður,
þegar allur náttúrunnar ytri Itlómi er
fölnaður og seldur á vald dauðans, — þá
kemur hann, engill jólanna, liður yfir
láð og lög, og boðar lifið og ódauðleik-
ann.
Engill jólanna er lífbóÖi! Horfið ekki
á hrörnunina og fölvann. Litið ekki á
dauðann og hans herfang. Lítið upp til
hans, sem er lifið og gjafari hfsins, þvi að
konungur lífsins er fæddur á jörðu. —
Þetta er boðskapur jóla engilsins.
Hann kemur mitt i skammdegissorlan-
urn, þegar nóttin virðist hafa unnið sigur
yfir deginum, þegar myrkrið sýnist vold-
ugra en ljósið, þegar sólin er viðast horf-
in bak við fjöllin, og vér njótum aðeins
örskamma stund birtu hennar, þá kemur
hann, engill jólanna, með birtu í fangi og
boðar hið eilífa Ijós, ljós sem ekkert dylst
fyrir, 1 jós sem ekkert fær skyggt á, ljós
sem brýzt gegn um hina dimmustu nótt
og brýtur ldekki myrkranna, sem brunn-
inn foráð.
Engill jólanna er Ijósboði. Lítið upp
móti ljósinu og fagnið komu þess, allir
lýðir. Ljósið hefur unnið sigur yfir myrkr-
inu. I austri skin hin skæra stjarna þess,
fæðingarstjarna ljóssins, Betlehemstjarn-
an, og geislar hennar breiðast yfir jörðina,
lýsandi, vermandi og gleðjandi, hvar sem
þeir geislar skína inn i hjartað. Sólnanna
sól er upprunnin! Hún skin jafnt yfir sorg
sem gleði, æsku og elli, og jafnt yfir hreysi
kotungsins, sem hallir konunganna. Verið
því glaðir og fagnið því, að konungur ljóss-
ins er i heiminn borinn. Þetta er boðskap-
ur jóla-engilsins.
Hann kemur sem ljósboði i skammdeg-
ismyrkrunum. I skammdegi lífsins, þeg-
ar margvisleg ský ög fjöll skyggja á gleði-
sól vora, þá skin oss þessi sól, þá ljómar
oss birtan frá honum, sem bregður geisl-
um huggunar, gleði og vonar yfir allt
dimmt og napurt. — Ekkert hjarta er
svo sorgmætt, engin vonbrigði eru svo
sár, að engill jólanna fái ekki brugðið
yfir þau himneskum bjarma, þar sem
lionum er viðtaka veitt.
Engill jólanna liður yfir land vorl
þegar vetrarstoimarnir æða i veldi sinu,
þegar hýbýli vor hafa nýlega skolfið og
titrað. Þegar hafið liefur í æðandi brim-
gný sínum sogað til sín mannslífin hér
VIII. árg. — nóv. - des. 1949 — 11-12 tbl.
OIgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ÖLAFUR B. BJÖRNSSON
'lfgreiðsla: MiSteig 2, Akranesi.
PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANES8 H.F.
skammt frá oss og jafnvel ógnað þeim
sem á landi búa, — þegar höfuðskepn-
urnar hafa leikið óbundnum æðisgangi
mitt i veldi skammdegismyrkranna, þá
kemur hann, engill jólanna, að boða hvíld
og kyrrð og frið á jörðu, — frið í kirkju,
frið á heimilum, frið í mannlegum hjört-
um.
Engill jólanna er fi'iðarboði. Þessa vilj-
um vér minnast með orðum skáldsins um
jólanóttina:
Haígl og hljótt heilaga nótt
faðmar þú frelsaða drótt,
plantar þú lífsfræ um hávetrarhjarn
himnesku smáljósi gleður hvert barn.
Friður um frelsaða jörð!
Þess er ljúft að minnast, og fagurlega
að orði komizt hjá skáldinu, að eins og
móðirin faðmar að sér órólegt barnið sitt,
og eins og deilugjörnu systkinin, eiga öll
athvarf í sama móðurfaðminum, eins fel-
ur nóttin heilaga, jólanóttin, oss óróleg
og deilugjörn í friðarfaðmi sínum. Og eins
og systkinin halla sér sátt og glöð að móð-
ur brjóstinu, og gleyma þar deilumálunum,
þannig er og eins og mennirnir gleymi
jafnan um stund deilumálum dagsins,
þegar nóttin hin heilaga breiðir faðm sinn
út yfir löndin. Hægt og hljótt faðmar hún
að sér eins og skáldið segir, frelsað mann-
kyn, með sinn himneska frið, og heilögu
ró, — frið og ró fyrir hjartað. — Hvernig
sem baráttan ólgar — og hVernig sem
stormarnir stríða umhverfis oss, þá getur
J)ó sá friður sem frelsarinn flutti oss með
fæðingu sinni, búið hið innra hjá oss, i
hjörtum vorum.
Það er og fögur líking hjá skáldinu, er
hann talar um nóttina helgu, sem gróðr-
ardis, er plantar lífsfræ Drottins út um
hávetrarhjarnið. Það er fagnaðarrík hugs-
un, að ])ótt háveturinn lialdi jörðinni í
dróma sinum, J)á geta lifsfræin frá Guði
náð að þróast þar engu að síður. Þótt eng-
inn jarðneskur gróður fái þróast þar fyrir
vetrarkuldanum, þá getur engill jólanna
plantað })ar lífsfræ Guðs, í hjörtunum,
lifsfræ eilífs orðs hans, lífsfræ hans himn-
eska ríkis. -—■ Drottinn líkir á einum stað
guðs ríki við það frækornið, sem er allra
frækorna minnst, en verður þó, er })að vex
A K R A N E S
123