Akranes - 01.11.1949, Síða 4

Akranes - 01.11.1949, Síða 4
upp, stórt sem eik, svo að fuglar himins leita skýlis í greinum þess. Aldrei höfum vér fremur ástæðu til að minnast þeirrar ógleymanlegu líkingar, en einmitt nú á fæðingarhátið Jesú. Vissulega var fræ- kornið smátt í fyrstu, er hinn blessaði friðarkonungur hvíldi sem smáharn á hálmstráunum. Vissulega gat ekkert virst fyrir mannanna sjónum smærra og ólík- legra til að umbreyta heiminum, en heim- ilislaust ungbarn, sem hvílir í dýrajötu. En þetta heimilislausa, fátæka smábarn sáði frækorni, sem bar ávöxt. Frækornið varð tré, þar sem þjóðimar leita hælis. Og frá því tré hafa fallið frækorn alls hins bezta, sem mannkynið hefur eign- azt. Þessum frækornum má sá eins um hávetrartimann, sem í hliðu vorsins og sumarsins, og það getur þróast og blómg- ast og borið blessunarríka ávöxtu til ei- lífs lífs. Lát þú því engil jólanna sá þessu lifsfræi Guðs sjálfs í brjóst þitt, svo að það fái borið ávöxt í hjarta þínu — ávöxt friðar og rósemi, ávöxt gleði og huggun- ar og ávöxtu bjartsýni og vonar. En til þess að þetta geti orðið, til þess að friðar- engill jólanna fái sáð lífsfræum Drottins í hjarta þitt, þarf jarðvegur þess að vera móttækilegur. Því, þó að lífsfræin heilögu nái að þróast mitt í skammdegi vetrarins, þá þarf þó til þess að vera sumar en ekki vetur í mannhjörtunum. Þar þarf að vera þýð jörð, svo að lífsfræin festi rætur. En það er oft öðru nær. -— Því að hvað eru harðindi vetrarins, móti harðindum mann- legs hjarta? Hvað eru vetrarmyrkrin, hvað vetrarstormarnir, og hvað vetrar- kuldinn og ísinn, móti myrkri og óróa, móti kulda og ís hjartans? Menn kvarta þegar einn veturinn er öðrum harðari, en þó að mannshjartað sé hart og kallt, þá veldur það oft litillar eða alls engrar á- hyggju. En hversu miklu meiri óblessan hefur harka hjartnanna í för með sér, en vetrarharkan? öllum hafís verri er hjartans ís er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð þá er glötun vis þá gagnar ei sól né vor. — En sá heiti blær, sem til hjartans nær frá hetjanna fornaldarstól, bræðir andan ís þaðan aftur rís fyrir ókomna tímasól! Allt er glatað fyrir sjálfum oss og þjóð vorri, ef að ísinn og helkuldann leggur um hjartað. Þá fá þar engin lífsfræ gróið og þá er friðnum burtu kippt. Látum því blæinn heita frá fórnarstól frelsarans ná inn til hjartans. Lát þú friðarengil jól- anna fá þar bústað og bræða ís andans. Þá mun renna upp sumar í hjarta þinu, sumar með sól fyrir ókomna tíma. Engill jólanna líður yfir land vort, þeg- ar jörðin er bundin dróma vetrarins, þegar blómi hennar og lífsmagn liggur í fjötr- um frosta og ísa, þá kemur hann til vor hinn blessaði jólaengill, sem boðar frelsi frá fjötrum, — frelsi öllum, sem frelsi þrá. Engill jólanna er frelsisboði. Þér, sem stynjið þungan undir byrði lífsins, byrði áhyggna og kvíða, byrði sorgar og synda, yður er í dag fluttur þessi boðskapur: Yður er frelsari fæddur! Frelsari frá þyngstu byrðum lífsins og sárustu meinum þess. Frelsari frá sorg og kvíða, synd og dauða, — frelsari til eilífs lífs og sælu og friðar fyrir hvern þann mann, sem honum helgar hug og hjarta. Engill jólanna líður yfir land vort. Hann nemur staðar við hvers manns hjarta og við hvers manns dyr. Engin höll er svo há, ekkert hreysi er svo lágt, að engill jólanna drepi þar ekki að dyrum. Hann á erindi til allra! Hann á erindi til hins rika og hins fátæka, hins hrausta og hins sjúka, hins glaða og hins sorgbitna, til öldungsins eins og barnsins. Fær þá ekki engill jólanna alls staðar að koma inn? Jesú sjálfum var úthýst hina fyrstu jólanótt. En mun nokkur verða til Hann er fæddur að Frostastöðum í Skagafirði þann 3 júlí 1885. í faðmi íslenzkrar náttúru var hann borinn i þennan heim, einmitt þegar ætt- jörðin skartar sínu fegursta hásumars- skrúði, í víðfeðmu veldi fagurrar íslenzkr- ar sveitar rennur hann upp eins og fagurt blóm 1 skjóli sinna ásfríku foreldra, frú Halldóru Pétursdóttir og Ólafs Briem al- þingismanns. Hvaða ytri skilyrði getur betri til heil- brigðs þroska ungum mönnum og meyj- um, en fyrirmyndar sveitaheimili undir handleiðslu góðra, trúaðra foreldra, við heilbrigð störf, og saklausa leiki, mitt í blóma og breytileik íslenkrar náttúru. Enda fór svo um þann unga svein, að hann gjörðist fyrirmynd ungra manna um vænleik og vitsmuni. Strax eftir fermingu hefur hann för sina úr foreldrahúsum, til að afla sér menntunar og undirbúnings undir ævi- starf sitt. Plann skorti eigi gáfur til náms og hvers konar menntunar og lærdóms, enda sótti hann námið með þeirri alvöru og festu sem auðkenndu öll störf hans til hinztu stundar. Árið 1909, þá 24 ára tekur hann prest- vigzlu, vigist þá aðstoðarmaður til séra Jens Pálssonar i Görðum á Álftanesi. þess að úthýsa Jesú, eða engli hans nú á þessari jólanóttu? Mun veraldarglaumur- inn nokkurs staðar verða svo hávær, að menn heyri ekki þegar engill Jesú sjálfs ber að dyrum? Eða verður nokkurs stað- ar takmarkað næði til að hlusta á boðskap hans til vor? — Allir vilja halda jól, en því miður vissulega margir án jólaengils- ins og án jólaboðskaparins. ■— Lát þú ekki jólaengilinn hverfa dapran í bragði frá dyrum þínum! Plann er lífsboði, og friðar- og frelsisboði. Opnaðu honum heimilið og hjartað. Þar, sem hann fær að gista, þar býr líf og ljós, frelsi og friður hjartans. Þar, sem hann fær að flytja boskap sinn um Drottinn jólanna, þar kveður við úr djúpi hjartnanna hin sama lofgjörð og þakklæti, sem á völlunum við Betlehem forðum: Dýrð sé Guði í upphæðum og frið- ur á jörðu, með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á! Heill þvi húsi sem hýsir engil jólanna, sem gest sinn! Heill þvi hjarta, sem tekur á móti boð- skap hans. Heill þeim, sem höndlað hefur líf og ljós, frið og frelsi Drottins Jesú. Amen. Ávallt minntist hann þess mæta manns með virðingu, taldi hann sér happ að hafa byrjað prestskap undir handleiðslu hans. Þann 6. maí 1910 kvæntist hann fyrri konu sinni, Frú Valgerði Lárusdóttur, Halldórssonar fríkirkjuprests. Frú Val- gerður var ákaflega áhugasöm um kirkju- og kristindómsmál, og tók mikinn og virk- ann þátt i starfi manns síns, meðan henni entist líf og heilsa, enda kona vel menntuð og góðum gáfum gædd, hún andaðist 26. apríl 1924. Árið 1911 fékk séra Þorsteinn veitingu fyrir Grundarþingum í Eyjafirði og þjón- aði þeim til ársins 1919. Þá sótti hann um Mosfell í Grímsnesi, og þjónaði því til 1921, er hann að aflok- inni glæsilegri kosningu fékk veitingu fyr- ir Garðaprestakalli á Akranesi. Því þjón- aði hann til ársins 1946, er hann sökum vanheilsu varð að segja af sér prestskap. Eftir 37 ára margháttað starf, í þjónustu kirkjunnar, varð hann að láta af embætti löngu fyrir tímann, því hróður hans sem klerks og kennimanns fór raunverulega alltaf vaxandi. Auk prestskaparins var séra Þorsteinn kvaddur til að gegna embætti kirkju og kennslumálaráðherra árin 1932—’34- Al- þingismaður frá 1933 í tvö kjörtímabil. Og prófastur í Borgarfjarðarprófastdæmi Séra Þorsteínn Bríem, prófastur MINNING 124 A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.