Akranes - 01.11.1949, Side 6
að framan getur, þá var mál hans ákaflega
fágað og tígulegt svo að af bar.
Um önnur prestsverk hans gegnir sama
máli, þau voru öll framkvæmd með svo
miklum ágætum, að slíkt getur eigi, nema
um þá menn er hafa alveg sérstaklega
verið kallaðir, þ. e. eru fæddir til að vera
afburðamenn, í sínu starfi.
Séra Þorsteinn var tvígiftur, seinni
kona hans, Emelía Pétursdóttir Guðjohn-
sen tók við húsmóður- og móðurhlutverki
á heimili hans, er frú Valgerður andað-
ist og rækti þær skyldur með miklum
ágætum, að lengra varð ekki komizt, enda
er hún menntuð og mikilhæf kona. —
Heimili þeirra, Kirkjuhvoll, var fyrir-
mynd um fagrann heimilisbrag og gest-
risni.
Allir, sem þar leituðu traust og athvarfs,
mættu þar hjartahlýju og samúð þeirra
hjóna.
Þá minnumst við Akurnesingar dætra
séra Þorsteins og frú Valgerðar heitinn-
ar, fyrri konu hans. Þær eru um margt
likar sínum ágætu foreldnxm. Tvær eru
búsettar í Reykjavík, þær Valgerður og
Kirstín, Halldóra er búsett í Sviþjóð en
Guðrún er búsett í Noregi.
Siðustu æviárin voru séra Þorsteini
sannkallaður þrautatimi, hann barðizt
við sársaukafullan sjúkleik er leiddi hann
til dauða þann 16. ágúst s.l.
1 þeim langvarandi, þrautafullu veik-
indum, heima og erlendis, var frú Emelía
hans styrki stafur og sívakandi verndar-
engill, er aldrei þreyttist að fórna sjálfri
sér á altari ástar sinnar.
Séra Þorsteinn var, að dómi stéttar-
bræðra sinna einn af þeirra lærðustu
mönnum, og sílesandi alls konar fræði og
lærdómsrit, meðan lífið entist, einkum
sökkti hann sér niður í rannsókn á sálma-
kveðskap, og mun hafa verið allra manna
fjölfróðastur á því sviði. — Sálmar allra
Norðurlanda var sú lind er hann jós upp
úr margháttaða lífsspeki, og voru honum
sífellt efni til rannsóknar og aðdáunar,
næst sjálfri ritningunni.
Hann neitti síðustu krafta sinna, við
að semja vísindarit um sálmakveðskap,
enn entist eigi aldur til að ljúka því mikla
verki. Vonandi tekur einhver þar við, sem
hann hætti, til að unnt verði að gefa út
svo stórmerkilegt verk, því allir sem nokk-
uð þekktu til vinnuaðferða séra Þorsteins,
fara nærri um hvílikt afburða heimilda-
og visindarit hér er um að ræða, hve mik-
ill vandi er að taka við, og að ljúka því
verki, er séra Þorsteinn Briem hafði byrj-
að; en þó skal eigi örvænta, að eigi ræt-
ist úr um, að þessi vandi verði leystur.
Akumesingar kveðja séra Þorstein
Briem með innilegu þakklæti og hljóðum
trega.
Ungir og aldnir blessa minningu hins
andlega ítursmennis og biðja þess guð,
að hann gefi þjóð vorri sem flesta menn
honum lika.
Jóhartn B. GuSnason.
Mildur klukknahljómur berst að eyrum.
Hann boðar oft andlát manns í vorum
heimi. Og nú er vitur maður, vígður Guði
og þjóð sinni, horfinn sjónum vorum.
Hugurinn hvarflar í hljóðri lotningu inn
í lönd minninganna.
Hin sólbjarta voröld Islands hefur náð
hámarki i ljósi og litum. Hólastaður hvílir
hljóður í faðmi litauðugrar náttúm. 1
hinni söguríku byggð, á móti suðri og sól,
hefur Frostastaðafífillinn sprungið út. Og
Þorsteinn Brieni á unga aldri.
þegar aðeins er farið að húma, berast
töfraómar frá Hólastað. Örlög eru ákveðin.
Hin gamla saga endurtekur sig. Gull,
skírt í mannrauna-eldi, vígist Drottni.
Ungur maður ríður um blómleg héruð.
Hann er á leið suður til skólagöngu. Þessi
ungi maður ber nafnið Þorsteinn Briem.
Fyrir sunnan kemst hann í nýtt umhverfi.
Þar heyrir hann fyrst háværar raddir
þeirrar helstefnu, sem hæðist að kristin-
dómi og trúarlegu innsæi. Frá sjónarmiði
þeirra manna er kristindómurinn eigi að-
eins hugarburður heldur hindurvitni.
Mitt í hringiðu þessara nýju viðhorfa
mætir hann og syðra ungum manni —
sem enn er lífs. — Orð og athafnir þessa
unga manns nötar Drottinn þá þegar —
og enn — sem ómþýða gígju, er yfir-
gnæfir hávaðann frá þeim mönnum og
stefnum, sem þykjast eiga himin og jörð.
Vita allt, og finnast allir vegir færir.
Við þessar aðstæður tekur Þorsteinn
Briem sína lífsákvörðun. — Hann segir
móður sinni einni hug sinn allan. „Það
þarf mikla trú til að vera prestur,“ segir
hún. Þótt hann hefði þegar valið, varð
honum þetta íhugunarefni. Hann beið því
enn til að vera full viss. — Þá réðu orð
hins mikla postula að síðustu úrslitum:
„Herra. Til hvers ættum vér að fara? Þú
hefur orð eilífs lifs.“
Þorsteinn vex að vitsmunum og væn-
leik, og rótfestist óhagganlega í sinni
móðurmold. — Hann teigar i sig sögu
þjóðar sinnar, og nægir þar ekkert yfir-
borðskennt. — Það er sem hann hafi lifað
með hetjum og hungruðum sálum um þús-
und ár. Það er eins og hann hafi kannað
klaustrin og lesið þar fyrir, þann veg,
að engu orði væri of aukið og ekkert vant-
aði. Eins og hann hafi staðið i stafni, eða
stýrt í skut, sækjandi þjóðinni mennta-
gull, og sjá háttu og siðu annarra þjóða.
Honum verður bilt við, þegar þjóðin
glúpnar á þrettándu öld fyrir erlendu of-
ríki og innlendum erjum og ófriði. Þegar
svo er komið að íslands óhamingju verður
allt að vopni.
Hvernig mátti þetta koma fyrir landið
með hið mikla mannval. Menn, sem
sigldu um úthöfin sem innfjarða væri.
Menn, sem í nýnumdu landi, sóttu ekkert
til annarra nema fullt gjald kæmi á móti.
Menn, sem um margt voru til fyrirmynd-
ar um þjóðfélagsháttu á þeim tímum. öll
þessi reisn var honum rík í liuga, og var
ímynd íslenzks sælusumars, þar sem smjör
drýpur eftir skamma stund af hverju strái
og nægir næsta vetri.
Einnig í myrkri miðaldanna sá hann
mörg ljós, og óræk merki um hulda hönd,
þar sem tilviljanirnar léku engan veginn
lausum hala. Þjóðin var orðin einangruð.
Hún varð að láta sér nægja að dreyma
um dáðir. Hún varð að „fela eldinn" og
búa þannig að honum um margar aldir.
Þrátt fyrir allt sköpuðust möguleikar til
að hrinda af sér oki og áþján og hefja
nýja gullöld á miðum og í mold og mjúku
máli hins sterka stofns.
Þorsteinn Briem var hugsjónamaður,
en reiddi sig þar ekki, — fremur en annars
staðar — á hálmstráin ein. Hjá honum
voru hugsjónir og raunsæi óaðskiljanlegir
hlutir, ef vel ætti að fara. Honum fannst
ekkert ágætt af þvi einu, að það væri nýtt.
En ef það við fyrstu sýn og sigandi lukku
reyndist vel. var honum kappsmál, að
þjóðin héldi áfram að tileinka sér það.
Frá hans sjónarmiði gat ekkert orðið
gott eða þjóðinni farsælt, nema hún vildi
fyrst og fremst vera undir vernd Guðs
og handleiðslu. Hafa í heiðri boðorð hans.
Þegar þjóðin endurheimti að fullu sjálf-
stæði sitt og lýsti yfir lýðveldisstofnun á
Þingvöllum, hafði hann að ræðuteksta
þetta boð Drottins: „Heiðra föður þinn og
móður þína, svo að þú verðir langlífur
í landi því, sem Drottinn guð þinn gefur
þér.“ Þar sagði hann meðal annars:
„Hvarvetna í heimi hafa þær þjóðir lengst
lifað, sem gætt hafa þess boðorðs. Minn-
umst þess nú, er vér höfum endurheimt
lýðveldi vort. Sjálfstæðisbaráttu vorri er
126
AKRANES