Akranes - 01.11.1949, Síða 7

Akranes - 01.11.1949, Síða 7
ekki lokið, þó að þeim áfanga sé náð. Hún verður að halda áfram, meðan fs- lendingar eru til.“ Síðan talar hann um margvíslegar hættur, sem að sjálfstæði landsins geti steðjað úr ýmsum áttum. En svo segir hann: „Hvað má þá verða oss til varnar? — Góð eru loforð stórvelda. — En öruggari eru loforð Drottins. — Þetta er guðs loforð, að sú þjóð verði langlíf, sem heiðrar föður og móður. Minnumst því feðra vorra og mæðra i dag. Vaðveitum arf þeirra og ávöxtum hann handa komandi kynslóðum. Sú þjóð, sem gætir boðorðsins, verður langlíf. Hún mun varðveita tungu og siðu feðra sinna, bókmenntir þeirra og allt, sem þeir hafa bezt átt. Fyrir fáum árum minnti maður nokkur frá mergfastri stórþjóð oss fslend- inga á það, að engin þjóð hefði neinn hlut eignast að fullu, fyrr en hún hefði átt hann i 150 ár. Verum ekki of bráðlát að kasta á glæ þeim verðmætum, sem þjóð vor hefur lengst átt. Margt er gott, þótt nýtt sé, og illt þótt gamalt sé. En dag skal lofa að kveldi, og hið nýja þá full- reynt er. Það verður dýrrast, sem lengi hefur geymt verið, sagði forn-Rómverji. Og hefur eigi minni maður en Hallgrímur Pétursson minnt oss á þau orð. Hér á við, sem Matthías kvað um kirkjuna: f „Lengi er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir liólinn. En kalt er að byggja bera mörk, þá burt eru gömlu skjólin." Þessari ræðu hins mikla dags, lauk sr. Þorsteinn með þessum orðum: „Margt þarf nú að endurreisa með þjóð- inni. Mörg ný lönd þarf að ryðja, og í margan akur að sá. En allra akra dýr- mætastur er hjartaakurinn, og þar skiptir mestu um fyrsta sáðmanninn. Guð blessi þann sáðmann, sem fyrst sáir Guðs ríkis frækorni í hjartað. Guð kenni oss öllum, ungum og óbornum, að heiðra hann. Þá mun íslenzk þjóð, samkvæmt loforði Drottins sjálfs, verða langlif á íslandi.“ Þeir, sem kynntust séra Þorsteini Briem, muna hann lengi. Og eigi munu þeir gleyma honum, sem náin kynni höfðu af honum. Engan mann hefi ég þekkt fjölgáfaðri. Fáa seinni til að segja hug sinn allan, eða allt, sem hann vissi. Engan hugsa eins rækilega áður en hann talaði, né heldur athuga eins vel, hvort eigi hefði hann ofsagt, eða betur mátt segja, bæði með hliðsjón af málefninu sjálfu, sem og „hinu ástkæra, ylhýra máli,“ sem honum var hjartfólgið. Þekking sr. Þorsteins á hinum ólíkustu málum var ótrúleg. Á búskap og bókmenntum, sögu og sjósókn, heimspeki og helgum dómum. Jafnvel um ÁKRANES listir og vísindi var liann margfróður. Lífs- speki hans var helguð af himinsins náð. Er einmitt þangað að leita úrræða hans og áhrifa sem kennimanns, sálusorgara og fermingarföður. Flug hans var i traust- um tengslum við festu og fyrirhyggju og mun lengi verða samferðamönnunum minnisstætt. Eigi aðeins það, heldur til andlegrar uppörfunar i bráð og lengd, og þá einnig verða fleirum en einni kynslóð til blessunar. Allt, sem séra Þorsteinn ritaði eða sagði, var á meitluðu máli, ómþýðu og yndis- fögru. Einföldustu líkingar gerði hann að djúpstæðum kjarna máli sínu til stuðn- ings og varanlegs lærdóms. Hann gat verið bljúgur og barnslegur en þéttur fyrir þegar því var að skipta. Háfleygur, með hliðsjón af himninum og hinum jarðbundnu verum. Líkingar hans gátu komið vir ólíkustu átt- um. En ávallt sögðu þær til um nákvæma þekkingu hans á því, sem hann ræddi um eða hann dró líkinguna af. Þegar séra Þorsteinn kvaddi söfðnuð sinn hér í Aki'aneskirkju, eftir 25 ára glæsilegt prestsstarf, sagði hann, að Guð liefði stundum getað notað margan lítil- mótlegan til að flytja erindi sitt. Þá mælt- ist honum ennfremur á þessa leið: „. .Enn hefur mér orðið styrkur að hugsa um eitt verk, sem áður var algengt sjómannsstarf. Ég hef ekki verið neinn nytjamaður á kirkjuskipinu. Ekki maður til að hafa þar lvönd á stýri. Ekki getað siglt beitivind í andviðri. Og ekki heldur verið sá ræðari í barningi, að neitt hafi miðað. — En eitt verk er enn, sem stundum þarf til að taka, ér á gefur. Það er að varna því, að bátinn fylli af sjó. Sá, sem að austrinum vinnur, sýnist vinna fyrir gýg, því að ný ágjöf kemur oft jafnharðan í stað þeirrar, sem ausin var. Starfa hans sér og hvergi stað, þegar lokið er ferð. En þó þarf hann ekki að leiðarlokum að sjá eftir erfiði sínu. Ef nokkurt gagn kann að hafa orðið af starfi mínu hér, þá er það helzt í líkingu við þetta. Þess sér ekki ytri staði. En ef ég ætti að yngjast aftur, mundi ég þó ekk- ert starf kjósa mér annað. Ég hef viljað verja þann bát, sem mér var falinn, fyrir ágjöfum af niðurrifs- kenningum. Væri ég aftur ungur og hraustur, mundi ég halda því áfram. Og það af þeim mun meira sannfæringar- krafti sem reynslan hefur betur í ljós leitt, að önnur leið er ekki fær en sú, sem Pétur postuli benti á: „Herra! Til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs.“ Séra Þorsteinn var Islendingur umfram allt og traustur umbótamaður af lífi og sál. Mistök þjóðarinnar beinlínis særðu sál hans. Sérstaklega, ef þau væru svo alvarleg, að þau hefðu áhrif á álit annarra þjóða á þroska hennar og þegnskap. Hins vegar ljómaði sál hans af fögnuði, ef eitt- hvað bættist við, sem aukið gæti henni ásmegin á braut andlegrar upphefðar eða veraldlegrar farsældar, hóflega metið, með meira en líðandi stund fyrir augum. Enn hefur íslenzkur sálmakveðskapur að fornu og nýju eigi verið rannsakaður svo neinu nemi. Mörg síðustu ár ævinnar varði séra Þorsteinn hverri tómstund til þess að safna gögnum og rannsaka til hlitar þau andlegu auðævi, sem þjóðin á í sálmakveðskap sínum frá fyrstu tíð. Hvaðan áhrifin væru, ef áhrifa gætti. Hve íslenzkt það væri og hvern samanburð það þyldi við samstæðan skáldskap ann- arra þjóða. Því miður auðnaðist honum ekki að ljúka þessu merkilega verki, sem segja má að enn sé ónumið á hinum íslenzka bók- menntaakri. Miklu verki hafði hann þó afkastað. Bera gögn þau, er hann lét eftir sig á þessu sviði, ljóst vitni um nákvæmni hans og vandvirkni. Munu þau og koma þeim að miklu haldi, sem tekur sér fyrir hendur að plægja til fullnustu þennan akur bókmennta vorra. Ég trúi því, að Guð muni uppvekja einhvern til þess að ljúka þessu merkilega verki. Hann mun og sjá þeim hinum sama fjTÍr þeim innra eldi og andlegu sjón, er sá þarf að öðlast og eiga, til þess að um gagnlegt verk geti verið að ræða. Árið 1946, fór séra Þorsteinn til Norð- urlanda til lækninga, en einnig til þess að rannsaka söfn viðkomandi þessu áminnsta ritverki. Þegar hann kom aftur úr þessari för, eftir tæp tvö ár, sagði hann við mig á þessa leið: „Enda þótt ég fengi ekki að öllu fullnægt fyrirætlunum min- um með þessari ferð, varð mér þó eitt ljóst, sem er mér meira virði en flest ann- að, ég sannfærðist um, að íslenzkur sálma- kveðskapur þolir yfirleitt fyllilega saman- burð við hliðstæðar bókmenntir annarra þjóða.“ Ég mun lengi minnast glampans í augum hans og sigurhljómsins í rödd- inni yfir þvi að hafa sannfærst um þetta mikilvæga atriði. Með séra Þorsteini Briem er genginn einn gagnmerkasti maður sinnar samtíðar. Islendingur og útvalinn þjónn Drottins. Maður, sem markaði mikilvæg spor á ýmsum sviðum. Spor, sem eigi mun í bráð fenna svo i, að óræk séu. Ól. B. Björnsson. í næsta blaÖi uer'öur birt Z/oð, sem varö til á tungu Sumarliöa Halldórssonar, er hann frétti lát séra Þorsteins Briem. En Sumar- li'ði var þá staddur no?ðanlands. Ritstj. 127

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.