Akranes - 01.11.1949, Page 11
STEINGRlMUR ARASON:
Góöir
n.
GuÖmundur Grímsson
Guðmundur Grímsson dómari er eirm
]3eirra Vestur-Islendinga, sem lilotið hafa
alþjóðarfrægð vestan hafs, og þar með
aukið á sæmd íslands og Islendinga. Hann
hefur jafnan beitt sér fyrir mannbótamál-
um af slikum dugnaði, að allt hefur orðið
undan að láta. Oft hefur hann tekið að
sér mál, þar sem engra launa var að vænta
og aðeins af löngun til að rétta hlut lítil-
magnans. Skal nú drepið á það atvik, sem
gerði nafn hans frægt um öll Bandarikin.
Þótti það saga til næsta ba'jar. að einn
af Islendingunum, sem þá voru lítt þekkt-
ir og oft lítilsvirtir, skyldi áorka því, að
breyta og endurbæta hegningarlöggjöf um
þvert og endilangt hið víðlenda stórveldi.
Tildrög þessa atburðar voru þau. sem nú
skal greina:
Fátæk hjón í nágrenni við Guðmund
áttu son, sem farið hafði að heiman að
leita sér atvinnu. Hann lagði leið sína
suður á bóginn, og þegar hann var kom-
inn suður í Florida-ríki. þrutu aurar hans.
Varð honum það þá fyrir, að fela sig uppi
á járnbrautarvagni áður en lestin fór af
stað. Þetta hafði tíðkast norður frá, þar
sem hann þekkti til. Þar var ekki siður
að taka hart á slíku En þarna suður frá
var það talin fangelsissök. Pilturinn var
nú látinn í ríkisfangelsið. Hann gerði til-
raun til að strjúka, en náðist, og var
fangavistin lengd vegna þess. Sá siður
tíðkaðist þarna á þessum árum, að fanga-
verðinum leyfðist að lána fangana til
vegagerðar og ýmissa annara starfa. Var
nú pilturinn sendur ásamt fleiri föngum,
til að vinna hjá timburfélagi einu ríku og
voldugu. Foreldrar hans norður i Dacota-
riki fréttu nokkru síðar lát drengsins. Sá
orðrómur barst út, að hann hefði sætt
illri meðferð, sem valdið hefði dauða hans.
Þessi frétt barst Guðmundi Grímssyni til
eyrna. Rann honum blóðið til skyldunn-
ar. Drengurinn var íslenzkur í aðra ætt-
ina. Þó að hér væri ekki til launa að vinna,
tók Guðmundur að sér málið. Hann ferð-
aðist alla leið suður til Panama. Blaða-
menn komust að erindi hans og birtu
flim um Islendinginn, sem hyggðist fyrír
að blanda sér í ríkisrekstur þar syðra.
Guðmundur lét sér hvergi bregða. Hann
rannsakaði meðferð fanganna og hegn-
ingarlöggjöfina einnig. Safnaði hann vott-
orðum í sambandi við þessi málefni. Hann
samdi nákvæma skýrslu um allt þetta og
Þirti hana opinberlega, þegar hann kom
heim til sín. Skýrslunni fylgdi greinar-
gerð, sem skýrði vægðarlaust frá misrétti
°g miskunnarleysi þvi, sem fangarnir voru
akranes
Gestir
beittir. Var hún svo vel rituð, að hárin
risu á höfði lesendanna. Fjársöfnun var
þegar hafin, og komu sti'ax saman 4000
dollarar. Var nú Guðmundur ráðinn til
þess að beita sér fyrir málinu. Sumir af
vinum Guðmundar bentu honum á, að
ekki væri með öllu hættulaust að ganga
i berhögg við timburfélagið volduga. Borið
hefði við, að menn hefðu horfið úr sög-
unni þar syðra f}rrir minni mótgerðir. En
Guðmundur lét slíkar aðvaranir eins og
vind um eyru þjóta.
Fyrsta verk hans var, að fara til yfir-
valdamaa i heimaríki sínu, North-Dacota.
Kom hann því til leiðar, að Dacota-stjórn
samdi áskorun til þingsins í Florida um að
breyta hegningarlöggjöfinni. Varð það til
þess, að málið var þar tekið til rannsóknar.
Því næst heimsótti hann stjórnir stór-
blaðanna. Birtust nú daglega aðalfyrir-
sagnir á fremstu síðu um framgang máls-
ins. Tók eitt blaðið við af öðru. Almenn-
ingur sá, að hér var um menningarmál
að ræða. Varð nú áhrifaaldan það sterk,
að auðsætt var, að hún yrði ekki þögguð
niður.
Sú aðferð að leigja út fangana var hvar-
vetna fordæmd. Varð þetta loks til þess,
að í Florida var kosin sérstök nefnd til
þess að fjalla um þessi málefni. Guðmund-
ur afhenti henni öll gögn í málinu, sem
hann hafði safnað. Er þar skemmst af
að segja, að þetta varð til þess, að ný lög
voru samin í Florida-ríki, sem bönnuðu
að leigja út fanga. Hegning var lögð við,
ef þeim var misboðið með líkamlegum
refsingum eða öðru mannúðarleysi.
Þetta dæmi Florida-ríkis varð til þess,
að fjölmörg önnur riki breyttu löggjöf
sinni á svipaðan hátt.
Þegar þessi sigur var unninn, tók Guð-
mundur upp málið gegn timburfélaginu.
Var það harðsótt, vegna þess að félagið
var stór auðugt og óvant að meðulum.
En ekki gafst Guðmundur upp fyrr en
búið var að dæma þá seka, sem valdið
höfðu dauða Dacota-piltsins. Nú hugðist
Guðmundur að höfða mál gegn timbur-
félaginu sjálfu. Eftir alla sigra Guðmund-
ar í málinu, sá félagið þann kost vænstan
að bjóða sættir og fébætur. Þau urðu mála-
lok, að timburfélagið greiddi tuttugu þús-
und dollara til þess að sleppa við máls-
höfðun. Foreldrar piltsins fengu alla þessa
upphæð að frádregnum lítils háttar til-
kostnaði.
Afskipti Guðmundar af þessu máli
urðu til þess, að vekja athygli hans á hegn-
ingarlöggjöf unglinga. Fannst honum þar
mörgu ábótavant. Beitti hann sér fyrir
þvi, að komið yrði upp viðbótarheimili í
sveit, þar sem ógæfubörnunum afvega-
leiddu }rrði veitt mannbóta uppeldi. Benti
hann réttilega á það, að skortur á góðri
leiðsögn og hollum heimilisáhrifum hrinda
börnunum út á glæpabrautina, en ekki
meðfædd glæpahneigð.
Það yrði of langt mál að telja upp allar
þær ábyrgðarstöður og trúnaðarstörf, sem
Guðmundur Grimsson hefur verið riðinn
við. Dugnaður lians, gáfur og mannkostir
hafa valdið honum sívaxandi álits og að-
dáunar. Þótt hann hafi aldrei tranað sér
fram til embætta, hafa þau orðið mörg og
æ umfangsmeiri, bæði í þarfir heimaríkis
hans, N-Docota og Bandaríkjanna í heild.
Guðmundur er prýðilega ritfær. Var
hann ritstjóri blaðs á mjög ungum aldri.
Fylgdist hann vel með málefnum íslend-
inga, þrátt fjrrir miklar annir. Margt hef-
ur hann ritað á ensku máli, til þess að
kynna Island og halda uppi heiðri þess.
Þótt uppeldi hans færi fram í annari
heimsálfu, hefur hann aldrei gleymt
gamla landinu. Þrátt fyrir alla sigra hans
og sívaxandi frægðarorð, er hann þess
minnugur, að hann er íslenzkur bónda-
son. Hann er flugmælskur á íslenzka
tungu, þó að hann væri aðeins þriggja
ára, er hann hvarf vestur um haf með
foreldrum sínum, Steingrími Grímssyni
frá Kópareykjum í Reykholtsdal og móður
sinni Guðrúnu Jónsdóttur frá Kjalvara-
stöðum í sama dal.
Margir þjóðkunnir menn eru náfrænd-
ur Guðmundar. Séra Magnús Grímsson,
skáld að Mosfelli var föðurbróðir hans.
Guðrún föður-systir hans var móðir
Hjartar Þórðarsonar, sem gat sér heims-
frægð fyrír afrek í rafmagnsfræði. Einn
af bræðrum Guðmundar var séra Jón
Steingrímsson prestur að Gaulverjabæ,
faðir Steingríms Jónssonar rafmagnsstj. í
Reykjavík, svo að aðeins örfáir séu nefndir.
Eins og getið var um í upphafi þessa
máls, bauð ísland Guðmundi og Vilhjálmi
Stefánssjmi, ásamt konum þeirra í heim-
sókn snemma á siðastliðnu sumri. Sá
Þjóðræknisfélagið um móttökurnar undir
forustu Dr. Ófeigs Ófeigssonar læknis og
biskupsins, sr. Sigurgeirs Sigurðssonar.
Var móttakan með nokkuð öðrum hætti
en tíðkast hefur, þar sem þeim var haldin
veizla um borð i íslenzku skipi á ferð með
ströndum fram. Hjálpaðist allt að til þess
að gera móttökumar ánægjulegar, vor-
dýrð, og veðurblíða, snilldarleg stjóm
fprarinnar og hinn ákjósanlegasti félags-
skapur.
Konur þessara góðu gesta, sem nú hefur
verið getið, skemmtu sér með afbrigðum
vel. Gerðu þær sitt til að auka á gleði-
brag fararinnar. Þær eru báðar gáfaðar,
menntaðar og mælskar vel og einlægir
íslands vinir. Allar góðar óskir fylgdu
þessum vinum okkar vestur um hafið.
131