Akranes - 01.11.1949, Side 15
SONAR-SONUR HULDUPRESTSINS í GÖRÐUM
Seinast skildum við við Hallbjörn, er
hann var að taka sig upp frá Bakka í
Tálknafirði, eftir að vera búinn að yfir-
stíga þar mestu erfiðleikana, og flytja bú
og börn til Suðureyrar i Súgandafirði. En
þar sem langt er umliðið síðan og margt
á daga hans drifið, er frásagnar sé vert,
um ævidag menn og málefni, höldum við
enn á fund Hallbjarnar og biðjum hann að
halda áfram frásögn sinni.
Á Su&ureyri — 1 sólarátt.
„Eins og áður er sagt, voru 4 börn mín
komin til Suðureyrar á undan mér, undu
þar vel hag sínum og hvöttu mig til að
koma þangað. Ég ákvað því að flytja þang-
að um sumarmál 1912. Fór þangað fyrst
ásamt Cæsari Benjamín syni minum, sem
þá var 15 ára gamall. 1 fardögum þetta
sama vor sótti ég fjölskyldu mína og bú-
slóð, og afhenti jörðina ásamt leigupen-
ingi.
Margt af því, sem ég segi hér frá veru
minni og störfum á Súgandafirði, verður
sjálfsagt talið karlagrobb. sem hin unga
kynslóð leggur lítinn trúnað á og þykir
minna i varið en frásagnir um met og
menntir, íþróttir, tónlist, skóla og skrif-
finnsku að ógleymdri flokksforsjóninni.
Allt er þetta nú líka gott í hófi, ef höfð
er hliðsjón af alþjóðarhag, en ekki eigin
hag eingöngu.
Aldrei hefi ég kynnst félagslyndari
mönnum en Súgfirðingum á þeim tíma,
er ég dvaldi þar frá 1912—1928. Það var
þvi ekki fólkið, sem flæmdi mig þaðan,
heldur kreppan og atvinnuleysið, sem
fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar, og
sú óheillastefna, sem þá var tekin á Isa-
firði, er útgerðarmenn flýðu unnvörpum
suður á land með skip sín, eða seldu þau
suður hvert af öðru, en skildu skipshafn-
irnar eftir. Af 22 skipum á Súgandafirði
— þegar flest voru — urðu aðeins 10 —
stór og smá — eftir þegar verst var. Reynd-
ar lágu þama til fleiri orsakir en út-
streymi og útsala á skipum Isfirðinga. Á
Súgandafirði slitnuðu mörg skip frá fest-
um og rak til hafs. Fóru þann veg 2 af
þeim stærri og sáust aldrei meir, og var
annað þeirra nýsmíðað. Mörg önnur slitn-
uðu upp, rak upp i kletta og brotnuðu þar
í spón. Svona var hafnleysið mikið á Suð-
ureyri á þeim árum.
Ég held, að fullyrða megi, að af flokks-
ofstæki, og þarafleiðandi hatri, hafi Is-
firðingar flutt skip og útgerð til sunn-
lenzkra verstöðva. En bein afleiðing af
þessu var svo það, að fólkið, sem á eftir
hafði ekkert við að vera, fylgdi á eftir.
Var nú öldin önnur en þegar sunnlend-
ingar — á æskuárum mínum — sóttu
fisk á sínum skipum og — vestfirskum -—-
akranes
ÖNNUB GREIN
um alla Vestfirði, allt norður á Horn-
strandir. Þá var nú ekki um auðugan
garð að gresja á sunnlenzkum fiskimiðum,
og þá voru eigi eins mörg úrræði í Reykja-
vik og nú, til atvinnu á ýmsum sviðum.
Enginn má taka orð mín svo, að ég áfellist
þá fyrir að leita þangað, er afli og atvinna
brást syðra. Ég mundi sjálfur hafa farið
eins að í þeirra sporum. En þetta sýnir,
að náttúran sjálf hagar sér talsvert eftir
því, sem mennirnir ráða rúnir hennar
hverju sinni og leggja grundvöllinn að
hagkvæmri nýsköpun.
Vi'Ötökur og viShorf í Súgandafirði.
Eins og áður var sagt, fór ég fyrst til
Suðureyrar ásamt syni mínum Cæsari
Benjamin, sem síðar tók sér ættarnáfnið
Mar. Við fórum þangað um sumarmál,
með strandferðaskipinu Vestra. Skipið var
sökkhlaðið af alls konar vörum og kom
við á hverri einustu höfn á allri leiðinni
frá Patreksfirði til fsafjarðar, til að leggja
þar upp eða taka vörur, jafnvel á hinum
litils metna Súgandafirði. Því þá var Al-
þing og ríkisstjórnir ekki enn farið að
lilaða undir höfuðborgina — sem þá var
enn aðeins kölluð og skrifuð Reykjavíkur-
bær, — með því að flytja þangað allar
vörur landsmanna, sem á síðustu árum
hefur prýðilega eflt hag heildsalanna og
svartan markað, og hækkað vörurnar með
hafnartollum, upp- og framskipunum og
húsaleigum.
öll skip, stór og smá, voru um þessar
mundir við sjósókn vestanlands, svo að
erfitt var að fá menn til upp- og framskip-
unar. Og því unnum við Cæsar að henni
á öllum höfnum fyrir fullu kaupi og fríu
fæði, enda sváfum við ekki nema rétt á
milli hafna. Græddum við því nokkuð á
ferðinni auk fargjalds og fæðis, en eigi
gátum við borið hvit brjóst og stífa flibba
eins og háttsettir embættismenn.
Viðtökum þeim, er ég fékk á Suðureyri,
er þangað kom, mun ég seint gleyma eða
geta fullþakkað, og heldur ekki lýst með
orðum. Allir vildu allt fyrir mig geia, og
rifjaðist þá upp fyrir mér, hve þær voru
ólíkar því, sem mér mætti í Arnarfirði og
Tálknafirði, og áður var á minnzt. Að vísu
hefi ég hér notið barna minna, sem komin
voru á undan mér, Sigurði sál., Eðvard,
Ólafíu sál., Odds Valdimars og Svein-
bjarnar, en ég sá það oft síðar, að alúð og
gestrisni eru einkenni Súgfirðinga.
Ég komst strax í skiprúm hjá Hans
Kristjánssyni á „19. öldinni,“ er þeir áttu
saman bræðurnir, Hans og Kr. A. Krist-
jánsson, sem þá var verzlunarstjóri Ás-
geirsverzlunar, útibúsins á Suðureyri. En
þetta skip missti út mann fáum dögum
áður en ég kom þangað. Hann hét Þor-
valdur Jónsson. En Cæsar fékk skiprúm
hjá Jóni Pálmasyni frá Botni í Súganda-
firði, er fórst nokkrum árum síðar út af
Sauðanesi í norðan áhlaupi og stórsjó.
Hann var þá á nýbyggðu skipi, er fórst
með allri áhöfn.
Athafnir og fclagsþroski.
Þegar ég kom til Súgandafjarðar var
búið að stofna Iþróttafélagið Stefnir og
Ishúsfélagið, er bæði reyndust hinar beztu
lyftistengur framfara í þorpinu. Hið fyrra
i menningar- og félagsmálum en hið sið-
ara á efnahagssviðinu.
Árið 1912 var byrjað að bjrggja Vatns-
veituna. Innst uppi á brekkunni, sem ligg-
ur með allri hliðinni fyrir ofan þorpið.
Veitan var bj'ggð fyrir samskotafé, stúfa-
lagnir sjómanna og ágóða af skemmtisam-
komum. er kvenfólkið stóð fyrir, en að
mjög litlu leyti fyrir lánsfé. Það er löngu
búið að borga þessa fyrstu vatnsveitu, og
búið að bæta við annarri vatnsþró upp af
hinu svokallaða Stekkjanesi, sem er upp af
3rtra hluta þorpsins. Hafa þrærnar verið
tengdar saman með vatnsleiðslum eftir
öllu þorpinu, eins og ein þró væri. En
þriðju þróna þyrfti að byggja innan
skamms yzt á brekkunni upp af hafnar-
garðinum. ef byggðin á Suðureyri gengur
ekki saman. Vatnið undan hlíðinni er tekið
í þrærnar með lokræsum er liggja með
henni endilangri fyrir ofan brekkuna, en
leiðslan niður í þorpið er afar stutt.
Ég tel, að frú Sigríður Hiramina Jó-
hannesdóttir. kona Kr. A. Kristjánssonar
hafi átt hugmj'ndina að vatnsveitulögn
þessari, og Kristin systir Kristjáns og að
þær hafi manna mest safnað fé og fengið
aðrar konur með sér til þess, en Kristján
svo gengist fyrir framkvæmdum ásamt
fleirum góðum mönnum. Þótti mér vænt
um að vera kominn þangað svo snemma
að mér gæfist tækifæri til að leggja lítinn
skerf til þessa þarfa fyrirtækis.
Næsta félagslega stórvirkið, sem þarna
var komið i framkvæmd, var símalagning-
in, og tel ég að Kr. A. Kristjánsson hafi
fyrstur átt hugmyndina að henni, eins og
svo mörgu á þeim árum. Fyrst var leitað
til þings og stjórnar um að leggja símann
á landsins kostnað. Var það talið mjög
nauðsynlegt, þar sem bátar þurftu iðulega
að hleypa á aðrar hafnir vegna hafnleysis
heima fyrir. Fréttist þvi tíðast ekkert um
afdrif þeirra, fyrr en seint og síðar meir,
er þeir komu sjálfir eða sendimemi frá
135