Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 16

Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 16
þeim til þess að láta vita hvar þeir væru uiður komnir. En oft var biðin löng og erfið, þegar beðið var milli vonar og ótta, en sýnt þótti, að skip og menn hefðu farist í rúmsjó. Rikið neitaði að leggja símann, og taldi að önnur byggðarlög stæðu nær. Þá óskuðu Súgfirðingar að mega leggja simann á sinn kostnað og fékkst það sam- þykkt, en algerlega styrklaust. Þannig áttu Súgfirðingar símann sjálfir, einir manna á öllu landinu. Þeir tóku sjálfskuldará- byrgðarlán fyrir honum og drifu þetta þarfaverk í framkvæmd og varð síminn brátt einn bezti tekjustofn fjarðarins. Þá vildi þing og stjórn fá símann keyptan, en þá neituðu Súgfirðingar. Hefur sjálf- sagt þótt langt gengið að taka hann eignar- námi. Löngu seinna buðu Súgfirðingar svo rikinu símann til kaups. Síðciri framkvœmclir. Þegar siminn var lagður, var ég tekinn við verkstjórn og utanbúðarstörfum hjá verzlunarfélaginu Kristján & örnólfur, og var stuttu síðar kosinn í hreppsnefnd- ina, er ég starfaði með í tólf ár, eða þang- að til ég fluttist til Akraness 1928. Þar sem hinir ágætu húsbændur minir voru með mér í hreppsnefnd og örnólfur þá oddviti, var ef til vill eðlilegt, að þeir fælu mér ýmsa verkstjóm fyrir hreppinn undir þeirra fyrirsögn. En ekki tel ég það rétt, að ég fari að rekja þá starfssögu mína, en vil þó aðeins minnast á tvö mál, er mest vörðuðu velferð Súgandafjarðarhrepps á þeim árum. Annað var bygging samkomu- hússins, en hitt veglagningin um Suður- eyri og inn fjörðinn upp á Botnsheiði að vegamótum ísafjarðarvegarins. Samkomuhúsið var byggt með hluta- fjárframlagi flestra Súgfirðinga, einnig aðkomumanna sem eitthvað létu af mörk- um, og svo lánsfé að talsverðu leyti. Mun Friðrik Hjartar hafa átt mestan hlut að þessu máli ásamt þeim, sem hér voru nefndir áður. En þetta nýbyggða hús, — sem sneri út og inn, — losnaði af grunn- inum í einu ofstopa suð-vestanroki og sneri mótsett frá fjöru til fjalls, en skor- steinninn var svo sterkur og vel gerður, að hann hélt húsinu þar til veðrið lægði. 1 þessu sama veðri fuku tvö hús önnur og allt sem fokið gat. Eftir þetta var húsið rifið og flutt á þann stað, sem það enn stendur á. Til þess að geta þetta var hluta- féð aukið um helming. Er húsið með stór- um samkomusal og leiksviði niðri, en uppi er veitingasalur, eldhús og geymslur. Þá kem ég að vegalagningunni. Eyrarn- ar á Suðureyri eru tvær. Heima-eyrin, sem búið er á og ræktuð. Eru þar bæjar- og peningshús, en þorpið ber nafn af henni, og þar stendur hin nýbyggða kirkja Suður- eyrar. Hin eyrin er nokkru utar og var kölluð Malir í daglegu tali fyrruin. Á henni er aðal byggðin, en sandvík er á 136 milli eyranna. Þessi eyri er frá náttúr- unnar hendi byggð upp af brimsorfnum hnullungum og ægisandi, sem þó gætir lítið. Var eyrin því ill yfirferðar og ófær öllum aksturtækjum. Allt, sem flytja þurfti, var þvi flutt á bakinu, og var það oft erfitt, t. d. um sekkjavöru. Því að þá var enn siður að draga að heimili í heilum sekkjum, sem var mun ódýrara og hag- kvæmara á allan hátt. Nú er allt sótt í búðirnar daglega. Eftir að ég kom í hreppsnefndina stakk ég eitt sinn upp á því, að hreppsjóður legði fram 1000 krónur á ári til vegalagningar um eyrina. Það þótti ekki fært vegna fá- tæktar. Þá fór ég til allra þorpsbúa, fyrst hinna yngri manna og bað þá að gefa 25 kr. hvern til þessa fyrirtækis og fékk þann- ig f 1 jótlega 500 kr. frá 20 mönnum, auk loforða um mörg dagsverk, Jjegar vinna væri hafin. Komu flest dagsverkanna til skila. Verzlanirnar gáfu 50 kr. hver, þar með talinn Jón Grímsson, er þá var verzl- unarstjóri útibús Ásgeirsverzlunar. Var það frá honum sjálfum, því að verzlunin gaf ekki neitt. Margir gáfu 5—15 kr. og tvær konur 30 kr. hvor. Þannig sa'fnaði ég yfir 1000 krónum í peningum auk dagsverkanna, og var fyrsti vegarspottinn lagður fyrir þessar gjafir. Um haustið er spottinn var lagður, kom Guðjón skósmiður, sem þá bjó inn á Möl- um, og ók eftir veginum bæði hjólbörum og kerru. Þótti að þessu svo mikil og auðsæ bragarbót, að eftir þetta lét hreppsnefnd- in árlega 1000 krónur til vegarins, er alltaf var lengdur árlega. Nokkru síðar varð Jón Grímsson eigandi útibúsins á Suðureyri og gaf þá strax til vegarins 500 krónur frá verzluninni, með þvi skilyrði, að það væri notað sem stofnfé í veg, sem lagður yrði upp á Botnsheiði, þar til hann mætti Isafjarðarveginum, og má af þessu marka, hve hlynntur hann var þessum umbótum. Nú er þessi vegur kominn í þjóðvegasamband, þótt smátt væri byrjað í fyrstu. Reyndar er Jiað ekki rétt að segja smátt, þvi að 1000 krónur voru þá eins mikið og 10.000 krónur nú, með allri verð- bólgunni, háa kaupinu, snúningunum við gjaldeyrisleyfin og svartamarkaðsbraskið, sem allt er allar framkvæmdir að stöðva. / Ijósi minninganna. Súgfirðingar stofnuðu hvert framfara- félagið á fætur öðru á þessum árum, og er erfitt að segja hver átti fyrstu hug- myndina í hverju tilfelli, enda skiptir það ekki máli, þvi að fljótt urðu þau líka al- menningseign vegna óvenjulegrar þátt- töku, skilning og góðvilja, sem jafnan ríkti þar. Þó tel ég, að Kristján A. Kristjánsson, örnólfur Valdimarsson og Friðrik Hjartar, skólastjóri hafi af karlmönnum átt þær flestar, en Kristín Kristjánsdóttir og Sig- ríður H. Jóhannesdóttir af hálfu kvenna, einkum Kristín, er var óþreytandi við að safna fé, er Jiess var þörf. Hafa nú synir hennar, Einar Sturla Jónsson, núverandi oddviti og hreppstjóri, og Jóhannes Þ. Jónsson, sem þar er kaupfélagsstjóri, tekið þar við, sem hina þraut, ásamt fleirum, sem hér er ekki hægt upp að telja. Þrátt fyrir stöðugan straum æskunnar í burtu til annarra héraða, einkum Reykja- víkur, eru þarna þó sífelldar framfarir á öllum sviðum. Sigríður H. Jóhannesdóttir munu Súg- firðingar lengi minnast fyrir aðstoð og hjálpsemi við veika, þegar engin tök voru að ná til læknis, sem sat á Flateyri. Það var oft erfitt vegna hafróts og fannkyngis og ófærðar yfir Klofningsheiði, sem er einn af hættulegustu fjallvegum vestan- lands. Mun það erfiði ekki hafa átt lítinn hlut í að veikja heilsu hennar, ásamt mikl- um heimilisönnum og gestakomu á hótel- lausum stað. Eins og áður er sagt, tók Friðrik Hjart- ar margvislegan þátt í félagsstarfi á Suð- ureyri, einnig Þóra kona hans. Friðrik kom til Súgandafjarðar 1907 og tók Jiá þegar við skólastjórn og kenndi þá fyrst i liúsi Jóns Einarssonar, sem síðar varð tengdafaðir hans. I því húsi fór einnig fram leikstarfsemi. Friðrik hafði á hendi margháttuð trúnaðarstörf, er hann leysti af hendi með hinni mestu prýði, sem sjá má af mörgum gjöfum er liann fékk frá Súgfirðinum fyrir vel unnin störf: M. a.: klukku, gullúr og málverk af Súganda- firði. Allan tímann sem Friðrik var á Suðureyri, kenndi hann leikfimi. Jón Einarsson, tengdafaðir Friðriks Hjartar, var íshússtjóri frá stofnun húss- ins, þar til í það voru settar hraðfrysti- vélar. Sem viðurkenningarvott fyrir það starf fékk Jón gullúr og festi. Þegar ég minnist á einn Súgfirðing, get- ur það raunverulega átt við flest alla hvað við kemur félagslyndi, dugnaði, hjálpfýsi og gestrisni. Mun ég því aðallega geta þeirra, er ég hafði mest samskipti við. Er þá fyrst að nefna Þórð Þórðarson, er var hreppstjóri og simastjóri, lengst af meðan ég var á Suðureyri. Hann var einn af glaðværustu mönnum, er ég hefi kynnzt, kátur og syngjandi á sjó og landi, hvort sem honum gekk vel eða illa um aflabrögð eða annað. Heimili hans var annálað fyrir gestrisni og hjálpsemi einkum við fátæka. Mestar stjórnmálaerjur átti ég við hinn mikla dugnaðar- og aflamann Friðbert Guðmundsson, því að á þeim sviðum og enda fleirum vorum við andstæðingar og héldu báðir fast á sínu máli. En aldrei galt ég þess hjá honum eða hans gestrisna heimili. — Hið sama get ég sagt um Kristján G. Þorvaldsson. Þótt oft værum við ekki sammála, spillti það ekki vináttu okkar, sem fyrst byggðist Framh. á bls. 145 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.