Akranes - 01.11.1949, Page 17
Þar er eintómt gull
Mennirnir eru misjafnir, ;if erfðum,
uppeldi og umhverfi. Lífsferill þeirra og
viðhorf til manna og málefni er og æði
misjafnt. Hér k.emur margt til greina. T.
d. hvernig þeir taka því, sem að höndum
ber. Hvað þeir meta til sigra eða ósigra.
Hvernig þeim gengur að hafa áhrif á
umhverfið eða sætta sig við það. Hvernig
þeir nota eitt og annað til að byggja upp
sinn innri mann, sem aftur getur haft
mikilvæga þýðingu 'fyrir hagi annarra
manna og skaphöfn alla.
Þegar ég skrifa þetta, og brýt það mál
til mergjar, koma mér fyrst í hug þrjár
konur. 1 fyrsta lagi móðir mín. 1 öðru
lagi sú kona, er ég eigi tilgreini að þessu
sinni. Og í þriðja lagi nábúi minn um
langt skeið og náfrænka, yndisleg kona.
Hún er fædd hér á Akranesi 11. desember
1868. Hún var dóttir merkis- og myndar-
hjóna. Faðir hennar var sonur mektar-
bónda hér, sem einnig var hreppstjóri,
dugnaðarmaður og þéttur fyrir. Móðir
hennar var af Stephensenætt, og mátti
sjálfsagt stundum merkja það í fari henn-
ar og fasi, að einhvern tíma hafi ættin
verið valdamikil. Dóttir þessara hjóna, og
konan, sem ég á hér sérstaklega við, er
Helga Níelsdóttir frá Lambhúsum, nú á
Vesturgötu 24 hér i bæ.
Hún var snemma ljúf og
lýðum kær.
Systkini Helgu voru 6, en dóu öll ung
nema eitt, flest á fyrsta ári, úr barnaveiki
eða mislingum. Aðeins eitt, Þóra, komst
til fullorðins ára. Það var því eðlilegt, að
Helga yrði snemma augasteinn foreldr-
anna, vina og vandamanna. Þvi fremur,
sem frá henni andaði til allra, er henni
kynntust, óvenjulegum yndisþokka og
góðleik.
Hún var í skóla hjá fjórum kennurum
og hlaut hjá þeim öllum óvenjulegan
vitnisburð. Þá voru vitnisburðarbækur
látnar af hendi í skólunum, en því miður
eru þessar vitnisburðarbækur Helgu ekki
til lengur. Hefði það verið gaman, þó ekki
hefði það verið til annars en sjá og sýna
hina afburða fögru rithönd Odds kennara
Guðmundssonar. Helgu þótti litið til
vintnisburðarins koma, þegar hún var orð-
in 4 í röðinni af 32 börnum. Mörgum ár-
um seinna sagði Snæbjörn kaupmaður, er
hann var að blaða í gömlum vitnisburðar-
plöggum frá barnaskólanum: „Alltaf var
hann fallegur vilnisburðurinn þinn, Helga
litla“. (Hjá vinum og nákunnugum var
hún eiginlega alltaf kölluð Helga litla.
Þótt hún væri meðal kvenmaður, og í
engu lítil).
Þegar lífið var henni ljúfast.
Þórunn Bjarnadóttir, siðar prestsfrú i
Vigur, var móðursystir Helgu Níelsdóttur.
Var Þórunn nokkuð í Lambhúsum, þegar
Helga var barn að aldri. Tókst þá þegar
með þeim vinátta, sem aldrei siðan bar
skugga á. Enda munu þær hafa verið
likar að ýmsu leyti. Skömmu eftir að Þór-
unn var orðin prestsfrú í Vigur, bauð hún
frænku sinni og uppáhaldi að vera hjá
sér svo lengi, sem hana lysti. Var það boð
þegið af foreldrum Helgu, og ekki siður
af henni sjálfri, enda ekki í kot vísað. Þar
var Helga svo í tvö ár, og segir, „að það
hafi verið ljúfasti timi ævi sinnar“. Hún
var í miklu afhaldi hjá frúnni, eins og
áður er sagt, og mátti gera það eitt er henni
líkaði. Hún stóð á tvitugu, er hún fór vest-
ur. Saklaus og elskuleg stúlka, sem öllum
þótti vænt um. Áður hafði hún ekki verið
að heiman nema tvo sumartíma. 1 annað
skiptið hjá frændfólki í Kalmanstungu.
Þá var mikið um að vera í Vigur. T. d.
27 manns i heimili, þar af 7 vinnukonur.
Þar var þá búið stórt til sjós og lands og
mikill gestagangur, þótt yfir sjó væri að
sækja. Þar var útræði og mikil fiskverkun,
mikil dúntekja og fénaður.
Presturinn var héraðshöfðingi, vinsæll
og dáður. Hin unga prestskona hefur því
mátt hafa nokkuð hjá sér, til bússýslu á
hinu umsvifamikla heimili prestsins, hér-
aðsliöfðingjans og þingskörungsins. Munu
kunnugir á einu máli um, að þann sess
hafi hún skipað með mikilli prýði. Þarna
var Helga með hinum ungu sonum þeirra
Vigur-hjóna, sem nú eru allir vel metnir
og kunnir ágætismenn.
Þessi Vigur-vera, hjá náfrænku og góð-
vinum, er eins og fagur draumur, þegar
horft er til baka og rifjað upp. Því að þótt
Helgu finnist allt lífið yndislegt, „þar
sem ég hefi alltaf verið leidd af hulinni
hönd,“ eins og hún sjálf segir, þá voru
næstu árin náttúrulega erfið á stundum.
Nú væri það kært.
Hinn 28. april 1891, gekk Helga að
eiga unnusta sinn Kristmann Tómásson,
Erlendssonar frá Bjargi.
Áratugurinn 1880—’go var hér mörg-
um erfiður í skauti. Höfðu verið fiski-
leysis- og harðindaár, svo að jafnvel lá
við sulti, a. m. k. þar, sem ekki var mjólk
að fá. Síðasti tugur aldarinnar var og að
ýmsu leyti erfiður. Það var því ekki efni-
legt eða árennilegt fyrir ung og efnalaus
hjón að setja saman bú.
Þótt hin unga kona væri heimasæta frá
sæmilegu efnaheimili, — eftir því sem
þá gerðist, — og búin að vera „stofu-
stúlka“ í tvö ár á hefðar heimili, kom
henni ekki til hugar að gera kröfur til
neinna annarra en sjálfrar sín, heldur
sætta sig við það, sem hún eða maður
hennar gat ekki umflúið eða umbætt í bili.
Fyrstu 10 árin voru þau Helga og Krist-
mann í litlu stofunni i Lambhúsum, með
4 börn. Stofan var 2,93 x 2,62 metrar að
stærð. Ætli nú kæmi ekki einhver til bæj-
arstjórnarinnar og segði: „Er þetta for-
svaranlegt". En Helga segir: „Sem betur
fer, virðist börnunum ekki hafa orðið
þetta að meini.“
I Reykjavík — þeim rausnarbæ.
Um aldamótin síðustu var enn ekki hátt
risið á Akranesi og ekki margra kosta völ,
nema i sambandi við sjóinn. Og ekki batn-
aði það, þegar umfangsmikill rekstur
Thor Jensens drógst saman og hann flutti
héðan alfarinn. Kristmann var alla tíð
mjög óhneigður fyrir sjóinn, svo að hann
hugsaði sér — rétt eftir aldamótin — að
leita um atvinnu til Reykjavíkur, og
Hér er mynd af
frú Helgu og Krist-
manni á gullbrúS-
kaupsdegi þeirra. —
Fyrir ofan þau er
mynd af hinum
samrýmdu dœtrum
þeirra, sem bdSar
eru dártar.
akranes
137