Akranes - 01.11.1949, Side 18

Akranes - 01.11.1949, Side 18
fluttu þau sig þangað haust eitt. Þau fengu leigð 2 herbergi á lofti í húsi einu við Lindargötu. Þá var enn engin vatns- leiðsla í Reykjavik og víða í bænum ákaf- lega erfitt með vatn. Vatnið var þá, ef til vill, eftirsóttara en mjólkin er nú. Þarna nálægt var lítil lind, sem var umsetin og eftirsótt og oft sem sagt þurausin. Kom fólk þangað vetur og sumar oft kl. 5-—6 á morgnana til þess að reyna að ná sér i eina eða tvær fötur. Nokkru eftir nýár þennan sama vetur lagðist Helga fárveik og var flutt á Landa- kotsspítala. Var fyrst talið, að þetta væri taugaveiki. Lá hún þar til á pálmasunnu- dag, er hún var flutt beina leið upp á Akranes, borin á skip og af. Guðmundur Magnússon, prófessor, sem var læknir hennar á spítalanum, sagði henni, að þetta hefði engin taugaveiki verið, sem að henni gekk, heldur hafi það verið af- leiðingar af ofkælingu. En Helga var ein- mitt að þvo þennan sama dag, sem hún veiktist. Hins vegar mun héraðslæknir- inn hafa haldið að þetta væri taugaveiki, vegna þess, að hún gekk þá í nálægum húsum og vatnsbólin voru þá hættuleg, eins og að var vikið. Svona skammvinn var Reykjavíkurvera þeirra, og Helgu örlagarík. Kristmann fann og fljótt, að hann myndi ekki una þar til lengdar. „Þér eigið eitthvað eftir kona góð“. Næstu 10 árin voru þau Helga og Kristmann uppi á loftinu í gamla húsinu í Lambhúsum. Þá voru börnin ekki longur 4, heldur 6. Hefur því hlotið að vera þar nokkuð þröngt, því fremur, sem vinnu- kona —- og stundum vinnumaður — gömlu hjónanna sváfu líka á framloftinu. Á þetta margmenna heimili hinna litlu húsakynna kom sá oft, er þetta ritar, og minnist aldrei hafa heyrt þar talað um, eða orðið við þrengsli, þvi að „andrúms- foftið“ var þar yndislegt. Þar áttu hjónin og börnin óskilið mál. Þama var fagurt fjölskylduli'f. Á aðfangadag jóla 1912 varð Helga skyndilega mjög veik, svo að henni var vart hugað líf. Það þótti sýnt, að um inn- vortismein væri að ræða og verulegra læknisaðgera ekki völ, nema komast á spitala. Um þetta leyti var svo römm ótíð, að ekki varð komizt með hana til Reykja- víkur fyrr en 6. janúar. Guðmundur Hannesson kom uppeftir. Framkvæmdi hann og Finsen einhvern uppskurð eða ástungu á henni þarna á loftinu í Lamb- húsum. Var hún þá svo útgrafin út frá botnlanga, að ekki varð líft á loftinu í bili eftir ástunguna. Þá varð Guðmundi Hann- essyni að orði: „Þér eigið eitthvað eftir kona góð“. Hann sagðist ekki skilja, hvem- ig það mætti vera, að Helga lifði þetta af. Hann sagðist ekki hafa áður þekkt nema eitt tilfelli þessu líkt, og hafi sú kona ver- ið send til útlanda til aðgerða. f þessum veikindum átti Helga í tvö ár. Má nærri geta hvernig henni hafi liðið líkamlega. En einnig andlega, með hliðsjón af hinu stóra heimili hennar, þar sem efnin voru lítil og fullnýta þurfti það litla, sem dregið varð að. Batnandi hagur og heilsa. Eftir þetta var Helga lengi veil sem von- legt var, því fremur, sem hún hafði enga möguleika til að hlífa sér, nema hvað mað- ur hennar og börn gátu að gert i þeim efnum. Hún var fyrr og seinna búin að finna til veikindanna, en lét þau aldrei buga sig eða beygja. Hún var sí-kát og hress, ljúf og lífsglöð á svo yndislegan hátt. Fyrirmyndar móðir og eiginkona. Glöð með glöðum og gleðjandi hrygga. Nú voru börnin komin á legg og farin að hjálpa til og farin að vinna heimilinu gagn, enda dugleg og vinnusöm. Hagur- inn batnaði, fjölskyldan var samrýmd og allt gekk að óskum. Árið 1915 keypti Krist- mann Albertshús, sem þau byggðu síðar upp og bjuggu síðan meðan bæði lifðu. f þessu húsi, sem enn stendur, héldu hin merku hjón upp á gullbrúðkaup sitt. Og þar dvelur Helga enn í hárri elli, umvafin ástúð sonar og tengdadóttur og öðrum barna og barna-bömum, virt og elskuð af öllum, sem henni hafa kynnst á liinni löngu leið. Hjónaband þeirra Kristmanns og Helgu var ætíð með ágætum. Segir hún líka að það hafi verið happ sitt og hamingja, hve hún hafi átt góðan mann og regiusaman. Hafi það komið bezt í ljós þegar erfiðast var undir fæti. „Ég hef verið leidd og borin“. Ýmsir þeir, sem minna hafa reynt á lífsleiðinni, hafa haft ýmislegt á hornum sér, orðið fýldir og fúkyrtir og óspart lát- ið það bitna á mönnum og málefnum. Jafnvei ásakað Guð fyrir það óblíða, sem mætt hefur, og stundum verið erfitt að bera. Nei, hér er þessu ekki þannig farið. Yfir öllu lífirtu, hinum dimmu dögum jafnt sem hinum, hvílir í hennar augum Guðs friður og blessun, þar sem hann hafi með hulinni verndarhendi leitt hana og borið á óskiljanlegan hátt yfir alla erf- iðleika og hættur. Fyrir hans kraft er lif hennar samfelld sigurganga, þar sem hvergi ber skugga á. Þar sem henni beri að þakka allt, af miskunn og kærleika veitt. Meðan ísl. konur búa yfir slíkum innra eldi öruggrar Guðstrúar, breiðandi hana yfir heimili sitt, og yljandi af þeim eldi langt út í raðir meðbræðranna, getur ekk- ert það óhapp eða óhamingja hent Island, sem ekki er hægt að yfirstíga. Því vil ég ekki að það, sem hér er sagt, falli „í gleymsku og dá.“ Ó. B. B. 1. 2. Tíl kaupenda blaðsíns Siðun 1944 hefur verÖ blaÖsins verið óbreytt — aÖeins 20 kr. önnur blöÖ hafa marg hœkkaÖ á þessu tímabili, og gefur áÖ skilja, aÖ AKRANES hefÖi eigi síÖur þurft þess méÖ. BurÖargjald hefur marg hœkkaÖ, prentun og pappír einnig stórlega, og pappírinn í þessi blöÖ hækkdöi enn mjög mikiö. Mér til stórtjóns, hef ég verið aÖ skirrast við aö hækka blaÖiÖ, — sem ávallt hefur veriÖ ódýrt, miðað viÖ hliðstæÖ rit. — Að ég hef ekki gert þetta, stafar aðallega af þessu: Ég er á móti þessum hœkkunar skrúfugangi í þjöðfélaginu, og vildi þvi ekki fyrr en í síðustu lög fylla þann flokk, sem virðist ósárt um það. Ég bjóst líka við, að ráðamenn okkar myndu miklu fyrr reyna áÖ spyrna fótum við hinni sivaxandi œgilegu dýrtíÖ, og gera eitthváÖ til þess að snúa viÖ frá villu þess vegar. MeÖ þessum drætti á hœkkun blaðsins þykist ég því hafa hamlaÖ á móti lengur en rnér var unnt. Kæru kaupendur og velunnarar bláÖsins. Ég vil því biðja ykkur velvirðingar á, að ég get ekki lengur komizt hjá aÖ hœkka blaðið upp í 30.00 kr. árg. Því miöur hefur dráttur orðið á útkomu tveggja síÖustu blaða, sem kemur til af því, að pappírinn í þau er búinn aÖ liggja í marga mánuÖi ógreiddur vegna yfirfærslu vandrœða. AÖ svo mæltu þakka ég ykkur innilega fyrir velvilja ykkar í garð blaðsins og áhuga fyrir hugsjónum þess og markmiði, um leið og ég óska ykkur gléÖi- legs ár og þakka allt á hinu liÖna. Akranesi í desember 1949 ÓLAFUR B. BJÖRNSSON. 138 M> —O—UIO— 0—,>;« AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.