Akranes - 01.11.1949, Page 21

Akranes - 01.11.1949, Page 21
Olafur B. Björnsson Þœttir úr sögu Akraness, V. 25 HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. FRAMHALD. Kona Helga í Lykkju var Guðrún Illuga- dóttir frá Lambhaga. Hennar systkini: a. Guðný, lengi búandi á Akri. b. Guðmund- ur fyrri maður Sesselju í Árnabæ, c. Sig- urjón, nú í Miðengi. d. Sigurbjörg, gift Þorgrími Jónssyni, búandi i Reykjavík. e. Guðbjörg, gift Sigurði Magnússyni frá Króki í Garði. Þau búa í Garðinum. Guð- rún og Helgi giftu sig 18/11 1893. Börn þeirra Helga og Guðrúnar í Lykkju voru þessi: 1. Hólmfríður Kristín, ógift á heima i Reykjavík. 2. Margrét, dáin 3. sept. 1931. Eftir hana lifa tvö börn: a. Anton Ölafsson, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Kristjönu Valdimars- dóttur. Þau eiga 3 börn. b. Erna Adólfsdóttir, gift Guðmundi Gislasyni, fulltrúa í Reykjavík. Þau eiga 1 dreng, Gísla. 3. Hjörtur Björgvin, bóndi og bifreiða- stjóri á Melabergi á Miðnesi. Kvæntur Sveinbjörgu Jónsdóttur frá Flanka- stöðum. Þeirra börn: Sveinssína, Guðrún, Lilja, Jón og Erla. Sveinssína er gift Árna Jónssyni Dal- vík, og eiga þau 1 dreng. 4. Tryggvi útgerðarmaður á Akureyri, kvæntur Sigriði Þorsteinsdóttur. 5. Lilja, dó ung. 6. Ásta, giftist Eyjólfi Kolbeins frá Lambastöðum. Þau bjuggu lengi i Bygggarði, og síðar á Kolbeinsstöðum á Seltjarnarnesi. Þeirra börn: Þórey, Lilja, Eyjólfur, Andrea, Halla og Ásta. 7. Anna Petra. Hún var gift Einari Ein- arssyni skipherra. 8. Valdís, hjúkrunarkona. Hún er gift Ólafi Hanssyni menntaskólakennara frá Grund í Skorradal. Þau eiga einn son, Gunnar. 9. Júlía María, ógift, búsett í Reykjavík. 10. Ingigerður Ágústa, ógift, búandi í Reykjavík. 11. Sigurður Magnússon Helgason, lög- fræðingur, fulltrúi bæjarfógetans á Ak- ureyri. Kvæntur Þorbjörgu Gísladótt- ur Hagalín. Þau eiga 3 börn: Grétar Magni, Gylfi Már, og Guðrún Sigurlina Mjöll. Hús það er enn stendur í Lykkju, var byggt 1916. Helgi og Guðrún voru hinar beztu manneskjur. Þar var að vonum oft þröngt í búi með þennan stóra hóp. Ekki vantaði viljann til að bjarga sér og vel var farið með. Bæði hjónin ákaflega þrifin, lagin og reglusöm. Þau fluttu alfarin til Reykja- víkur 1924. Bjuggu þau fyrst á Laufásveg 18. Seinna keyptu þau Hólmfríður og Tryggvi húsið við Grundarstíg 10, (hús Hannesar Hafstein). Helming hússins á Hólmfríður enn, en hinn helminginn Anna systir hennar. Búa þær í húsinu enn. Hólmfríður fór snemma til Reykjavikur til að vinna fyrir sér. Hefur hún nú um 25 ára skeið unnið i bakaríi -—. aðeins á tveimur stöðum. — Bendir allt til að hún hafi komið sér þar vel, enda er hún óvana- lega dugleg og samvizkusöm, og er enn svo „gamaldags" að hún telur ekki i mín- útum eða stundum þann tima sem hún vinnur húsbændum sínum fram yfir venjulegan vinnutíma. Mun foreldrum liennar og fólki öllu hafa verið mikill styrkur að henni, sem forvera í Reykja- vík, sem bæði var þar orðin kunnug og vel liðin. Ég þekki vel hjón þau er hún var þjónustustúlka hjá fyrst er hún fór til Reykjavíkur, ung og öllum ókunnug. Milli þeirra er enn tryggðarvinátta, sem aldrei hefur slegið skugga á. Einhvern tíma hefði það þótt fyrirsögn, að hjónin i Lykkju eða börn þeirra, eignuðust ráð- herrabústað í Reykjavík. Það eru einmitt dætur Helga og Guðrúnar í Lykkju, sem eiga hið stóra hús hins fyrsta íslenzka ráð- herra, Hannesar Hafstein. Það sannast því enn, að bezt sé að spá sem minnst um óorðna hluti. Ég vona að þeim systrum haldizt héðan af á þessu sögulega merka húsi, og að þær haldi því í svipuðum skorð- um og það var í, er hið mikla skáld og merki maður yfirgaf það. Hús þetta er því og mun verða, harla merkilegt og margar minningar við það bundnar. Guðrún andaðist 5. september 1944, en Helgi 20. júlí 1945. Eftir Helga kemur að Lykkju Þorsteinn Benediktsson og kona hans Sigríður Helga- dóttir. Þau bjuggu þar meðan Þorsteinn lifði, en Sigríður lengi eftir það, eða þar til hún fór á Elliheimilið hér, þar sem hún dvelur nú (1950) i hárri elli. Þor- steinn var sjómaður, bæði á opnum skip- um og á skútum. Hann var bróðir Jóns í Aðalbóli, fæddur 29. júni 1862. Dáinn 31. jan. 1934. Sigriður er ættuð héðan og fædd hér í Lambhúsum, og hefur áður verið getið i þessum þáttum í sambandi við Litlabæ. Sigríður Helgadóttir var á unga aldri nettasti kvenmaður. Hún er ákaflega vönd- uð kona og ábyggileg, góð sál, þýð í við- móti og óvenjulega geðgóð. Meðan hún mátti, taldi hún ekki á sig, að hjúkra öðr- um eða líkna, og ætíð boðin og búin að gera öðrum greiða. Annaðist hún um fjölda ára tvo sjúklinga hreppsins i Lykkju með hinni mestu alúð og ná- kvæmni. Börn þeirra Þorsteins og Sigríðar voru þessi: a. Sigursteinn, sem getið hefur verið í sambandi við Krók. b. Ástrós. Áður en hún giftist, átti hún tvö börn með manni þeim er Ingólfur hét: í.Þorbjörgu, gift Páli Eggertssyni frá Sólmundarhöfða. Þau búa á Sanda- braut 8 hér í bæ. 2. Ingibjörg, búsett í Reykjavík og gift þar Eyjólfi Þorleifssyni. Þau eiga þrjú börn. Síðan giftist Ástrós Ottó Guðmunds- syni og átti með honum tvö böm: Guðmund Kristján og Aðalstein Dalmann, báðir ókvæntir. c. Halldóra, dáin. Giftist Gísla Einars- syni frá Akurprýði, og verður þeirra síðar nánar getið í þessum þáttum. Þorsteinn Benediktsson átti og eitt barn með konu þeirri er hét Hannessína Regína Hannesdóttir. Hann heitir Hersveinn, er FJ ÖLSKYLDAN í LYKKJU: Til vinstri: Tryggvi, Hjörtur, Ásta, Ingigerð- ur (milli hjónanna). — Þar fyrir aftan, Hólm- fríður og Margrét. Fyr- ir framan hana Júlía og þá Lilja. Aftur til vinstri. Anna, Guðrún kona Helga, en hún situr undir Dagmar. Þa Helgi, er situr undir Sigurði og að siðustu er Valdís. — Á myndina vantar Andreu. AKRANES 141

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.